Morgunblaðið - 13.05.1984, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 13.05.1984, Qupperneq 24
72 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MAÍ 1984 Erum við öll dúfur „ í Skinner-búri? — bara óendanlega stóru og flóknu Maður er nefndur B.F. Skinner. Hann situr nú gamall, sjóndapur og heyrnardaufur í skrif- stofu sinni í Harvard og les ævisögu sína og ráðleggingar fyrir gamalmenni inn á seg- ulþráð. Hann veit að tími sinn er senn á þrotum, og hann á margt eftir að gera, að eigin mati. Honum er því ekkert um það gefið að vera truflaður of mikið. En þegar ís- lenskur námsmaður, sem hefur sérhæft sig í fræðum hans og meðal annars skrifað um þau BA- og doktorsritgerð, biður um viðtal, þá ger- ir hann undantekningu og hleypir manninum inn á sig. íslenski námsmaðurinn heitir Kristján Guðmundsson og er reyndar ekki námsmaður lengur, en hefur þess í stað tekið sér stöðu við hinn end- ann á menntakerfinu, sem kennari við Kvennaskólann. hann þyki afburða góður vísinda- maður; finnst mörgum að þær ályktanir sem hann dregur af niðurstöðum rannsókna sinna vægast sagt ekki sjálfgefnar. Hitt er annað mál, að Skinner hefur gjörbylt sálarfræði sem fræðigrein, með því að setja rann- sóknir á hegðun á oddinn, en horfa fram hjá sálarlífinu í hefð- Það hefur oft verið sagt um Skinner að hann sé sennilega frægasti og jafnframt misskild- asti sálfræðingur aldarinnar. í augum almennings er hann fjand- maður mannlegrar reisnar númer eitt, því hann stendur á því fastar en fótunum að mannleg hegðun sé í grundvallaratriðum á sama báti og hegðun annarra skepna jarðar- innar — að maðurinn sé viljalaust verkfæri náttúrulögmála, sem dansi eins og mólikúl eftir duttl- ungum þeirra krafta sem á hann verka. Skinner hefur skrifað al- þýðlegar bækur, eins og Beyond Freedom and Dignity, eða Handan frelsis og mannvirðingar, þar sem hann leitast við að „afhjúpa" ein- hverja mestu „goðsögn" sem mað- urinn hefur skapað, nefnilega að hann hafi frjálsan vilja. Vanda- málið um „frelsi viljans" hefur löngum verið eitt af uppáhalds þrætueplum heimspekinga, án þess að niðurstaða hafi fengist, og það er ekki ætlunin í þessari grein að fara út í þá sálma að ráði. Enda er Skinner ekki sérlega háttskrif- aður meðal heimspekinga, þótt Rætt viö dr. Kristján Guömundsson um atferlisvísindi og bandaríska sálfræöinginn B.F. Skinner, sem mótaö hefur þau fræöi meira en nokkur maöur undanfarin 40 ár. Atferlisfræðing- urinn umdeildi, Bandaríkjamað- urinn B.F. Skinn- bundnum skilningi. Hann er vissulega ekki brautryðjandi á þessu sviði, en honum er þó eignuð ein mikilvægasta kenningin innan atferlisvísindanna, sem er kenn- ingin um virkt atferli. Það er um þessa kenningu Skinners sem samtalið við Kristján hér á eftir kemur til með að snúast, hvernig hægt er að nota fræðin til að skýra hegðun og í hagnýtum til- gangi, eins og til að hætta að reykja, megrast eða ná stjórn á sjónvarpsglápi. Loks er fróðlegt að heyra álit Kristjáns á manninum Skinner, hvernig þessi mikli jöfur sálarfræðinnar kom honum fyrir sjónir þegar þeir hittust eitt síð- degi í Harvard-háskólanum. Nú er það ekkert áhlaupamál að gera kenningu Skinners skil í stuttu blaðasamtali, en við biðjum Kristján þó að reyna, og umfram Kristján Guðmundsson. Hann hefur sérhæft sig í fræðum Skinners og meðal annars skrifað um þau BA- og doktorsritgerð. Mor((unW»*ií/KÖE. Dúfan og f járhættuspilarinn — hvað eiga þau sameiginlegt „Mér leið eins og ég væri veikur, með bullandi hita og óráði, ég lagði aleiguna á rautt eins og í leiðslu, en hafði ekki fyrr sleppt hendinni af peningunum þegar ég áttaði mig skyndilega á því hvað ég var að gera. I eina skiptið þetta örlagaríka kvöld fann ég fyrir snertingu hins ískalda fingurs óttans og hendur mínar og fætur titruðu. Með hryllingi gerði ég mér grein fyrir því hvað það þýddi ef ég tapaði núna. Líf mitt var í . veði!“ Þannig lýsir rússneski rithöfund- urinn Dostoyevsky hugarástandi fjárhættuspilara eitt andartak, þar sem hann stendur við rúllettuborðið svo altekinn af spilinu að hann veit ekki fyrr en hann hefur lagt líf sitt í sölurnar. Það er ekki að ástæðu- lausu sem menn hafa líkt ástriðu fjárhættuspilarans við drykkjusýki eða eiturefnafíkn: svo gjörsamlega geta menn verið á valdi þessarar ástríðu að þeir fylgja kalli hennar eins og skyni skroppnir þrælar. Ekkert annað kemst að, ekkert ann- að skiptir máli og ekkert annað veit- ir lífsfyllingu, en það eitt að spila. Kannski er það gróðavonin ein sem stendur að baki þessari fíkn, en spennan og áhættan hafa þó líka sitt að segja, því það er enginn vafi á því að hvort tveggja er vanabind- andi. Sjálfur ástríðufullur fjárhættuspilari Dostoyevsky þekkti fjárhættuspil vel af eigin raun, hann var sjálfur ástríðufullur „gamblari" og fór með drjúgan hluta af stopulum tekjum sínu í spilavítin í Wiesbaden, Bad- en-Baden og víðar. Tilvitnunin að ofan er úr sögu hans Fjárhættuspil- arinn, en þar lýsir hann af næmu innsæi og skilningi þeim tilfinning- um og hugsunum sem stjórna lífi spilasjúks manns. í bréfi sem Dostoyevsky skrifaði bróður sínum eitt sinn þegar hann var á ferðalagi í Þýskalandi, þar sem hann tapaði aleigunni í rúllettu, segir hann: „Þú undrast að ég skuli eyða al- eigunni f fjárhættuspil á ferðalagi með konunni sem ég elska. Kæri Misha, í Wiesbaden fann ég upp kerfi, sem ég fylgdi til hins ýtrasta og vann á svipstundu tíu þúsund franka. Morguninn eftir var ég svo spenntur að ég hætti að fylgja kerf- inu og tapaði strax stórum fúlgum. Um kvöldið tók ég aftur til við kerf- ið og græddi þá þrjú þúsund franka. Segðu mér hvernig ég gat annað en haldið áfram, hvernig gat ég annað en haft trú á því að svo lengi sem ég fylgdi kerfinu yrði gæfan mér hiið- holl? Og ég þarf á peningum að halda, fyrir mig, fyrir þig, fyrir konu mína og til að geta haldið áfram að skrifa. Hérna geta menn unnið stórkostlegar uppæðir á einu bretti. Já, það er satt, það sem rak mig áfram var löngunin til að hjálpa ykkur öllum og bjarga sjálf- um mér frá glötun. Og ég hafði trú á kerfinu. Auk þess vann ég 600 franka á fimmtán minútum þegar ég kom fyrst til Baden. Sá gróði teymdi mig áfram. En þá fór ég að tapa, missti stjórn á mér og tapaði látlaust. Eftir að ég skrifaði þér síð- ast frá Baden tók ég megnið af þeim peningum sem ég átti eftir og fór að spila. Það var síðasta hálmstráið og svo virtist sem lukkuhjólið væri að snúast mér í vil á ný. Eg fór vel af stað og tókst fljótlega að tífalda það fé sem ég var með. Þessi einstæða lukka freistaði mín og ég lagði alla upphæðina á rautt og tapaði. Eftir Rússneski rithöfundurinn Dosto- yevsky. Hann var forfallinn fjár- hættuspilari. að hafa borgað gistinguna áttum við sex franka eftir til að komast heim. Ég veðsetti úrið mitt í Geneva ..." Þetta er athyglisverð lýsing, einkanlega fyrir einlægnina, „hvernig gat ég annað en spilað," spyr Dostoyevsky, og væntir samúð- ar bróður síns. Það er að skilja á Dostoyevsky að gróðavonin ein hafi legið að baki spilamennsku hans og að tilgangur hans hafi verið göfug- ur, hann ætlaði að hjálpa ættingjum sínum og vinna tíma til að skrifa. En af hverju hætti hann ekki eftir að hafa unnið tíu þúsund franka? Hvað dró hann að spilaborðinu aft- ur? Var það enn græðgin: gamla sagan um að mikið vill meira? Það er of einföld skýring. Það er sjálf- sagt einnig of einfalt að segja að spenna og áhætta séu vanabindandi og verði að sjálfstæðri nautn. Spurningin er, hvers vegna ánetjast menn? Svar atferlisfræðinga Atferlisvísindin eiga skemmtilegt svar við þvi. Atferlisfræðingar líta svo á að í grundvallaratriðum sé enginn munur á því hvernig dýr og menn hegða sér, hegðunin mótast af þeim afleiðingum sem hún hefur. Frægar eru tilraunir Bandaríkja- mannsins B.F. Skinners sem hann gerði á dúfum í svokölluðum Skinner-búrum, og lýst er i viðtal- inu við Kristján Guðmundsson hér i blaðinu. í dæmigerðu Skinner-búri eru aðeins tveir hlutir, skffa sem dúfan getur hreyft með goggnum og matarhólf. Markmið Skinners var að rannsaka og stjórna þeirri hegð- un dúfunnar að ýta á skífuna. Fyrst beið hann eftir því að dúfan hreyfði slánna fyrir tilviljun, sem hún hlaut að gera fyrr eða síðar. Þegar það gerðist var matarhiti látinn falla í hólfið. Eftir nokkur skipti hafði dúf- an lært að tengja saman þessa tvo atburði, að þrýsta á skifuna og fá mat fyrir bragðið. Dúfan gat því notað athöfnina til að kalla fram

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.