Morgunblaðið - 13.05.1984, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 13.05.1984, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MAÍ 1984 95 Birgir fleygöi bílnum í gegnum hverja beygjuna af annarri og landslagið rann saman í eina heild urnar og gíra niður, sneri Birgir bílriui.i inn í hana, en bíllinn rann smáspöl út með afturendann á meðan afturhjólin voru að finna grip í lausum jarðveginum. Birgir skipti örsnöggt upp að nýju í ann- an gír. „Lokað," kallaði ég um leið og ég sá lokað hlið í tæplega 100 metra fjariægð, en Birgir skipti í þriðja gír og allt var á fullri vinnslu. „Lokað — LOKAÐ" hróp- aði ég nú og veifaði vinstri hend- inni. Birgir steig á bremsuna í ró- legheitunum og er ég leit á hann var hann skælbrosandi og sneri bílnum við. Landslagið rann sam- an í eina heild Enn á ný var vélarkrafturinn fulinýttur eftir beinu köflunum, en er við komum eftir sömu leið og áður, tók Birgir skyndilega vink- ilbeygju inn á afleggjara til hægri með því að svinga afturendanum út með niðurskiptingu. Afturend- inn gældi við ystu brún vegarins, en Birgir hugsaði ekkert um það, heldur gaf allt í botn og bíllinn rétti sig af og skaust eftir vegin- um í takt við gírskiptingarnar. Síðan tók við löng aflíðandi vinstri beygja og miðflóttaaflið tók að hræra upp í mér og ósjálfrátt sveigði ég líkamann á móti beygj- unni, um leið og ég reyndi að forð- ast að trufla gírskiptinguna. Birg- ir fleygði bílnum gegnum hverja beygjuna af annarri og landslagið rann eiginlega saman í eina heild fyrir augunum vegna hraðans. í hvert skipti sem bensíngjöfin botnaði í beygjum tók bíllinn kipp og líkaminn reyndi að aðlaga sig þessum hamagangi. „Þú vinnur þetta," stundi ég upp og reyndi að láta viðurkenningarblæ heyrast. „Ég ætla mér það líka,“ svaraði Birgir og dró hægt og sigandi úr ferðinni og er bíllinn hafði stöðv- ast tók hann fram sérstaka öku- mannshanska. Með þeim nær öku- maður betra gripi á stýrinu og þarf ekki að kreista það eins mik- ið, til að fá snögg viðbrögð er stýr- inu er snúið. Einhverntímann sagði erlendur rallökumaður í samtali við mig að allir ökumenn ættu að nota hanska, það væri betra að slíta þeim en höndun- um ... Nú er komið að síðustu salibun- unni og það, að Birgir hafði sett upp hanska, hlaut að þýða meiri átök við stýrið. Birgir ók bílnum nokkrum sinn- um allhratt og bremsaði, og fann ég þá hvernig afturhlutinn skopp- aði lítillega til hliðanna. „Þetta er vegna stillingar á bremsunum," sagði Birgir til skýringar og benti á handfang í mælaborðinu, „það er hægt að stilla hve mikið brems- urnar taka í að aftan og framan. Ég læt þær taka meira í að aftan til að geta skutlað afturendanum út fyrir beygjur með því að stíga létt á bremsurnar." Á meðan á þessum útskýringum stóð hafði Birgir ekið hratt milli gíra og látið vélina snúast dug- lega, kvaðst hann vera að reyna að finna á hvaða snúningi væri best að skipta til að fá hámarksnýtingu aflsins, í hverjum gír. Síðan spýtti hann í lófana (hanskana) til að fá betra grip, greip vinstri hendi um stýrið, þeirri hægri um gírstöng- ina og hægri fóturinn steig þung- lega á bensíngjöfina og enn einu sinni svaraði vélin grimmilega og afturhluti bílsins nötraði er hann rótaði af stað. Stuttu seinna var bíllinn kominn á hliðarskrið gegn- um hægri beygju á allt of mikilli ferð að mér fannst, og ég leit lítið lón til hliðar við veginn hornauga ... en ekkert gerðist, bíllinn skaust gegnum beygjuna, án vand- ræða, og lónið gleymdist strax í næstu beygjum, sem komu hver af annarri. Afturendi bílsins skaust mjúk- lega ýmist til hægri eða vinstri eftir því hvert beygjurnar lágu, framendinn var yfirleitt í beinni stefnu, en framhjólunum sneri Birgir oftast í gagnstæða átt við hreyfingar afturendans, til að rétta bílinn af. „Tel mig getað náð toppárangri“ „Það er mikill munur á því að aka bíl sem þessum, sem hefur fjöðrun eins og best verður á kos- ið, heldur en rallbílum sem eru lít- ið útbúnir. Þessi bíll er ekkert að fjaðra í allar áttir,“ sagði Birgir er hann hafði hægt á ferðinni. „Með þessa fjöðrun finnst mér vanta hestöfl í bílinn, en vegna vanstill- ingar eru þau varla nema 140—150 í stað 170. Bíllinn er raunverulega byggður fyrir 240 hestafla vél sem er hinsvegar ekki heppileg í rekstri hérlendis, en vélin sem við notum í bílinn á hinsvegar að geta skilað meiri orku en hún gerir. Það er einhver vanstilling, sem ekki næst að laga fyrr en eftir næsta rall,“ sagði Birgir. Við ókum nú í rólegheitunum eftir beinum malarvegi og gafst því tækifæri til að spyrja Birgi hvað það væri sem hann sæktist eftir með keppni í rallakstri. „Það er margt, hraðinn og spenningur- inn í kringum þetta. Þú reynir á marga hluta líkamans í keppni, hendur, fætur, augu, eyru og jafn- vel nefið, til að finna óeðlilega lykt úr vélarrúminu! Hugur manns þarf að taka fjölmargar ákvarðan- ir á sekúndubroti — allar réttar ef þú ætlar að vinna. Þetta krefst náttúrulega æfingar, en því miður gefst okkur sem þetta stundum fá tækifæri til slíks vegna umferð- arlaganna. Aðalæfingin fæst í keppni, enn sem komið er. Við get- um ekki farið neitt að kvöldlagi eða í skjóli nætur að æfa okkur,“ sagði Birgir. „Ég keppi í rallakstri mikið til vegna þess að ég tel mig það góðan að ég geti náð topp- árangri — þar til annað kemur í ljós verð ég bara að halda þetta.. “ sagði Birgir og til að árétta þessi orð gaf hann bensínið inn er beygja nálgaðist, fór bíllinn það innarlega í beygjuna að annað framhjólið hékk í lausu lofti utan vegarbrúnarinnar í gegnum beygj- una og það sama gerðist í þeirri næstu. Með þessu fór Birgir stystu hugsanlegu vegalengd um beygj- urnar, en einmitt á þann hátt næst árangur í rallakstri því tím- inn er dýrmætur ... G.R. ATH: Starfsmenntunarsjóður Starfsmannafélags rikisstofnana styrkir félaga sína á þetta námskeið og skal sækja um það til skrifstofu SFR. STJÓRNUNARFÉIAG ÍSLANDS tí»23 TIIKYNNIÐ ÞÁTTTÖKU í SÍMA 82930 MARKMIÐ Samskipti verkstjómandans við samstarfsmenn sína og hagsmuna- aðila taka oft á sig fjölbreytilegar myndir. Einkum og sér í lagi þegar vinnuálag eykst og spenna skapast, er hætta á að hlutimir fari úrskeiðis. Hvernig á að bregðast við slíkum vandamálum gagnvart yfirmönnum sínum, samstjómendum, undimtönnum og trúnaðarmönnum á vinnustað? Markmið námskeiðsins er að gera stjómendur meðvitaðri um eðli þessara samskipta og gefa þeim tækifæri til að bera saman bækur sínar í þessum efnum. Námskeiðið byggir á virkri þátttöku í um- ræðum og vinnuhópum, þar sem einstök vandamál em tekin til meðferðar. EFNI Námskeiðið heitir á frummálinu „The Front Line Manager", og byggir á sviðsmynd sem þátttakendum er sýnd með videotækjum. Þar blasa við verkstjómandanum margbrotin stjómunarleg vandamál sem hann verður að horfast í augu við og leysa. M.a. er tekið á eftirfarandi þáttum: — Stjórnskipulag og upplýsingastreymi. — Dreifing valds og ábyrgðar. — Samskipti undir- og yfirmanna. — Viðhorf til stjómunar og lausn vandamála. ÞÁTTTAKENDUR Námskeiðið er einkum ætlað verkstjórum og deildarstjórum á sviði framleiðslu, þjónustu og verslunar, sem sjá sig í þeirri að- stöðu sem að framan er lýst. LEIÐBEINANDI Helgi Baldursson, viðskiptafræðingur frá Háskóla íslands. Var m.a. leiðbeinandi á verkstjórnunamámskeiðum Verkstjómunar- fræðslunnar. Stundakennari við Háskóla fslands og Verzlunar- skóla íslands í stjómun og tengdum greinum. STAÐUR OG TÍMI Síðumúli 23, 3. hæð, 22. maí 1984, kl. 9—18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.