Morgunblaðið - 30.05.1984, Page 19

Morgunblaðið - 30.05.1984, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 1984 19 Michael J. Clarke og Jóhann G. Jóhannsson voru að æfa Örlagagátuna ásamt 60 manna kór í Skemmunni, þegar þessi mynd var tekin. Ljósm. GBerg. Akureyri: Tónlistardagar Akureyri, 28. maí. „TONLISTARDAGAR 1984“ veröa haldnir á Akureyri aö venju á þessu vori og hefjast þeir á uppstigningar- dag 31. maí, meö einsöngstónleikum Kristins Sigmundssonar, baryton- söngvara, en undirleikari veröur Jónas Ingimundarson. A efnisskrá verða erlend Ijóðalög og lög eftir ís- lensk tónskáld. Sunnudaginn 3. júní verður síð- an flutt söngdrápan Örlagagátan eftir Björgvin Guðmundsson, en efni þeirra söngdrápu sótti ' Björgvin í þátt Þiðranda og Þór- halls, sem er einn af 40 lslend- ingaþáttum, og er víg Þiðranda Síðu-Hallssonar hin dramatíska þungamiðja verksins. Flytjendur eru söngvararnir Jóhann Már Jó- hannsson, Kristinn Sigmundsson, Michael J. Clarke, Ólöf K. Harð- ardóttir og Þuríður Baldursdóttir, auk 60 manna kórs, sem skipaður er félögum úr Passíukórnum á Ak- 1984 ureyri, Karlakórnum Geysi og Söngfélaginu Gígjunum. Auk þess leikur 45 manna hljómsveit. Stjórnandi flutningsins er Roar Kvam. Fimmtudaginn 7. júní, verða síðan popptónleikar, þar sem Baraflokkurinn mun koma fram. Allir tónleikarnir fara fram í fþróttaskemmunni og hefjast kl. 20. Forsala aðgöngumiða er í Bókabúðinni Huld. GBerg. Náttsöng- ur í kvöld KÓR Dómkirkjunnar í Reykjavík verður gestur Náttsöngs í Hallgríms- kirkju í kvöld, miðvikudagskvöld kl. 22. Þar mun kórinn fíytja ýmsar mótettur, m.a. eftir Schútz og Hassler undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar. Að söngnum lokn- um verður flutt hin fagra, forna tíðagjörð completorium (náttsöng- ur), sem allir kirkjugestir samein- ast í. Náttsöngur er nú aftur flutt- ur í Hallgrímskirkju hvert mið- vikudagskvöld kl. 22 og mun svo verða í sumar. Allir eru hjartan- lega velkomnir. (Frétutilkynning.) FLUORIDE: Alit sérfræðingaima liggur fyrir. XP SIG 55 Fluoride Plus Signal 2 er framleitt í samræmi við eina blönduna sem sérfræðinga- hópurinn, sem minnst er á hér við hliðina, rannsakaði. í henni er þó 40% meira af flúorupplausn. Sérfræðingar í tannvernd og tannsjúkdómum hafa fengið verk- efni fyrir Alþjóðlegu heilbrigðismála- stofnunina (WHO). Þeir hafa stað- fest að vissar tannkremsblöndur draga úr tannskemmdum. (Sjá: Bulletin of World Health Organis- ation, 60 (4): 633-6381982). Lestunar- áætlun Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: HULL/GOOLE: Dísarfell ........ 11/6 Dísarfell ....... 25/6 Dísarfell ........ 9/7 ROTTERDAM: Dísarfell ........ 12/6 Dísarfell ....... 26/6 Dísarfell ........ 10/7 ANTWERPEN: Dísarfell ....... 31/5 Dísarfell ....... 13/6 Dísarfell ....... 27/6 Dísarfell ....... 11/7 HAMBORG: Dísarfell ........ 1/6 Disarfell ....... 15/6 Dísarfell ........29/6 Dísarfell ....... 13/7 HELSINKI/TURKU: Arnarfell ....... 15/6 Hvassafell ...... 22/6 LARVIK: Jan .............. 4/6 Jan ............. 18/6 Jan .............. 2/7 Jan ............. 16/7 GAUTABORG: Jan .............. 5/6 Jan ............. 19/6 Jan .............. 3/7 Jan ............. 17/7 KAUPMANNAHÖFN: Jan .............. 6/6 Jan ............. 20/6 Jan .............. 4/7 Jan ............. 18/7 SVENDBORG: Jan .............. 7/6 Jan ............. 21/6 Jan .............. 5/7 Jan ........... 19/7 ÁRHUS: Jan .............. 8/6 Jan ............. 22/6 Jan .............. 6/7 Jan ............ 20/7 FALKENBERG: Helgafell ....... 18/6 GLOUCESTER MASS.: Skaftafell ...... 30/5 Skaftafell ....... 4/7 HALIFAX, KANADA: Skaftafell ...... 30/6 Skaftafell ....... 5/7 SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.