Morgunblaðið - 30.05.1984, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 1984
Leiðtogar grannríkja
Helmut Kohl, kanzlari V-Þýzkalands, (tv.) og Francois Mitterrand, Frakklandsforseti, svara spurningum
blaðamanna á sameiginlegum blaðamannafundi við lok leiðtogafundar þeirra í París í gær.
Hermaður týndi lífi í
sprengingu á írlandi
Belfast, 29. maf. AP.
ÍRSKIR hryðjuverkamenn sprengdu
jarðsprengju nærri landamærum
írska lýðveldsins í dag. Hermaður á
eftirlitsferð týndi lífi í sprengingunni
og annar stórslasaðist.
Lögregla setti þegar upp veg-
tálma á helstu undankomuleiðum
i nágrenninu og hermönnum var
flogið til svæðisins til þess að
reyna að hafa hendur í hári
hryðjuverkamannanna.
Grunur leikur á að hér hafi
hryðjuverkamenn írska lýðveld-
ishersins (IRA) verið að verki, en
bið hefur orðið á að einhver sam-
tök lýstu ábyrgð á verknaðinum.
Samtökin lýstu hins vegar
ábyrgð á árás á 24 ára mann, sem
særður var skotsári í Downpat-
rick, í Downsýslu í gærkvöldi. Var
skotið í báða fætur hans og lýst
yfir að með því hefði honum verið
refsað fyrir glæpi gegn málstað
þjóðernissinna.
1 Belfast fer nú huldu höfði
maður er leyft var að fara út fyrir
fangelsismúra til þess að vera
viðstaddur útför móður sinnar.
Maðurinn, Robert James Watson,
er sakaður um morð fjögurra kaþ-
ólikka á árinu 1972.
Chernenko sæmdur
spænskri friðarorðu
Moskva, 29. maí. AP.
SPÆNSKA ÞINGIÐ veitti í dag
Konstantin Chernenko, forseta Sov-
étríkjanna og aðalritara Kommún-
istaflokksins sérstaka orðu sína
fyrir „frábær störf í þágu friðar í
heiminum,“ eins og Jose Frederico
De Carvajal forseti öldungadeildar
þingsins sagði í ræöu í Kreml.
De Carvajal er í farabroddi
nokkurra öldungardeildarþing-
manna spænskra sem eru í heim-
sókn í Sovétríkjunum og hann
bætti við að þetta væri framlag
Danir andvíg-
ir auknum völd-
um þings EBE
Kaupmannahöfn, 29. maí. AP.
DANSKA þingið ákvað í dag að tillögu jafnaðarmanna að leggjast gegn
tilraunum til að auka völd þings Efnahagsbandalags Evrópu eða gera EBE að
stjórnmálabandalagi.
Mikill meirihluti þingmanna
greiddi tillögunni atkvæði, en
gegn henni lögðust aðeins þing-
menn vinstriflokka, sem vilja úr-
sögn Dana úr EBE. Tveir stjórn-
arflokkar, sem fylgjandi eru því
að bandalagið eflist, sátu hjá.
lögðu áherslu á þá skoðun sína að
bandalagið ætti fyrst og fremst að
beita sér í vandamálum er einstök
ríki gætu ekki leyst á eigin spýtur,
svo sem atvinnuleysi og umhverf-
isvernd.
Spánverja til að tengja austur og
vestur friðsamlegri böndum. Hér
er um mjög nýlega orðu að ræða,
aðeins tveir menn aðrir hafa
hreppt slíkan grip á undan Chern-
enko, þeir Juan Carlos Spánar-
kóngur og Miguel De La Madrid,
forseti Mexíkó.
Chernenko sagðist djúpt snort-
inn er hann veitti orðunni viðtöku
og sagðist líta á hana sem virð-
ingarvott um „viðleitni Sovétríkj-
anna til að stuðla að friðsamleg-
um heimi", eins og hann komst að
orði áður en hann nældi gripinn í
jakka sinn. Juan Carlos Spánar-
kóngur var á ferð í Sovétríkjunum
og er litið á orðuveitinguna sem
afleiðingu þeirrar ferðar.
Hermenn frá E1
Salvador á æfing-
um í Hondúras
iVgucigalpa, 29. maí. AP.
HERMENN frá El Salvador taka nú
fyrsta sinni þátt í æfingum ásamt
með hermönnum frá Bandaríkjun-
um og Hondúras og er það von
bandarískra stjórnvalda að æf-
ingarnar verði til þess að Nicaragua
dragi úr hemaðarsamvinnu við
Kúbu og Sovétríkin og hætti að út-
vega skæruliðum í El Salvador vopn.
Æfingarnar eiga sér stað í Cuc-
uyagua í Hondúras, um 40 km frá
landamærum E1 Salvador og 32
frá landamærum Nicaragua. 1.300
hermenn frá E1 Salvador taka
þátt í æfingunum, 1.800 frá Hond-
úras og 1.000 frá Bandaríkjunum.
Æfðar verða ýmsar hliðar hernað-
araðgerða úr lofti og á landi. Æf-
ingunum lýkur 30. júní næstkom-
andi.
Ekki eru allar
ferðir til fjár
Kaupmannahörn, 29. maí. AP.
EKKI ERU allar ferðir til fjár seg-
ir máltækið og til eru fleiri sem
hafa það innihald að glæpir borgi
sig ekki. Þeir eru áreiðanlega sam-
mála þessu öllu, innbrotsþjófarnir
sem hugðust ræna peningaskápa
bifreiðavarahlutaverslunar f út-
jaðri Kaupmannahafnar síðustu
nótt. Skal nú sagt frá:
Er starfsmenn verslunarinnar
mættu til vinnu sinnar í morgun,
var aðkoman allt annað en fög-
ur. Þjófarnir höfðu borað gat á
hnausþykkan útvegg með raf-
magnsbor, en augsýnilega komið
inn í rangt herbergi. Þaðan lá
leiðin í gegn um fjóra inniveggi,
alla þykka, með sama raf-
magnsbornum. Loks komu þeir
að peningaskápunum og boruðu
sig niður í gólfið og undir annan
þeirra, boruðu þar gat á botn
hans. Ekki fundu þeir annað þar
en lykilinn að hinum skápnum.
Með lyklinum opnuðu þeir hann
og fundu aðeins um 10.000 krón-
ur danskar, eða sem nemur um
það bil mánaðarlaunum verka-
manns.
„Við teljum að all margir
menn hafi verið að verki og þeir
hljóta að hafa unnið eins og
skepnur í alla nótt. Þetta er
mátulegt á þá, en þeir hafa ber-
sýnilega ekki verið ánægðir með
afraksturinn, því þeir skildu eft-
ir rafmagnsborinn og öll verk-
færi önnur, sum hver rándýr,"
sagði talsmaður lögreglunnar.
Flokkur Mubaraks
fær 391 sæti af 448
Kairó, 29. maí. AP.
FLOKKUR Hosni Mubaraks, for-
seta Egyptalands, hlaut rúmlega
72% atkvæða í þingkosningunum
um helgina, en endanleg úrslit voru
tilkynnt í dag.
Flokkur Mubaraks hlaut sam-
tals 391 þingsæti af 448, sem kosið
var um, en 458 þingmenn sitja í
egypska þinginu. Þingið situr
fimm ár í senn.
WAFD-flokkurinn, sem er
hægriflokkur, er stærstur stjórn-
arandstöðuflokkanna fjögurra eft-
ir kosningarnar með 15,2% at-
kvæða og 57 þingsæti. Flokkurinn
er stofnaður upp úr eldri flokki
sem var afl í egypskum stjórnmál-
um fram til 1952. Hinir þrír
stjórnarandstöðuflokkarnir hlutu
engin þingsæti þar sem þeir fengu
minna en átta prósent atkvæða í
kosningunum hver.
Þrír menn særðust
í bardögum í Beirút
Beirut, 29. maí. AP.
HARÐIR bardagar geisuðu í dag í
tvo klukkutíma milli múham-
eðstrúarmanna og kristinna
manna í Beirút, þar sem beitt var
fallbyssum, eldflaugum og vél-
byssum. Harðastir voru bardag-
arnir í hæðunum suðaustur af
borginni.
Sprengikúlur lentu í grennd
við dómsmálaráðuneytið, sem
stendur nærri miðju borgarinn-'
ar. Þá lentu sprengikúlur einnig
í íbúðarhverfi kristinna manna í
Austur-Beirút. Vitað var um
þrjá menn, sem særzt höfðu al-
varlega í þessum átökum.
Rashid Karami forsætisráð-
herra brást í dag ókvæða við.
þeirri gagnrýni, sem fram hefur
komið í hans garð þess efnis, að
„ekkert hafi gerzt", síðan stjórn
hans var mynduð. Sagði Kar-
ami, að stjórn sín væri mynduð
við óvenjulegar aðstæður og á
mjög óvenjulegum tímum. Eng-
inn gæti í einlægni haldið því
fram, að unnt ætti að vera að
koma á styrkri stjórn í Líbanon
á einum mánuði.
Verkfalls-
verdir í
átökum
í samþykkt þingsins segir að að-
ild Dana byggist á núverandi
fyrirkomulagi bandalagsins, þar
sem ráðherranefndir fari með völd
í einstökum málaflokkum en að-
ildarríki geti beitt neitunarvaldi
ef þeim finnst ákvarðanir ráð-
herranefnda ganga gegn þjóðar-
hagsmunum.
Uffe Ellemann-Jensen, utanrík-
isráðherra, sagði í umræðum um
ályktunina að starf EBE ætti að
takmarkast innan gildandi sam-
starfsramma ríkja bandlagsins, og
talsmenn jafnaðarmannaflokksins
Tortryggni í garð Botha í Sviss
SVISSNESKA stjórnin reyndi í dag að láta sem
minnst bera á fyrirhugaðri „hálf-opinberri“ heimsókn
P. W. Botha, forsætisráðherra Suður-Afríku til Sviss.
Af öryggisástæðum var ekki skýrt frá einstökum atrið-
um varðandi heimsókn hans. Af hálfu svissneska
utanríkisráðuneytisins var aðeins sagt, að á föstudag
myndi Botha sitja „kurteisis-hádegisverðarboð" Leon
Schlumpfs, forseta Sviss.
„Botha hefur farið fram á þennan fund til þess
að gera grein fyrir ástandinu í Suður-Afríku,"
sagði Georges Martin, talsmaður svissneska utan-
ríkisráðuneytisins í dag. Pierre Aubert, utanríkis-
ráðherra Sviss, kveðst ekki geta verið viðstaddur
hádegisverðarboðið á föstudag „sökum anna“.
Mótmælendakirkjan í Sviss hefur birt opið bréf
þar sem skorað er á Schlumpf forseta að „endur-
skoða réttmæti þessarar heimsóknar", sem lýst er
sem „óæskilegri", sökum þess að meirihluti
blökkumanna í Suður-Afríku er enn „framandi
fólk í heimalandi sínu þrátt fyrir allt yfirskin með
umbætur".
Sh. m. ld, 29. maí AP.
KOLANÁMUMENN í verkfalli lentu
í dag í átökum við lögreglu fyrir utan
koksverksmiðju í Sheffield á Norð-
ur-Englandi. Samkvæmt frásögn lög-
reglunnar slösuðust 30 manns og 63
voru handteknir.
Átökin blossuðu upp, er um 6.000
verkamenn reyndu árangurslaust
að stöðva för vörubifreiða, sem
fluttu kol til verksmiðjunnar, er
framleiðir úr þeim koks fyrir stál-
iðnaðinn. Köstuðu verkfallsverðir
grjóti, flöskum og öðru tiltæku að
lögreglunni, er hún kom á vett-
vang.