Morgunblaðið - 30.05.1984, Page 22

Morgunblaðið - 30.05.1984, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 30. MAÍ 1984 pltjrjpmMafoifo Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Agúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 20 kr. eintakið. Fjárfesting og skattfríðindi Bankarnir keppast nú við að auglýsa fjárfestingasjóðs- reikninga. Þessir nýju reikn- ingar eiga rætur að rekja til breytinga á skattalögum sem samþykktar voru á Alþingi 29. mars síðastliðinn. Um tækni- lega hlið þessara breytinga verður ekki fjallað hér enda geta menn auðveldlega kynnst henni með því að lesa auglýs- ingar bankanna í Morgunblað- inu eða hafa við þá samband. Á hinu er vert að vekja athygli að með þessum auglýsingum er verið að hrinda í framkvæmd einum lið í víðtækari stefnu, það er að segja þeirri stefnu að almenningur verði virkur þátt- takandi í atvinnulífinu og að mönnum gefist kostur á að lækka skatta sína með því að leggja fram fjármagn til at- vinnustarfsemi. Þegar þessi breyting á skattalögunum var til umræðu á þingi kom til ágreinings á milli þeirra Þorsteins Pálsson- ar, formanns Sjálfstæðisflokks- ins, og Svavars Gestssonar, for- manns Alþýðubandalagsins. Svavar taldi þessar hugmyndir auðvitað stangast á við kenn- ingar Karls Marx sem boðar að allt fjármagn skuli vera í hönd- um ríkisins og það síðan deila og drottna. Þorsteinn Pálsson sagði hins vegar að nauðsynlegt væri að auka framleiðslu og verðmætasköpun með því að styrkja atvinnufyrirtækin og það væri gert með því að auka eigið fé í atvinnulífinu. Þá skipti ekki minna máli að dreifa eignarhaldi á atvinnu- fyrirtækjum. Auglýsingar bankanna um fjárfestingasjóði eru því til marks um að kenningum marx- ista var hafnað á þingi síðast- liðinn vetur og hinir urðu ofan á sem vilja sem mest frelsi í atvinnu- og fjármálum. Auðvit- að ræðst það af framkvæmd- inni hvernig til tekst. Eignar- haldi á atvinnufyrirtækjum verður ekki dreift með fyrir- mælum stjórnmálamanna, en skilningur þeirra og samþykki er forsenda fyrir valddreifingu á þessu sviði eins og flestum öðrum. í íslensk skattalög hefur vantað ákvæði þar sem ríkið linar klóna á þeim sem reiðu- búnir eru að hætta fé sínu til að ráðast í ný verkefni í atvinnu- rekstri. í umræðum um þetta á þingi sagði Þorsteinn Pálsson að í útvarpinu hefði einn af að- standendum kvikmyndarinnar Atómstöðvarinnar kvartað undan þessu „skilningsleysi" ís- lenskra skattalaga. Eins og auglýsingar bankanna sýna urðu þáttaskil með samþykkt þingsins 29. mars. Astæða er til að hvetja alla þá sem hafa tekjur af atvinnu- rekstri til að kynna sér hin nýju skattfríðindi. Enginn vafi er á að það mun verða allri ís- lensku þjóðinni til hagsbóta að sem flestir verði virkir í átak- inu sem nauðsynlegt er til að blása nýju lífi í atvinnustarf- semina. Vitlausar fjárfestingar undanfarinna ára eru skýrustu sjúkdómseinkenni vinstri- mennskunnar sem byggist á skömmtunarstjórn í peninga- kerfinu. Glæsilegur árangur Fyrir smáþjóð í landi úr al- faraleið er mikilvægt að fulltrúar hennar á erlendri grundu standi sig þannig að at- hygli veki vegna verðleika þeirra og dugnaðar. Nú á tím- um eru það helst íslenskir lista- menn og íþrótt,amenn sem ná til mikils fjölda fólks. Hinir síðarnefndu eiga sér þó yfirleitt fjölmennari hóp aðdáenda en hinir fyrrnefndu og venjulega gera fjölmiðlar meira úr afrek- um á sviði íþrótta en lista. Á þetta er minnst hér og nú í tilefni af því að Ásgeir Sigur- vinsson var um helgina valinn knattspyrnumaður ársins í Vestur-Þýskalandi en liðið frá Stuttgart sem hann leikur með varð Þýskalandsmeistari á þessu keppnistímabili. Hvort sem íslendingar hafa áhuga á íþróttum eða ekki fylgjast þeir grannt með því hvernig þeim íslensku dugnaðarmönnum vegnar er leika knattspyrnu með erlendum liðum. Heiður- inn sem Ásgeiri hefur verið sýndur í Vestur-Þýskalandi færir heim sanninn um að frá okkar fámennu þjóð koma enn sem fyrr menn sem ná hæsta tindi meðal stórþjóða hver á sínu sviði. íþróttamenn og ekki síst knattspyrnumenn eru hetjur fjöldans meðal stórþjóðanna og ef marka má frásögn íþrótta- fréttamanns Morgunblaðsins er Ásgeir Sigurvinsson „dýrkaður í Stuttgart". Að standa undir svo stórum orðum er ekki síður vandasamt en að ná í fremstu röð á knattspyrnuvellinum. Eyrarfoss við bryggju í Sundahöfn. Ekkert bendir til að skipverjar séu viðriðnir smyglið. Ekkert bendír til ac Eyrarfossi séu viðri FÍKNIEFNADEILD lögregl- unnar í Reykjavík hefur unnið um langt skeið að því að upp- lýsa fíkniefnasmyglið sem upp komst aðfaranótt þriðjudags- ins og fylgst náið með mönn- unum, sem voru handteknir. Náin samvinna var við toll- gæzluna, en ekkert hefur kom- ið fram sem bendir til þess að skipverjar á Eyrarfossi séu viðriðnir smyglið, heldur hafí smyglararnir komið fíkniefn- unum fyrir á þilfari skipsins án vitundar skipverja. Eyrar- foss var að koma frá Evrópu, Rotterdam og Hamborg, en óljóst er í hvaða höfn fíkniefn- BÚR-karfi: „Krás á hvers manns borðu NÆSTKOMANDI föstudag mun Bæjarútgerð Reykjavík- ur hefja dreifíngu á ferskum karfa í verzlanir á höfuðborg- arsvæðinu. Karfínn verður bæöi roð- og beinlaus og áætlað verð um 75 krónur út úr búð fyrir hvert kiló. Sam- svarandi verð á ýsu er nú um 100 krónur kílóið. Þar sem BÚR-karfinn verður til sölu verða einnig ókeypis bækl- ingar með karfauppskriftum og fyrirhugað er að kynna matreiðslu á karfa í einhverj- um verslunum. Vegna þessa boðaði BÚR til fundar með blaðamönnum f vik- unni til að kynna þeim karfann og þá nýjung, sem felst í því að hafa ferskan karfa á boðstólum á höf- uðborgarsvæðinu og síðar úti á landi. Það voru þeir Brynjólfur Bjarnason, framkvæmdastjóri BÚR og Svavar Svavarsson, fram- leiðslustjóri ásamt Bjarna Grímssyni frá auglýsingastofunni Gylmi, sem kynntu þessa nýjung. í máli þeirra kom fram, að Bæjar- útgerðin hefur lengi haft hug á því, að bjóða landsmönnum upp á ferskan karfa sem innlegg í fjöl- breyttari matvælamarkað en verið hefur. Mikill karfi bærist um þess- ar mundir á land hjá BÚR enda væru fengsæl mið rétt utan höfuð- borgarsvæðisins. Ferskur karfi hafi lengi verið markaðsvara í Bandaríkjunum, Þýskalandi og fleiri löndum og með þessu væri ætlunin að stofna til veislu meðal þjóðarinnar með því að bjóða henni upp á ferskan roð- og bein- lausan karfa beint á pönnuna. Karfinn yrði unninn undir gæða- eftirliti BÚR og þess vendilega gætt, að hann yrði ávallt ferskur í verslunum. Þetta væri ennfremur eins kon- ar könnun á markaðsmálum og matarvenjum fólks og hugsanlega gæti reynsla hér á landi orðið vísbending um það, hvernig best væri að bjóða erlendum kaupend- um karfann. BÚR-karfinn verður sérstaklega merktur í verslunum undir einkunnarorðunum — pönnuklár BÚR-karfi — krás á hvers manns borð. Brynjólfi Bjarnasyni borinn karfi með dalayrju. Honum á hægri hönd er Svavar Svavarsson og á vinstri hönd Bjarni Grímsson. Morgunblaftiö/KEE. Matreiðslumennirnir Úlfar Eysteinsson og Skúli Hansen með sýnishorn af karfakræsingunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.