Morgunblaðið - 30.05.1984, Qupperneq 24
Fyrstudeildarliðin
í knattspyrnu
Skagamennirnir skemmtilegu!
Pétur og Karl fengu
Morgunblaðsverðlaunin 1978
MORGUNBLAÐIÐ hefur mörg
undanfarin ár verðlaunaö
íþróttamenn fyrir afrek þeirra,
knattspyrnumenn og fleiri.
Skagamenn hafa löngum verið
sigursælir á knattspyrnuvellin-
um og eru þeir ófáir Skaga-
mennirnir sem farið hafa í Vík-
ing og reynt fyrir sér í atvinnu-
mennsku þessarar vinsælu
íþróttar. Sigurður Jónsson,
leikmaðurinn ungi, var valinn
leikmaöur íslandsmótsins í
fyrra, ásamt landsliðsmark-
verðinum Þorsteini Bjarnasyni,
ÍBK, af íþróttafréttamönnum
Morgunblaðsins.
Tveir skemmtilegustu knatt-
spyrnumenn sem leikið hafa með
Akurnesingum eru Pétur Pétursson
og Karl Þórðarson. Sem kunnugt er
hafa þeir báðir gert garðinn frægan
með erlendum félagsliðum, og var
Pétur fyri'r nokkrum árum einn
markahæsti leikmaður Evrópu, er
hann lék með hollenska stórliöinu
Feyeenord. Hann leikur nú með
Antverpen í Belgíu. Karl Þórðarson
lék fyrst í Belgíu en nú síöast meö
Laval í Frakklandi, en eins og Morg-
unblaðið skýrði frá fyrir skömmu
hefur hann nú hætt atvinnu-
mennsku og snýr heim. Hann mun
leika með Skagamönnum í sumar,
og mun fyrsti leikur hans með liðinu
aö nýju aö öllum líkindum veröa
gegn Val á Akranesi 6. júní. Þaö er
að sjálfsögðu mikill styrkur fyrir ís-
landsmeistarana að fá þennan
leikna og skemmtilega leikmann
aftur í sínar raðir og víst er að Karl
mun lífga mikið upp á knattspyrn-
una hérlendis sem skort hefur til-
finnanlega „nöfn“ undanfarin ár.
Leikmenn sem fólk kemur eingöngu
á völlinn til að sjá, og víst er að
slíkra leikmanna þarfnast íslensk
knattspyrna í dag, þegar áhorfend-
um fer sífækkandi.
Morgunblaöiö heiörar árlega
Knattspyrnumann ársins sem
íþróttamenn velja skv. einkunnagjöf
blaösins svo og markahæsta leik-
mann íslandsmótsins. Þeir Karl og
Pétur hrepptu þessi verðlaun áriö
1978, áður en þeir héldu út í hinn
harða heim atvinnuknattspyrnunn-
ar. Karl var þá knattspyrnumaður
ársins og Pétur markahæsti leik-
maðurinn. Hann skoraöi þá 19
mörk í 1. deildinni, en það er met
sem stendur enn í dag. Árið 1978
varð ÍA í öðru sæti í 1. deildinni á
eftir Val, en sigraöi síðan Val 1:0 í
úrslitaleik bikarkeppninnar á Laug-
ardalsvelli, með marki Péturs Pét-
urssonar. Það var fyrsti bikarsigur
Skagamanna í níu tilraunum!
Hér sjást þeir Pétur Pétursson og Karl Þóröarson með Morgunblaösverðlaunin sem
þeir hlutu áriö 1978.
Dómarar í nýjum búningum
ENGINN leikur fer fram án dóm-
ara. Þeir svartklæddu eru valda-
miklir menn meöan leikurinn
stendur yfir og oft eru þeir ekki
vínsælustu menn vallarins hjá
áhorfendum. Starf þeirra er van-
þakklátt og erfitt, en engu aö síö-
ur skemmtilegt á stundum.
Knattspyrnudómarar hér á landi
hafa tekið upp þann siö aó velja
mark ársins, og sú nýbreytni var
tekin upp í sumar aö velja besta
mark hverrar umferðar. Eins og
undanfarin ár verður að loknu
leiktímabilinu valinn SEIKO-
dómari ársins, en dómarafélagiö
hefur endurnýjað auglýsinga-
samning sinn viö þýsk-íslenska
verslunarfélagið hf., umboösaö-
ila Seiko á íslandi. Það eru fyrir-
liðar liöanna sem velja bestu
dómara ársins, Seiko-dómara
ársins úr 1. deild og B-Seiko
dómara ársins úr 2. deild. Dóm-
ararnir sjálfir velja Seiko-mark
ársins og mark hverrar umferðar.
Prúöasti leikmaðurinn veröur
einnig valinn í haust og sjá dóm-
ararnir um það val. Seiko-leik-
maður ársins verður síðan valinn
af dómurum og þjálfurum í sam-
einingu. Á myndinni má sjá þrjá
dómara, Björn Björnsson, Baldur
Scheving og Magnús Theódórs-
son í nýjum búningum sem dóm-
arar klæöast í sumar.
EINN merkasti bikar, sem
keppt hefur veriö um í
knattspyrnu er bikarinn, sem
Fram gaf viö upphaf ís-
landsmótsins áriö 1912. Um
þennan bikar segir Friðþjófur
Thorsteinsson, einn snjallasti
knattspyrnumaöur Fram, í
viðtali í afmælisblaöi Fram
árið 1958.
„Það kom fram tillaga á
fundi hjá Fram, að nauðsyn-
legt væri að keppa hér um bik-
ar að erlendum sið. Hófum við
þá sníkjur til aö festa kaup á
bikar frá Þýskalandi, sem
kostaði að mig minnir hvorki
meira né minna en kr. 85.00.
Gekk allvel að safna þeirri
upphæð, nema hvað síðasti
hjallinn reyndist örðugastur.
Þegar aliir höfðu lagt af mörk-
um hvað þeir gátu vantaði kr.
1.75. Var gripið til þess aö
safna handbærri smámynt, allt
niður í einseyringa, svo aö við
gátum fest kaup á gripnum;
Var samin reglugerö um að ís-
landsbikarinn ynnist aldrei til
eignar og ekki að breyta regl-
unum, nema með samþykki
Fram.“
Um bikarinn var keppt í 50
ár, eða til ársins 1961, en þá
var hann tekinn úr umferð og
er nú varðveittur í skrifstofu
KSÍ í Laugardal. KR vann bik-
arinn oftast allra félaga, eða
17 sinnum, Fram 13 sinnum,
Valur 12 sinnum, ÍA 6 sinnum
og Víkingur tvisvar sinnum.
KSÍ gaf nýjan bikar til
keppni í 1. deild og var keppt
um hann í fyrsta skipti árið
1962 og það var Fram, sem
vann hann það ár. Um hann er
keppt enn í dag.
Stofnaö var til Bikarkeppni
KSÍ árið 1960 og gaf Trygg-
ingamiðstöðin hf. í Reykjavík
bikar til keppninnar. Bikarinn
var farandgripur og fylgdu
honum 10 litlir bikarar, sem
„Bikarmeistarar" hverju sinni
unnu til eignar. Keppt var um
bikarinn í 15 ár, eða til ársins
1974, er hann var tekinn úr
umferð. Bikarinn er nú varö-
veittur í Félagsheimili KR við
Frostaskjól, en KR vann hann
7 sinnum á þessum 15 árum,
Valur, Fram og ÍBV unnu hann
tvisvar sinnum hvort félag og
ÍB Akureyrar einu sinni.
Tryggingamiðstöðin hf. gaf
aftur bikar til keppninnar og
var keppt um hann í fyrsta sinn
árið 1975 og vannst það ár af
ÍBK. Um þann bikar er keppt
enn í dag og hann vinnst ekki
til eignar, frekar en islandsbik-
arinn.