Morgunblaðið - 30.05.1984, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 1984
SkálholLsbúðir. Stóri skálinn t.v. og minni húsin, sem hentug eru til dvalar fyrir fjölskyldur og minni hópa.
Skálholtsbúðir:
Opnar öllum, sem
vilja vist í Skálholti
í SKÁLHOLTI voru til skamms tíma
reknar sumarbúðir í Skálholtsbúð-
um, þar sem born af Suðvestur- og
Suðurlandi dvöldu. Hættu þessar
sumarbúðir að starfa yfir sumartím-
ann og urðu búðirnar að eins konar
vetrarbúðum, þar sem þær nýttust
einna helzt fyrir fermingarbarna-
hópa. Dröbbuðust húsakynnin niður
og skemmdust m.a. af gufu, þegar
heitavatnslögn sprakk.
Fyrir dulitlu síðan var hafin
enduruppbygging á húsunum, sem
Skálholtsbúðanefnd hefur haft
umsjón með í umboði Kirkjuráðs.
Formaður þeirrar nefndar er
sóknarpresturinn í Skálholti, Guð-
mundur ó. ólafsson. Sagði hanr.,
að þegar nefndin tók til starfa
hefðu að heita má tvö hús verið
ónýt og ónothæf. Stóri skálinn,
sem keyptur var frá Búrfellsvirkj-
un, var orðinn illa leikinn, enda
hafði engu verið varið til viðhalds
á þessum húsum í nokkur ár.
Nú væri hins vegar búið koma
tveimur húsum í gott horf og þau
hafi þegar hlotið nokkrar vinsæld-
ir. Væru það húsin, sem verst
hefðu verið leikin af skemmdum.
Unnið hefði verið jafnhliða að lag-
færingum á stóra skálanum, eink-
um eldhúsi og snyrtingum.
— Hvers konar hús eru þetta?
Þetta eru þrjú samskonar hús,
sem henta vel fyrir fjölskyldur. í
þeim eru tvö svefnherbergi, rúm-
góð stofa, eldhússkrókur og snyrt-
ingar með sturtu, en húsin eru hit-
uð upp með heitu vatni. Stóri skál-
inn er með rúm fyrir 35 manns og
fleiri ef vill, stórum sal og öðrum
minni. Er leiga svipuð og í öðrum
orlofshúsum.
— Hvernig hefur aðsókn verið?
Fram til aprílloka hafa 350
manns gist í 405 nætur og tæplega
200 manns hafa óskað eftir dvöl í
Skálholtsbúðum í sumar í alls 950
nætur. Er þetta gleðilegt, og það
sem við í nefndinni teljum vera
bezt, að þarna er á ferðinni fólk,
sem við teljum að eigi erindi í
Skálholt, sóknarprestar, ferming-
arbörn, safnaðarfólk, guðfræði-
stúdentar til lestrar, o.fl. Þá er
sumarnotkun mikið að aukast,
fjölskyldur, mótsgestir á mótum í
Skálholti, söngfólk á námskeiði
Söngmálastjóra þjóðkirkjunnar,
og einnig er ætlunin að bjóða er-
lendum gestum aðstöðu í Skál-
holtsbúðum. Skálholt er samnor-
rænn staður í sögulegum skiln-
ingi. Kom það glöggt fram við
byggingu kirkjunnar. Skálholt
hefur öll skilyrði til að laða fólk að
sér, ekki aðeins íslenzkt fólk held-
ur einnig erlenda menn.
— Svo allir geta fengið leigt í
Skálhotsbúðunum?
Já. Húsin eru hentug til
skemmri dvalar, hvort sem er að
vetri eða sumri og meðan ekki er
fullt eru Skálholtsbúðir opnar öll-
um til orlofsdvalar, sem vilja vist
í Skálholti.
— Verður um áframhaldandi
uppbyggingu að ræða í Skál-
holtsbúðum?
Uppbygging heldur vonandi
áfram og brátt veða þau hús kom-
in í lag, sem enn er eftir að gera
við. Stefnt er að því að byggja
glerskála við stóra skálann og
þegar fjárhagur leyfir verður
byggður skjólgarður við minni
húsin og gjarnan komið þar upp
heitum pottum við hvert hús úti
og byggð verður sundlaug þegar
frá líður. Það er veðursælt undir
klettunum við búðirnar og útivist-
arsvæði gott, en fjárhagurinn hef-
ur verið þröngur, svo ekki hefpr
verið gerlegt að gerá mikið fyrir
umhverfið. __ pþ_
Stokkseyringa-
félagiö til Eyja
Stokkseyringafélagið í Reykjavík
og nágrenni áformar ferðalag til
Vestmannaeyja á Jónsmessu,
22.-24. júní nk. ef næg þátttaka
fæst. Farið verður með Ilerjólfi 22.
júní og gist í tvær nætur í Eyjum.
Einnig er hægt að fara flugleiðis 23.
júní og heim að kvöldi sama dags.
Nánari upplýsingar veita stjórnar-
menn í félaginu.
Verkmenntaskólinn á Akureyri:
Ráðið í kennarastöður
Akureyri, 29. maí.
EINS og áður hefur koraið fram í fréttum, hefst kennsla við hinn nýja
Verkmenntaskóla á Akureyri í haust og mun hann taka við þeirri kennslu,
sem framhaldsdeildir gagnfræðaskóla, iðnskóli, hússtjórnarskóli o.fl. hafa
sinnt fram að þessu.
í bókun frá skólanefnd Verk-
menntaskólans frá 24. maí sl.
kemur fram, að Bernharð Har-
aldsson hefur verið endursettur
skólameistari hins nýja skóla um
eins árs skeið og jafnframt, að eft-
irtaldir kennarar hafa verið skip-
aðir við skólann: Aðalgeir Pálsson,
Háagerði 4, Árni ólafsson, Þór-
unnarstræti 110, Ingunn Björns-
dóttir, Hrafnagilsstræti 39, Karl
Stefánsson, Þingvallastræti 24,
Margrét Kristinsdóttir, Aðal-
stræti 82, Ólöf Þórhallsdóttir,
Skóiastig 3, Kolfinna Gerður
Pálsdóttir, Vallartröð 2, Hrafn.,
Svavar Guðni Gunnarsson, Mýr-
arvegi 116, og Örlygur fvarsson,
Kvistagerði 6.
f sömu bókun kemur og fram að
eftirtaldir kennarar hafa verið
settir kennarar við skólann til
eins árs: Adam Á. Óskarsson,
Tjarnarlundi 2e, Aðalgeir Tómas
Stefánsson, Brálundi 1, Albert
Sölvi Karlsson, Eiðsvallagötu 28,
Ágúst Ólafsson, Ásvegi 17, Árni
Árnason, Akurgerði lb, Árni
Steinsson, Tjarnarlundi 19b, Ásdís
Karlsdóttir, Norðurbyggð lb,
Baldvin J. Bjarnason, Hrafna-
gilsstræti 8, Brynjar Ingi Skapta-
son, Furulundi 4i, Edda Magnús-
dóttir, Beykilundi 10, Erna Hildur
Gunnarsdóttir, Ásvegi 28, Friðrik
Þorvaldsson, Hamarsstíg 18,
Garðar Pétur Ingjaldsson, Lang-
holti 28, Guðlaug Hermannsdóttir,
Lögbergsgötu 7, Gunnar Stein-
dórsson, Espilundi 4, Gunnlaugur
Björnsson, Lerkilundi 36, Hans
Tómasson, Grenivöllum 30, Hauk-
ur Jónsson, Hjallavegi 3g, Njarð-
vík, Hinrik Þórhallsson, Vana-
byggð 4b, Haukur Harðarson,
Víðilundi 6g, Hrefna G. Torfa-
dóttir, Suðurbyggð 27, Jónas Stef-
ánsson, Bröttuhlíð 1, Jónhildur
Valgeirsdóttir, Heiðarlundi 7e,
Margrét Pétursdóttir, Hrísalundi
6g, Nanna B. Þórsdóttir, Möðru-
vallastræti 6, Óttar Einarsson,
Þórunnarstræti 89, Óttar ólafs-
son, Rauðalæk 23, Rvík, Pétur Jós-
efsson, Heiðarlundi 6b, Sigurður
Ólafur Jónsson, Suðurbyggð 17,
Torfi Leósson, Austurbyggð 11, og
Þröstur Ásmundsson, Hafnar-
stræti 18b.
GBerg
Laufey Sigurðardóttir Selma Guömundsdóttir
Tónleikar í Þorlákshafnarkirkju
LAUFEY Sigurðardóttir, fiðluleikari og Selma Guðmundsdóttir,
píanóleikari halda tónleika i Þorlákshafnarkirkju, fimmtudaginn
31. maí, og hefjast þeir klukkan 17.00.
í fréttatilkynningu Tónverks sf. segir að á efnisskrá séu fiðlusón-
ötur eftir W.A. Mozart og Edvard Grieg og fjögur lög op. 17. eftir
Josef Suk.
raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar
Fiskiskip til sölu
120 lesta byggt 1972, aðalvél cat. 750 ha
1983 skipti á 70—100 lesta skipi æskileg.
150 lesta byggt 1960 aöalvél brons 750 H.A.
1974 250, 275, 173 lesta loðnuskip meö nýj-
um vélum.
Fiskiskip Austurstræti 6,
2. hæð, sími 22475.
Heimasími sölumanns 13742.
til sölu
Kjötiðnaður
Til sölu þekkt kjötiðnaðarfyrirtæki í fullum
rekstri í eigin húsnæði með góð viðskipta-
sambönd.
Uppl. veita eftirtaldir lögmenn:
Guðjón Hólm hdl., sími 10950 og 26400, og
Skarphéðinn bórisson hrl., sími 25535.
Range Rower 1978
ekinn 51 þús. km, til sölu. Nýlega yfirfarinn
hjá umboði með góöu lakki, sóllúgu, tveim
dekkjagöngum og stereótækjum. Skipti og
skuldabréf koma til greina.
Upplýsingar í síma 97-5226.
húsnæöi f boöi
Skrifstofuhæð
Til sölu björt og skemmtileg 5 herb. skrif-
stofuhæð í miðborginni (Hafnarstr.). Uppl.
sími 11590 og 16290.
Sóleyjargata
Mjög falleg 4ra—5 herb. íbúö til leigu í ca. 6
mánuði. Losnar fljótlega.
Upplýsingar í síma 97-5226.
Húsnæði f miðbæ Hafnar-
fjaröar til sölu eða leigu
Húsnæðiö er um 800 fm og selst eða leigist í
heilu lagi eða hlutum. Húsnæðið er fullinn-
réttað í 60—200 fm einingum og hentar vel
fyrir hverskonar þjónustustarfsemi.
Allar nánari upplýsingar gefur Trausti Ó.
Lárusson í síma 53747 á skrifstofutíma og í
síma 53566 á kvöldin.
ýmislegt
Bílasala til leigu
Af sérstökum ástæðum er bílaleiga í fullum
rekstri á góðum stað í bænum til leigu. Miklir
möguleikar til aukinnar veltu fyrir duglega
samhenta menn. Þeir sem hafa áhuga leggi
tilboð á augl.deild Mbl. merkt: „Bílasala —
1967“ fyrir 7. júní nk.