Morgunblaðið - 30.05.1984, Qupperneq 36
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ1984
Hví þennan hroka í
garð sjónvarpsins?
eftir Œle Berglund
og Œoph Hansson
Hinn 10. maí sl. birtist í Morgun-
blaðinu grein eftir Arne Ruth, menn-
ingarritstjóra Dagens Nyheter, um
sjónvarpsmál á Norðurlöndum. Dag-
inn eftir birti Morgunblaðið svar-
grein frá Sam Nilsson, yfirmanni
sænska sjónvarpsins. Hér fer á eftir
grein eftir dagskrárstjóra sænska
sjónvarpsins og er hún skrifuð af
sama tilefni.
Við hjá sjónvarpinu kynntumst
því fyrir skömmu hversu mismun-
andi mat menningarpostularnir
sem stýra menningar- og leik-
hússkrifum blaðanna leggja á
kvikmyndir og sjónvarp.
Fyrir fáeinum árum hafði önn-
ur sjónvarpsrásin í hyggju að efna
til samvinnu við kvikmyndaiðnað-
inn um kvikmyndun „Slas’Henri-
etta“. Af ýmsum ástæðum varð
samstarfsaðilinn, Europafilm, að
hverfa frá þessu ráði og ákvað
rásin þá að fjármagna fyrirtækið
á eigin spýtur. Þegar myndin var
fullgerð lét Europafilm i ljós
áhuga á að sýna hana í kvik-
myndahúsum sínum. Samningur
var gerður og þar með varð Henri-
etta að verzlunarvarningi sem átti
að koma á markað eftir þeim fag-
legu leiðum sem venjulega eru
farnar á þeim vettvangi. Með vax-
andi undrun fylgdumst við með
því hvernig slíkt gerist innan
kvikmyndaiðnaðarins þar sem
samkeppnin er hörð. Auglýs-
ingarherferðin kostaði upphæð
sem kom okkur innan sjónvarps-
ins í opna skjöldu, þ.e.a.s 10% af
framleiðslukostnaði við myndina
sjálfa. Afraksturinn kom í ljós
þegar blöðin fóru að fjalla um
myndina. Blöðin fengu ýmsa af
sínum beztu kvikmyndagagnrýn-
endum til að skrifa um hana og
þessum skrifum var léð rúm sem
aldrei hefði verið lagt undir þessa
mynd hefði hún borizt sjónvarps-
áhorfendum beint og án millilend-
ingar í fáeinum kvikmyndahúsum.
Að baki þessa mismunandi mats
liggur hrokafull afstaða ýmissa
menningarblaðamanna til starf-
andi sjónvarpsstöðva. Þessi af-
staða kemur líka fram í tillögu
Arne Ruths um norræna dag-
skrárstofnun sem greinilega er
ekki unnt að renna stoðum undir
án þess að dauðadæma fyrst þá
sjónvarpsstarfsemi sem þegar fer
fram, bæði í Svíþjóð og annars
staðar á Norðurlöndum.
Lítum því á nokkrar staðhæf-
ingar hans og gáum hvort líkið sér
ekki a.m.k. smáglætu:
1. Ruth heldur því blákalt fram að
sjónvarpið hafi ekki gert neinar
minnisstæðar leiknar kvikmyndir,
framhaldsmyndaflokka, leiksýn-
ingar og heimilldarmyndir á þeim
fjórtán árum sem liðin eru síðan
tveggjarásakerfið komst á.
Annað hvort gerir Ruth svo
strangar kröfur að ekkert sjón-
varp í heiminum er þess umkomið
að verða við þeim, eða hann hefur
ekki horft á neitt sjónvarp, ellegar
þá að minnið bregzt honum. Við
höldum því fram að sem dæmi um
minnisstæðar myndir megi nefna
Mobergs-þættina Din stund pá,
jorden, Raskens og Soldat með
Brutit Gevár. Aðrir minnisstæðir
framhaldsmyndaflokkar eru
Nágonstans í Sverige, eftir skáld-
sögu Jolos, og Babels hus, eftir
sjúkrahússögu Jersilds. Tvær
sænskar myndaraðir hafa hlotið
mikla athygli á alþjóðavettvangi:
Scener ur ett ákteskap eftir Ing-
mar Bergman og hinir frábæru
barnaþættir, Den vita Stenen, eft-
ir Gunnel Linde. Meðal leikinna
mynda má einnig nefna Peter
Watkins-myndina Edvard Munch,
sem reyndar er eitt norrænna
samvinnuverkefna. Þau eru ekki
fátíð og þeim fer fjölgandi.
Þegar um óperu er að ræða er
Töfraflautan í gerð Ingmar
Bergmans í sérflokki og á alþjóða-
vettvangi hefur hún vakið mesta
athygli af því sem sænska sjón-
varpið hefur látið frá sér fara, en
allmargir Cullberg-ballettar,
langflestir gerðir fyrir sjónvarpið,
hafa einnig hlotið verðskuldað lof
um víða veröid, og sama er að
segja um Christinu og Gustav III.
Þetta er valið af handahófi. Um
leið er þó ástæða til að benda á að
á áttunda áratugnum voru megin-
viðfangsefni sænska sjónvarps-
leikhússins nútímaverk sem frem-
ur var ætlað að vera liður í þjóð-
félagsumræðu en að verða ódauð-
leg listaverk.
Hvað heimildarmyndir áhrærir
þarf ekki annað en benda á Sagan
om livet eftir Nilsson, Erikson og
Löfman, sem hlaut amerísku
Emmy-verðlaunin og sex verðlaun
að auki sl. haust.
Frami á alþjóðlegum hátíðum
er vitaskuld jafnfráleitur mæli-
kvarði á listræna sköpun og gæði
sænskrar sjónvarpsframleiðslu og
sleggjudómar Ruths, en það hlýt-
ur þó að viðurkennast að það er
ekki laust við að vera merkilegt að
þessum tveimur máttlausu sjón-
varpsrásum skuli hafa tekizt að
næla sér í 76 verðlaun á alþjóðleg-
um hátíðum. Það er meira en við
vitum til að nokkurt annað sjón-
varpsfyrirtæki með nokkurn veg-
inn sama starfsmannafjölda hafi
afrekað. Tvær þessara hátíða
þykja öðrum merkari. Þrívegis
hefur sænska sjónvarpið fengið
fyrstu verðlaun í flokki leikinna
mynda í prix Italia síðan tveggja-
rásakerfið komst á og fjórum
sinnum í flokki tónlistarmynda,
eða samtals sjö sinnum, sem verð-
ur að teljast stórkostlegt þegar
svo lítið sjónvarpsland sem Sví-
þjóð á í hlut. Til samanburðar má
geta þess að BBC hefur hlotið
verðlaunin 8 sinnum, ITV 11 sinn-
um, V-Þýzkaland 10 sinnum,
Frakkland 4 sinnum og Austur-
ríki, Finnland og Danmörk hafa
hlotið þau tvívegis hvert. Prix
Jeunesse veitir sambærileg verð-
iaun fyrir barnaefni og þar hefur
sænska sjónvarpið verið verðlaun-
að 12 sinnum og er þar efst á blaði
ásamt BBC sem hefur þó á bak við
sig afnotagjöld 60 milljóna íbúa.
Norðmenn, Danir og Finnar
leggja mikið i barnaefni og þessar
þrjár þjóðir eru líka meðal hinna
fimm efstu. Á áttunda áratugnum
hefur því miður ekki reynzt unnt
að halda í horfinu hvað magn leik-
ins efnis áhrærir. Framleiðsla
þess er kostnaðarsamari en fram-
íeiðsla á öðru efni. 8—10 sinnum
dýrari en framleiðsla mynda úr
ríki náttúrunnar og 6—7 sinnum
dýrari en framleiðsla á fréttaefni.
Af þessum ástæðum er fram-
leiðsla leikins efnis vitaskuld mjög
háð heildarafkomu sjónvarpsins.
Samdráttur í framleiðslu leikinna
mynda stafar ekki af skorti á
listrænum sköpunarmætti heldur
af fjármagnsskorti. Sá samdrátt-
ur sem hófst um miðjan áttunda
áratuginn fór smám saman að
jafna sig þegar leið að 1980 og
einnig á árunum þar á eftir. I
þeirri þriggja ára áætlun sem nú
er starfað eftir hjá báðum rásum,
samhliða víðtækri hagræðingu, er
áherzla lögð á aukna framleiðslu
leikinna mynda. í því sambandi er
sjónvarpið nauðbeygt til að gæta
ýtrasta sparaðar og halda fram-
leiðslukostnaði niðri svo um mun-
ar, ef unnt á að vera að ná settu
marki í framleiðslunni. Sá bar-
áttuandi sem fer vaxandi innan
fyrirtækisins tryggir að það muni
takast.
Nú, þegar allt kemur til alls þá
gekk þetta kannski ekki svo bölv-
„Þessi afstaða kemur
Ííka fram í tillögu Arne
Ruths um norræna
dagskrárstofnun sem
greinilega er ekki unnt
að renna stoðum undir
án þess að dauðadæma
fyrst þá sjónvarpsstarf-
semi sem þegar fer
fram, bæði í Svíþjóð og
annars staðar á Norður-
löndum.“
anlega á áttunda áratugnum en er
vesöldin nú um stundir á borð við
það sem Ruth er að lýsa? Nærtæk-
asta aðferðin til að athuga hvað
hæft er í fullyrðingum hans er að
líta á sjónvarpsdagskrána þann
dag sem þær eru settar fram.
Föstudaginn 6. apríl var eftirfar-
andi menningarefni á dagskrá:
Rás 1: Bein útsending frá hljóm-
leikum Útvarpssinfóníunnar í
Berwald-salnum. Einleikari:
Frans Helmerson.
„Hún gafst aldrei upp“, amerísk
heimildarmynd um bæklað barn.
Myndin hefur hlotið 5 Emmy-
verðlaun.
Rás 2: Frumsýnd gamanmynd
Vilgot Sjömans, „Hvernig fer
fyrir Petterson?"
„Skemmtivélin", einn vinsælasti
skemmtiþáttur allra tíma án er-
lendrar fyrirmyndar.
Sé litið á laugardaginn 7. apríl
þá var á rás 1 heimildarmynd um
landslagsmálara, Waldheimat, sí-
gild æskusaga úr Ölpunum með
sænsku tali. Síðan sakamálaþátt-
ur frá Gautaborg, gerður af sjón-
varpinu, og Hár har du ditt lif
með Lasse Holmqvist og Vera Siö-
crona.
Sama kvóld sendi rás 2 út upp-
töku óperunnar á Otello með
Ragnari Ulfung. Samtímis fór
fram útsending í útvarpi. Án þess
að halda lengra með dagskrá vik-
unnar má benda á sjónvarpsmynd
Ingmar Bergmans, Áð lokinni æf-
ingu, sem var frumsýnd á mánu-
dagskvöld.
Algjörlega „larnað", svo notað sé
orðalag Ruths, var sjónvarpið
varla um þessa helgi.
2. Ruth gerir líka veður út af því að
sænska sjónvarpinu skuli ekki
hafa tekizt að ala af sér einn ein-
asta framúrskarandi kvikmynda-
stjóra.
Staðreynd málsins er sú að
sænska sjónvarpið hefur ekki vilj-
að byrgja sig innan sinna eigin
múra. Þar eru starfandi fámennar
leiklistarnefndir sem hafa þá
stefnu að gefa framúrskarandi
kvikmyndastjórum tækifæri til að
njóta hæfileika sinna innan þess
miðils sem sjónvarpið er án þess
að vera þar fastráðnir. Við teljum
slíka samvinnu á sviði leiklistar,
kvikmyndunar og sjónvarps koma
öllum þessum aðilum til góða.
Þess vegna hefur t.d. Ingmar
Bergman gert ýmsar annálaðar
sjónvarpsmyndir og fleiri eru í
bígerð, Bo Wilderberg hefur
stjórnað A Streetcar Named De-
sire og Death of a Salesman, sem
einnig eru minnisstæð verkefni.
Ruth gleymir því líka að sjónvarp-
ið hefur fóstrað kvikmyndastjóra
eins og Kaj Pollack, Lasse Hall-
ström og Kjell Sundvall. Hann
gleymir því líka að utan hins fá-
menna fasta kjarna, þ.e. Bengt
Lagerkvist, Carin Mannheimer og
Berndt Callenbo, eru kvikmynda-
stjórar sem koma aftur og aftur
til starfa og má þar nefna Per
Sjöstrand, Staffan Roos, Christian
Lund, Lars R. Forsberg, Lars Mol-
in, Jonas Cornell, Pelle Berglund
og Gun Jönsson. Hvort nokkur
þeirra á eftir að jafnast á við Still-
er og Bergman er kannski of
snemmt að segja fyrir um.
3. Ein fullyrðing Ruths er sú að ekk-
ert Norðurlandanna hafi efna-
hagslegar eða listrænar forsendur
til að sjá tveimur ríkisreknum
sjónvarpsrásum fyrir efni.
Sú fullyrðing er dálítið undarleg
með tilliti til þess að hinir snauðu
Svíar höfðu efnahagslegar og
listrænar forsendur til að tvöfalda
nærri því leikhússtofnanir úr 13 í
24 og nærri því þrefalda tölu leik-,
dans- og tónlistarhópa úr 19 í 52,
en þetta hefur vitaskuld krafizt
mikilla listrænna krafta og mik-
illa fjármuna. Og ágætt er það. Án
fjölda leikhúsa og óháðra hópa
væri ekki fyrir sú breidd sem þarf
til að ná frábærum árangri. Án
þess að slík starfsemi ætti sér
menningarlegar rætur mjög víða
skorti forsendur fyrir því að Svíar
gætu kallast menningarþjóð. Hitt
er lakara að leikhúsum og leikhóp-
um hefur ekki tekizt að ná því
markmiði sem að var stefnt, þ.e.
að ná til fjöldans og umfram allt
til nýrra áhorfenda. Ástæðan er
sú að sem dreifingartæki hefur
sviðsleikhús mikla annmarka. Það
sem lagt hefur verið undir í þess-
ari starfsemi hefur ekki skilað sér
í því að fleiri komi í leikhús. Þær
tölur sem tiltækar eru varðandi
aðsókn að leikhúsum benda til
þess að þar hafi engar meiriháttar
breytingar orðið á frá því á
sjöunda áratugnum. Þetta þýðir
að % hlutar þjóðarinnar hafi ekki
séð leiksýningu á sviði síðasta ár-
ið.
Sama er að segja um kvik-
myndasýningar. Um það bil helm-
ingur þjóðarinnar kynnist kvik-
myndum aldrei í kvikmyndahús-
um.
Erfiðast er að ná til gamla
fólksins, unglinganna, þeirra sem
hafa hlotið litla menntun og
þeirra sem búa í hinum dreifðu
byggðum.
Fjölbreytni þess menningarefn-
is sem í boði er er forsenda þess að
sjónvarp komi að gagni sem
menningarmiðill. Verði á því mis-
brestur er menningarpólitíkin
orðin nokkurs konar umsnúin
Hróa hattarstefna. Tekið verður
frá hinum fátæku og það gefið
hinum ríku, verði sjónvarpinu
ekki unnt að starfa áfram. Sjón-
varpið er þegar alls er gætt ekki
kostnaðarsöm útgerð. Allir, líka
þeir sem ekki komast í óperuna,
Dramaten og hin mörgu stofnana-
leikhús, leggja sitt af mörkum
með háum skattagreiðslum svo
sjónvarpið getið starfað áfram, og
þetta verður svo að vera. En rétt
menningarstefna er líka í því fólg-
in að þeir sem af ýmsum ástæðum
komast ekki í leikhús fái hlutdeild
í sænskri og alþjóðlegri leikhús-
menningu fyrir gjald sem nemur
um það bil krónu á mann.
Við vonum að jafnvel Bengt
Gjransson sé farinn að skilja þetta
og haga sér samkvæmt því.
Hefðu útvarps- og sjónvarps-
gjöld verið há eða hækkað í sama
mæli og t.d. áskrift að Dagens Ny-
heter þá hefðum við getað skilið
fullyrðingar Arne Ruths varðandi
reksturinn. En jafnvel eftir hækk-
unina 1. júlí nk. nemur kostnaður
hvers heimilis ekki nema tveimur
krónum á dag, eða 736 krónum á
ári (fyrir kynstur af fréttum,
leiksýningum, kvikmyndum og
skemmtiefni, sem flutt er um
þrjár útvarpsrásir, 26 svæðis-
stöðvar útvarps og tvær sjón-
varpsrásir). Fyrir meira framboð
á efni (lengri útsendingartíma
sjónvarpsrásar 2, svæðisútvarp og
lengri útsendingartíma útvarps)
en var árið 1971 greiða neytendur
minna en í upphafi áttunda ára-
tugarins. Væri verðlagsþróun af-
notagjaldsins hin sama og áskrift-
argjaldsins hjá Dagens Nyheter
þá væri afnotagjaldið komið langt
upp fyrir þúsund krónur. Það
þjóðfélag sem Ruth telur ekki
hafa ráð á tveimur sjónvarpsrás-
um eyðir nú meiri peningum í
myndbandaútgerð en þeim sem
fara í allan sjónvarpsrekstur.
Hér skal líka bent á að þrátt
fyrir örari útbreiðslu myndbanda
hér en víðast hvar annars staðar í
heiminum hafa sjónvarpsáhorf-
endur haldið áfram að horfa á
sjónvarp í svipuðum mæli og áður
var. Helmningur myndbandanotk-
unar beinist að þvi að taka upp
efni úr sænska sjónvarpinu þann-
ig að myndband hefur líklega auk-
ið möguleika fólks á að horfa á
sjónvarp. Dagens Nyheter og Arne
Ruth þekkja örugglega hvað
minnkandi áhuga neytenda getur
verið niðurdrepandi fyrir fjölmið-
il.
Enda þótt spilaborgin sem Ruth
hefur reist til að renna stoðum
undir sína eigin tillögu sé harla
veikbyggð getum við verið honum
sammála um eitt: Það er ekki
heppilegt að fyrritæki sem hefur
einokunaraðstöðu á sviði dreifinar
Vandamál upplýsinga
— eftir
Ame Ruth
þjóðfélags
Á
__norræn lausn
„ h«nd. S»n^.r
„NÍJ*
«lirirBU>fBu® - a®*11
nrs konmr
SAS þwf ** Hkipulegg)*
knnnig *ð hwíU verðl
kU þeim •nnmörkum
sem núvernndi "1«.
,arp«rtoðy»r eru taAw
Miklum rekHturHkontn
í»ur thkur ••
•jarsitSíAý®
_ I „Akorr-.ndi Idndun.
Oi u tp*
zzsr
,„kUk*krrr.-
■‘„“sSf'.i
, rtU«rr**'"*V'
i StokkkM*"4 ,,,•
aSiirSisar ^ iB “ •-»
S£s3~rE‘JaÍ í-l3t‘r
I fj0i •P"nw þeírri
I *ri Mmi er hið
r 2S *.Æ
I Wpuhnn hefur d«®»krir.
aatf-Míaisí
SSgSg
s5§SS
°* “n.r. en rian-
ku.naöur
«
1,1 »U»v, hí'r|
R^h JÍ þV‘ bUAl
,™ h*i
rú”l «"> rrTr,‘
ssr.ss-~: ------- sssf
'-zsisss Sslgg sg&r