Morgunblaðið - 30.05.1984, Side 39

Morgunblaðið - 30.05.1984, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 1984 39 Innanríkisráðherra var kommún- isti, Václav Nosek. Hann var ötull við að koma flokksmönnum sínum að í lögreglu í höfuðborginni Prag, en saka aðra um landráð og sam- særi gegn lýðveldinu. Steininn tók þó úr, þegar hann rak 8 svæðis- stjóra lögreglunnar í Prag og setti sína menn í þeirra stað. En svæð- isstjórar höfðu vald til að fyrir- skipa lögreglu að grípa til vopna. Gegn atkvæðum kommúnista samþykkti ríkisstjórnin, að inn- anríkisráðherra skyldi kveðja svæðisstjórana aftur til starfa. Ráðherrann óhlýðnaðist, og þá kom til stjórnarkreppu. Tólf ráð- herrar báðust lausnar í mótmæla- skyni við valdníðslu Noseks. Þessir tólf ráðherrar vissu þó ekki, þegar hér var komið, hvernig Benes myndi bregðast við lausn- arbeiðninni. Þeir höfðu ekki held- ur tryggt sér stuðning Jans Mas- aryks né hinna fjögurra jafnað- armanna í stjórninni. Afleiðingin varð sú, að Gottwald gat staðhæft, að meirihluti stjórnarinnar, fjórt- án ráðherrar, styddu sig. Því skorti ástæðu til þess að leysa upp þingið og boða kosningar. Forset- inn, sem var alvarlega veikur, lét undan hinn 25. febrúar fyrir þrýstingi Gottwalds og leyfði hon- um að mynda nýja stjórn, þar sem kommúnistar og meðreiðarsveinar þeirra höfðu hreinan meirihluta. Ekki liðu nema tveir dagar, áður en sú tilskipun var birt, að mynd af Stalín skyldi vera í hverri skólastofu í landinu. Lýðræðið var liðið undir lok. Fyrir fullt og allt? Og nú eru liðin 36 ár síðan tékkneska þjóðin glataði frelsi sínu og fullveldi. Endurminningar og uppgjör Prokops Drtinas vekja þessa brennandi spurningu: Mun þeirri ánauð, sem þessi þjóð hefur leitt yfir sig, einhvern tíma linna? Frelsishetjur tékknesku þjóðar- innar hafa lengst af verið píslar- vottar. Einn af þeim er Prokop Drtina. Þeir hafa lagt allt að veði fyrir málstað þjóðar sinnar, og oft goldið það veð með lífi sínu. Gott á sú þjóð, sem átt hefur slíka syni, en hin er þó sælli, sem hefur ekki þurft á píslarvottum að halda. Dr. Mirhael Konupek er heimspek- ingur að menní. Hann rann um skeió í Skolpræsagerð l’ragborgar. Ilann rar einn þeirra, sem undirrit- aði Mannréttindayfírlýsinguna 1977 (Charter 77), en fíúði á þrí ári til Noregs með /'jölskyldu sína. Formanna- skipti Formannsskipti uröu í Frania, stétt- arfélagi leigubiístjóra, í síðustu viku, en þá var varaformaóur félagsins GuA- mundur Valdimarsson kjörinn formaA- ur, en Úífur Markússon, sem gegnt hefur formannsstarfinu undanfarin 11 ár, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Kosið var um tvo lista, þ.e. A-lista, sem fráfarandi stjórn og trúnaðar- mannaráð bauð fram og B-lista. A-Iistinn fór með sigur af hólmi, en hann hlaut 244 atkvæði og B-listinn fékk 191 atkvaeði. Úlfur hefur meðfram formanns- starfinu gegnt starfi framkvæmda- stjóra Frama og mun Guðmundur taka það starf að sér, nú þegar Úlfur lætur af starfinu. Hann mun auk þess taka við sem formaður Banda- lags íslenskra leigubílstjóra, en Úlf- ur hefur einnig gegnt formennsku þar, og samkvæmt lögum félagsins tekur nýr formaður Frama við for- mennsku hjá Bandalaginu út kjör- tímabilið, en í þessu tilvjki er það fram á haust. Gundlach (sá í ljósu úlpunni) hefur gefið skipun og túlkurinn, Pétur Behrens, kemur því til skila á voru móðurmáli. Ljósmyndir: Valdimar Kristinsaon. íslenskir tamningamenn í kennslu- stund hjá þýskum Evrópumeistara NÍI FVRIR skömmu fékk Félag tamningamanna hingað til lands þýskan reiðkennara, Hans Georg Gundlach að nafni, í þeim tilgangi að taka íslenska tamningamenn og reiðkennara í kennslu í reiA- mennsku. Var námskeið haldið í hestamiðstöðinni í Dal í Mos- fellssveit. Var megintilgangurinn með námskeiði þessu að fara í al- menna uppbyggingu hesta fyrir keppni í hlýðniæfingum. Fór kennslan að mestu fram { tamn- ingagerði 20x40 metrar að stærð og var svo til eingöngu riðið á grunn- gangtegundum þennan tíma þ.e.a.s. feti, brokki og stökki. Ein meginástæðan fyrir því að grunngangtegundirnar voru teknar fyrir var sú að á síðustu Evrópumótum hefur komið glögglega í ljós að íslendingar standa höllum fæti í þjálfun þeirra í samanburði við keppi- nauta okkar erlendis. Segja má að Hans Georg Gundlach hafi skotist upp á stjörnuhimininn á síðasta Evr- ópumóti þegar hann varð Evr- ópumeistari í tölti og fjórgangi á hestimim Skolla. Reyndar hefur hann staðið nokkuð framarlega undanfarin ár á hestamótum í Þýskalandi og oft verið við það að komast í þýska liðið sem keppt hefur á Evrópumótum. Einnig hefur hann starfað sem reiðkenn- ari í Þýskalandi og nágranna- löndunum í áraraðir og er talinn í fremstu röð sem slíkur. Gundlach hefur einnig stundað hesta- mennsku á stórum hestum en hefur nú snúið sér alfarið að ís- lenska hestinum. Á námskeiðinu hjá Gundlach voru margir af fremstu reið- mönnum Islands auk annarra starfandi tamningamanna og var ekki annað að sjá en menn væru fullkomlega ánægðir þegar blaða- mann Mbl. bar að garði. Voru nokkrir nemendur teknir tali og spurðir álits á námskeiðinu. Áslaug Helgen Þorvaldur Ágústsson í broddi fylk- ingar, næst á eftir honum koma Ragnar Ingólfsson, Viðar Hall- dórsson og Ingimar Ingimarsson. Fyrstur fyrir valinu varð Þor- valdur Ágústsson reiðkennari og var hann spurður hvort útlend- ingar gætu kennt íslendingum á íslenska hesta. „Já svo sannarlega, en þó eru þeir ekki margir sem það geta. Þeir hafa yfirleitt betri skilning á grunngangtegundunum og meiri þolinmæði og nákvæmni til að bæta þær.“ „Námskeið þetta spannar mik- inn hluta reiðmennskunnar og gengur út fyrir það sem hér hefur verið stundað í praksis. Kennar- inn er mjög nákvæmur og þol- inmóður en eigi að síður með húmorinn í lagi, ávallt glaðlegur og jákvæður gagnvart öllum nemendum. Hvað öllum útskýr- ingum viðkemur þá hættir hann ekki fyrr en allir hafa skilið fuil- komlega hvað hann er að fara.“ En hvað með tölt og skeið? „Við þurfum ekki annað en skoða árangur okkar á síðasta Evrópumóti til að komast að raun um það hverjir búa yfir mestu skeiðkunnáttunni en þó ber að hafa í huga að við höfum líka úr fleiri hestum að velja. Ég tel að við eigum skilyrðislaust að halda áfram að leita út fyrir landstein- ana hvað reiðkennslu varðar," sagði Þorvaldur að lokum og var þar með rokinn í kennslustund. Næstur fyrir valinu varð Ingi- mar Ingimarsson tamningamað- ur á Hólum í Hjaltadal. „Ég tel þetta mjög gott námskeið fyrir mig. Hér lærir maður margt nýtt auk þess sem þetta er góð áminn- ing á það sem ég hef áður lært. Við fáum góða ábendingu um skynsamlega uppbyggingu á þann veg að ekki sé alltaf best að stytta sér leið í þjálfun hrossa. Heldur sé betra að nota markvissa upp- byggingu, þar sem hugað er að því að hesturinn sé ekki krafinn um þá hluti sem hann er ekki til- búinn þjálfunarlega séð að gera. Því miður hefur það oft viljað brenna við að slíkt sé gert hér á landi.“ Ein norsk stúlka, Áslaug Helg- en, sótti námskeiðið en hún hefur dvalið á íslandi í rúmt ár. Taldi Áslaug þetta námskeið mjög upp- byggjandi bæði fyrir mann og hest. „Mér fannst mjög gott að fá verklega og bóklega reiðkennslu samhliða og kennarinn finnst mér mjög góður, hann nær vel athygli nemendanna, er nákvæm- ur og sanngjarn." Það var óneitanlega nýstárlegt að sjá okkar fremstu reiðmenn í nýju hlutverki, þ.e. sem nemend- ur, en venjan er sú að þeir kenni öðrum. Voru menn ólatir við að slá á létta strengi þótt greinilegt væri að verkefnin væru tekin af fullri alvöru, í það minnsta leystu þeir það vel af hendi sem fyrir þá var lagt. Reynir Aöalsteinsson, Nestor íslenskra reiðmanna, gefur félögum sínura línuna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.