Morgunblaðið - 30.05.1984, Side 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 1984
Árangur 7.000 manna
samkomunnar í Fair-
field, Bandaríkjunum
- eftir Sturlu
Sighvatsson
Sjötta janúar 1984 lauk heims-
samkomu 7000 sérfræðinga í Ma-
harishi tækniþekkingu eining-
arsviðsins við Maharishi Internat-
ional University, MIU, Maharishi
alþjóðaháskólann í Fairfield,
Iowa, Bandaríkjunum. Þann dag
féll tala sérfræðinganna úr 7000
niður í minna en 1600. Sama dag
seig Dow Jones iðnaðarstuðullinn
í New York skyndilega og hélt
áfram að falla í meira en mánuð.
Samtímis blossuðu upp átök að
nýju í Miðausturlöndum. Vonir
um bætt samskipti Bandaríkjanna
og Sovétríkjanna minnkuðu og
heimsstuðull kauphalla, sem hafði
vaxið hratt upp á við frá 17. des-
ember til 6. janúar, byrjaði
skyndilega að lækka.
Þessar skyndilegu breytingar
heimsviðburðanna, sem áttu sér
stað rétt í þann mund er samkom-
unni lauk, hefur gert það að verk-
um að MIU hvetur nú til þess að
komið sé á fót stöðugum 7000
manna sérfræðingahópi í Mahar-
ishi tækniþekkingu einingarsviðs-
ins.
Samkvæmt skoðun vísinda-
manna MIU myndi stöðugur 7000
manna hópur sem væri staðsettur
er á einum stað á jörðinni, tryggja
það að heimurinn væri frjáls við
ólgu og neikvæðni. Grundvallað á
gagngeru mati á heimsfréttunum
á undan, á meðan og eftir sam-
komuna mæla vísindamennirnir
með því að þetta sé gert sem fyrst.
Sýnishorn á
bragði útópíu
Frá 17. desember til 6. janúar
veitti samkoman heiminum
„margþáttað bragð á útópíu". f
nærveru Hans heilagleika, Mahar-
ishi Mahesh Yogi, tóku 7000
manns frá 50 löndum þátt í hóp-
efli vitundar við MIU háskólann,
sem er leiðandi stofnun fyrir
rannsóknir á sviði vitundar. Sam-
stundun þeirra á Maharishi
tækniþekkingu einingarsviðsins
skapandi aflmikið uppstreymi
samvirkni í heimsvitundinni, sem
aftur olli áhrifaríkri og mælan-
legri betrun á gæðum heimsvið-
burðanna.
Meðan á þriggja vikna samkom-
unni stóð minnkuðu alþjóðleg átök
á vandamálasvæðum heimsins.
Yfirlýsingar og athafnir þjóðhöfð-
ingja endurspegluðu meiri já-
kvæðni, kauphallarviðskipti
heimsins slógu met og alþjóðleg
samskipti bötnuðu meðal 'A þjóða
heims að meðtöldum risaveldun-
um. Dauðaslys í heiminum minnk-
uðu næstum um helming og í
Bandaríkjunum minnkaði tala
smitandi sjúkdómstilfella. Fjölda
dauðaslysa á hraðbrautum fækk-
aði einnig, meðan að sköpunar-
hæfnin óx ef marka má fjölda um-
sókna um einkaleyfi á uppfinning-
um, sem voru 15% hærri en ríkis-
stjórnin hafði búist við.
Vísindamenn MIU tóku eftir að
hin skyndilega jákvæðni í breyt-
ingum á lifsgæðum meðan á sam-
komunni stóð var í sterklegri mót-
sögn við tilhneigingar viðburða á
undan og strax á eftir samkom-
una. Vísindamennirnir staðfestu
með tölfræðilegum athugunum að
hægt er að setja framfarirnar í
tengsl við áhrif samkomunnar.
Ennfremur staðfestu og juku
þessar niðurstöður þann vísinda-
lega skilning á samvirknissköpun
í samfélaginu, sem uppgötvuð var
10 árum áður, og kölluð eru Ma-
harishi áhrifin.
Maharishi áhrifin
Kennd við Maharishi honum til
heiðurs, sem lýsti einkennum
þeirra 1960, en þau voru fyrst
mæld árið 1974. Síðan þá hafa Ma-
harishi áhrifin verið staðfest í
meira en 1500 borgum og bæjum
víðsvegar um heiminn. Samfé-
lagslegar rannsóknir á þessu
fyrirbæri hafa sýnt að hvar sem
eitt prósent eða meira af íbúunum
iðka innhverfa íhugun skapast afl-
mikil áhrif samvirkni í samvitund
samfélagsins. Afleiðingin af því er
að afbrotum, slysum og veikinda-
tilfellum fækkar og aðrar nei-
kvæðar tilhneigingar minnka og
jákvæðar hneigðir blómstra.
Maharishi áhrifin jukust enn að
gildi árið 1980 með rannsóknum,
sem sýna að kvaðratrót eins pró-
sent íbúanna, sem iðka Maharishi
tækniþekkingu einingarsviðsins á
einum stað, framkalla Maharishi
áhrifir. fyrir allt samfélagið. Sam-
kvæmt þessari grundvallarreglu
er 7000 manna hópur sérfræðinga
í Maharishi tækniþekkingu ein-
ingarsviðsins nægilega stór til að
skapa Maharishi áhrifin fyrir alla
íbúa heimsins.
Lausn allra vandamála
Maharishi hefur sagt að vanda-
mál og þjáningar í heiminum stafi
Sturla Sighvatsson
„Samkvæmt skoðun
vísindamanna MIU
myndi stöðugur 7000
manna hópur, sem stað-
settur væri á einum staö
á jörðinni, tryggja það
að heimurinn væri frjáls
við ólgu og neikvæðni.
Grundvallað á gagngeru
mati á heimsfréttunum
á undan, á meðan og
eftir samkomuna mæla
vísindamennirnir með
því að þetta sé gert sem
fyrst.“
af brotum gegn náttúrulögunum.
Allir íbúar heimsins hafa sífellt
verið að brjóta gegn náttúru-
lögunum vegna þess að menntunin
hefur ekki þjálfað einstaklinginn í
að hugsa og starfa í samræmi við
þau.
„Þessi galli á menntuninni staf-
ar af skorti á þekkingu", sagði Ma-
harishi. „Óteljandi eru lög náttúr-
unnar, sem stjórna alheiminum og
allt í alheimi hefur áhrif á allt
annað. Með sérhverri athöfn veld-
ur einstaklingurinn áhrifum og
verður fyrir áhrifum af óteljandi
einstaklingsbundnum náttúrulög-
um. Þar sem full vídd afleiðinga
sérhverrar athafnar er svo geysi-
mikil er fullkominn skilningur á
afleiðingunum ekki mögulegur.
Menntunin býður aðeins upp á
takmarkaðan vitsmunalegan
skilning á einstaka náttúrulögum
og þess vegna er hún óhæf um að
þjálfa einstaklinginn þannig að
hann starfi aðeins á framfara-
sinnaðan hátt. Brot gegn náttúru-
lögunum voru óafstýranleg og
þjáningar voru viðurkenndar í
aldaraðir, sem óhjákvæmilegur
hluti lífs.
Nú, þar sem einingasvið allra
náttúrulaga hefur verið uppgötv-
að, og nú þar sem hinn einstakl-
ingsbundni hugur getur samkennt
sig einingarsviðinu með tækni-
þekkingu einingarsviðsins, er það
mögulegt að eignast í eigin vitund
lifandi atgerfi náttúrulaganna í
algjörleika stnum. Á grundvelli
þess er hægt að hugsa og starfa
studdur af öllum náttúrulögum.
Aldrei fyrr í sögu mannkyns hefur
svo flekklaus lífsmáti i bandalagi
við náttúrulögin staðið manninum
til boða.“
7.000 manna sálfræðingahópurinn
Lögfræðingur í vanda
Erlendar
bækur
lllugi Jökulsson
John Gregory Dunne:
DUTCH SHEA JR.
Sphere Books 1984
Þetta er amerísk bók. Fjarska-
lega amerísk. í rauninni er þetta
reyfari, en höfundurinn á sér/að
vísu þann metnað að bók hans
innihaldi — auk spennandi frá-
sagnar — bæði þjóðfélagsádeilu
og djúpa persónulýsingu. John
þessi Gregory Dunne hefur annars
skrifað nokkrar bækur af svipuðu
tagi áður, og þær munu hafa
mælst vel fyrir vestra, ekki síst
True Confessions og svo þessi hér,
sem kom upphaflega út fyrir
tveimur árum, en er nú mætt á
pappírskiljumarkaðinn. Þá má
geta þess að eiginkona Dunnes er
Joan Didion, blaðamaður og rit-
höfundur sem nýtur nokkurs orðs-
tírs í Bandaríkjunum.
Söguhetja Dunnes, sem bókin
dregur auk þess nafn sitt af, er að
verða gamalkunn úr amerískum
bókum og ekki síður kvikmyndum.
Hann er lögfræðingur og hefur
sérhæft sig í að verja glæpamenn,
glæpamenn götunnar. Þjófar,
vændiskonur, morðingjar, eitur-
lyfjaneytendur — þessir eru
skjólstæðingar Dutch Shea Jr.
Þótt hann hafi kannski ekki endi-
lega samúð með þessu fólki, þá
veit hann þó að það er utangarðs í
þjóðfélaginu og á undir högg að
sækja þegar mál þess koma fyrir
dómstólana. Hann gerir því sitt
besta til þess að það fái þá aðstoð
sem það á rétt á. Með tímanum
hefur þetta orðið eins konar hug-
sjón hjá Dutch Shea Jr. og hann
sniðgengur öll tækifæri til þess að
feta sig hærra eftir metorðastig-
anum.
Dutch Shea er viðurkenndur
sem mjög góður lögfræðingur, en í
einkalífi sínu líður honum ekki
vel. Hann er skilinn við konu sína
þegar sagan hefst, en getur samt
ekki látið hana í friði — einka-
dóttir hans, Cat, er nýlega látin
eftir sprengingu hryðjuverka-
manna á veitingahúsi. Cat var
sennilega eina manneskjan sem
Dutch Shea Jr. unni af heilum
hug, og lát hennar er honum
meira áfall en svo að hann fái bor-
ið það. Umhverfi hans og starf
vegur þungt á honum fyrir — þeg-
ar dauði dótturinnar bætist við
hlýtur eitthvað undan að láta.
Svo fer líka. Spillingin, viðbjóð-
urinn og óhugnaðurinn sem Dutch
Shea Jr. sér allt í kringum sig
verður honum smátt og smátt um
megn, og að meira eða minna leyti
dregst hann inn í atburðarás sem
hann getur vart ráðið við, hann er
á góðri leið með að koma sér út úr
húsi hjá vinum og starfsfélögum
þegar hann neitar að fylgja viður-
kenndum leikreglum, og gamalt
feimnis- og leyndarmál kemur upp