Morgunblaðið - 30.05.1984, Qupperneq 42
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 1984
42
Minning:
Helgi Haraldsson
á Hrafnkelsstöðum
Fæddur 12. júní 1891
Dáinn 27. apríl 1984
Við burtför Helga Haraldsson-
ar, óðalsbónda á Hrafnkelsstöð-
um, koma margar minningar lið-
inna tíma fram í hugann, fyrst
minningar um hið merka Hrafn-
kelsstaðaheimili og fólkið þar,
sem ógleymanlegt verður þeim, er
þar til þekktu.
Ég kom oft að Hrafnkelsstöð-
um, en fyrst á þjóðhátíðarárinu
1930. Þá var Haraldur Sigurðsson
frá Kópsvatni óðalsbóndi þar og
kona hans Guðrún Helgdóttir frá
Birtingaholti. Haraldur var bú-
forkur, vinnusamur, vakandi og
forsjáll, reglufastur, sparsamur og
nýtinn. Á hinn bóginn var hann
dæmalaust höfðinglegur og rausn-
arlegur, þegar honum þótti slíkt
eiga við. Hann var í sannleika
bændahöfðingi. Haraldur var gott
fordæmi fyrir stjórnmálamennina
íslenzku, bæði með vinnusemi,
reglu og fjármálavit. Guðrún,
kona hans, var ljúf kona og við-
mótsþýð. Hún vitnaði oft til stór-
skáldanna, Hallgríms, Steingríms
og Þorsteins Erlingssonar. Það
var viss reisn yfir henni, er hún
gekk um, en um leið rósemi hug-
ans. Hún var ætíð forboði um yl og
gróanda. Þróttmikið og gáfað fólk
stóð að þeim hjónum báðum. Börn
þeirra hjónanna voru öll myndar-
og manndómsfólk.
Af þeim systkinum kynntist ég
Helga bezt og Sigríði systur hans
og svo um leið manni hennar,
Sveini Sveinssyni, sem bauð mér
leiðsögn sína, þann tíma, er ég
þjónaði 5 kirkjum og hafði löng
ferðalög. Það var mjög dýrmætt
og reyndist Sveinn mér sannur
vinur og ómetanleg stoð. Sveinn
Sveinsson var myndarlegur maður
á allan hátt, duglegur og þrek-
menni. Hann hafði næma tilfinn-
ingu fyrir öllum dýrum, en slíkt er
aðalsmerki hvers göfugs manns. Á
einu sviði var Sveinn hreinn lista-
maður. í allri meðferð hesta var
engu líkara en að hann hefði 6.
skilningarvitið. Það var eins og
hann þekkti eðli og kosti hestanna
við fyrstu sýn. Hann var snilling-
ur við alla tamningu hesta, sat þá
með afbrigðum vel, það er ótrúlegt
en satt, að hestar breyttust við
það, að hann kom á bak þeim,
reistu sig betur, fjörglampi kom í
augu þeirra, og allt í einu skiluðu
þeir betri gangi og vilja. Sveinn
var ljóðelskur maður, kunni mikið
af ljóðum Einars Benediktssonar
og fór með þau oft á ferðum, með-
al annars kenndi hann mér vísur
eftir skáldið sem ekki eru í bókum
þess.
Sigríður, systir Helga og kona
Sveins, sem enn lifir á Hrafn-
kelsstöðum hefur flesta kosti, sem
prýða góða húsfreyju, en minn-
isstæðust er hún mér alltaf vegna
þess, hve hún hefur mikla og
næma máltilfinningu. Hún hefur
unun af skáldskap og íslenzkum
fræðum. Hún hefur allt það bezta
frá báðum foreldrum sínum.
Helgi Haraldsson fæddist og
ólst upp á þessu merka heimili,
sem var mótað og gróið af islenzk-
um venjum. Fagrar æskustöðvar,
fögur sveit og draumfagur fjalla-
hringur vakti strax hjá honum
átthagatryggðina, sem var ein-
kenni hans alla tíð. Hann varð
snemma búfræðingur frá Hvann-
eyri og fljótt lifandi kraftur í öll-
um framfara- og hugsjónamálum
t
Eiginkona mín,
SIGRÍOUR ÞÓRDÍS EIÐSDÓTTIR,
Skjólbraut 5, Kópavogi,
andaöist í Borgarspítalanum aöfaranótt 29. maí.
Fyrir hönd vandamanna.
Stefén Guömundsson.
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og útför
UNNAR MAGNÚSDÓTTUR,
Siglutirói.
Jóhanna Magnúsdóttir,
Guölaug Magnúsdóttir,
Jón Magnússon.
t
Móöir mín,
GUÐRÚN JÓSEFSDÓTTIR,
Langholtsvegi 176,
andaöist í Sjúkrahúsi Akraness 28. maí.
Ágúst Guðjónsson.
t
Móöir okkar,
BENONÝJA BJARNADÓTTIR,
Skeggjagötu 23,
andaöist á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 28. mai.
Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna,
Rúna Gestsdóttir,
Valgeir Bjarni Gestsson.
t
Faöir okkar,
ÓLAFUR GUÐJÓNSSON,
Hringbraut 58, Keflavík,
andaöist fimmtudaginn 24. maí.
Útförin fer fram miövikudaglnn 30. maí kl. 14.00 frá Keflavíkur-
kirkju.
Börnin.
sveitar sinnar og ungmennafé-
lagsins. Með ungmennafélögunum
um og eftir aldamótin mátti segja,
að vorblær færi yfir þjóðina, sem
lýsti sér í ættjarðarástinni, sem
blossaði upp við arin æskulýðsins.
Líklega hafa aldrei verið sungin
oftar og meir en þá ættjarðarljóð
og hvatningarljóð. Þessu fylgdi
átthagatryggðin, ástin til æsku-
stöðvanna.
Helgi var gagntekinn af þessari
hreyfingu og hún setti mark sitt á
hann alla ævi. Það var ekki hægt
að hugsa sér neinn íslending
tryggari átthögum sínum og sveit
en Helgi var. Arið 1921 fór Helgi
norður í Mývatnssveit til þess að
læra fjárrækt. Sú för varð honum
til mikils gagns, ánægju og and-
legrar hressingar. Helgi var vel
undir það búinn og næmur að til-
einka sér hina sjálfstæðu og
merkilegu menningu og félagslíf
Þingeyinga og kynntist fólki þar,
sem Ijóðlistin lá enn ljúfar á
tungu en hér fyrir sunnan. Hann
minntist alltaf þessarar ferðar
sinnar með mikilli ánægju og
sagði mér einu sinni, að þá fyrst
hefði hann notið þess í samtölum
við kunningja sína þar, að hann
hefði verið orðinn nokkuð lesinn í
fornsögunum.
Þegar suður kom, stofnaði hann
Sauðfjárkynbótabú Sunnlend-
ingafjórðungs og starfrækti það
um langt árabil. Hann varð fljótt
formaður ungmennafélagsins í
sveitinni og hreppsnefndarmaður
í mörg ár. Þá var hann sjálfsagður
í sóknarnefnd, því hann var
trúmaður og mjög kirkjurækinn
og var í kirkjumálum sem annars
staðar dýrmætur maður til allra
góðra mála og framfara. Hann var
í stjórn Búnaðarfélags Islands og
svo heiðursfélagi þess síðar og í
stjórn Sláturfélags Suðurlands.
Hann var eftirlitsmaður fóður-
birgðafélagsins. Þá var hann for-
maður Lestrarfélags Hrunasóknar
og hafði til þess kosti sem og við
annað, sem hann gerði. Við bóka-
val fylgdist hann vel með útgáfu
þeirra bóka, er merkar voru frá
þjóðlegum fræðum, auk fornrit-
anna, sem voru hans eftirlæti. Af
nútímaskáldum var það Davíð
Stefánsson, sem var hans eftirlæt-
isskáld, meðal hinna yngri.
Árið 1928 tók Helgi við búi á
Hrafnkelsstöðum og bjó ásamt
Sveini mági sínum og Sigríði konu
hans til 1951, en eftir lát Sveins
bjó hann með Sigríði systur sinni
til 1966, að hann afhenti Haraldi
systursyni sinum jörðina. Eftir
það bjó hann áfram með Sigríði
systur sinni, sem með mestu um-
hyggju annaðist hann til þess síð-
asta. Honum fylgdi fjör og áhugi
allt til síðustu daga, er hann
brottkallaðist, nærri 93 ára.
Ég býst við, að margt sé ótalið
hjá mér, sem hann lagði gjörva
hönd að, og trúnaðarstörf, sem
hann átti hlut að. En eðliiegt er,
að starf hans væri margþætt, þeg-
ar að er gætt, hvernig hann var.
Hann hafði skýra og skarpa hugs-
un, ásamt þrótti til þess að fylgja
máli sínu fram. Hann var um-
framt allt velviljaður maður og
fús að taka þátt í öllum málum,
sem urðu öðrum til góðs. Hann var
ákaflega hjálpsamur. Það mátti
segja, að hann fylgdist með ástæð-
um og afkomu hvers einasta heim-
ilis í sveitinni, og kæmi eitthvað
fyrir, eða neyð syrfi að, þá var
hann manna fyrstur að fara á
stúfana og fá góða menn í lið með
sér að bæta og hjálpa. Á sama
hátt var hann hvatamaður þess,
að mönnum væri sýndur gleðivott-
ur og viðurkenning á merkisdög-
um í lífi þeirra fyrir ræktar skyld-
ur. Hann var eins konar samvizka
byggðarlagsins í sveit sinni.
Það var engin furða þótt þau
systkini, hann og Sigríður systir
hans, hefðu mikinn málsmekk og
væru næm fyrir fallega sögðum
orðum, sögum og ljóðum. Hinir
þjóðkunnu Birtingaholtsbræður
voru móðurbræður þeirra, mál-
snilld var eitt einkenni þessarar
ágætu ættar.
Helgi Haraldsson var vel máli
Fæddur 7. október 1909
Dáinn 24. maí 1984
í dag fer fram frá Keflavíkur-
kirkju útför Ólafs Guðjónssonar
frá Keflavík. Ólafur var fæddur í
Keflavík 7. okt. 1909. Foreldrar
hans voru Svanlaug Árnadóttir og
Guðjón Eyjólfsson.
Ólafur bjó allan sinn aldur í
Keflavík. Ungur að árum hóf hann
vinnu til flestra verka er tengd
voru sjó og sjávarstörfum, en um
tvítugt hóf hann bifreiðaakstur,
sem síðan varð uppistaðan að
lífsstarfi hans. Ólafur starfaði
m.a. í fjöldamörgár hjá Steindóri
bæði á leigubílum og rútum, ók
Norðurleið í mörg sumur. Um
tíma ók Ólafur hjá Sérleyfisbif-
reiðum Keflavíkur uns hann
keypti sér eigin vöruflutningabíl
og keyrði hjá Vörubílastöð Kefla-
víkur til ársins 1973, er hann
hætti akstri og vann við fiskverk-
un eins og kraftar entust.
ólafur kvæntist Sveindísi Mar-
teinsdóttur frá Hafnarfirði 28.
maí 1932. Þau eignuðust fjögur
börn, Árna Fal f. 1932, flugstjóri
bús. í Reykjavík, Elísabet f. 1937,
farinn. Honum var létt um að
flytja ræður. Það gerði hann oft
og ævinlega flutti hann þær blaða-
laust, skýrt og skipulega. Tvær
bækur hans komu út. Sú fyrri árið
1971 og hin 1974. Sú fyrri heitir:
„Engum er Helgi líkur“ en hin:
„Skýrt og skorinort", báðar út-
gefnar af Erni og Örlygi. Þar lýsir
Helgi skoðunum sinum skýrt og
skorinort, bæði í sambandi við
Njálu og til þjóðmálanna. Lands-
kunnur var hann þá þegar orðinn
vegna áhuga og fræðiiðkana í
Njálu, sem hann kunni á köflum
utanbókar.
Síðastliðinn vetur hafa verið
fluttir í útvarpinu vikulegir þætt-
ir, sem nefndir eru: „Nýjustu
fréttir af Njálu". Þar var í einum
þættinum Helga minnzt sem
Njálufræðings. Þökk sé þeim, sem
það gerðu. Á Njálu, þessum ris-
mikla tignartindi bókmenntanna,
festi Helgi ungur sjónar, las hana
stöðugt og lærði og hafði hana sér
til fyrirmyndar. Hann hélt því
hiklaust fram að Snorri Sturluson
væri höfundur Njálu.
Við kveðjum Helga vin okkar
með miklu þakklæti fyrir vináttu
hans og tryggð til þess síðasta og
margs konar vinarhug, er hann
sýndi okkur. Hann var ráðhollur
og hjálpsamur okkur hjónunum á
margvíslegan hátt, þau ár, sem við
vorum í Hruna. Við biðjum honum
Guðs blessunar á framtíðarbraut-
um hans. Hann bar stórmerku
ættfólki sínu á báða bóga fagran
vitnisburð með lífi sínu og starfi
og sveitin hans fagra er fátækari
eftir að hann er farinn.
Jón Thorarensen
húsm. bús. í Keflavík, Þóra Svan-
laug f. 1938, húsm. bús. í Keflavík,
Júlíana Kristmunda f. 1944, húsm.
bús. í Keflavík.
Ólafur og Sveindís byrjuðu sinn
búskap á Tjarnargötu 18 í Kefla-
vík, en byggðu sér hús á Austur-
götu 24 árið 1942 og 1954 byggðu
þau aðra hæð ofan á það hús.
Þarna bjuggu þau lengst af sinn
búskap.
Ég vil þakka Ólafi þær sam-
verustundir sem ég átti með hon-
um. Ég kynntist honum fyrst 1956
og héldust okkar kynni til hins
síðasta. ólafur var verklaginn
maður og gat unnið hvaða verk
sem var. Hann var mjög hjálpfús,
eða réttari lýsing væri „alveg
sjálfsagt" sem svarað var ef ein-
hver leitaði aðstoðar hjá honum.
ólafur hafði mikla kímnigáfu og
frásagnargáfu, hann hafði séð
Keflavík og Suðurnes breytast úr
smáum þorpum í stóra bæi og gat
oft sagt sðgur frá fyrri tímum, frá
samskiptum manna og oft var
kímni blandað með.
í desember á sl. ári missti ólaf-
ur konu sína eftir sjúkdómslegu.
Eftir það bjó Ólafur einn þar til
fyrir skömmu síðan er hann veikt-
ist.
Ólafur naut umhyggju hinna
fjölmörgu afkomenda sinna til
hinstu stundar og er nú kvaddur
með ást og virðingu. Ég trúi að
hann eigi góða heimkomu.
Halldór A. Brynjólfsson
t
Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og jarðarför
BRYNJÓLFÍNU JENSEN,
laafiröi.
Magnús Árnason,
Karl Árnason,
Hjalti Hjaltason,
Árni Guömundsson,
Guömundur Guömundsson
og barnabarnabörn.
Esther Hafliöadóttir,
Margrét Eyjólfsdóttir,
Guörún Guömundsdóttir,
Guörún Bergmann,
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö vlö andlát og útför
mannsins míns og föður okkar,
GUÐJÓNS KRISTMANNSSONAR,
Holtsgötu 18.
Kristin Þorleifsdóttir,
Auður Guöjónsdóttir, Guörún Guöjónsdóttir
og aörir aöstandendur.
Minning:
Ólafur Á. Guðjóns-
son frá Keflavík