Morgunblaðið - 30.05.1984, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MAl 1984
ÚRSLITALEIKUR EVRÓPUKEPPNI MEISTARALIÐA Á ÓLYMPÍULEIKVANGINUM í RÓMABORG í KVÖLD:
ROMA—LIVERPOOL
Morgunblaöió/Skapti Hallgrímsson
• Mogginn í góðum höndum! Graeme Souness, fyrirliði Liverpool,
hampar eintaki af Morgunblaðinu frá því í fyrra er fjallað var um
frábæran árangur liðsins undanfarna tvo áratugi. Hampar Souness
Evrópubikarnum á morgun?
„Ég vona að betra
liðið vinni leikinn'*
— sagði Joe Fagan í einkasamtali við Morgunblaðið
,VIO MUNUM að sjálfsögðu ekki
breyta okkar leikstíl neitt í viður-
eigninni við Roma — við munum
leíka sóknarleik eins og við ger-
um alltaf, leika til sigurs,“ sagði
Joe Fagan, framkvæmdastjóri
ensku meistaranna Liverpool, er
ég ræddi við hann á dögunum í
skrifstofu hans á Anfield Road í
Liverpool.
„Ég get engu spáö um úrslit
leiksins, hvort tveggja eru þetta
mjög góö lið — ég vona aðeins aö
leikurinn veröi skemmtilegur fyrir
leikmenn og áhorfendur og aö
betra liöiö sigri í þessari viöur-
eign,“ sagöi Fagan.
Hann sagöi aö þó leikið yröi á
heimavelli Roma-liösins þyrfti eng-
um aö detta í hug aö sigurlíkur
Liverpool væru minni en ella. „Viö
höfum leikiö mjög vel á útivelli í
vetur og unniö alla útileiki okkar í
Evrópukeppninni. Þegar mest ríö-
ur á viröast leikmenn mínir alltaf
ná sínu besta — og þeir vita svo
sannarlega aö þeir þurfa aö sýna
sitt rétta andlit í þessum leik.
Langflestir áhorfendur veröa á
bandi Roma og þaö hefur sitt aö
segja. En stuöningsmenn okkar
eru þekktir fyrir allt annaö en aö
láta yfirgnæfa sig og ég hræöist
ekki aö þeir muni ekki láta vel í sér
heyra á leiknum."
Fagan sagöist jafnvel telja aö
meiri þressa yröi á leikmönnum
Roma en sínum mönnum, þeir
væru á heimavelli og langflestir
byggjust því í rauninni viö því aö
þeir ynnu. „Ég hef trú á því aö
Roma leiki dæmigeröa ítalska
knattspyrnu gegn okkur — leik-
menn liösins liggi aftarlega á vell-
inum og byggi síöan á skyndisókn-
um. Ég býst viö því aö þeir reyni aö
þreyta mína menn meö því aö
reyna aö halda boltanum sem
lengst, láta hann ganga vel á milli
sín úti á vellinum. En viö munum
ekki falla í neina gryfju í þessum
leik — eins og ég sagði munum viö
leika okkar venjulegu knattspyrnu.
Einfalda og skemmtilega — og
vonandi náum viö aö slá þá út af
laginu."
— SH.
Sammy Lee í samtali við Morgunblaóið:
„Það er vel þess
virði að bíða..,
SAMMY LEE hefur verið atvinnu-
maöur hjá Liverpool aíðastliöinn
átta ár en fastamaður í aðalliði
félagsins í þrjú ár. Hann eyddi
fimm árum í varaliðinu og beið
eftir að hans tími kæmi — þegar
svo Jimmy Case meiddist gafst
Lee tækifæri til að sanna getu
sína og síðan hefur hann ekki
horft til baka.
„Þaö hefur komiö í Ijós aö þol-
inmæöi mín borgaöi sig,“ sagöi
Hansen leik-
ur í kvöld
leikur með Liv-
gegn Roma, en
ALAN Hansen
erpool í kvöld
hann var sá eini af leikmönnum
liðsins sem vafasamt var hvort
gæti veriö með. Hann var lítillega
meiddur.
John Wark getur ekki leikiö —
hann lék meö Ipswich í Evrópu-
keppninni í vetur áöur en hann
kom til Liverpool. Liöið veröur þvi
þannig skipaö: Bruce Grobbelaar,
Phil Neal, Alan Kennedy, Mark
Lawrenson, Ronnie Whelan, Alan
Hansen, Kenny Dalglish, Sammy
Lee, lan Rush, Graeme Souness
(fyrirliði) og Craig Johnston. Liö
Roma veröur aö öllum líkindum
þannig skiþaö: Franco Tancredi í
markinu, Michele Nappi, Ubaldo
Righetti, Dario Bonetti og Sebasti-
ano Nela í vörninni, á miöjunni Pa-
olo Roberto Falcao, Toninho Cer-
ezo og Agostino Di Bartellonei
(fyrirliöi) og í framlínunni Bruno
Conti, Francesco Graziani og Rob-
erto Pruzzo.
íí
Morgunblaöiö/Skapti Hallgrímsson
• Craig Johnston brosir til Ijósmyndarans á æfingu Liverpool-liðsins. Craig hefur ærna ástæöu til að brosa
í dag, hann kemur inn í Liverpool-liöið að nýju fyrir úrslitaleik Evrópukeppninnar. Til hægri á myndinni eru
Michael Robinson, Phil Neal og Graeme Souness.
Lee, er blaöamaöur Morgunblaös-
ins ræddi viö hann í Liverpool fyrir
skemmstu. „Ég haföi einkum þrjá
hluti í huga á „varaliös-árum“ mín-
um. í fyrsta lagi aö ég væri hjá
besta félagsliöi í Evrópu og því
væri ekki óeðlilegt aö ég þyrfti að
bíða aöeins, í ööru lagi hefur Liv-
erpool ætíö veriö mitt uppáhalds-
félag, ég hef fylgt því frá barnæsku
og því heföi oröiö erfitt aö fara frá
því og í þriöja lagi, og kannski þaö
sem mestu máli skiptir, er aö þjálf-
árar hjá félaginu veittu mér ómet-
anlegan stuöning. Þeir voru ósþar-
ir á hvatningaroröin ef ég haföi
misst trúna á sjálfan mig — ef mér
fannst allt ganga mér í óhag vegna
þess aö ég kæmist ekki f liöiö.
Nú á ég orðið talsvert verö-
launagripasafn, þrisvar hef ég orö-
iö enskur meistari, fjórum sinnum
deildar/mjólkurbikarmeistari, einu
sinni Evrópumeistari og hef leikiö
13 landsleiki fyrir England. Þetta
held ég aö séu næg rök fyrir því aö
ég hafi gert rétt meö því aö bíöa
eftir því aö ég fengi tækifæri í aö-
alliöinu."
Joe Fagan
stjóri ársins
JOE FAGAN framkvæmdastjórí
Liverpool hefur verið útnefndur
framkvæmdastjóri ársins í Eng-
landi eftir sitt fyrsta keppnistíma-
bil sem stjóri meistaranna. Þaö er
Whisky-framleiðandinn Bell’s
sem að útnefningunni stendur.
Morgunblaðið/Skaptl Mallgrlmsson
• Liverpool hefur þrívegis sigraöi í Evrópukeppni meistaraliða —
jafnt oft og liöið hefur leikiö til úrslita í keppninni. Þessir þrír bikarar,
eftirlíkingar þess „eina sanna“ eru til sýnis í bikarasafni Liverpool á
Anfield — til minningar um sigrana þrjá: gegn Borussia Mönchenglad-
bach í Róm 1977, FC BrUgge á Wembley 1978 og Real Madrid í París
1981.
Mark Lawrenson í samtali við Morgunblaóið:
Við munum ekki kvarta
— þó leikið sé á heimavelli AC Roma
MARK Lawrenson er án efa einn
af bestu varnarmönnum Evrópu í
dag. Liverpool keypti hann frá
Brighton fyrir 900.000 pund og
hefur hann svo sannarlega veriö
þeirra peninga virði. Hann lék hér
á landi meö írska landsliðinu á
síðastliönu hausti og gafst ís-
lendingum þá kostur aö kynnast
því hve frábær knattspyrnumað-
ur hann er.
Lawrenson sagöl í samtali viö
blaðamann Morgunblaösins í Liv-
erpool á dögunum að leikmenn
Liverpool kvörtuðu ekki þó leikiö
væri á heimavelli Roma. „Viö höf-
um sýnt fram á þaö aö viö leikum
best þegar mest ríður á. Viö höfum
til dæmis unniö alla útileiki okkar í
Evrópukeppninni í vetur og mun-
um reyna aö líta á leikinn í Róm
eins og hina útileikina. Ég vil sér-
staklega nefna leikina i Lissabon
og Bilbao. Þaö var mikiö afrek aö
mínu mati aö sigra á Spáni —
Bilbao er geysisterkt liö (og sigr-
aöi, eftir aö ég spjallaöi viö Lawr-
enson, bæöi í deild og bikar á
Spáni, innskot blm.) og alla jafna
erfitt viöureignar á heimavelli. Sig-
urinn á Spáni held ég aö megi telja
besta árangur okkar í vetur. Þaö
var einnig mjög erfitt aö leika í
Lissabon — áhangendur portú-
galska liösins voru hreint út sagt
stórkostlegir, þeir voru mun fleiri
en viö eigum aö venjast í Englandi
og hávaöinn á vellinum gífurlegur.
En þó stemmningin veröi án efa
ennþá meiri í Róm óttumst viö þaö
ekki.
Roma-mennirnir veröa aö sjálf-
sögöu erfiðir viöureignar — þeir
hafa frábærum knattspyrnu-
mönnum á aö skipa, svo sem
Brasilíumönnunum Falcao og Cer-
ezo og ítalska heimsmeistaranum
Bruno Conti. En viö höfum vitan-
lega einnig góöa leikmenn innan
okkar vébanda. Roma hefur aldrei
unniö þessa keppni þannig aö
áhangendur og leikmenn liðsins
vilja ekkert frekar en aö bikarinn
ílengist í Róm — en viö erum
ákveönir í aö ná bikarnum aftur á
Anfield. Þar á hann heima!“
— SH.