Morgunblaðið - 28.06.1984, Side 2

Morgunblaðið - 28.06.1984, Side 2
2 í> MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTÚDAGUR 28. JÚNÍ1984 Ránið við Laugaveg 77 í vetur: William Scobie fékk fímm ára fangelsisdóm Vitorösmaöur hans, Ingvar Þórðarson, fékk 18 mán- aða dóm og faðir Scobie 6 mánuði skilorðsbundið Mikil laxagengd í ha f beitarstöð var 340 laxar komnir í Kollaf jarðarstöð- ina, en enginn á sama tíma í fyrra MJÖG VEL lítur út með heimtur á laxi í hafbeitarstöðvarnar. Laxinn byrjaði mun fyrr að skila sér í sumar en áður og er auk þess almennt mjög vænn. WILLIAM James Scobie var í gær dæmdur í 5 ára fangelsi í Sakadómi Reykjavíkur fyrir aðild sína að rán- inu við Laugaveg 77 í vetur er hann beitti haglabyssu til þess að komast yfir fjármuni, sem starfsmenn ATVR voru um það bil að leggja í banka- hólf. Vitorðsmaður hans í ráninu, Ingvar Heiðar Þórðarson, var dæmdur í 18 mánaða fangelsi. Faðir Williams, Griffith David Scobie, var dæmdur í 6 mánaða fangelsi skil- orðsbundið fyrir að hylma yfir með þeim. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um áfrýjun. Um refsingu þess síðasttalda sagði í dómnum: „Fullnustu refs- ingar skal fresta og hún niður Ljósm. Mbl. Júlíus. Lögreglumenn og starfsmenn ÁTVR á vettvangi við Landsbankann, Laugavegi 77, eftir að ránið hafði verið framið 17. febrúar sl. JÓHANN Hjartarson, skákmaður, tekur nú þátt í alþjóðlegu skák- móti í Leningrad sem hófst í fyrra- dag. Átti Jóhann að tefla við stórmeistarann Taimanov í fyrstu umferð, en skák þeirra var frest- að. í annarri umferð mótsins, sem er í 9 styrkleikaflokki, falla að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dómsins að telja haldi hann almennt skilorð 57. greinar almennra hegningarlaga nr. 19/1940 sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955.“ Frá refsingu Williams dregst gæsluvarðhald hans frá 25. febrúar, rúmir 3 mánuðir. Frá refsingu Ingvars dregst gæslu- varðhald hans frá 27. febrúar til 28. mars. Komi til refsingar föður- ins skal gæsluvarðhald hans drag- ast frá refsitímanum. Griffith var viku í gæsluvarðhaldi. Auk dómsins var William dæmdur til þess að greiða verslun- inni Vesturröst skaðabætur að upphæð rúmlega 26.400 krónur. Ennfremur var honum gert að greiða leigubílstjóranum, sem hann ógnaði með byssu sinni og stal síðan bílnum af, tæplega 7.000 krónur í bætur. Þá var þremenn- ingunum gert að greiða ÁTVR þá upphæð, sem á vantaði er ráns- fengurinn fannst, kr. 185.647,50 auk dómvaxta. Þá voru þeir Willi- am og Ingvar dæmdir til að greiða ÁTVR kr. 7.133 í bætur. Þremenningunum var gert að greiða réttargæslu- og málsvarn- arlaun, William kr. 60.000, Ingvari kr. 40.000 og Griffith kr. 18.000. Verjandi Williams var Sigrún Edda Ólafsdóttir hdl. Verjendur hinna tveggja voru þir Örn Clau- sen hrl og Kristján Stefánsson. Þá greiða þremenningarnir allan annan sakarkostnað, þ.m.t. sak- sóknarlaun til ríkissjóðs kr. 40.000. Dóminn kváðu upp saka- dómararnir Ármann Kristinsson, Jón Abraham Ólafsson og Jón Er- lendsson. tefldi Jóhann við Judasin og fór skák þeirra í bið í gær. Að sögn Jóhanns léku þeir báðir illa af sér í 40. leik; fyrst Judasin, og leit út fyrir að Jóhann væri með unnið tafl, en síðan varð Jóhann á slæm mistök í biðleiknum með þeim afleiðingum að hann stendur nú höllum fæti í skák- inni. 340 laxar hafa komið í Lax- eldisstöð ríkisins í Kollafirði, eingöngu stórlax sem verið hef- ur tvö ár í sjó, að sögn Sigurðar Þórðarsonar stöðvarstjóra. Á síðasta sumri var enginn lax kominn í stöðina á þessum tíma og venjulega hefur hann rétt verið farinn að sjást um þetta leyti. Að sögn Sigurðar hefur laxinn aldrei byrjað jafn snemma að skila sér. Fyrsti lax- inn kom 6. eða 7. júní en það er að sögn Sigurðar þremur vikum fyrr en venjulega. 1 fyrra var 69 þúsund sjógönguseiðum sleppt úr Kollafjarðarstöðinni. Fyrsti laxinn gekk í hafbeit- arstöð Pólarlax í Straumsvík þann 21. júní, að sögn Jóhanns Geirssonar stöðvarstjóra og hafa nú 140—150 laxar skilað sér. Á sama tíma í fyrra höfðu fimm laxar gengið í stöðina. Jó- hann sagði að allt væri þetta stór fiskur, allt upp í 20 pund. Frá Pólarlaxstöðinni var sleppt um 200 þúsund seiðum, en þar af var um helmingur sumaralin seiði sem sleppt var í tilrauna- skyni án þess að vitað sé hvort þau skili sér aftur. Um 30 laxar eru komnir í lax- eldisstöð ísno í Lóni í Keldu- hverfi og var Guðmundur Héð- insson stöðvarstjóri bjartsýnn á heimturnar í sumar. Allt væri þetta lax sem verið hefði tvö ár í sjó, 12 til 19 punda. Á sama tíma í fyrra hafði enginn lax skilað sér hjá ísno. Fyrsti lax- inn í ár kom 9. júní. 20 þúsund sjógönguseiðum var sleppt frá ísno í fyrra. Morgunblaðið hef- ur ekki upplýsingar um heimtur hjá öðrum stöðvun nema Dala- laxi í Saurbæ. Þar hafði enginn lax náðst í gildrurnar þegar haft var samband við Hörð Guðmundsson á Kverngrjóti í gærkveldi en orðið hafði vart við lax við stöðina. Hörður sagðist vera að vona að fiskur- inn færi að skila sér. Mikið af stórri og fallegri bleikju væri nú að ganga upp í vatnið og kæmi oft laxaganga í kjölfarið. Fyrsti laxinn kom þann 1. júlí í Dalalaxstöðina í fyrra. Þaðan var í fyrra sleppt 40 þúsund sjó- gönguseiðum og 7 þúsund sumaröldum seiðum. Störf Hagstofu- og ráduneytis- stjóra auglýst EMBÆTTI ráðuneytisstjóra í samgönguráðuneytinu er nú laust til umsóknar, og sam- kvæmt Lögbirtingablaðinu eiga umsóknir að hafa borist fyrir 6. júlí nk. Einnig er embætti Hagstofu- stjóra laust og ber umsækjend- um að senda inn umsókn sína til Hagstofu fyrir 20. júlí nk. Kaupþing: Býður íbúðir með 50 % útborgun KAUPÞING hefur nú tekið upp þá nýbreytni að bjóða íbúöir til sölu með 50%útborgun í stað 75%eins og venjan er á fasteignamarkaðnum. Vegna þessa ræddi Morgun- blaðið við dr. Pétur Blöndal, framkvæmdastjóra Kaup- þings, og innti hann eftir því hvernig unnt væri að lækka útborgun með þessum hætti. Pétur sagði, að það væri rætt manna á milli að útborgun í íbúð- um væri allt of há eða 75% af heildarverði og hefði það meðal annars komið fram hjá starfs- manni Fasteignamats ríkisins, Stefáni Ingólfssyni, að nauðsyn- legt væri að lækka þetta hlutfall. Það hefði hins vegar strandað á því, að fasteignaviðskipti fælust að miklu leyti í íbúðaskiptum og ekki væri hægt að selja íbúð með 50% útborgun en kaupa aðra með 75% útborgun. Þama hefði hníf- urinn staðið í kúnni og engin lausn fundist, því seljendur teldu sig þurfa 75% útborgun. Nú hefði Kaupþing fundið upp greiðslu- kjör, sem hyggju á þennan „Gord- íons-hnút“ með því að einn þriðji hluti hinnar venjulega útborgun- ar væri greiddur með verðtryggðu skuldabréfi til 6 ára, sem seljandi síðan seldi. Þannig fengi seljandi sín 75% í útborgun eins og hingað til, en kaupandinn greiddi aðeins 50% kaupverðsins út. Þessi bréf, V* af kaupverðinu, væru með af- föllum sem yllu allt að 5% hækk- un söluverðs. 5% af söluverði væri hins vegar ekki stór upphæð, þeg- ar tekið væri tillit til þess hvernig verð á íbúðum væri fundið út með tilboðum og gagntilboðum. Þá kæmi vel til greina að kaupandi og seljandi skiptu með sér þessum kostnaði. Seljandi, þar sem þetta fyrirkomulag gerði íbúðina miklu auðseljanlegri og kaupandi, þar sem hann réði við útborgun í stærri eign en ella. Þessi greiðslukjör gerðu það ennfremur að verkum, að menn gætu fremur skipt yfir í stærri eignir og þyrftu því jafnframt ekki að skipta jafn oft og gerði ennfremur fólki kleift að kaupa, sem annars gæti það ekki. Hins vegar væri það rétt að taka fram, að fyrirvari væri gerður á sölu verðbréfanna eftir því, hvað markaðurinn segði til um hverju sinni. — Hvernig er með veðsetningu á eign, sem seld er á þessum kjör- um? „Það er ljóst, að veðsetning lít- illa eigna þeirra, sem eru að kaupa án þess að hafa átt eign áður, getur verið erfiðleikum bundin, sérstaklega ef þær eru veðsettar fyrir. Því getur verið nauðsynlegt að þeir, sem þannig er ástatt fyrir, þurfi að fá lánað veð hjá foreldrum eða öðrum ætt- ingjum." Hvaða vexti greiðir fólk af þess- um skuldabréfum? „Þessi bréf eru seld með afföll- um, þannig að þau gefa af sér um 12% vexti umfram verðtryggingu, sem eru afar háir vextir, sérstak- lega þegar tekið er tillit til þess, að vextir af verðtryggðum reikn- ingum í bönkum eru 3% í dag. En á hinn bóginn ættu þessir háu vextir að freista þeirra, sem eru að spara sér fyrir íbúð eða ann- arra, sem eiga sparifé, að kaupa þessi bréf. Það skal tekið fram að Kaupþing býður viðskiptavinum sínum bæði hefðbundin óverð- tryggð kjör, verðtryggingu sem og þessi fyrrnefndu kjör," sagði dr. Pétur Blöndal. Jóhann Hjartarson á skákmóti í Leningrad

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.