Morgunblaðið - 28.06.1984, Page 5

Morgunblaðið - 28.06.1984, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÍMMTUDAGUR 28. JÚNl 1984 5 Þorsteinn Hauksson við hljódmyndunartæki sín. Ljósm. Friöþjófur. Hljóð-listahátíd Tónlist Jón Ásgeirsson Að Kjarvalsstöðum er þessa dagana haldin hljóðlistahátíð og gefur þar að heyra fjórtán verk eftir átta höfunda, er flutt verða á fernum tónleikum, sem verða tvíteknir sama daginn. í efn- isskrá ræðir Þorsteinn Hauks- son um raftónlist og segir þar m.a.: „Færa má rök að því að mest öll tónlist sé ávallt byggð á einhvers konar hljóðfærum, mis- flóknum auðvitað, en engu að síður tækjum til framleiðslu hljóða." Með tilkomu raftónlist- ar má segja að sagan frá 1600 sé að endurtaka sig, er menn tóku að snúast frá söngtónlist til hljóðfæratónlistar, er var merki- ngarlaus miðað við það að söng- tónlist var túlkun á texta. Merk- ingarleysi hljóðfæratónlistar var síðan reynd að yfirvinna í rómantíkinni og síðar í hermi- tónlist og „impressjónisma". Með rafmagnstónlist var fundin ný og merkingarlaus tónlausn, þó strax séu menn farnir að leita leið til að skilgreina og túlka þessa nýsköpun. í fyrsta verkinu, sem höfundur kallar „... og þá riðu hetjur um héruð“ reynir Lárus H. Grímsson að ná fram hreyfingu og myndformun er minna á landslag eða ferli í gegnum einhvers konar rými, sem myndbreytast með skýrt af- mörkuðum kaflaskiptum. Fal- legt og vel unnið verk. í verki Kjartans Ólafssoner er lesinn texti úr píslarsögu Jóns Magnússonar og reynt að hljóð- líkja frásögn hans. Hljóðlíking, sem kemur á eftir texta er eins og endurtekning og er áorkanin oftar fremur „kómísk", en að hljóðin magni upp áhrifamikinn textann. Tvær etýður, eftir Þorstein Hauksson voru næst á dagskrá og var fyrri etýðan sérkennilega hljóðlát og stundum svo, að erf- itt var að greina tónverkið frá umhverfishljóðum er bárust inn- an úr húsinu og utan. Sú seinni var öllu átaksmeiri og hófst á „sjokkeffekt". Báðar etýðurnar eru hægferðug verk og sú fyrri blátt áfram falleg. Síðasta raf- verkið á þessum tónleikum er eftir Gunnar Reyni Sveinsson, og nefnir hann það Dropar á kirkjugarðsballi. Verkið er sam- bland af alls konar hljóðupptök- um á dropahljóðum og trommu- leik, symbalaslætti, víbrafónleik, talhljóðum og kórsöng. Allt þetta þekkist og greinist vel í sundur og með notkun þjóðlags- ins, Móðir mín í kví, kví, er ljóst við hvers konar kirkjugarðsball er átt. Samsetning hljóðanna er á margan hátt lipurlega unnin en fyrir undirritaðan truflar það að þekkja hljóðin og færir verkið nær því að vera aðeins bein upp- taka, en samið og hljóðunnið verk. „Spegilsmálið“ í Hæstarétti: Staðfesti niður- stöðu héraðsdóms HÆSmRÉriTUR staðfesti í gær dóm Héraðsdóms i svonefndu Speg- ilsmáli. Úlfar Þórmóðsson, útgef- andi blaðsins, var í héraðsdómi dæmdur í 16.000 króna sekt en 20 daga varðhald til vara. Við þessa sekt hans bætist nú áfrýjunarkostn- aður, þ.m.L saksóknarlaun að upp- hæð kr. 20.000. Þá greiðir hann laun verjanda síns, Sigurmars K. Alberts- sonar, hdl., að upphæð kr. 20.000. í niðurlagi dóms Hæstaréttar segir: „Ákveða ber ákærða refs- ingu samkvæmt framansögðu með vísan til 77. greinar almennra hegningarlaga. Telja verður, að ákærði hafi gefið út blöðin Spegil- inn og Samvisku þjóðarinnar í fjárgróðaskyni. Eftir atvikum þykir bera að staðfesta refsi- ákvörðun héraðsdóms en greiðslu- frestur sektar er 4 vikur frá birt- ingu dóms þessa að telja. Skv. 1. tölulið 69. gr. almennra hegn- ingarlaga, sbr. 28. gr. laga nr. 57/1956, ber að staðfesta úrlausn héraðsdóms um upptöku á blaðsíð- um nr. 24, 25 og 40 í 4445 eintökum af blaðinu Speglinum, 43. árgangi 2. tölublaði og á hliðstæðum blað- síðum i 172 eintökum af blaðinu Samviska þjóðarinnar, 1. árg. 1. tbl., svo og þau myndmót og offsetfilmur beggja útgáfanna er varða þetta efni.“ Verkfallið í Vestmannaeyjum: Málið í biðstöðu EKKERT nýtt hefur borið til tíðinda í vinnudeilu þeirra starfsmanna Vestmannaeyjabæjar, sem eru í Verkalýðsfélagi Vestmannaeyja, og bæjaryfirvalda þar. Eru því umrædd- ir starfsmen ennþá í verkfalli, en það hófst sl. mánudag. Að sögn Ármanns Bjarnfreðs- sonar hjá Verkalýðsfélagi Vest- mannaeyja hefur enginn sátta- fundur verið boðaður í deilunni, sem snýst fyrst og fremst um taxtakaup, og lítur félagið svo á að Vestmannaeyjabær eigi næsta leik í stöðunni. Aðspurður kvað Ármann 68 taka þátt í verkfallinu. NORDMENDE _TV____VIDEO____HIFI Nordmende er stolt Bremen (Brimaborgar) í Þýzkalandi: Nordmende verksmiöjurnar leggja mikla áherslu á aö veröa brautryðjendur í tækni- þróun og stílhreinni hönnun. Þessari forystu hefur Nordmende tekist aö halda síöan 1959. Hver man ekki eftir fyrstu transistorunum, litsjónvörp- unum, kalda kerfinu og nú digital kerfinu. Nordmende verksmiðjan er ekki risastór útungunarvél, heldur hæfilega stór verksmiöja sem keppir aö því aö bjóöa meiri gæði og fegurri hönnun fyrir peningana. Þaö hefur sýnt sig aö íslendingar eru vandlátir og velja því Nordmende. íslendingar eru líka hagsýnir og vilja fá mikið fyrir peningana. Valiö verður því auövelt NORDMENDE aö sjálfsögðu. Við bjóðum allar stærðir bæöi Mono og Stereo. Stærð Mono Stereo Útborgun 20 tommur 26.000 46.350 22 tommur 32.000 49.600 1/4 27 tommur 38.980 52.660 Eftirstöðvar á 6—8 mán. SENDUM UM ALLT LAND SKIPHOLTI 19, SÍMI29800 SJÁIÐ ÓLYMPÍULEIKANA í RÉTTUM UTUM.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.