Morgunblaðið - 28.06.1984, Síða 13

Morgunblaðið - 28.06.1984, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚNl 1984 13 Álftir „Hú-hú-hú,“ elsti álftarunginn flúinn úr hreiðrinu og syndir til foreldranna. í „HÚ-HÚ-HÚ“, „hú-hú-hú“. Hver kannast ekki við þennan hávaða — sumir segja söng samanber „Svanurinn minn syngur ..." — í álftunum þegar þær skipa sér í skáraðir á flugi og þreyta oddaflug eða þegar þær lóna tvær og tvær saman með þráð- beinan hálsinn á lygnum vötnum eða tjörnum yfir varptímann? Þær eru sígilt myndefni Ijós- myndara og alltaf þykir börnun- um jafngaman að horfa á álft- irnar — eða svanina eins þessir fuglar eru gjarnan nefndir í er- lendum sögubókum, hvaða les- andi man ekki eftir einni eða tveimur slíkum um prinsa í svanslíki sem ekkert þurftu nema prinsessukoss .. ? — á tjörninni í Reykjavík eða út um bílgluggann á ferðalögum þegar þær dóla stoltar eftir lygnum vötnum. Ekki eru þó allir jafnánægð- ir þegar þeir heyra hú-húið í álftunum því hún er skæður óvinur nýgræðings í túnum og nýræktun bænda. Þó álftin sé friðuð árið um kring hafa ein- staka bændur misst þolinmæð- ina, ekki liðið þeim þetta, enda líta þær ekki einu sinni við fuglahræðum sem menn hafa verið að útbúa af miklu list- fengi og komið fyrir á ökrum sínum og látið sig hafa það að skjóta nokkrar öðrum til við- vörunar. Álftirnar verpa gjarnan á bökkum lygnra vatna eða í vatnahólmum. Þessa dagana eru ungarnir einmitt hver á fætur öðrum að skríða út úr eggjunum, eins og meðfylgj- andi myndir sem Þórhallur Bjarnason tók fyrir skömmu í Borgarfirði bera með sér. Mosfellssveit: Ekki lengur „sveita Magnús Sigsteinsson, oddviti, og Páll Guðjónsson, sveitarstjóri, við skipulagsteikningu af nýja miðbænum í Mos- fellssveit. Ljósm-Mbl./ Július FYRIR aðeins 30 árum var Mosfellssveitin sveit í eigin- legri merkingu. Þar voru stundaðar hefðbundnar búgreinar, s.s. kúabúskapur. En nú er öldin önnur. Að vísu er búskapur enn stundaður þar, en nú mest aiifuglarækt og garðyrkja. Á árunum upp úr 1960 fór þétt- býli mjög vaxandi og um 1970 voru íbúar í Mosfellssveit orðnir eitt þúsund. Ekkert lát hefur orðið á fjölguninni síðan og má sem dæmi nefna að 1974 var fólksfjölgun um 20%, en stóran hluta þeirrar fjölg- unar má rekja til Vestmannaeyja- gossins 1973. Magnús Sigsteinsson, oddviti hreppsnefndar Mosfellshrepps, sagði í samtali við Mbl. að alrangt væri að kalla Mosfellssveit „svefnbæ" Reykjavíkur, eins og margir gera. Hann sagði, að um 40% af íbúum Mosfellssveitar á vinnumarkaði sæktu vinnu sína þar, auk fjölmargra Reykvíkinga. Helstu atvinnurekendur væru Álafoss, Reykjalundur, Skálatún og Tjaldanes, auk hreppsins. Magnús kvað stefnt að aukinni fjölbreytni í atvinnulífi í sveitinni, t.d. væri nú verið að reisa hús und- ir fjölbreytta iðnaðarstarfsemi við Teigahverfi. Páll Guðjónsson, sveitarstjóri, sagði það lengi hafa háð Mosfells- sveit að ekki var til heildar- skipulag og því ekki hægt að út- hluta þeim fyrirtækjum lóðum, sem óskað hefðu eftir því. Úr þessu hefði nú verið bætt, því ný- lega gekkst hreppsnefndin fyrir samkeppni um deiliskipulag mið- bæjarsvæðis í Mosfellssveit og yrði hafist handa við framkvæmd- ir á því svæði næsta vor. Stefnt væri að því að miðbæjarsvæðið yrði dæmigert fyrir Mosfellssveit, t.d. með því að hafa verslanir er byðu upp á vörur úr gróðurhúsum og alifuglabúum sveitarinnar. Stjörnu- konsert að Laugum HINN 1. júli næstkomandi mun Hér- aðssamband Suður-Þingeyinga efna til veglegrar söngskemmtunar í íþrótta- höllinni að Laugum í Reykjadal. Þar koma fram óperusöngvararnir Garðar Cortes, Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Kristinn Sigmundsson og Anna Júlíana Sveinsdóttir. Undirleikari verður aðal- stjórnandi íslensku óperunnar, Marc Tardue, og kynnir Jón Stefánsson. Efnisskráin er fjölbreytt og mun listafólkið flytja íslenska og erlenda tónlist, einsöngslög, óperuaríur, dú- etta og kvartetta. Skemmtun hefst kl. 16.00 og stendur f þrjár klukku- stundir. Af annarri starfsemi HSÞ er það helst að frétta að Héraðsmót í frjálsum íþróttum var haldið á Húsavíkurvelli 15. og 16. júní og var þátttaka góð. Þá hefur þegar farið fram viðavangshlaup HSÞ. Þarna var um að ræða þriggja hlaupa keppni og fór fyrsta hlaupið fram í Mývatnssveit, annað að Laugum og hið þriðja að Stórutjörnum. Að þessu sinni var íþróttafélagið Völs- ungur stigahæst félaganna. Undirbúningur fyrir Landsmót ungmennafélaganna sem haldið verður í Keflavík og Njarðvík 13.—15. júlí er í fullum gangi og stefnt er að þátttöku í sem flestum greinum á mótinu. (Úr frrtUtilkynnínfpi.) [ VERSLUNARTIMAR I SUMAR: ÍÁrmúla: Mánud. — miðvikudkl.09.00—18.00 Fimmtud. kl. 09.00—20.00 Föstud. kl. 09.00-22.00 Lokað laugardaga. Vörumarkaðurinn hf. Armúla 1A, s. 686111, Eiöistorgi 11, s. 29366. Á Eiðistorgi: Mánud. — miðvikud. kl. 09.00—19.00. Fimmtud. kl. 09.00—20.00. Föstud. kl 09.00—22.00. Lokað laugardaga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.