Morgunblaðið - 28.06.1984, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 28.06.1984, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚNl 1984 Gísli Rúnar Gíslason. Júlíus Kristinsson Sigríður Önundardóttir t.h. og Margrét Sigmundsdóttir. Nóg að gera í unglinga vinn unni — Unglingar í Vinnuskóla Reykjavíkur teknir tali Á HVERJU sumri eru í borginni margir hópar unglinga, sem starfa á vegum Vinnuskóla Reykjavíkur. Hér er um að ræða unglinga, sem hafa lokið 7. og 8. bekk grunnskóla, og vinna þeir við öll almenn skrúðgarðyrkjustörf í almenningsgörðum borgar- innar. Starfið felst í að reyta arfa og illgresi úr blómabeðunum, raka saman heyi af grasflötum og setja niður blóm, svo eitthvað sé nefnt. Á dögunum lögðu blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins leið sína um bæinn í leit að þessu unga fólki til þess að fá álit þess á unglingavinnunni. Fyrst lá leiðin á Austurvöll, þar sem tvær ungar stúlkur voru að störfum. Þær heita Margrét Sigmundsdóttir og Sigríður Önundardóttir og eru báð- ar 15 ára. Þær höfðu báðar áður unnið við að gæta barna, en Sig- ríður hafði einnig unnið í humri. Þeim finnst vinnan frekar illa borguð og sögðust rétt hafa fyrir skemmtunum. Þær telja launin varla duga fyrir fötum. Þær stöllur tilheyra hópi ungl- inga sem vinnur í kringum Tjörn- ina og skiptist á að vera í Hljóm- skálagarðinum og á Austurvelli. Þennan dag voru þær Margrét og Sigríður sendar á Austurvöll til þess að snyrta til eftir 17. júní. Sigríði finnst vinnan ágæt, en Margréti fannst hún ágæt til að byrja með, en svolítið leiðigjörn. í Hljómskálagarðinum hittum við fyrir tvo pilta og tókum fyrst tali GÍhU Rúnar Gíslason 15 ára. Honum fannst ágætt í vinnunni. Hann hafði þó reynt að fá vinnu annars staðar, bæði í byggingar- vinnu og í fiski, en það hafði ekki borið árangur. Að hans áliti mætti kaupið vera betra, en hann vonast samt til að geta lagt hluta af laununum fyrir. Júlíus Krist- insson, jafnaldri Gísla Rúnars, var að vinna í nágrenni við hann. Hann er sammála Gísla Rúnari um ágæti vinnunnar. Hann hafði þó hugmyndir um ýmislegt sem mætti breyta. Til dæmis sagði hann að lengja mætti matar- og kaffitímann, sem eru hvor um sig aðeins hálftími. Einnig sagði hann að krakkarnir hefðu að- stöðu í vinnuskúrum, sem standa stutt frá Hringbrautinni, en þar inni væri varla nægilegt pláss, því þegar allir eru inni þurfa allt- af einhverjir að standa. Júlíus reyndi að fá vinnu í fiski í sumar en varð of seinn að sækja um. Einnig reyndi hann að komast í sveit, en það tókst ekki heldur. Þeir Gísli Rúnar og Júlíus sögðu að stelpur væri í meirihluta þarna á Tjarnarsvæðinu, en allir væru látnir vinna sömu verkin. Stundum kemur þó fyrir að strákarnir eru settir í þau verk sem eru erfið. Úr Hljómskálagarðinum lá leið okkar á Klambratún. Þar hittum við fyrir þrjá hressa stráka, þá Kristófer Pétursson, Hans Guó- mund Markússon og Davíó Hedin. Reyndar var Davíð bara að heilsa upp á strákana, því hann vinnur við bólstrun hjá pabba sínum. Kristófer er ánægður með vinn- una, nema hvað vinnudagurinn er svolítið langur að hans mati, eða frá 8 á morgnana til 4 á daginn. Kristófer er alvanur í unglinga- vinnunni eftir að hafa unnið þar í fyrra sumar. Seinni hluta sumars komst hann í sveit. Hann langaði ekki í sveit í sumar og kaus held- ur að fara aftur í unglingavinn- una. Hans Guðmundur leitaði um allt að vinnu. Hann byrjaði i bólstruninni með Davíð, en gafst fljótlega upp. Strákarnir voru að snyrta í kringum tré og sögðu að það væri ágætt. Þessir hressu strákar sögðust ekki kvíða næsta sumri. Þeir sögðu að það virtist vera miklu auðveldara fyrir þá sem væru orðnir 16 ára að fá vinnu á almennum vinnumarkaði. Ekki voru þeir ánægðir með kaupið frekar en aðrir og sögðust aðal- lega eyða því í bíó, föt o.þ.h. Þegar þeir voru spurðir um hvernig aðstaðan væri fyrir ungl- inga hér í borginni, sögðu þeir að aðstaðan hefði batnað mjög mik- ið að undanförnu. í fyrra var allt- af fullt af fólki á Hallærisplan- inu, en nú kæmi þar varla nokkur maður. Ástæðan fyrir þessari breytingu er sú að á síðastliðnu ári hafa nokkrir nýir skemmti- staðir fyrir unglinga litið dagsins ljós. Strákarnir sögðust vera mjög ánægðir með þessa breyt- ingu. Við vinnuskúrinn á Klambra- túni hittum við verkstjóra strák- anna, Ingibjörgu Þorvaldsdóttur. Hún sagði að á þessu svæði væru 2 flokkar unglinga á vegum Vinnuskóla Reykjavíkur. Einnig væru þarna borgarstarfsmenn, sem m.a. sjá um að slá grasið. Undir stjórn Ingibjargar eru 16 unglingar og þar af aðeins 2 stelpur. í hinum flokknum eru um 20 unglingar, en þar eru að- eins örfáir strákar. Ingibjörg sagði að það væri nóg að gera við snyrtingu ofl. Venju- lega starfar vinnuskólinn ekki nema í júní og júlí, en séð er fram á að næg verkefni verði þarna eitthvað fram í ágúst. Ingibjörg sagöi að það gengi yfirleitt vel að fá krakkana til að vinna, en auð- vitað væri það misjafnt eins og gengur og gerist. Hún sagði jafn- framt að á fundi, sem haldinn var með leiðbenendum í vinnuskólan- um 1. júní sl., hafi komið fram að kaupið væri hlutfallslega hærra nú en í fyrra. Þess má geta að um tvo aldurs- hópa er að ræða, og eru launin 41 króna á tímann fyrir þau sem fædd eru 1969, en 36,50 fyrir þau sem fædd eru 1970. Allir sem skrá sig fyrir ákveðinn tíma fá vinnu og eru alls um 1200 ungl- ingar sem starfa á vegum vinnu- skólans í sumar. Þeir unglingar sem við rædd- um við voru allir ánægðir með vinnuna og þó að þeim fyndist flestum kaupið of lágt var aðal- atriðið að hafa einhverja vinnu. — ÁH Talið frá vinstri: Kristófer Pétursson, Davíð Hedin og Hans Guðmundur Markússon. Ingibjörg Þorvaldsdóttir, verkstjóri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.