Morgunblaðið - 28.06.1984, Side 15

Morgunblaðið - 28.06.1984, Side 15
rr>T <V» rrr T r> * rtt rm» r»fTr> r'TC' » rr r't r MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 1984 kÍ5 Séttur dagsins Margrét Þorvaldsdóttir Með suniri og sól kemur sá tími árs er við öll höfum hið mesta dálaeti á. Þá drögum við fram „grillið" og glóðar- steikjum fisk og kjöt, einnig eru ágæt- ir: Glóðarsteikt- ir kjúklingar 1 kjúklingur ca. 1200 grömm Árangur af matreiðslu þessa rétt- ar er leyndarmál kokksins og m.a. falinn í sósunni. Hér er Gióðarsósa Höfuðbólsins 1 bolii tómatkraftur (210 gr — 3 litlar dósir) 'h bolli vatn 14 bolli sítrónusafi (1 góð sítróna) V* smjör(vi) 1 lítill laukur fínsaxaður 1 matsk. paprika sléttfull 1 tsk. sykur 1 tsk. salt og ‘A tsk. pipar 1 matsk. Worcestershire-sósa Setjið allt í pott, blandið vel sam- an og hitið að suðu. Steikingin er auðveld, en til að ná sem bestum árangri er rétt að hafa nokkrar reglur hugfastar: 1. Ef grillið sem notað er er af minni gerðinni, þá er ágætt að þekja bæði botn og hliðar með álpappír áð- ur en viðarkolin eru sett þar á. Álið endurkastar hitanum, þrif verða einnig auðveldari. 2. Þegar kolin hafa fengið glóð, þá verður að gefa þeim góðan tíma til að ná góðum hita. Til þess má áætla 30—40 mínútur. 3. Hiti fyrir steikingu á kjúklingi er réttur þegar hægt er að halda hendi yfir grillrist í 3 sekúndur. Fyrir steik er hiti réttur þegar kippa þarf hendi að sér áður en 3 sekúnd- um er náð. 4. Áður en kjúklingurinn er settur á grillristina er hún smurð með mat- ristina í steikingu. Kjúklingurinn er skorinn í 8 stykki, skolaður og þerraður vel. Kjúklinginn má setja í sósuna og marinera á meðan kolin eru að hitna, eða (sem mér finnst betra) setja bitana á grillið þegar kolin eru orðin heit og láta kjötið þorna vel, — léttbrúnast, og byrja síðan að bera sósuna á þá með pensli. Kjötinu er síðan snúið á 5 mínútna fresti og er steikingartíminn 30—45 mín. Fer hann eftir stærð kjúklingsins. (Hann á ekki að snöggsteikja.) Ef veður bregðast þann dag sem á að grilla, — slíkt hefur skeð, þá notið bökunarofninn. Setjið kjúklingabit- ana á álklædda plötu, — látið þá þorna undir grilli eða við yfirhita og bakið við meðalhita í 45 min. Glóð- arsósan sem uppskriftin er að er næg fyrir 2 kjúklinga. Penslið kjötið með henni öðru hvoru í steikingu. Kartöflusalat er ágætt meðlæti með kjúklingi þessum, svo og grænt salat og hvítlauksbrauð. Skerið i sneiðar brauð með góðri skorpu, smyrjið með smjörva og stráið yfir hvítlauksdufti. Leggið sneiðarnar saman á ný, vefjið álpappir og setjið í heitan ofn eða á grillið þar til smjörið er bráðið. Verð á hráefni Kartöflurnar nýju sem nú eru á markaði eru æði misjafnar að gæð- um. Það er ólíðandi að þurfa að greiða fullt verð fyrir kartöflur (eða 80 krónur), — sem eru svo grænar að aðeins finnast lítil 10 stk. af ætum kartöflum úr 214 kg poka. Þarna verður að koma á betra og hæfara kartöflumati. KjúklinKur (1200 gr) kr. 177,00 (1 kgt 148,00) Tómatkraftur 3 dós. kr. 15,90 Sítróna kr. 6.00 Laukur kr. 2.00 Krydd, smjörvi, áætl. kr. 10.00 kr. 210,90 TP\ »m\\\\\\\\\wu «oo« JÖFUR HF NYBYLAVEGI 2 KOPAVOGI SÍMI42600 Ef tekíð er meðaltal þríggja mest seldu bíla hérlendís kemur í ljós að Skoda '84 er hvorkí meira né mínna en ÞRIÐJUNGI STÆRRI og því mun rúmbetrí en þeír. SAMT ER HANN HELMINGI ÓDÝRARI. Miklar framkvæmdir í Stykkishólmi Ljósmynd: Árni, Stykkishólmi. Það er síður en svo dauft yfir framkvæmdum í Stykkishólmi. Síðastliðið haust og í vetur hafa risið mörg timburhús í nýju hverfi þar í bæ og sýnir myndin hluta þeirra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.