Morgunblaðið - 28.06.1984, Síða 19

Morgunblaðið - 28.06.1984, Síða 19
Elzta bún- aðarsam- band lands- ins $0 ára GeiUrgerói, FljóUdal, 22. júní. Aðalfundur Búnaðarsambands Austurlands var haldinn á Hall- ormsstað dagana 20. og 21. þ.m. í sambandi við fundinn var minnst 80 ára afmælis sambandsins að kvöldi fyrri fundardags með kaffi- drykkju, ræðuhöldum og slegið var á léttari strengi. Búnaðarsamband Austur- lands var stofnað á Eiðum 22. júní 1904 og mun vera elsta bún- aðarsamband landsins. Fyrstu stjórn þess skipuðu: séra Einar Þórðarson, Bakka, Borgarfirði, sem jafnframt var fyrsti for- maður þess, séra Magnús Bl. Jónsson, Vallanesi, og Sigfús Halldórsson bóndi, Sandbrekku. Núverandi formaður sambands- ins er Sveinn Guðmundsson frá Sellandi og framkvæmdastjóri er Páll Sigbjörnsson, ráðunaut- ur, en sú skipan mála var tekin upp á síðasta aðalfundi. Auk venjulegra aðalfundar- starfa voru samþykktar margar ályktanir, meðal annars voru tekin fyrir drög að frumvarpi til laga um atvinnuréttindi í land- búnaði. Nokkrar breytingar voru gerðar við frumvarpið og fór fram atkvæðagreiðsla um hverja grein og drögin síðan borin upp í heild með áorðnum breytingum og þannig samþykkt með nokkrum meirihluta greiddra atkvæða. Þá flutti Þór- arinn Lárusson, sem nú hefur tekið við tilraunastjórastöðunni á Skriðuklaustri, erindi um það er hann nefnir heimaöflun í landbúnaði. Var gerður góður rómur að erindi Þórarins. G.V.Þ. Nýr bátur til Hríseyjar — þar sem gerð hefur verið græn bylting Hrise;, 26. júni. NÝR BÁTIJR kom til Hríseyjar laug- ardaginn 23. júní sl. Þaó er 60 tonna eikarbátur, smíóaður á ísafirði 1959. Eigandi er Rif hf. Báturinn hlaut nafnió Svanur. Nokkur viðhöfn var er báturinn kom í höfn og voru veit- ingar um boró, Prins Póló og gos fyrir yngri kynslóóina en þeir full- orónu fengu í plastglösum. Víst er um aó ekki stýrðu allir eftir strikinu upp bryggjuna þegar móttökuathöfn- inni lauk. Einhver kvóti mun hafa fylgt bátnum en hann verður til aó byrja meó gerður út á rækju. Segja má að áhugi Hríseyinga fyrir garðrækt hafi fyrst vaknað fyrir alvöru þegar holdanautin komu í eyjuna. Þá varð að leggja niður allan annan búskap og þó að bændur væru bæði fáir og smáir var nánast ógerningur að útiloka sauðfé frá þorpinu því kindurnar litu ekki við grasi ef skrautlegt blóm var í seilingu. f sumar hefur verið gerð hér mikil græn bylting, sléttað úr óræktarskikum og börð- um svo hekturum skiptir, og sáð í flögin. Er nú farið að sjá í græna toppa upp úr moldinni. Þá hafa verið gróðursettar rúmlega tvö þúsund trjáplöntur í sjálfboða- vinnu, og fyrirhugað er að planta fleiri trjám með hausinu ef fólk hefur áhuga. Einstaklingar og fyrirtæki hafa gefið rausnarlega til plöntukaupanna. Gera Hrísey- ingar sér góðar vonir um árangur af ræktunarstarfinu, eins og orðið hefur á norðurenda eyjunnar, sem er í einkaeign. » 0O>- í'iTT’Tf <rri,r> á rrTTm/'ir-'rr n*rr > TfTT/TTrv,Tnif MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 1984 iö ERTUMEÐ ATVINNUREKSTUR? ÞÁ ÞARFT ÞÚ AÐ SETIA NIÐUR FYRIR1. JÚLÍ UPPSKERAN VERÐUR RÍKULEG Skv. lögum frá Alþingi frá 29. mars sl. geta fyrirtæki og einstaklingar sem hafa tekjur af atvinnurekstri dregið 40% frá skattgjaldstekj- um til að leggja í fjárfestingarsjóð. Sé það gert fyrir 1. júlí nk. lækka skattar af tekjum á árinu 1983. Skylt er að leggja helming tillagsins inn á sérstakan bankareikning. Útvegsbankinn er reiðubúinn til að taka við greiðslum inn á slíkan reikning og greiðir hæstu vexti sem í boði eru á þessu sviði. Ráðgjafinn í Útvegsbankanum segir þér hvernig þú undirbýrð jarðveginn og setur niður. Uppskeran lætur svo ekki á sér standa. Spyrðu eftir Ráðgjafanum á næsta afgreiðslustað bankans. ÚTVEGSBANKINN EINN BANKI • ÖLL MÓNUSTA Fréttaritari

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.