Morgunblaðið - 28.06.1984, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 1984
21
Sextugur:
Sverrir Páisson
skólastjóri Akureyri
Þegar sá, sem þetta ritar, var á
ferð á Akureyri á dögunum, hafði
hann í frammi hótanir við einka-
vin sinn og bernskufélaga og bróð-
ur í leik. Hann hótaði honum því,
að skrifa um hann grein í tilefni af
sextugsafmæli hans, hvort sem
honum líkaði betur eða verr.
Afmæli bernskuvinarins er í
dag, og sjálft afmælisbarnið,
Sverrir Pálsson, skólastjóri Gagn-
fræðaskólans á Akureyri, er fyrir
norðan á Akureyri, þar sem hann
hefur átt heima alla sína ævi og er
álíka mikill hluti af háakureyrsku
umhverfi eins og harðbalinn fyrir
ofan gamla Barð austur og norður
af gamla MA, þar sem litlu labba-
kútarnir þeir Derri Páls og Deini
litli meistara höfðust stundum við
og spekúleruðu eins og þeir pott-
ormarnir nefndu andlega iðju sína
á útlenzkri akureyrsku.
Þar á harðbalanum voru, sællar
minningar, lögð á ráðin um að ná
fram hefndum á einum leikbræðr-
anna, sem hafði leikið afmælis-
barnið, fóstbróður várn, svo grátt,
að til helberrar niðurlægingar
horfði. Leikbróðirinn hafði notið
aflsmunar og var auk þess þrem
árum eldri en „fórnardýrið" og í
ofanálag var hann sérfræðingur í
pyntingum og pyntingasálfræði af
lestri miðalda-hernaðarbóka.
Skólalýðurinn í MA hafði horft á
aðfarirnar eins og hanaslag og
vígvöllurinn var beint fyrir fram-
an skólann að austanverðu, þar
sem myndastytturnar af þeim
meistarahjónum frú Halldóru og
Sigurði standa.
Smitaðir, gagnteknir, heillaðir
af lestri Sturlungu og Njálu (sem
eru „vendetta" (hefndarsálfræði-)
bókmenntir af fyrstu gráðu), voru
þeir fóstbræður, Derri og Deini,
einhuga um að grípa nú til slægð-
ar og grófra aðgerða í hefndar-
skyni til að öðlast uppreisn æru:
Sá krúnrakaði rosalegi Steini
meistara með breitt skarð milli
framtanna og fleiri freknur á nefi
en brúnir blettir á kríueggi í
Svarta-Flóa ... já, honum Steina
þessum tókst að lokka „leikbróð-
urinn" upp fyrir gamla leikfimi-
húsið, eða öllu heldur upp fyrir
hesthúsið, sem hafði staðið þarna
frá dögum Stefáns skólameistara,
föður Valtýs heitins Morgun-
blaðsritstjóra. Þar hafði hrúgazt
upp gríðarmikill hrossaskítshaug-
ur.
Atlaga var gjörð.
Sá krúnrakaði henti sér á lappir
leikbróðurins og skellti honum
aftur á bak beint ofan í hrossa-
skítshauginn — á bólakaf — og
samtímis reif hann af alefli — af
lífs- og sálarkröftum í strítt hár
óvinarins, sem minnti á hrosshár
fremur en manneskjulegt hár.
Með þetta heljartak á hári leik-
bróður og líkamsþunga afmælis-
barnsins eins og hann lagði sig
(Sverrir var með þyngri sveinum í
þá daga) á neðsta hluta fótleggja
hefndarþolans — skankarnir
komu út úr haugnum — hitt var
allt meira og minna á kafi í
hrossaskít — með þetta ógnartak
tóku þeir félagar báðir hnefafylli
af hrossaskít og nudduðu honum
nú í augu og vit fórnardýrsins.
Þetta var þaulhugsað og nákvæm-
lega skipulagt og jafnframt verið
æft til öryggis eins og á lög-
reglunámskeiði.
Þeir fóstbræður höfðu engar
sleitur á og fóru með fornyrði í
Sturlungastíl og vitnuðu í bardaga
— að sjálfsögðu. Ekkert hlé var
gert á hinum harða atgangi, fyrr
en „elsku vinurinn" baðst vægðar
og samþykkti skilyrðislausa upp-
gjöf. Ei heyrðist hann gráta frem-
ur en tíðkaðist til forna, en gaf
þess í stað frá sér annarleg hljóð,
sem eru enn minnisstæð.
Fóstbræður fögnuðu sigri. Sam-
einaðir stöndum vér — sameinaðir
föllum vér — þetta voru einkunn-
arorð þeirra í vináttu frá því
Sverrir var sex ára og Steini fimm
og byggðust á fornum drengskap-
arlögum, hörðum eins og í hern-
aði.
Þessi vinátta hefur haldizt alla
tíð. Og síðan atvikið gerðist, hafa
mörg vötn fallið til Eyjafjarðar og
frá Eyjafirði. Leiðir fóstbræðra
ekki ævinlega legið saman — en
fjarskiptasamband oft á tíðum
verið þeim mun næmara.
Þeir fóstbræður fóru aldrei í
nafntogaðan barnaskóla Snorra
Sigfússonar á Akureyri. Það voru
örlög eða forlög. Þeir nutu harðrar
einkakennslu í heimahúsum, en
urðu lögum samkvæmt að þreyta
kunnáttupróf (það nefndist lands-
próf — að greinarhöf. minnir) og
var meira til málamynda. Þess í
stað voru þeir í sérumslagi ellegar
öllu heldur hafðir í sérumslagi, og
námsvíkingar í gamla MA eins og
hann Ingvar heitinn Brynjólfsson,
sem síðar varð þýzkukennari við
MR og Bjarni Villa þjóðskjala-
vörður og fleiri gæðingar — já,
þeir voru látnir troða níðþungum
fræðum og námsgreinum í svein-
ana á menntaskólakröfustigi. Próf
þreytt á vorin — aðeins tveir, sem
gengu upp — og þá eina skiptið
ríkti gífurlegur metnaður á milli
þeirra og metingur um, hvor væri
verðugri hærri einkunna og hlyti
„láð“ yfir línuna.
Báðir fóru vinirnir kornungir
inn í MA. Greinarhöf. átti að
verða fóstbróður samferða, en
harðneitaði og beið í eitt ár af
skynsemisástæðum, enda ná-
kvæmlega tíu mánuðum yngri.
Sverrir er einn mesti vinnuhest-
ur og eitt mesta dyggðablóð, sem
undirskráður hefur kynnzt — hon-
um fyrirmynd í lífshlaupi — en
aldrei lét Sverrir vin sinn finna til
vanmetakenndar, heldur örvaði
hann á alla lund og var honum
styrkur á sama hátt og „verri"
vinurinn reyndi að sýna lit af holl-
ustu og virðingu fyrir vináttu
þeirra með því að laga lífsreikning
afmælisbarnsins með harðri
hefndaraðgerð við hauginn fyrir
ofan gamla leikfimihúsið forðum
daga.
Sverrir hefur verið skólamaður
tæp fjörutíu ár — byrjaði korn-
ungur að uppfræða. Hann er cand.
mag. í íslenzkum fræðum, bók-
menntamaður, blaðamaður, skáld,
rithöfundur og söngvari er hann
af guðs náð — söng tvísöng á móti
söngsnillingnum Jóa Konn árum
saman — er tónlistarmenntaður
að nokkru. Hann er kirkjunnar
maður og andlega sinnaður eins og
hans merka ætt er bæði í föður- og
móðurlegg. Hann er sunnlenzkur
gegnum móður, sem var kvenna
vænst, frú Sigríður Oddsdóttir af
Eyrarbakka, dóttir Odds gull-
smiðs þar og þjóðsagnaritara. 1
hina ættina er hann hreinræktað-
ur Norðlendingur, ættaður frá
Stóruvöllum í Bárðardal. Faðir
hans var Páll Sigurgeirsson kaup-
maður á Ak., sem löngum var
kenndur við Braunsverzlun og var
sonur Sigurgeirs söngkennara frá
Mýri í Bárðardal, en þeir föður-
frændur ýmsir þykja ljóngáfaðir
atorkumenn — með andlegar
listrænar erfðir í blóðinu.
Það verður gaman að hitta
fóstbróður og fornvin fyrir norðan
í dag og minnast meira en hálfrar
aldar vináttu, sem hefur gefið til-
verunni gildi og ræktað hjá grein-
arhöfundi virðingu gagnvart líf-
inu. Ég óska fjölskyldu þinni,
Sverrir minn, til hamingju með
þitt vammlausa og vítalausa líf.
Þú hefur reynzt börnum þínum
góður faðir og þinni ektakvinnu,
Ellen, fyrirmyndar-eiginmaður.
Ef til vill hefur þú sýnt af þér
meiri dyggð en ýmsir aðrir fyrir
þá sök, að sterkar ástríður hafa
þótt leynast og ríkja meðal furðu
margra af ættum þínum.
Þetta var sagt sisvona til gam-
ans. Hafðu heitt á könnunni, þeg-
ar ég kem eins og blár logi.
Að Hæðardragi,
Steingrímur SL Th. Sigurðsson.
I I 1
L! suzu
( ll\ /1
■
ISUZU Pallbíll
Á ISUZU PALLBÍLNUM ERU ÞÉR EKKI AÐEINS ALLIR VEGIR FÆRIR - ÞÚ FERÐ YFIR
STOKKA OG STEINA, FJÖLL OG FIRNINDI. ÞAÐ HAFA RÖSKLEGA MILLJÓN BÍLAR SEM
FRAMLEIDDIR HAFA VERIÐ AÐ ÞESSARI GERÐ, SANNAÐ UM HEIM ALLAN.
TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR:
LENGD: 4,42m, PALLENGD:
1,85m,
LENGD MILLI HJÓLA: 2,6m,
LENGD: 4,86m, PALLLENGD:
2,29m,
LENGD MILLI HJÓLA: 2,99m,
BREIDD: 1,6m, HÆÐ: 1,6m,
LÆST MISMUNADRIF, SJÁLF-
STÆÐ FJÖÐRUN AÐ FRAMAN,
BENSI'NVÉL, DÍSELVÉL, AFL-
STÝRI.
VERÐ:
M/BENSÍNVÉL 386.000,-
M/DÍSELVÉL 413.000,-
ÞETTA ER BÍLL SEM KEMUR
ÞÉR Á ÓVART - OG ÞAÐ Á LÍKA
VIÐ UM GREIÐSLUKJÖRIN SEM
VIÐ BJÓÐUM.
VERÐ ER MIÐAO VIÐ GENGI 20 6 1984
AN RYDVARNAR OG SKRANINGAR
BÓLSTRUÐ SÆTI KLIFURHALLI 35 BURÐARGETA ER 1050KG SJÁLFSTÆÐ FJÖÐRUN
STOKKUR MILLISÆTA GRÁÐUR HÆÐ UNDIR LÆGSTA AÐFRAMAN
PUNKT 21 sm
BSLVANGURsf
HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300
-ei'jbíioxsJA A .anciBJÍiaUjsói!