Morgunblaðið - 28.06.1984, Síða 22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDÁÓCR 28. JÓNÍ 1984 ' '
Stærsta jaröarbeijaskál í heimi
Kerry Kershaw, sem er sjö ára gömul Lundúnamsr, sést hér í risavaxinni skál sem inniheldur 250 kíló af
jarðarberjum. Skál þessi var búin til í því skyni að setja nýtt met á þessu sviði fyrir heimsmetabok Guinness.
SUersta jarðarberjaskál heims til þessa gat ekki innihaldið „nema“ 225 kíló af jarðarberjum.
Svíþjóð:
Skattahækkanir
tíunda hvern dag
Stokkhólmi. 27. júní. Frá TrétUriUra MorjfiinhlaAsins, Olle Ekström
Sýrland og ísrael
semja um fanga
Á ÞEIM tveimur árum, sem
liðin eru, síðan jafnaðarmenn
komust aftur til valda í Svíþjóð
árið 1983, hafa þeir staðið fyrir
ekki færri en 63 skattahækk-
unum, sem þýðir að meðaltali
skattahækkun tíunda hvern
dag. Nema skattar alls nú
51,4% af heildar þjóðartekjum
Svía. í rauninni hefur skatta-
byrðin aukizt enn meira en
þessi hundraðshluti segir, þar
sem laun hafa lækkað á þessu
tímabili. Skiptir þetta máli
bæði með tilliti til tekjuskatts,
virðissaukaskatts og launa-
skatts.
Þetta kemur fram í skýrslu
sem samin var á vegum Hægri
flokksins í Svíþjóð. í henni er
því haldið fram, að í reynd
hafi skattar aukizt í Svíþjóð
um 8,7% á síðasta ári, sem sé
fjórum sinnum meira en öll sú
framleiðsluaukning, sem orðið
hafi á því ári í landinu.
„Þeir 13 nýju skattar, sem
innleiddir hafa verið eftir
valdaskiptin haustið 1983,
sýna mikla hugkvæmni á
þessu sviði í landi, sem álíta
mætti, að hefði þegar innleitt
alla hugsanlega skatta," sagði
þingmaðurinn Carl Bildt úr
Hægri flokknum, er skýrslan
var kunngerð.
Kjell-Olof Feldt, fjármála-
ráðherra Svíþjóðar, hefur lát-
ið sér fátt um þessa skýrslu
Hægri flokksins finnast og
sagt, að skattabyrðin hafi
aldrei vaxið meira í Svíþjóð en
á stjórnartíma borgaraflokk-
anna þriggja eða úr 48,5% í
51,3%.
Pastora
farinn frá
Panama
Su Jose, CobU Rica, 27. júní. AP.
EDEN Pastora, fyrrum leiðtogi
skæniliðahreyfingarinnar gegn
stjórn sandinista í Nicaragua, er far-
inn frá Panama til Bandaríkjanna.
Skýrði útvarpið í Panama frá þessu í
dag.
Pastora, sem var leiðtogi skæru-
liðahreyfingarinnar ARDE, en í
henni eru 4.000 manns, átti þátt í
því með sandinistum að steypa
stjórn Somoza árið 1979. Pastora
varð síðan fyrir miklum vonbrigð-
um með stefnu sandinista og hóf
ákafa baráttu gegn þeim. Hann
særðist 30. maí sl., er sprengja
sprakk á fréttamannafundi, sem
hann hélt. Fjórir menn biðu bana
í þessari sprengjuárás, sem átti
sér stað í Nicaragua rétt við
landamærin við Costa Rica.
Beirvt, 27. júlí. AP.
ÍSRAELAR hyggjast láta lausa 291
sýrlenska fanga í staðinn fyrir 6
ísraela, sem nú eru fangar Sýrlend-
inga. Var þetta haft eftir heimildum
í Tel Aviv í dag. Sýrlenska fréttastof-
an SANA staðfesti þessa frétt í dag
og sagði, að fangaskiptin myndu
eiga sér stað á fimmtudag í grennd
við sýrlensku landamæraborgina
Kunaitra.
Samkvæmt frásögn SANA eiga
fangaskiptin að ná til yfir 290
Castro sleppir 22
Bandaríkjamönnum
Kúbu, 27. júní. AP.
FIDEL CASTRO, forseti Kúbu,
samþykkti, eftir átta klukku-
stunda viðræður við Jesse Jack-
son, að leysa úr haldi 22 Banda-
ríkjamenn sem flestir eru
ákærðir fyrir eiturlyfjaneyslu.
Castro tilkynnti að fangarnir
myndu snúa til föðurlandsins
ásamt Jackson, sem fer heim á
morgunn, fimmtudag. Einnig
sagði Castro að Andres Vargas
Gomez, fyrrverandi útsendara
bandarísku leyniþjónustunnar,
CIA, yrði leyft að fara til
Bandarikjanna, ef hann fengi
þar landvistarleyfi. Gomez var
leystur úr haldi á Kúbu í lok
sjöunda áratugsins, en var ekki
leyft að yfirgefa landið.
Jackson og Castro ræddu ýmis
önnur mál á fundum sínum, m.a.
um möguleika á að flytja til
baka suma af Kúbönunum, sem
komu á bátum til Bandaríkj-
anna árið 1980. Castro sam-
þykkti einnig að taka upp
stjórnmálasamskipti við Banda-
ríkin hið fyrsta, ef það þóknað-
ist ríkisstjórn Ronalds Reagan.
í skýrslu sem fréttastofa
Castrostjórnarinnar gaf út með-
an á heimsókn Jacksons stóð,
segir að Bandaríkjamenn hugi á
beina árás á Kúbu, en kúbanska
þjóðin væri að undirbúa sig und-
ir þetta meiriháttar stríð, sem
myndi hafa áhrif á líf a.m.k. sex
milljóna Kúbana. í skýrslunni
segir að kosning Reagans hafi
margfaldað hættuna á árás á
Kúbu, en kúbanski herinn hefur
nú mánaðarlegar æfingar fyrir
hina mögulegu árás.
Sýrlendinga; það eru allir her-
fangar í ísrael og 21 óbreyttur
borgari. SANA greindi hins vegar
ekki frá því, hve margir ísraelskir
fangar yrðu látnir lausir í staðinn.
Síöustu fangaskipti, sem áttu
sér stað milli Sýrlendinga og ísra-
ela, fóru fram 24. nóvember sl. er
Frelsissamtök Palestínumanna,
PLO, létu lausa 6 ísraelsmenn í
staðinn fyrir 4.500 libanska og
palestínska fanga, sem verið höfðu
í Ansar-fangabúðunum í Suður-
Líbanon, auk 100 annarra palest-
ínskra fanga, sem verið höfðu í
fangelsum í ísrael.
Þrjú dagblöð komu
ekki út í Lundúnum
London, 27. júní, AP.
TRUFLANIR urðu á samgöngum í
London í morgun, eftir að járn-
brautarverkamenn fóru I sólar-
hringsverkfall til stuðnings verk-
falli kolanámumanna í landinu.
Spáð hafði verið, að samgöngukerfi
borgarinnar færi algerlega úr
skorðum, en þrátt fyrir verkfallið
héldu neðanjarðarlestimar þar að
mestu áætlun sinni.
Þá komu þrjú af dagblöðum
landsins ekki út vegna vinnu-
deilna. Voru það The Financial
Times, The Sun og The Daily
Mirror. Höfðu prentarar hætt
vinnu við þessi blöð, eftir að þau
neituðu að verða við tilmælum
um að prenta í fullri lengd yfir-
lýsingu frá fimm prentarasam-
böndum, þar sem lýst var yfir
stuðningi við kolanámumenn.
Mál Lambsdorffs getur
orðið FDP dýrkeypt
Bonn, 27. júní. AP.
OTTO LAMBSDORFF, Sem nú hefur orðið að segja af sér sem
efnahagsmálaráðherra Vestur-Þýzkalands, varð fyrst fyrir harðri
gagnrýni í janúar 1981. Var hann sakaður um að hafa þegið
mútur frá Flic-iðnsamsteypunni og að hafa látið peningana renna
til flokks síns, frjálsra demókrata (FDP). í nóvember sl. lýsti
saksóknarinn í Bonn því svo yfir, að hann myndi gefa út ákæru á
hendur Lambsdorff. Er þetta í fyrsta sinn sem ráðherra í stjórn
Sambandslýðveldisins hefur mátt sæta ákæru fyrir meiriháttar
afbrot í embætti.
Lambsdorff hefur að öðru
leyti ekki verið ófarsæll í emb-
ætti. Sem einlægur talsmaður
frjáls framtaks og aðhaldsemi í
fjármálum hins opinbera hefur
hann átt marga ákafa stuðn-
ingsmenn. Hann hefur ekki hik-
að við að gagnrýna stórfyrirtæk-
in jafnt sem verkalýðssambönd-
in fyrir að stofna frjálsri sam-
keppni í landinu í hættu, en
þessari samkeppni þakkar hann
framar öðru þann efnahags-
uppgang, sem varð í Vestur-
Þýzkalandi eftir stríð.
Þegar olíukreppan skall á
1973, var haft eftir Lambsdorff:
„Það er ekki ósjaldan sem frjálst
framtak verður fyrir aðkasti
sökum þess, að atvinnurekendur
kalla á aðstoð ríkisvaldsins, þeg-
ar þeir fá vindinn í fangið."
Hrósaði hann þáverandi efna-
hagsmálaráðherra, Karl Schill-
er, sem var úr jafnaðarmanna-
flokknum (SPD) fyrir að láta
ekki undari þrýstingi og grípa til
verndarráðstafana, sem dregið
hefðu úr frjálsri samkeppni.
„Hvergi annars staðar gekk
jafn vel og jafn sársaukalítið að
yfirvinna afleiðingar oliukrepp-
unnar og í Vestur-Þýzkalandi,"
sagði Lambsdorff síðar. „Við
(AP-símamynd.)
Otto Lambsdorfr við upphaf fund-
ar vestur-þýzku stjórnarinnar í
gærmorgun.
getum dregið mikinn lærdóm af
þessu í framtíðinni. Við skulum
varast það að halda, að skrifræði
geti leyst kreppu betur en frjálst
framtak."
Það var hins vegar Lambs-
dorff, sem kom af stað þeirri
deilu, sem leiddi til þess að það
slitnaði upp úr 13 ára stjórnar-
samstarfi frjálsra demókrata og
jafnaðarmanna í september
1982. Hann vildi hvergi frá því
hvika að dregið yrði úr útgjöld-
um til félagsmála til þess að
minnka hailann á fjárlögum
rfkisins.
Við stjórnarskiptin tóku
frjálsir demókratar upp stjórn-
arsamvinnu við kristilega demó-
krata og Lambsdorff varð áfram
efnahagsmálaráðherra. Frjálsir
demókratar hafa hins vegar orð-
ið að greiða stjórnarskiptin dýru
verði. Fylgið hefur hrunið af
þeim og sumir kunnir forystu-
menn flokksins hafa sagt sig úr
honum og ýmist gengið í SPD,
flokk jafnaðarmanna, eða stofn-
að nýjan flokk, sem þó hefur
ekki náð að safna um sig neinu
verulegu fylgi.