Morgunblaðið - 28.06.1984, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 1984
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 275 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 25 kr. eintakið.
Samkomulag í
Evrópubandalagi
Fjölmiðlar hafa undan-
farna mánuði bergmálað
og magnað þær yfirlýsingar
evrópskra stjórnmálamanna
að næðu æðstu menn Evrópu-
bandalagsins (Efnahags-
bandalags Evrópu) ekki
samkomulagi um fjárframlög
aðildarþjóða til bandalagsins
og fjárstreymi úr sameiginleg-
um sjóðum þess til einstakra
aðildarríkja væri þess að
vænta að bandalagið liði undir
lok. í eyrum þeirra sem gera
sér ljóst að samstarfið innan
Evrópubandalagsins er elcki
einvörðungu bundið við krón-
ur og aura eða réttara sagt
pund, franka og mörk hafa yf-
irlýsingar um endalok banda-
lagsins ekki verið sannfær-
andi. Nú hefur það og gerst, að
á fundi æðstu manna banda-
lagsins í Frakklandi í byrjun
vikunnar náðist samkomulag
sem felur í sér frið um tekju-
og útgjaldastefnu sjóða
bandalagsins.
Innan Evrópubandalagsins
er sú skipan á samskiptum
ríkisstjórna aðildarríkjanna
að hálft ár í senn gegnir ein-
hver þeirra forystuhlutverki,
og er þá leiðtogi þeirrar
stjórnar oddviti bandalagsins
út og inn á við og stjórnar
fundum ríkisoddvita þegar
þeir hittast. Francois Mitter-
rand, Frakklandsforseti, hefur
gegnt þessu forystuhlutverki
síðustu sex mánuði og sé unnt
að þakka einum stjórnmála-
manni að ásættanleg niður-
staða náðist í Fontainebleu á
þriðjudaginn þá ber að flytja
Mitterrand þær þakkir. Hann
hefur ferðast á milli höfuð-
borga aðildarlandanna undan-
farna mánuði í því skyni að
berja saman lausn á fjár-
hagsvandanum sem á einkum
rætur að rekja til krafna
Margaret Thatcher um að
dregið verði úr greiðslum
Breta til Evrópubandalagsins.
Mitterrand hefur enn sýnt að
hann er með merkustu stjórn-
málamönnum samtíðarinnar, í
hópi þeirra sem þora að koma
fram af hugrekki og festu á
alþj óða vett vangi.
Utkoman í uppgjörsdæminu
er mikilvæg en hitt er þó enn
mikilvægara að það takist að
skapa nýjan samstarfsanda
meðal aðildarríkja Evrópu-
bandalagsins þannig að þau
líti fram á veg í stað þess að
rífast sýknt og heilagt um
bókhaldsatriði. Alþjóðlegar
samanburðartölur sýna að
Vestur-Evrópuþjóðir eru að
dragast aftur úr þegar litið er
til efnahagsstarfsemi þeirra
annars vegar og Bandaríkj-
anna og þjóða á Kyrrahafs-
svæðinu hins vegar. Hin síð-
ustu ár hefur pólitíska sam-
starfið innan Evrópubanda-
lagsins er lýtur að samvinnu
þjóðanna í utanríkismálum
gengið snurðulaust fyrir sig
þótt rifist hafi verið um efna-
hagsmálin. Nú huga burðar-
þjóðir bandalagsins að því
hvort þær eigi að auka sam-
vinnu sína í varnarmálum inn-
an bandalagsrammans.
Sama dag og samið var í
Fontainebleu um framtíð Evr-
ópubandalagsins hittu emb-
ættismenn þess fulltrúa við-
skiptaráðuneytisins hér í
Reykjavík til að ræða fram-
kvæmd viðskiptasamnings ís-
lands og bandalagsins. Er ekki
að efa að þær viðræður hafa
verið gagnlegar svo langt sem
þær náðu. En meira þarf til af
okkar hálfu. Það er nauðsyn-
legt að huga gaumgæfilega að
því á stjórnmálavettvangi
hvað framtíðin ber í skauti sér
innan Evrópubandalagsins og
hvernig tengslum íslands við
það skuli háttað.
Alið á öfund
Eitt helsta einkenni á mál-
flutningi þeirra sem telja
að aðeins ríkið geti tryggt
réttláta skipan á öllum sviðum
er að þeir reyna að ala á öfund
þegar markaðsöflin eru að
verki. Eins og menn muna
fundu vinstrimenn í borgar-
stjórn Reykjavíkur upp svo-
kallað punktakerfi til að
skammta lóðir í höfuðborg-
inni. Reyndist það illa í fram-
kvæmd eins og öll slík kerfi
sem komið er á fót til að mis-
muna mönnum með opinber-
um ákvörðunum.
Á tveimur árum hefur
sjálfstæðismönnum tekist að
gjörbreyta um stefnu í lóða-
málum höfuðborgarinnar og
nú er svo mikið framboð á lóð-
um að ekki þarf að styðjast við
neitt sérstakt úthlutunarkerfi.
Eftirspurnin ræðst auðvitað
af því hvar lóðirnar eru og
þess vegna er ekki óeðlilegt að
lóðir á vinsælum stað eins og
við Stigahlíð séu látnar þeim í
té sem borga hæst fyrir þær.
Við þá úthlutun voru mark-
aðsöflin látin ráða en ekki
pólitísk mismunun að hætti
vinstrimanna. Borgarsjóður
hagnaðist um meira en 20
milljónir. En ekki stendur á
vinstri-viðbrögðunum. Þjóð-
viljinn elur á öfundinni dag
eftir dag, líklega í von um að
áróðurinn leiði til þess að
vinstrimennskan og skömmt-
unarstjórnin komist aftur á í
lóðamálum.
„Óttast að byggðin
grisjist enn meira“
— segir Benedikt Sigurðsson bóndi í Gríms-
tungu á Fjöllum en þar eru tún illa farin af kali
MIKIÐ kal er í túnum á Hólsfjöllum,
eins og fram hefur komið í Morgun-
blaðinu, og töldu sumir bændur þar
tilgangslaust að bera á í vor og slepptu
því alveg. Morgunblaðsmenn komu
við í Grímstungu á Fjöllum og ræddu
við Benedikt Sigurðsson bónda þar
um útlitið í búskaparmálunum. Kom
fram hjá honum að í 50 ára búskapar-
tíð hans hefur aldrei orðið jafn mikið
kal og nú.Telur hann tímamót vera á
Fjöllum og hætta á að byggðin grisjist
meira en þegar er orðið.
Hólsfjöll er ein hæsta byggð á
landinu, Grímsstaðir eru til dæmis í
um 380 metra hæð yfir sjó. Þar eru
nú sex býli, fjögur á Grímsstöðum
en þar búa Benedikt og Kristján,
bróðir hans, og tveir synir Bene-
dikts, og einnig er búið á Hólsseli og
Ný-Hóli. Benedikt sagði að ástæður
kalskemmdanna mætti rekja allt til
Benedikt klofar yfir girðingu og fer
inn á 10 bektara stykki sem er alveg
ónýtt af kali. MorrunbUíió/ rax
síðastliðins sumars. Þá hefði frost
ekki farið úr jörðu allt sumarið. Þá
hefði verið borinn á fullur skammt-
ur af áburði og pínt fram gras, en
uppskeran orðið léleg þar sem ekki
hefði verið hægt að komast um sum
tún vegna tjarna sem á þeim hefðu
verið allt sumarið enda ekki nema
40 sentimetrar niður á klaka. Þá
sagði Benedikt að mikil svellalög
hefðu myndast á Fjöllum í vetur og
þau verið langt fram í maí þrátt
fyrir gott vor.
Benedikt sagði að bændur hefðu
þurft að kaupa mikið hey eftir síð-
asta sumar og fyrirsjáanlegt væri
að enn meira fóður þyrfti að kaupa í
haust og einnig væri útlit fyrir að
fækka þyrfti fé. Sagði hann að þetta
væri ekki til að lyfta undir menn,
frekar væri að menn brotnuðu
niður, sérstaklega þeir yngri sem
veríð hefðu að byrja búskap eða að
brjóta nýtt land til ræktunar. Sagði
hann að uggur væri í mönnum á
Fjöllum og ákveðin tímamót í bú-
Bráðabirgðalausn
— rætt við 5 menn úr röðum stjórnmálamanna og hagsmunaaðila
sjávarútvegsins um síðustu fiskverðsákvörðun og stöðuna eftir hana
Bráðabirgðalausn, ekki hægt að ná
lengra, samanlögð staða útgerðar og
vinnslu óbreytt, verðbætur röng leið,
um of lagt á fiskvinnsluna, bæði út-
gerð og vinnsla rekin með tapi, kjör
sjómanna í lágmarki, vinna verður að
framtíðarlausn. Þetta má meðal ann-
ars lesa úr svörum 5 manna úr röðum
stjórnmálamanna og hagsmunaaöilja
innan sjávarútvegs við spurningum,
sem Morgunblaðið lagði fyrir þá og
fara hér á eftir.
Spurningarnar fjölluðu um síð-
ustu fiskverðsákvörðun og stöðuna
eftir hana svo og hvað framundan
kunni að vera. Þær eru svohljóð-
andi:
1. Hvað finnst þér um fiskverðs-
ákvörðunina og þær aðgerðir,
sem henni fylgja?
2. Eru millifærslur í formi verðbóta
rétt leið?
3. Hver er staða útvegsins (veiða,
vinnslu og sjómanna) eftir þessa
ákvörðun?
4. Hvað tekur við um áramótin?
Það skal tekið fram, að rætt var
við forsætisráðherra, Steingrím
Hermannsson, áður en spurningar
Mbl. voru endanlega mótaðar á
þann hátt sem að framan greinir.
Síðar reyndist ekki unnt að ná sam-
bandi við forsætisráðherra.
Þorsteinn Pálsson, for-
maður Sjálfstæðisflokksins:
Sýndist eina
færa leiðin
1. „Með þessu er verið að tryggja
til bráðabirgða að útgerð og fisk-
vinnsla geti gengið. Það var nauð-
synlegt að höggva á hnútinn og
þetta sýndist vera eina færa leiðin
eins og málum var komið.
2. Áuðvitað eru verðbætur og
millifærslur varasamar vegna þess
að þær skekkja arðsemismatið, en
ég er ekki það kreddufastur að úti-
loka, að það geti ekki verið réttlæt-
anlegt að grípa til aðgerða af þessu
tagi, þegar aðstæður til verðákvörð-
unar eru knappar eins og nú. Hins
vegar er þetta ekki eðlilegasti eða
skynsamlegasti hátturinn til þess
að ákveða fiskverð.
3. Ég held að hægt sé að segja, að
þessi ákvörðun geri það að verkum,
að það verður hægt um sinn að
halda áfram veiðum og vinnslu, en
því fer fjarri að rekstrargrundvöll-
ur hafi verið tryggður til einhverrar
frambúðar. Þetta er bráðabirgða-
lausn á vandanum og það hvílir sú
skylda á stjórnvöldum nú, að móta
til frambúðar stefnu í málefnum
sjávarútvegsins. Það gengur ekki að
láta reka á reiðanum með bráða-
birgðaráðstöfunum endalaust og
menn verða auðvitað að gera það
upp við sig, hvert eigi að stefna. Mér
virðist einsýnt að það sé útilokað
miðað við núverandi efnahagsað-
stæður að tryggja rekstrargrund-
völl fyrir alla. Ef við ætlum að
halda hér áframhaldandi jafnvægi í
efnahagsmálum verðum við að
halda áfram þeirri gengisstefnu,
sem fylgt hefur verið. Það er grund-
vallaratriði og ég held það sé megin-
atriði fyrir sjávarútveginn að það
takist, að hann fái að starfa við
jafnvægi í gengismálum. Það þýðir
hins vegar, að ekki er hægt að
tryggja lélegustu útgerðunum
Þorsteinn Pálsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins
rekstrargrundvöll við þessar að-
stæður. Þetta er auðvitað veruleiki,
sem menn verða að horfast í augu
við. Inn í þetta kemur líka það, að
aðstaða einstakra fyrirtækja er
mismunandi. í stórum dráttum höf-
um við hér einkaútgerð, við höfum
útgerð, sem rekin er af samvinnufé-
lögum og svo opinbera útgerð. Það
er ekkert launungarmál, að opin-
bera útgerðin hefur haft aðstöðu til
þess að ganga í opinbera sjóði og
það er auðvitað óeðlilegt. Sam-
Steingrímur Hermannsson,
forsætisráðherra