Morgunblaðið - 28.06.1984, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 1984
25
Benedikt Sigurðsson med „vinnumönnum" sínum og hundum á kaltúni á
Grímsstööum. Bærinn er í baksýn.
Viljum finna leiðir svo
tollurinn verði aðeins 3 %
— segir Alvar Barreto, utanríkisvidskiptaráö-
herra Portúgals, en hann kemur í opinbera
heimsókn til íslands 9. júlí nk.
LLssabon, 27. júní. Frá blaóamanni Morpin-
blaósins, Jóbönnu Kristjónsdóttur.
setu þar. Sagðist hann óttast að
þetta yrði til að byggð grisjaðist
meira en þegar væri orðið. Mörg tún
væru alveg ónýt og yrði að vinna
þau upp sem nýtt land væri og tæki
það mörg ár.
„SAMSKIPTI Portúgala og fslend-
inga hafa ekki byggst á hótunum fram
til þessa og ekkert slíkt býr að baki
íslandsforinni þann 9. júlí. Hins vegar
verður því ekki neitað, að fréttaflutn-
ingur af hinum margumtalaða EFTA-
fundi í Visby hefur verið töluvert mis-
vísandi, svo ekki sé meira sagt. í
EFTA-samningi eru veitt tollfríðindi
af iðnaðarvörum, en hvergi eru lög
fyrir, að þau séu einnig veitt af fiskaf-
urðum eða landbúnaðarvörum. Því er
það fjarri öllum sanni, að Portúgalir
séu að brjóta lög og íslendingar mega
gæta sín að þyrla ekki upp slíku mold-
viðri þegar lýstur mörgu saman í senn,
svo sem miklum fjárhagsmunum og
tilfinningum, þannig að menn fái ekki
greint kjarna málsins. En nú er sem-
sagt ráð að bretta upp ermarnar og
finna lausn, sem sæmir okkur báð-
ura.“
Þetta sagði Alvar Barreto, utan-
ríkisviðskiptaráðherra Portúgals, í
samtali við blaðamann Morgun-
blaðsins, á skrifstofu sinni hér í
Lissabon síðdegis á miðvikudag.
Eins og kunnugt er kemur Barreto
til íslands þann 9. júlí, ásamt fjór-
um öðrum Portúgölum, til viðræðna
um viðskipti landanna. Hann kvað
rétt, að það kæmi fram, að heim-
sókn þessi hefði verið ákveðin fyrir
Visby-fundinn, það hefði verið
viðskiptaráðherra Islands, Matthías
Mathiesen, sem hefði fært þetta í
tal við hann á fundi í Luxemborg.
„Portúgalir hafa orðið að leggja
slíkar byrðar á sitt eigið fólk, að það
er nánast óbærilegt ástand hér,“
sagði Barreto. „Skuldir okkar við
útlönd eru einhverjar hinar mestu í
heimi á hvern íbúa.“ Þeir hafa ný-
lega farið í heimsókn til Japans og
Bandaríkjanna, að hans sögn, og
leggja aukið kapp á að efla utanrík-
isviðskipti Portúgals. Hann sagði,
að Portúgalir hefðu gert þessa
samninga við Norðmenn og
Kanadamenn, um að viðkomandi
tollur verði aðeins 3% í stað 12%.
„Erindi okkar til íslands er nú með-
al annars að finna leiðir til þess að
íslendingar fái einnig þessa lækkun,
en það hefur aldrei komið til tals að
krefjast fiskveiðiréttinda af íslend-
ingum, okkur er vel kunnugt um
hvað íslendingar glíma við mikla
erfiðleika á því sviði nú,“ sagði
Barreto.
Hann sagði, að stjórnin hefði
ákveðnar tillögur, sem vonandi yrði
hægt að ræða í bróðerni og vinsemd.
Hann hló við, þegar hann var inntur
eftir því í hverju efni þeirra væri
fólgið, „það væri nú ekki viðkunn-
anlegt, að ráðherrar ykkar læsu það
fyrst í blöðum, sem við höfum enn
ekki kynnt þeim,“ sagði hann. í
framhaldi af því rifjuðum við upp,
að mikið átak hefði verið gert í að
rétta þann halla, sem hefur verið
árum saman á viðskiptum Portú-
gala við ísland, árið 1978. Þá var
m.a. samið um olíukaup, togara-
smíði o.fl. Hvort farið yrði inn á
þær brautir nú myndi koma í ljós,
„hins vegar viljum við ekki liggja
undir því, að við mismunum Islend-
ingum eða brjótum EFTA-lög. Við
erum að setja aftur á skatt sem
hafði lagagildi, en var síðan felldur
tímabundið niður eftir 1974, og við
gerum þetta af þeirri nauðsyn, sem
blasir við hverjum þeim sem vill
kynna sér málin af sanngirni," sagði
Barreto að lokum.
Nánar verður greint frá viðtali
blm. Morgunblaðsins við Alvar
Barreto og fleira varðandi portú-
gölsk málefni síðar.
vinnuútgerðin hefur í krafti stærð-
ar Sambandsins átt greiðari aðgang
að fjármagni en einkaútgerðin. Það
skiptir auðvitað máli nú að tryggja
það, að fyrirtæki í sjávarútvegí
njóti sömu aðstöðu burtséð frá þvi í
hvaða rekstrarformi þau eru. Þetta
er eitt af þeim verkefnum, sem
glíma þarf við.
4. Hvað við tekur um áramótin
ræðst auðvitað mest af því hvað
gerist í haust og með hvaða hætti
samningar takast á milli stjórnar-
flokkanna um mótun áframhald-
andi stefnu í efnahags- og atvinnu-
málum."
Steingrímur Hermanns-
son, forsætisráðherra:
Verðbæturnar
ekki styrkur
„ÞAÐ ER alls ekki gert ráð fyrir
beinu framlagi frá ríkisstjórninni í
þessu efni, heldur millifærslum innan
sjávarútvcgsins. Það er því ekki um
neina styrkveitingu til sjávarútvegsins
að ræða,“ sagði Steingrímur Her-
mannsson, forsætisráðherra, er Morg-
unblaðið innti hann eftir því, hvernig
fjármagnað yrði 100 milljóna króna
framlagið, sem vilyrði hefur verið gef-
ið fyrir vegna aukinna uppbóta á fisk-
verð.
„Þetta verður greitt með láni úr
hinni almennu deild Aflatrygginga-
sjóðs til að byrja með. Það er búið
að skoða þetta tölvert, en ég get
ekki rætt um það núna. Þetta nægir
í ár og það er þarna umfram fé, sem
sjávarútvegurinn á og það þykir
rétt að nota það á þessu stigi. En
vitanlega þarf hin almenna deild að
hafa fé, ef á þarf að halda og það á
eftir að leysa endanlega," sagði
Steingrímur Hermannsson.
Kjartan Jóhannsson for-
maður Alþýðuflokksins:
Niðurgreiðsl-
ur og styrkir
alröng leið
1. „Ég held að þessi fiskverðs-
ákvörðun og það, sem henni fylgir,
muni ekki leysa þann vanda, sem
við stöndum frammi fyrir í sjávar-
útvegi. En hlutunum verði kannski
fleytt áfram svolítið lengur. Sá
grundvallarvandi, sem menn eiga
við að stríða, er að öllu leyti óleyst-
ur. Það er slæmt að hrekjast svona
áfram eins og menn virðast vera að
gera nú.
2. Almennar niðurgreiðslur eða
almennir styrkir til atvinnugreina
eru náttúrlega alröng leið og milli-
færslur af því tagi, sem menn hafa
verið að feta sig inn á undanfarin ár
í gegnum sjóðakerfi og með erlend-
um lánum að bakhjarli, eru alröng
leið og stórhættuleg.
3. Ég held, að jafnt fyrir sem eftir
þessa ákvörðun sé staða sjávarút-
vegs á íslandi þannig, að tap undan-
farinna ára þýði, að mjög mörg af
þessum fyrirtækjum eru í raun að
verða eignalaus. Það er að segja,
skuldirnar eru orðnar næstum jafn-
háar og eignir mjög margra fyrir-
tækja. Það er náttúrlega mjög al-
varleg þróun. Fiskverðsákvörðunin,
sem nú hefur verið tekin, breytir
ekki þessu grundvallaratriði og ég
held að staða veiðanna og vinnsl-
unnar samanlagt breytist lítið við
þessa ákvörðun. Hún léttir aðeins
undir hjá útgerðinni, en hvernig
vinnslunni tekst að standa undir
því, vitum við ekki. En ég geri þá
auðvitað ráð fyrir því, að ríkis-
stjórnin standi við þá stefnu sína að
vera með stöðugt gengi.
4. Ef að líkum lætur og ef nokkuð
mark má taka á því, sem hefur verið
að gerast að undanförnu, tekur önn-
ur bráðabirgðalausn við af þessari
bráðabirgðalausn um næstu ára-
mót. Það virðist vera það, sem ein-
kennir stjórnarfarið í þessari grein
og reyndar á fleiri sviðum, að menn
bjargi sér á bráðabirgðalausnum,
fleyti sér áfram á þeim og ef að
líkum lætur verður það framhald-
ið.“
Óskar Vigfússon, forseti
Sjómannasambands íslands:
Ekki hægt
að ná lengra
1. „Varðandi þessa fiskverðs-
ákvörðun tel ég, að með því að full-
trúi sjómanna hafi samþykkt þessa
verðhækun, hafi það verið af þeirri
einföldu ástæðu, að við töldum
tryggt, að sú hækkun kæmi til
skipta fyrir sjómenn. Við teljum
jafnframt að ekki hafi verið hægt
að ná lengra en raun ber vitni.
2. Um millifærslur í formi verð-
bóta vil ég segja, að sjálfsögðu er
það ekki rétt leið. En með tilliti til
þess, sem að sjálfsögðu skiptir sjó-
mannastéttina megin máli, er að
millifærsluleiðirnar, sem því miður
hafa verið reknar mjög óspart, hafa
leitt það af sér að klórað hefur verið
í sífellu í skiptakjör sjómanna og
útvegsmanna, tel ég að stjórnvöld
hafi gengið of langt.
3. Ég vil taka það fram, að ég tel
stöðu sjómannastéttarinnar í dag
vera fyrir neðan allar hellur. Ég hef
látið það koma fram opinberlega, að
ég tel að sjómenn séu orðnir lang-
þreyttir á þeirri gífurlegu kjara-
skerðingu, sem þeir hafa orðið fyrir
á undanförnum árum. Ekki aðeins
af náttúrulegum ástæðum, aflasam-
drætti, sem þeir hafa ekki fengið
bætt upp. Ég tel að þó staða sjó-
manna sé þannig í dag verði þeim
ekki kennt um það, að staðan í sjáv-
arútveginum í heild hefur sjaldan
verið verri.
4. Ég geri ráð fyrir því og það er
gert ráð fyrir því af hálfu Sjó-
mannasambandsins, að ræða við
fulltrúa sjómanna og sjómenn
sjálfa vítt og breitt um landið. Við
erum á yfirreið um landið, menn ur
stjórn Sjómannasambandsins, til að
ræða við sjómenn og ég held, að ég
megi fullyrða, að sú niðurstaða, sem
þegar er orðin í þeim viðræðum,
hvetji okkur til að bjarga því, sem
bjargað verður fyrir hönd sjó-
mannastéttarinnar. Sú barátta
hefst um áramótin.“
Gísli Konráðsson, fram-
kvæmdastjóri ÍJtgerðar-
félags Akureyringa:
Fært úr öðrum
vasanum í hinn
1. „Hún er spor í áttina að rétta
hlut útgerðar og sjómanna, en fjarri
því að nægja til þess, að útgerðin
komist á réttan kjöl. Auk þess er
það fiskvinnslan, sem verður að
borga brúsann, sem sannarlega
mátti ekki við því að byrði hennar
væri þyngd.
2. Millifærslur eru út af fyrir sig
réttlætanlegar, ef einhvers staðar
er fé að fá til slíkrar notkunar, en ég
fæ ekki séð hvar slíkir sjóðir eru
innan sjávarútvegsins.
3. Það er erfitt að meta það. Hjá
Útgerðarfélagi Akureyringa er
áætlað tap á útgerð fyrstu fimm
mánuði ársins 20 milljónir króna og
auk þess umtalsvert tap á fisk-
vinnslu. I heildinni breytist þetta
lítið, þar sem fært er úr öðrum vas-
anum í hinn. Hins vegar er rétt að
geta þess, að þessi lélega afkoma,
bæði á sjó og landi, stafar fyrst og
fretnst af samsetningu afla þar sem
karfi er aðal uppistaðan. Dæmið liti
út á allt annan veg, ef um þorskveiði
væri að ræða. Þá held ég að ekki
þyrfti svo mjög að kvarta, það er að
segja, ef markaðir haldast eins og
að undanförnu og ekki verður um
offramleiðslu að ræða.
4. Það veit Drottinn einn. Ef hann
beinir göngu þorsks á mið okkar,
held ég að sæmilega bjart sé fram-
undan.“