Morgunblaðið - 28.06.1984, Qupperneq 26
26T"
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚNl 1984
Góð spretta í
Reykhólasveit
Midhúsum í júní.
VORIÐ HEFUR verid hlýtt og
Nokkrir skiptinemar ásamt Stefaníu Harðardóttur, framkvæmdastjóra ASSE.
Námskeið fyrir skiptinema á vegum ASSE
NÝLEGA var haldið tveggja daga námskeið fyrir ungl-
inga sem í sumar fara sem skiptinemar til Bandaríkj-
anna og Kanada á vegum ASSE (American Scandinav-
ian Student Exchange).
Á þessu námskeiði var fjallað um ýmislegt sem
talið er nauðsynlegt fyrir skiptinemana að vita
áður en haldið er af stað. Sagt var frá bandarísku
þjóðlífi og hvernig best væri fyrir unglingana að
kynna ísland, haldið var námskeið í leikrænni
tjáningu og undirstöðuatriði í ræðumennsku voru
kennd. Einnig komu fyrrverandi skiptinemar og
sogðu frá reynslu sinni.
Bændahátíð Snæfellinga
SljkkÍHhólmi, 24. júní.
grassprettu miðar vel áfram. Al-
mennt mun þó sláttur ekki hefjast
hér fyrr en eftir mánaðamót. Ein-
staka bóndi mun þó byrja í þessari
viku og samkvæmt samtali við Stur-
laug Eyjólfsson, Efri-Brunná í
Saurbæ, mun hann hefja slátt um
20. þ.m.
Hótel Bjarkarlundur opnaði fyrir
hvítasunnu og hefur Kaupfélag
Króksfjarðar tekið hóteliö á leigu af
Gesti hf. og er það rekið í sumar
sem Edduhótel. Hótelstjóri er María
Játvarðardóttir frá Miðjanesi.
I vor fæddist þrílit gimbur á
Grund í Reykhólasveit og er eigandi
hennar Lilja Þórarinsdóttir. Gimbr-
in er hvít, mórauð og svört og er hin
skautlegasta. Það mun vera frekar
sjaldgæft, erfðafræðilega séð, að
sauðfé sé þrílitt og væri fróðlegt að
frétta af slfkri fjáeign manna. Bún-
aðarblaðið Freyr hefur sagt frá þrí-
litum hrút í eigu Jóns A. Guð-
mundssonar, bónda í Bæ í Króks-
firði.
Aðalfundur Kaupfélags Króks-
fjarðar var haldinn 9. júní og var
heildarsala á árinu 1983, 30,8 millj-
ónir króna og var tekjuafgangur 17
þúsund krónur. Hörð gagnrýni kom
á þá sem gera aðför að dreifbýli og
minnt var á þá staðreynd að 4 til 5
fjölskyldur í þéttbýli hafa lífsvið-
urværi af framleiðslu eins bónda.
Reykjavík er meira en sveitarfélag.
Hún er höfuðborg þjóðarinnar og
hefur skyldur við íbúa alls landsins.
Kaupfélagsstjóri er Friðbjörn Ní-
elsson.
Reykhólaskóli starfaði í öllum
bekkjardeildum í vetur og voru
nemendur um 60. Jens Guðmunds-
son lætur nú af störfum vegna ald-
Nöfn misrituðust
ÞAU mistök áttu sér stað í blað-
inu sl. þriðjudag að í frétt um veit-
ingastaðinn Hellinn misrituðust
eftirnöfn tveggja eigenda staðar-
ins. Morgunblaöið biðst velvirð-
ingar á þessum mistökum en rétt
nöfn eigendanna eru Gunnar Stef-
ánsson og Leifur Hannesson.
MIKIÐ hefir verið hér um ferða-
menn og ráðstefnur það sem af er
sumri og hefir hótelið hér haft mikið
að gera. Þá má benda á að helgar-
pakkar hótelsins hafa gefist vel og
allir verið ánægðir.
Mikið er um að fólk ferðist um
og skoði eyjarnar og þykir það hið
mesta sport. Nú er gott veður þó
ekki sé með hlýjasta móti og er
urs en hann hefur starfað við
Reykhólaskóla frá upphafi. í vetur
var valgrein sjóvinna og læra nem-
endur að setja upp net og ganga frá
þeim.
Félagslíf var gott miðað við að-
stæður og unnu til dæmis nemendur
að skreytingu á skólanum undir
stjórn Olafs Ellertssonar, smíða-
kennara. Skólastjóri er Hugó Ras-
mus.
Lítið sem ekkert hefur verið um
mink í vor og hafa þeir Eyjólfur
Rósmundsson og Guðmundur
Bjarnason séð um eyðingu minka
undanfarandi vor. Þegar góðir veiði-
menn eru annars vegar er þaö Ijóst
að útrýma má meindýrum sem
minki á stórum svæðum. Svartbaki
hefur fækkað stórum og eiga þeir
félagar ásamt Páli Leifssyni stóran
þátt í þeirri þróun hér.
Hrafni fjölgar hér ört og er ekki
lengur sjaldgæft að sjá þá fljúga
saman 20 til 60. Þeir eru hinir mestu
vágestir í öllu fuglalífi og ótrúlega
fundvísir á hreiður fugla enda mikl-
ir eggjaræningjar. Orsök fjölgunar
á hrafni er sorphaugamenning
okkar íslendinga.
Tófu virðist fara fjölgandi á Vest-
fjörðum enda lítt farið að hugsa um
grenjaleit fyrr en fjölgun verður það
mikil að hún fer í auknum mæli að
drepa sauðfé. Samkvæmt upplýsing-
um frá Samúel Zakaríassyni í
Djúpadal náði hann 11 tófum í vet-
ur.
Þrátt fyrir hið góða vor virðist
arnarvarp hafa gengið misjafnlega.
Nær var búið að útrýma þeim úr
tölu varpfugla. Vestfirðingar virð-
ast hafa skilið betur samspil náttúr-
unnar og eru ekki sáttir við
afskiptasemi þeirra sem fyrir löngu
hafa drepið sinn örn.
Breiðafjörður er paradís æðar-
fuglsins og samspil manns og fugls
er með ágætum. Ef til vill súrnar
einhverjum það í augum að það þarf
ekki að drepa æðarfugl til þess að
hafa af honum fullar nytjar.
Sennilega komast fáir í eins góða
snertingu við lífríki landsins og þeir
sem þurfa að umgangast æðarvarp.
Takist að halda friði í æðarvarpi þá
er það líka griðland fyrir aðrar
fuglategundir. _ Sveinn
það vel notað. Undanfarin sumur
hafa verið vætusöm og má það
einnig segja um það sem af er
sumri, það er ekki of mikið af
þurrum dögum. Baldur hefir þeg-
ar hafið sumarferðir. Sunnudagar
eru svo lausir og ætlaðir ferðahóp-
um og vonandi nýtast þeir vel, en
allt er undir veðri komið.
Arni.
BÆNDAHÁTÍÐ Snæfcllinga var
haldin í gærkveldi að hinu glæsilega
félagsheimili Helgfellinga að Skildi.
SUMARGLEÐIN, sem aldrei hefur
verið hrcssari, er nú að leggja land
undir fót og ætlar að ferðast vítt og
breitt um landið í sumar, fjórtánda
árið í röð. Að venju verður grín,
glens og gaman í fyrirrúmi, og að
lokinni tveggja klukkustunda
skemmtidagskrá, verður dúndrandi
dansleikur fram eftir nóttu.
Sumargleðin er fyrir löngu orð-
in að föstum fjörpunkti í tilver-
unni hjá fólki, enda er Sumargleð-
in skipuð úrvalsliði íslenskra
skemmtikrafta. Má þar nefna
Ragnar Bjarnason, Bessa Bjarna-
son, Magnús ólafsson, Ómar
Ragnarsson, sem í ár heldur upp á
25 ára skemmtanaafmæli sitt.
Nýliðinn í hópnum er Hemmi
Gunn og ekki má gleyma þeim
Karli Möller, Jóni Sigurðssyni,
Stefáni Jóhannssyni og Eyþóri
Stefánssyni.
Sumargleðin verður á fullri ferð
með fjörið og þess vegna er kjörið
Þar var sameiginlegt borðhald með
kaffi og kökum. Fjölmennt var að
venju.
að hafa rallý-kappann Jón R.
Ragnarsson við stjórnvölinn.
Sumargleðin tryllir af stað í
Stapa föstudaginn 29. júní og
laugardaginn 30. júní í Vest-
mannaeyjum. Sumargleðimenn
heimsækja síðan aðra landshluta
og stefnt verður að því, að einskær
og einstök sumargleði ríki meðal
þjóðarinnar í allt sumar.
Þá er nýkomin út hljómplata
með Sumargleðinni, sem jafn-
framt er 100. hljómplata frá
Steinum hf. og verða lög af plöt-
unni kyrjuð af krafti á skemmtun-
um Sumargleðinnar. Bingó og
gjafahappdrætti með glæsilegum
vinningum verða gestum til gleði
og sérstakur Sumargleðidans
verður stiginn og þá verður gam-
an, þegar allir dansa saman.
Sumargleðin verður í Stapa á
föstudag og í Vestmannaeyjum á
laugardag. (Fréttatilkynning.)
Snæfellingar hafa haldið slíka
hátíð víðsvegar um héraðið und-
anfarin ár og hefir ekkert ár fallið
úr. Urðu þeir fyrstir héraða til að
efna til slíkrar hátíðar. Leifur Jó-
hannesson, sem nú lætur af störf-
um sem ráðunautur hér eftir 25
ára starf, hélt ræðu og kvaddi hér-
aðsbúa og þakkaði samfylgd lið-
inna ára. Kór Snæfellingafélags-
ins var mættur á hátíðina og söng
nokkur lög, Árni Helgason
skemmti með vísum og gaman-
vísnasöng við undirleik Hafsteins
Sigurðssonar en þeir félagar hafa
oft skemmt sýslubúum. Var að
þessu gerður góður rómur. Hópur
harmonikkuleikara úr Stykkis-
hólmi, sem æft hefir í vetur, lék
við góðar undirtektir og síðan var
stiginn dans.
Fréttaritari.
Prentvillur
í auglýsingu
í AUGLÝSINGU í Morgunblaðinu
í gær og fyrradag misritaðist
númer í Happdrætti Krabba-
meinsfélagsins. Vinningsmiðinn,
sem Mercedes Benz kom upp á, var
númer 134638, en sjú sjö stafa
tala, sem birtist í auglýsingunum
var röng. Þá voru vinningsnúmer,
sem hlutu Sinclair Spectrum-
tölvur einnig röng, en rétt númer
eru: 4657 og 153975. Þá kom bif-
reið að verðmæti 320 þúsund krón-
ur upp á miða númer 24626, en
ekki á fjögurra stafa númer, sem
birt var í auglýsingunum. Hlutað-
eigendur eru beðnir velvirðingar á
þessum mistökum.
Mikiö um ferðamenn
og ráðstefnugesti
Stykkishólmi, 24. jóni.
Af einskærri sumargleði
Lokanir i Háfadjúpi
og við Hrollaugseyjar
Sjávarútvegsráóuncytið hefur nú
ákveðið lokun tveggja veiðisvæða
fyrir Suðurlandi. Humarveióar verða
bannaðar í Háfadjúpi til vertíðar-
loka og togveiðar bannaðar við Hrol-
laugseyjar frá 1. júlí til 1. september
á þessu ári.
í frétt frá ráðuneytinu segir, að
Háfadjúpi hafi verið lokað vegna
mjög hás hlutfalls smáhumars í
afla, en Hrollaugseyjasvæðinu sé
lokað í því skyni að vernda síld,
sem hrygnir á þeim slóðum.
Lokaða svæði í Háfadjúpi af-
markast af eftirfarandi punktum:
1. 63°23‘30“N 19°58‘53“V
2. 63°21‘49“N 19°48‘05“V
3. 63°14‘32“N 19°55‘16“V
4. 63°16‘23“N 20°06‘03“V
Lokaða svæðið við Hrollaugs-
eyjar afmarkast af eftirfarandi
punktum:
a. 64°10;8“N 15°42‘6“V
b. 64°05‘0“N 16°05‘0“V
' Það gengur á ýmsu í myndinni um stúlkurnar frá Kaliforníu, sem Nýja bíó
frumsýnir innan skamms.
Stúlkurnar frá Kaliforníu
Nýja bíó frumsýnir a næstu dög-
um myndina Stúlkurnar frá Kali-
forníu, (California girls), bandaríska
mynd frá MGM.
Myndin er sögð bráðskemmtil-
eg, en hún segir frá tveimur hress-
um stúlkum, sem hafa atvinnu af
fjölbragðaglímu,(wrestling), í
hvaða formi sem er, jafnvel í for-
arpyttum, og segir einnig frá
þjálfara þeirra, umboðsmanni og
bílstjóra, sem leikinn er af Peter
Falk. í öðrum hlutverkum eru
Vicki Fredrick, Lauren Landon og
Richard Jeackel. Leikstjóri er
William Aldrich, (The Dirty Doz-
en).