Morgunblaðið - 28.06.1984, Page 27

Morgunblaðið - 28.06.1984, Page 27
MORGUNÍSLAÐIÐ, PIMMTUDÁGUR 28. JtJNf 1984 fkV 27 Á myndinni er starfslið Express-litmynda talið frá vinstri: Guðrún Kristins- dóttir, Axel Ólafsson, Eyjólfur Eyjólfsson, rekstrarstjóri fyrirUekisins, og Dagný Ólafsdóttir. Nýtt framköllunar fyr- irtæki fyrir NÝTT framköllunarfyrirUeki fyrir litmyndir var opnað á dögunum í húsi Hótel Esju og nefnist það Express-litmyndir. Rekstrarstjóri fyririUekisins er Eyjólfur Eyjólfsson en Dagný Ólafsdóttir veitir því for- stöðu. Eins og nafn fyrirtækisins bendir til býður það upp á hraða litmyndir litmyndaframköllun og er mynd- um lofað tilbúnum 60 mínútum eftir að filman hefur verið afhent. í fréttatilkynningu segir að með tölvubúnaði sem fyrirtækið hafi yfir að ráða sé hægt að fylgjast með hverri mynd fyrir sig og þannig hægt að tryggja betur gæði myndanna. Staðfesting Flórens-sáttmála: Niðurfelling gjalda af vísindatækjum f FRÉITABRÉEI Rannsóknaráðs ríkisins kemur fram að þann 15. mars sl. ályktaði Alþingi að feia rík- isstjórninni að staðfesta aðild fs- lands að Flórens-sáttmála UNESCO. Þá var þann 4. maí samþykkt breyting á lögum um tollskrá sem heimilar niðurfellingu aðflutn- ingsgjalda af vísindatækjum og búnaði til viðurkenndra rann- sóknaaðila. Með þessu næst lang- þráður áfangi í hagsmunabaráttu til eflingar rannsókna- og þróun- arstarfsemi fyrir rannsóknastarf- semina i landinu. Rannsóknaráð vakti fyrst máls á þessu árið 1978 og unnið hefur verið að framgangi þessa máls síðan. Alþingismenn í Rannsóknaráði hafa lagt fram þingsályktunartillögur og frum- varp um breytingar á lögum um tollskrá varðandi þetta mál á tveim síðustu þingum, sem nú hafa verið samþykkt. Til skýr- ingar fyrir þá sem hafa ekki kynnt sér þetta mál nær þessu sáttmáli til fimm flokka af vörum, sem hér segir: 1. Bækur, prentað mál og skjöl. 2. Listaverk og safngripir, sem hafa kennslu-, vísindalegt eða menningarlegt gildi. 3. Myndir og hljóðritanir til kennslu-, vísinda eða menning- armála. 4. Vísindatæki og áhöld. 5. Vörur handa blindum. Aðflutningsgjöld af liðum 1—2 og 5 hafa þegar verið felld niður á undanförnum árum, þótt formleg aðild fslands væri ekki fyrir hendi. Eftir voru þó aðflutnings- gjöld af vísindatækjum og áhöld- um svo og aðflutningsgjöld af hljóðritunum og efni til hljóðrit- unar. Til þess að greiða fyrir aðild ís- lands að Flórens-sáttmálanum var því nauðsynlegt að gera breyt- ingar á lögum um tollskrá. Enn er óvíst með hvaða hætti fram- kvæmd verður háttað með viður- kenningu á hverjir teljast rann- sóknaaðilar, en sjálfsagt er fyrir þá sem telja sig stunda rann- sóknir að leita staðfestingar hjá fjármálaráðuneytinu sem fyrst á heimild til að flytja inn tæki og búnað til rannsókna án aðflutn- ingsgjalda. Bílaleiga með nýju sniði tekur til starfa NÝ BÍLALEIGA, Bílalán hf„ hef- ur tekið til starfa og mun hún bjóða bæði nýja og gamla bíla til leigu. Nýju bílarnir eru af gerð- inni Fiat-Zastawa, en þeir gömlu t.d. Chevrolet Bel Air 1953, Chrysler Windsor 1947, Lincoln 1947, Ford T 1927 o.fl. Reiknað er með að leigja gömlu bílana til auglýsinga- og kvikmyndagerðar, í brúðkaup o.fl. og munu þeir aðeins verða leigðir með bílstjóra. Bílaleigan er til húsa að Bílds- höfða 8 í Reykjavík og eru þar einnig seldir notaðir tjaldvagnar, hjólhýsi, hesta- og fólksbílakerrur o.fl. Framkvæmdastjóri er Andri Bachman. Þess má að lokum geta að Bíla- lán hf. mun verða með Rolls Royce til leigu fyrir umboðsmenn þeirra, íslenska eðalvagna. Fyrsta kúluhúsið í Eyjum Vestmannaeyjum 21. júní. ÞETTA sérstæða hús hefur verið að rísa af grunni og taka á sig mynd í miðbænum síðustu mánuð- ina. Hefur byggingarlagið vakið nokkra athygli heimamanna og gestkomandi og gengur húsið al- mennt undir nafninu kúluhúsið, þó réttara væri eflaust að kalla það hálfkúluhús eða þá hvolfhús. Hvað sem fólk vill kalla húsið, þá er það nú risið og í því hafa verið opnaðar þrjár verslanir en auk þess verður í húsinu íbúð á efri hæð. Eigendur hússins eru hjónin Kristján Bogason og Jóhanna Andersen sem reka í húsinu tvær verslanir, raftækjaverslun og snyrtivöruverslun. Þá er Eyjabær með tískufata- og hljómtækja- frá Trésmiðju Þórðar í Vest- verslun í kúluhúsinu. Húsið er mannaeyjum. byggt úr sérsmíðuðum einingum — hkj./ljósm. Sigurgeir. Kontrapúnktur í Ánanaustavör eftir Pétur Pétursson Óhljóðalýðurinn í kvöldklukku- gili sjónvarpssafnaðarins heldur áfram hryllingssöngskrá sinni milli táknmáls og kvöldfrétta. Þá er nú ekki verið að vanda þjóðinni kveðjurnar. Púkinn á fjósbitanum heldur á tónsprota, en Trunt, trunt og tröll í fjöllunum slá málmgjöll og stórkeröld og hrína engilsaxneska frygðarsöngva framan í aldamóta- kynslóðina, sem rær fram í gráðið á rúmbálkum elliheimila, dösuð á Dasi, og raular með sjálfri sér um blessaða sveitina sína, við fjalla- vötnin fagurblá og hafið bláa haf- ið, en barnabörnin syngja „Atti, Katti Nóa“ með háskólafóstru í dagvistun og hafa ekki séð ömmu í hundrað ár. Á kvenfrelsisdaginn, 19. júní, spangóluðu „sexpístólur" sjónvarpsframkvæmdastjórnar og „tækni“manna hans. Enginn söng um kvenfrelsi né jafnrétti. Þaðan af síður um konuna sem kyndir ofninn minn, eða Maju litlu með ljósa hárið, sem líkist helst álfa- mær. Hamrahlíðarkórinn var gerður útlægur. María Markan, Þuríður Pálsdóttir, Guðrún Kristinsdóttir og Jórunn Viðar bannsungnar. Svo ekki sé nú talað um Guðrúnu Á. Símonar, Selmu Kaldalóns og aðrar söngvadísir í laufléttri þungavikt. óskalög og ljóð frú Guðrúnar Pétursdóttur, Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, Lauf- eyjar Valdimarsdóttur, Bjargar Einarsdóttur, Valborgar Bents, Þórhildar Þorleifs, Önnu frá Moldnúpi og Stóru-Borg, Estherar Guðmundsdóttur hvað þær hétu og heita allar sem staðið hafa i fylkingarbrjósti jafnréttisbaráttu kvenna máttu alls ekki heyrast. „Tækifæris“-músik sjón- varpsstjórans var ekki ætluð þess- um degi, né baráttumálum kvenna. Veik von er um að íslensk- ur söngur fái að hljóma á peysu- fatadegi Verslunarskólans, hvenær sem það verður. Formaður útvarpsráðs, sem jafnframt er forseti borgarstjórn- ar, lét þess getið, að fyrirhugað væri að kynna íslenska tónlist- armenn erlendis, í sjónvarpsstöðv- um. Kvaðst hann vilja kosta til þess miklu, í landkynningarskyni. Það bar í tal á fjölmennum vinnu- stað, hvort eigi væri ráðlegt að formaður útvarpsráðs beitti sér fyrir því í fæðingarborg sinni, Reykjavík, að kynna sjónvarps- stjóranum á Laugavegi 178 ís- lenska tónlistamenn. Hvort ekki væri rétt að fá Skúla Halldórsson, hjá Strætó, til þess að koma með vagnfylli af tónskáldum og söng- lagahöfundum, Skerjafjörður — Laugarás, leið 5, opið að aftan. Langafi hans, Jón Thoroddsen, kvað um það ljóð i sögu sinni „Piltur og stúlka" er niðurlæging íslenskrar tungu var hvað mest. Þá var niðhöggurinn danskur búð- armaður og sporgöngumenn hans, „tæknimenn" á Löngustétt og dón- ar sem himdu diskinn við, en hafa nú tekið að sér hlutverk Kristjáns búðarmanns, „Gud, Stine,“ — „Hafðu það fallegur stúlkurinn mín“. Sjónvarpsstjórinn og tækni- menn hans virðast ekki hafa spurnir af því að til séu íslenskir tónlistarmenn og söngvarar. Samt eru greiddar 2 milljónir króna á ári hverju fyrir „klukkutónlist“ sjónvarpsins. Er ekki kominn timi til þess að einhverjir setji punkt. Mætti gjarnan vera kontrapúnktur. í gömlum fræðum segir frá þvi að Ánanaustavörin hafi verið nauðlending Selsinga þegar brim- aði við hvern Bölklett i Reykjavík. Hvað segja Ánanaustamenn um lendingarhorfur íslenskrar tungu í sjónvarpinu? Hver var það sem sagði: Róið Íslendingar. Nú er lag? Pétur Pétursson þulur. Hvemig litist þér á sumarleyfisdvöl á fallegu baöstrandarhóteli Þeim fer sífellt fjölgandi farþegum Faranda, sem hétfa farið í ánægjulegar sumarleyfisferðir til Grikklands. Við höfum útvegað farþegum okkar góð hótel í Aþenu eða á baðströndum skammt frá borginni. Við mælum sérstaklega með Grikk- landsferð í sumar. Ferðamöguleikar með flugi alla föstudaga. Hafið samband sem fyrst. Waiandi Vesturqötu j, sími 17445

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.