Morgunblaðið - 28.06.1984, Síða 31

Morgunblaðið - 28.06.1984, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ1984 31 Eigum við að lfta á slys í umferðinni sem sjálfsagðan hlut? — eftirJón Þorgeirsson Umferðarmál okkar eru í mesta ólestri í dag þrátt fyrir Umferð- arráð, umferðaráróður, umferðar- fræðslu og áróður um notkun bfi- belta. Slysin halda áfram að vera daglegt brauð, það má jafnvel reikna fram í tímann hvað mörg slys verða, hvað margir deyja, hvað margir verða lamaðir og ör- kumla alla ævi og hvað margir verða fyrir minniháttar slysum, sem flokka má jafnvel undir beinbrot og fleira. Það þarf engan að undra hvað slysin verða mörg í umferðinni hjá okkur, mig undrar mest að þau skuli ekki vera miklu meiri, eins og umferðinni er hátt- að. Maður má þakka sínum sæia fyrir það að komast heilu og höldnu heim úr umferðinni hvort sem maður er akandi eða gang- andi, það keppast allir við alla. Það eru margir sem hreinlega ekki þola að hafa bíla fyrir framan sig og reyna þess vegna að fara fram úr öllum bflum. Þannig vex hrað- inn og spennan stig af stigi þar til einhvers staðar verður stórárekst- ur og jafnvel dauðaslys. Þannig kemur umferðin mér fyrir sjónir f dag. Það er ekki farið eftir neinum hraðatakmörkunum né aðstæðum. Sem dæmi get ég nefnt, að með- fram sumum aðalgötum Reykja- víkur eru skilti, sem stendur á stórum stöfum 60 km (hámarks- hraði). Þegar ég ek eftir þessum götum á 60 km hraða er það varla nokkur bíll sem ekki ek- ur fram úr mínum bíl, eða skýst hreinlega fram úr honum og sum- ir jafnvel á yfir 100 km hraða. Hvers vegna þarf þessi mikli hraði að vera? Hvers vegna er fólk að flýta sér svona mikið? Er þetta ekki orðið að vana hjá fólki, það sér hina aka svona, því þá ekki að aka eins og hinir. Svona getur virðingarleysið fyrir lögum og reglum orðið að vana. Er ekki hægt að breyta þessum hugsun- arhætti hjá ökumönnum? Það er sárgrætilegt að vita til þess að fjöldi ökumanna, sem eiga að hafa mikla reynslu og þekkingu á um- ferð, t.d. atvinnubílstjórar og menn sem hafa ekið árum saman, skulj ekki ennþá hafa lært að virða umferðarreglurnar, þar á ég aðallega við ökuhraðann. Lögregluna sjálfa hef ég oftar en einu sinni séð aka með of mikl- um hraða án þess að hafa uppi merki. Það er ekki von á góðu þeg- ar menn, sem eiga að vera öðrum til fyrirmyndar í umferðinni, haga sér á þennan hátt. Það á ef til vill eftir að verða líkt með umferð- arhraðann og hundahaldið í Reykjavík, að nógu mörg lögbrot verði gerð að lögum. Það sem þarf núna að gera er að komast fyrir rætur þessa umferðarsjúkdóms. Aðaleinkenni hans er hinn mikli hraði í umferðinni. Það má örugglega fækka um- ferðarslysum um tugi prósenta ef bílstjórum er ekki komið upp á það að brjóta hraðatakmörkin. Ég ætla að nefna dæmi um það hversu þýðingarmikið það er að halda hraðanum í umferðinni niðri. Þegar umferðinni var breytt í hægri stefnu í stað vinstri þá óku allir fremur rólega fyrst í stað og á urðu litil sem engin slys á fólki. vetur þegar snjóaði sem mest gekk umferðin hægar en venjulega en þá urðu líka mun færri slys á fólki þótt árekstrum fjölgaði eitthvað vegna hálku, enda hafa allir tekið eftir því, að þegar akst- ursskilyrðin eru sem best þá fjöl- gar stórum og smáum slysum til muna. Nú finnst mér vera kominn tími til að þessi mál verði tekin til endurskoðunar og að litið verði raunsæjum augum á þau. Jón Þorgeirsson „Það á ef til vill eftir að veröa líkt með umferð- arhraðann og hunda- haldið í Reykjavík, að nógu mörg lögbrot verði gerð að lögum. Það sem þarf núna að gera er að komast fyrir rætur þessa umferðarsjúk- dóms. Aðaleinkenni hans er hinn mikli hraði í umferðinni.“ Bilbelti, bremsur og annan ör- yggisbúnað er sjálfsagt að nota í takt við umferðina og aksturinn, en það eyðir ekki orsökinni að um- ferðarslysunum, en það er þessi orsök slysa sem við þyrftum að uppræta, það gerum við með því að minnka ökuhraðann, með því að hraðatakmörkunum sé fylgt eftir af löggæslunni og sektir hækkaðar. Halda þarf uppi fræðslu i öllum skólum landsins, hvort sem það eru barnaskólar eða framhalds- skólar, þar sem megináherslan sé lögð á að umferðarreglum sé framfylgt af fremsta megni. Eins þarf að koma því til leiðar að öll fyrirtæki I landinu, sem hafa bíl- stjóra í þjónustu sinni, þar tel ég líka með leigubílastöðvar, taki meiri ábyrgð á bílstjórum sínum, þannig að ef sannast að bílstjóri hjá einhverju fyrirtæki brjóti af sér I umferðinni, þá geti fyrirtæk- ið sem hann keyrir fyrir gefið honum áminningu eða refsað hon- um með því að visa honum úr starfi, lengri eða skemmri tíma, eftir því hversu brotið er alvar- legt. Að lokum vil ég segja það, að aka bíl er vinna, sem þarf að leysa af hendi með mikilli vandvirkni, í þeirri vinnu er nauðsynlegt að hafa jákvætt hugarfar og vera í góðu skapi, og síðast en ekki síst aldrei að flýta sér. Jón /'ofgeirsson starfar hjá Raf- magnsveitu Reykjavíkur. Hefurðu PLÁSS fyrir þennan? Frábær æfingabekkur í heimahús Verö aöeins kr. 13.224 5^ 'k -r A Glæsibæ, sími 82922. Helgarboo ítótels Stykkishólms m.-Vi GISTING MEÐ MORGUNVERÐI 1 NÓTT 1.340 KR. FYRIR MANNINN 2NÆTUR 1.995KR. ---1|-- 3 NÆTUR 2.441 KR. -ii-- Skoðun á stærstu perlu íslenskrar náttúru. . Ferð um Breiðafjarðareyjar kl. 13 á sunnudag, stoppað 2 tíma í Flatey, komið til baka kl. 20. Harmonika með í för. SAUNABAÐ Á STAÐNUM. HVÍLD OG HRESSING UM HELGINA. Itótel Stykkishólmur Sími: 93 8330

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.