Morgunblaðið - 28.06.1984, Page 32
88
32
vm tKtn. ,8s fluoAQtrTMMra .GiqAjavtuoHQM
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ1984
Við bjóðum
✓
\ikuferð
London
ámánu-
kemur!
firá kr. 15.834.- pr. mann.
Innifalið flug, gisting og morgimmatur.
Ferdaskrifstoían Farandi verdur
med sérstakar vikuferdir (pakkaferðir)
til Lundúnaborgar á hverjum mánu-
degi í allt sumar.
Verðið er afskaplega gott, — frá kr.
15.834*- pr. mann. Innifalið í verðinu
er flug, gisting og morgunmatur. Auk
þess útvegum við aðgöngumiða á
hljómleika, í leikhús, á íþróttaleiki
næturklúbba o.m.fl.
Hægt er að velja á milh eftirfarandi
hótela: Cavendish, Regent Crest,
Leinster Towers, Park Lane.
Komið og rabbið við okkur sem
fyrst Pað er alltaf gaman að fa gott
fólk í heimsókn.
&
rarandí
Vesturqötu 4, sími 17445
Kaupmannahöfn:
Skólahljómsveit
Seltjarnarness í
vinabæjarheimsókn
Jónsliúsi, 14. júni.
f GÆR komu hingað í Jónshús 30
kátir krakkar úr Tónlistarskóla
Seltjarnarness ásamt stjórnanda sín-
um, Skarphéðni Einarssyni, og 5 for-
eldrum öðrum, Ara Ólafssyni, Birnu
Björnsdóttur, Guðmundi Inga Jóns-
syni, Hrafnhildi Guðmundsdóttur og
Þórleifi Jónssyni. Spilar unga fólkið
í lúðrasveit og hefur hópurinn verið í
heimsókn í vinabæjum Seltjarnar-
ness í Danmörku og Svíþjóð, Herlev
og Höganás.
Hópurinn fór að heiman sl.
föstudag og gisti allar næturnar í
Helsingör, en fór þaðan í ferðalög
til vinabæjanna og til Kaup-
mannahafnar. Hittu þau hér á
karnevalið, skoðuðu Tívolí og
dýragarðinn o.m.fl. eins og vera
ber. I gær spiluðu þau á torginu í
Herlev ásamt skólahljómsveit
Tvedevang-skóla og fengu hinar
beztu móttökur bæjarstjórnarinn-
ar. í dag, miðvikudag, hélt lúðra-
sveitin þrenna tónleika í Höganás,
fyrst á grænmetistorginu, síðan
við bæjarskrifstofurnar og um
kvöldið við ráðhúsið. Voru þar
sjónvarps- og útvarpsmenn meðal
áheyrenda. Rómuðu fararstjór-
arnir mjög móttökur bæjarstjórn-
arinnar, sem hélt Seltirningum
stórveizlu og sýndi þeim hið mark-
verðasta i bænum. 15. júní munu
hinir ungu tónlistarmenn, sem eru
á aldrinum 7—17 ára, leika á torg-
inu í Helsingör, og halda síðan
heim eftir skemmtilega og lær-
dómsríka ferð.
G.LÁsg.
Stjómir FÍM og SIM:
Harma breytta stjórn-
un Kjarvalsstaða
MORGUNBLAÐINU hafa bor
ist fréttatilkynningar annars
vegar frá stjórn Félags íslenskra
myndlistarmanna, FIM, og hins
vegar frá stjórn Sambands ís-
lenskra myndlistarmanna, SÍM,
þar sem sem bæði félögin harma
þá breytingu sem orðið hefur á
stjórnun Kjarvalsstaða, þar sem
áhrif listamanna eru nú stórum
minni en áður.
í fréttatilkynningu SÍM segir
m.a. orðrétt: „Eins og kunnugt er
hefur að undanförnu staðið yfir
deila milli samtaka listamanna og
meirihluta stjórnmálakjörinna
fulltrúa í stjórn Kjarvalsstaða um
nýja reglugerð um stjórn mynd-
listarhúss Reykjavíkurborgar.
Deilan á fyrst og fremst rætur
sínar að rekja til þess, að hin nýja
reglugerð rýrir hlut listamanna,
tilnefndum af samtökum lista-
manna, verulega frá því sem áður
var.“
Ennfremur segir að á fundi
borgarstjórnar hinn 5. júní sl., er
umrædd reglugerð var borin upp
og samþykkt, hafi Einar Hákon-
arson listmálari, formaður stjórn-
ar Kjarvalsstaða, borið stjórn
FÍM á brýn pólitískan tilgang og'
pólitiskar hvatir „með yfirvarp
listarinnar að skjóli".
Af þessu tilefni lýsir stjórn FÍM
því yfir að flokkspólitísk sjónar-
mið hafi aldrei ráðið eða haft
minnstu áhrif á störf stjórnarinn-
ar eða stefnumið.
í fréttatilkynningu stjórnar
SlM segir að sambandið harmi
pólitískan málflutning i ofan-
greindu máli, einkum í garð
stjórnar FÍM.