Morgunblaðið - 28.06.1984, Side 33

Morgunblaðið - 28.06.1984, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 1984 33 Helgi Vilhjálmsson, eigandi „Kentucky fried chicken**, í hinum nýja stað á Hjallabraut. Ljösm, Mbl./Júlíus. Kjúklingastað- ur flyst um set Kjúklingastaðurinn „Kentucky fried chicken“ hefur nú verið fluttur f nýtt húsnæði á Hjallabraut 15 I Hafnarfirði. Á nýja staðnum eru sæti fyrir 94 gesti. Húsnæðið er á tveimur hæðum og er barnastofa á neðri hæðinni, þar sem börnin fá m.a. að horfa á myndband. Ennfremur er sú nýjung, að kjúklingaunnend- ur geta keypt sér í svanginn án þess að fara úr bílum sinum, þvi kjúklingar verða seldir út um söluop jafnt sem inni í matsal. Eigandi „Kentucky fried chick- en“ er Helgi Vilhjálmsson. . MorKunblaúM/ÖUhir. Islenzki hópurinn ásamt fararstjóra sínum. Egilsstaðin „Kkki tekið út með sitjandi sældinni“ — segja krakkarnir sem nú undirbúa þátttöku sína í alþjóðlegum sumarbúðum í Ölfusi EgUaBtöAum. 22. júaí. ÍSLANDSDEILD alþjóðlegu samtak- anna CISV eða Childrens Internat- ional Summer Villages efnir í fyrsU skiptið til alþjóðlegra sumarbúða barna hérlendis í sumar. Búðirnar verða í Hlfðardalsskóla í Ölfusi dag- ana 11. júlí til 5. ágúst og þangað munu koma börn víðs vegar að úr beiminum auk íslenskra krakka frá Egilsstöðum. Frá hverju þátttökulandi koma fjórir krakkar til búðanna, allir fæddir 1972, tvær stúlkur og tveir drengir, auk fararstjóra. Þarna munu Egilsstaðakrakkarnir blanda geði við jafnaldra sína frá Danmörku, Filippseyjum, Frakk- landi, Kanada, Mexíkó, Noregi, Póllandi, Spáni, Bretlandi og Fær- eyjum. „Auðvitað hlökkum við til,“ sögðu Egilsstaðakrakkarnir nær einum rómi er tiðindamaður Mbl. hitti þá sem snöggvast fyrir skemmstu. „Við erum nú annars dálítið smeyk við tungumálaerfiðleika," sögðu strákarnir, þeir Óli Grétar Sveinsson og Grímkell Sigurþórs- son. „Líklega kunna hinir krakk- arnir sem ekki koma frá ensku- mælandi löndum ekkert meira í ensku en við — en samt held ég að það verði nú dálítið skrítið að skilja Mexikanana," bætti Óli Grétar við. „Okkur mun nú örugglega ekki leiðast,” sögðu stelpurnar, Hall- dóra Sveinsdóttir og Heba Hauks- dóttir, „við gerum okkur bara skiljanleg með táknmáli ef ekki vill betur,“ bættu þær við. Þau fjögur kváðust hafa undir- búið sig vel fyrir búðirnar undir stjórn fararstjórans, Ingu Þóru Vilhjálmsdóttur, tómstunda- fulltrúa Egilsstaðahrepps. „Við höfum æft islenska söngva, tekið skyggnumyndir og safnað hvers konar kynningarbæklingum um land og þjóð,“ sögðu krakkarn- ir. „Við höfum líka æft þjóðdansa með aðstoð Þráins Skarphéðins- sonar — og við höfum orðið okkur úti um islenska þjóðbúninginn hvert og eitt.“ „Já — og svo erum við búin að handskrifa 70 bækur til kynningar landi og þjóð — sem við ætlum að gefa útlendingunum. Það er sko ekki tekið út með sitjandi sældinni að taka þátt í alþjóðleg- um sumarbúðum," sögðu þessir hressu krakkar. „Við vonum bara að við verðum landi og þjóð til sóma,“ bættu þau við, „og við hlökkum alveg sérstaklega til að hitta búðastjórann — hann Gunn- ar K. Sigurjónsson," sögðu þau að lokum. Formaður íslandsdeildar CISV er Vilbergur Júlíusson, skólastjóri í Garðabæ. — Ólafur. eOirínn TRYGGVAGÖTU 26 Hljómsveitin KELTAR leika írska og skoska þjóölaga- tónlist í kvöld frá kl. 22.00. VID BJOÐUM: í hádegc súpu, salatbar og heitt hlaðborö. Á kvöidin: Sérréttaseöill kl. 18.00—21.00. Smáréttaseðill frá kl. 21.00. OIW MÁNUD.—MÐVKUD. KU 1130-2330. FMMTUDAGA KL 1130—014X1 FÖSTUDAGA OG LAUGARDAGA KL 1130—03-00. SUNNUDAGA KL 1&00—0130 Allar veitingar. Borðapantanasími 26906. ## BÆARM BESTU KJOR Ódýrar appelsínur, aðeins 27 kr. kg. Tómatar aðeins 59 kr. kg. '/i dilkar á grillið 139 kr. kg. Við kryddum. Nautakjöt á heildsöluverði 45—55 % afsláttur Buff 375 kr. kg. Gullasch 327 kr. kg. Fillet 490 kr. kg. Svartfugl aðeins 45 kr. stykkið Svartfuglsegg valin, 25 kr. stk. Lamb á grillið verð frá 59,00 kr. kg Innanlæri 370 kr. kg. Roast beef 347 kr. Nautahakk 10 kg. 175 kr. kg. Tilboð helgarinnar Svínalæri 149 kr. kg. Svínaschnitzel 295 kr. kg. SVÍNER OFSALEGTÁ GRILLIÐ OPIÐ FIMMTUDAG TIL KL.8 OPIÐ FÖSTUDAG TIL KL. 8 LOKAÐ í SUMAR Á LAUGARDÖGUM VISA KREDITKORTAÞJÓNUSTA KJOTMIÐSTÖÐIN Laugalæk 2.s. 6-86511

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.