Morgunblaðið - 28.06.1984, Side 35

Morgunblaðið - 28.06.1984, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚNl 1984 35 Reyðarfjörður: Tvöföld afmæl- ishátíð 17. júní RejrterflrM TVÖFÖLD afmæli.shátíd var á Veður var heldur leiðinlegt 17. Reyðarfirði 17. júní. Auk lýðveld- júní, rigning og rok, en um kl. 5 isafmælis var þess minnst að 100 e.h. stytti upp og var komið ár eru frá því að kauptúnið tók að besta veður um kvöldið. myndast. Gréta Hefðbundin 17. júní hátíðar- höld hófust kl. 10 um morguninn með sundmóti UMF Vals. Þá fór fram boðsund milli 17. júní nefndar og slökkviliðsins. Eftir hádegi var skrúðganga til kirkju og hlýtt á messu. Að henni lok- inni var gengið upp á íþróttavöll þar sem ýmsir spreyttu sig á leikjum og þrautum. Þar var og haldið víðavangshlaup UMF Vals sem er fastur liður hjá þeim þennan dag. Eftir dagskrá á íþróttavelli voru kaffi- veitingar á Félagslundi, síðan teiknimyndasýning og diskótek fyrir börnin. Hátíðardagskrá var í Félags- heimilinu um kvöldið og hófst kl. 8.30. Þar flutti Einar Bald- ursson hátíðarávarp og kirkju- kór Reyðarfjarðar söng undir stjórn Guðmundar Magnússon- ar. Flutt var samfelld dagskrá um byggð og sögu Reyðarfjarð- arkauptúns í 100 ár. Flutning önnuðust Guðmundur Magnús- son og Bryndís Steinþórsdóttir. Þá flutti Helgi Seljan frumort ljóð um Reyðarfjörð. Að lokum söng Aðalsteinn Valdimarsson, Eskifirði, einsöng. Meðal annars lag og ljóð eftir Guðmund Magnússon sem nefnist „Vor við Reyðarfjörð". Fjölmenni var á hátíðar- dagskránni. Að lokum var öllum Reyðfirðingum 14 ára og eldri boðið á dansleik, var hann vel sóttur og öllum til mikils sóma. Tvær sýningar voru í Grunn- skólanum, sýning á málverkum frá Listasafni Alþýðu og sögu- sýning, þar sem sýndar eru myndir og ýmislegt sem tengist sögu Reyðarfjarðar. Sýningarn- ar voru opnar til föstudags 22. júní. Sögusýninguna setti upp Guðmundur Magnússon, en hann hefur mjög ötullega unnið að söfnun á gömlum myndum og heimildum um sögu byggðar- lagsins. Tímarit MM ÞRIÐJA hefti Tímarits Máls og menningar á árinu er nýkomiö út. Aðalgreinin er eftir Árna Bergmann um útópíur frá Thomasi More til George Orwells og nefnist hún Stað- leysur, góðar og illar. Af öðru efni má nefna grein norska mann- fræðingsins'' Anders Johansens Draumur um betri tíma, sem fjallar um ólíka tímaskynjun fólks, Ijóð eft- ir Elías Mar, Ólaf Jóhann Sigurðs- son o.fl., grein Árna Óskarssonar um raggaetónlist sem nefnist „Bettah Nevah Come“. Einnig er tyrkneski rithöfundur inn Yashar Kemal kynntur með við- tali og langri smásögu sem Þórhild- ur Ólafsdóttir þýddi beint úr tyrkn- esku. (Úr frétutilkynnin(u) Loksins fyrir íslendinga 12 daga gönguferö 6. og 20. júlí 1984. Hekla, Eldgjá, Þórsmörk og Skógar. Gist veröur í tjöldum. Torfærubifreiö flytur mat og farangur. Einstakt tækifæri fyrir íslendinga, sem vilja kynnast eigin landi. Verö kr. 12.000. — Allt innifalið. FERÐASKRIFSTOFAN Miðnætursól Laugavegi 66, 101 Reykjavík Sími 23577 (kvöldsími 13781) Telex 2068 Miðnætursól/Skipatækni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.