Morgunblaðið - 28.06.1984, Side 45

Morgunblaðið - 28.06.1984, Side 45
MORGUÍJBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 1984 45 »1 -----ar VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS rétt sinn til stöðu Krists, og gerð- ust opinberir uppreisnarmenn gegn föður sínum. Eftir langa mæðu lét Heródes taka þessa syni sína af lífi árið 6 f.Kr. Þá erum við komin að tímabili Matteusar- guðspjalls. Um þetta leyti mætt- ust Satúrnus og Júpíter í Fiska- merkinu. Það þýddi í gömlum stjörnuspáfræðum við Miðjarð- arhafsbotna, að konungur Gyð- inga ætti að fæðast, þ.e. herkon- ungur. Um þetta leyti eða aðeins síðar hófst hreyfing norður í Gal- íleu, sem á næstu 80 árum átti eftir að skapa öldur hryðjuverka í Palestínu. Þetta voru vandlætar- arnir, selótarnir, sem líka voru nefndir síkaríótar: morðingjar. í postulatalinu eru tveir menn nú taldir tilheyra þessum flokki manna með nokkurri vissu. Símon vandlætari og Júdas Ískaríót (eða síkaríóti). Galíleumenn voru að öðru leyti grunaðir um að vera hallir undir þessa hreyfingu og forsprakka_ þeirra, ætt Júdasar Galílea. Séinasti maðurinn, sem sögur fara af af þessari ætt, er nú orðinn að þjóðhetju í ísrael, Ele- asar Jaírusson, hetjan frá Mas- ada. Þessi ætt var rabbía-ætt, svo að Jaírus samkundustjóri í guð- spjöllunum gæti tímans vegna hæglega verið faðir Eleasars. Jesús frá Nasaret var Galílei, lærisveinarnir voru Galílear. Við vitum að auki, að postulaforingj- arnir Símon Pétur, Jakob og Jó- hannes virðast ekki hafa verið neinir aukvisar. Þeir sóttust eftir heiðri í ríki Krists, sambærilegum við þann sem þjónar Heródesar Agrippu og Heródíasar nutu. Píl- atus landshöfðingi vissi mætavel um þetta allt. Hann dæmdi Jesú frá Nasaret á sama hátt og tveir synir Júdasar Galílea voru dæmd- ir tíu til tólf árum síðar. Samkvæmt þessu virðist ýmis- legt benda til þess, að postularnir og lærisveinarnir hafi í raun og veru borið vopn. Annað mál er svo það, hvort meistari þeirra hafi verið því hlynntur, eða ekki. Guð- fræði síðustu áratuga hefur held- ur verið á þeirri línu faríseanna, að menn eigi að vera friðarsinnar. En það er ný bóla í opinberri guð- fræði, því að friðarhugsun í þeim stíl hefur lengst af verið aðals- merki villutrúarflokka af ýmsu tagi. Krists-mynd Júdasar Makk- abeusar og Jóhannesar Hyrkanus- ar, þ.e. hinn vopnaði Kristur, hef- ur lengst af ráðið ríkjum í krist- indóminum. Dæmi þess geta ís- lendingar séð hvað skýrast í hugmyndum Sverris konungs Sig- urðarsonar um Krists-hugtakið, eins og Karl Jónsson ábóti á Þing- eyrum hafði þær eftir honum skömmu fyrir 1200. Einnig má kynna sér þessa Krists-mynd í fjölda sálma í sálmabókinni okkar. Ég læt þessar hugleiðingar nægja í bili. Ef til vill vekja þær upp fleiri spurningar en þær svara. Ég hef það mér til afsökun- ar að spurningin er ein af þeim stærstu, sem kristin siðfræði fjall- ar um. Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til fdstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þátt- arins, þó að höfundar óski nafn- leyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Margir sóttu borgarafund sem haldinn var um flutning Kjötmiðstöðvarinnar, en bréfritari er ekki sáttur við niðurstöðu hans, enda skoðanir skiptar um málið. Kjötmiðstöðin við Laugalækjarskóla íbúi við Laugalæk skrifar. Miðvikudaginn 6.6.’84 var hald- inn borgarafundur í Laugalækj- arskóla í Reykjavík. Fundarefnið var fyrirhuguð lóðarúthlutun til Kjötmiðstöðvarinnar á horni Laugalækjar og Sundlaugavegar. Sagt var að um 130 manns hefðu mætt á fundinn, mest kennarar nærliggjandi skóla. Eftir góða framsögn formanns skipulags- nefndar, Vilhjálms Þ. Vilhjálms- sonar, var orðið gefið laust. Margir stóðu upp og mæltu, allir sem töl- uðu voru á móti fyrirhugaðri út- hlutun á lóð til Kjötmiðstöðvarinn- ar. Mörg sjónarmið komu þar fram og voru menn jafnvel með barna- legar hótanir, en efst í huga þessa fólks var sú hætta, sem börnum okkar yrði búin, við aukna bílaum- ferð á horni Laugalækjar og Sund- laugavegar. Það er vitað mál að nokkur aukn- ing verður á bílaumferð, ef þarna verður staðsett verslun, en sú aukn- ing er ekki á þeim tíma sem að börn okkar fara í skóla og úr, svo skóia- börn koma lítið til með að finna fyrir þessari umferð. Til stendur að flytja Áfengis- verslun ríkisins frá Laugarásvegin- um, einnig er ætlunin að beina um- ferð frá Sundlaugavegi með lokun niður við Skúlatún. Það er því orðið álitamál hvort ekki verði minnkun á bílaumferð um þetta horn þrátt fyrir staðsetningu verslunar þar. Betrumbæta þarf aðstöðu gangandi vegfarenda á þessu horni, hvort sem verslun verður byggð þarna eða ekki, verði hún byggð er kjörið tækifæri að knýja fram endurbæt- ur. Talað var um á fundinum að um- ferðin yrði óleysanleg vegna bygg- ingar verslunar á þessu horni. Það sem yrði óleysanlegt vandamál er uppástunga sem kom frá einum ræðumanna um að stækka Kjöt- miðstöðina á núverandi stað. Þá fyrst yrði ringulreið í hverfinu, vegna þrengsla og þeirrar umferðar sem óhjákvæmilega yrði beint inn í mitt hverfið. Einhver minntist á hve hræðilegt það væri að fá kjötvinnslu þarna á hornið beint fyrir framan skólann, sem að kennarar þyrftu að hafa fyrir augunum daglega, annar sagði að borgaryfirvöld ættu að snúa sér að skorsteininum á Kletti og setja þar tappa í svo að við í Laugarnes- inu þyrftum ekki að finna fnykinn sem þaðan kæmi. En þessir sömu herramenn sem þetta sögðu ættu að kanna þá að- stöðu sem íbúar í nágrenni Kjöt- miðstöðvarinnar þurfa að búa við í dag. Ein afkastamesta kjötvinnsla landsins í fárra metra fjarlægð frá anddyrum íbúða þeirra, ásamt sorptunnum sem lykta svo, að fnyk- urinn frá Kletti virkar sem sætasti ilmur. Mikið var rætt um hina miklu samstöðu sem íbúar Laugarnes- hverfis höfðu sýnt um þetta mál, hvernig væri að sýna samstöðu með okkur nágrönnum Kjötmiðstöðvar- innar og fá hana færða út á horn út úr aðalíbúðabyggðinni þar sem hún er fáum til ama. Þeir aðilar sem staðið hafa á móti þessum fram- kvæmdum hafa notað öll brögð til þess að tala fólk til, en augljósasta dæmi þess er dreifimiði sá er bor- inn var í hús fyrir þennan fund. Það að flytja verslunina út á fyrrnefnt horn leysir mörg vanda- mál innan hverfisins, en skapar ekki nein ný vandamál. SIG6A V/öGA £ itLVtmi 6VENDUR fékk eitt RTKVÆ9I i RTKVÆÐR- GREIÐSLUNNI UMVlN- 5ÆLR5TR RTVINNUREK-J RNDR LRND8IN5 SNOTRA ÍSLENSKA METSÖLUVÉLIN Snotur - sterk - ódýr • Fáanleg m/ Aspera eoa B&S motor. • Stjómtækifyrirmótoráskaftinu. • Sterkur, ryöfrír stálskjöldur. • Stillanlegur hjólabúnaöur. • Klippir jafntog vel. , • Með og án grassafnara. i • Hægt að leggja saman. 1 • Fyrirferðalítil í geymslu og flutningum. • Olía fylgir, ásett. 'Va • Ábyrgðarskírteini fylgir hverri vél, ásamt leiðbeiningum um geymslu og Q meðferð. Aspera mótoraoeins kr. 10.980. B&S mótor aðeins kr. 11.659. Heildsala - Smasala 1 lá la mai nn Smiðjuvegur 30 E-gata. Kópavogur Sími 77066 Blacfburöarfólk óskast! Austurbær Lindargata 6—39 Óöinsgata Grettisgata 2—35 Vesturbær Bauganes Hávallagata Tjarnargata I og II & HÚSSTJÓRNARSKÓLINN HALLORMSSTAÐ býður upp á gistingu og morgunverö frá 29. júní—14. ágúst. Komiö og njótiö kyrröar og friöar á gróöursælasta staö Austurlands. Pöntunum veitt móttaka í síma skólans 97-1761. Einnig veröur tekið á móti pöntunum í símum 97- 1769 og 97-1781 fram til 29. júní.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.