Morgunblaðið - 28.06.1984, Side 47

Morgunblaðið - 28.06.1984, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 1984 47 l'lí^lillllll^lJ með okkur — sagði Michel Hidalgo, þjálfari Frakka Fri Jóni Karli Hdgaayni, fréttamanni Morgunblaösins i Paris, og AP „VIÐ HÖFÐUM nokkra heppni með okkur í leíknum og þaö er óhætt að segja að Spánverjar hafi gert okkur lífið leitt í leiknum," sagði Michel Hidalgo, þjálfari franska landsliðsins í knattspyrnu, eftir sigur liðsins í gærkvöldi. „Við sigruðum en lítum samt sem áöur ekki á okkur sem neinar hetjur.“ Hidalgo hættir sem landsliös- þjálfari eftir þessa keppni. Hann hefur veriö átta ár meö liöiö — þann tíma hefur þaö leikiö 75 landsleiki, unniö 41, gert 15 jafn- tefli og tapaö 19. Besti árangur Frakka þar til í gær var þriöja sæti í heimsmeistarakeppninni í Sví- þjóö áriö 1958, fyrir 26 árum. „Viö vorum talsvert áhyggjufullir í leikhléi — viö vorum í vandræö- um með leik okkar á vinstri helm- ingnum og urðum aö breyta leik- aöferöinni í seinni hálfleik. En ég var nú í rauninni aldrei verulega hræddur um úrslitin. Leikmenn mínir hafa mikiö sjálfstraust/ sagöi Hidalgo. „Sanngjörn úrslit“ Miguel Munoz, þjálfari Spán- verja, sagöi eftir leikinn, aö úrslitin heföu veriö sanngjörn, en „viö lék- um vel í fyrri hálfleik og fengum þá hættulegri marktækifæri. Arcona- da geröi herfileg mistök er Platini skoraöi, en mistök eru hluti af leiknum. Hann varöi nokkrum sinnum mjög vel í leiknum." Haukur hlaut tvenn brons- verðlaun HAUKUR Gunnarsson hlaut tvö bronsverðlaun á ólympíu- leikum fatlaðra í New York í gær: varö þriðji i 200 m. hlaupi og einnig í 400 m. hlaupi. Haukur keppir í flokki spast- ískra. Hann hljóp 200 metrana á 27,66 sek. sem er mjög góöur tími. Hann bætti sig mikiö — átti fyrir úrslitahlaupiö best tæpar 32 sekúndur. Hann náöi enn betri árangri í 400 m. hlaupinu. Þar hljóp hann vel undir gamla heims- metinu. Þaö var 1:02,87 mín., sett í undanrásum á leikunum, en fyrir leikana var heimsmetiö ríflega 1:04 mín. Haukur hlaut þriöja sætiö fyrir aö hlaupa á 1:02,32 mín. en Júgóslavi sigr- aði: hljóp á 1:01,31 mín. Haukur er einnig kominn í úrslit í 100 metra hlaupi. Úrslitahlaupiö fer fram á morg- un. SH. Styrjöld að Ijúka Þaö var eins og heimsstyrjöld heföi veriö aö Ijúka í gær, slík voru fagnaöarlætin á götum Parísar eft- ir leikinn í gærkvöldi. Vissulega var styrjöld aö Ijúka — styrjöldinni um Evrópumeistaratitilinn í knatt- spyrnu og Frakkar stóöu uppi sem sigurvegarar. Múgur og marg- menni safnaöist þá saman á Champs Elyseé-breiðgötunni og viö Sigurbogann, L'Arc de Triomphe. Þar þeyttu menn horn bíla sinna — þaö var langur flautu- konsert sem leikinn var í miöborg Parísar í gærkvöldi. Menn sungu sem mest þeir máttu og franski fáninn var ekki haföur í felum. Menn veifuöu honum óspart. Þaö er óhætt aö segja aö Frakkar hafi sýnt i gærkvöldi aö þeir eru ekki eftirbátar Itala í fagnaöarlátum. Mönnum er enn i fersku minni fagnaöarlæti á italíu er landsliö þeirra varö heimsmeistari fyrir tveimur árum og ekki voru lætin minni í gær. Gífurleg öryggisgæsla Fólk var byrjaö aö safnast sam- an fyrir utan Parc des Princes-leik- völlinn um hádegi í gær, en leikur- inn hófst kl. 20 aö staöartíma. Mest bar þar á Frökkum aö sjálf- sögöu — en þó sást einstaka Spánverji meö þjóöfána sinn aö vopnl. Gífurleg öryggisgæsla var viö völlinn, hreint ótrúlegur fjöldi lög- reglu- og öryggisgæslumanna á svæðinu. Frakkar höföu ekki áhuga á neinum uppþotum. Skilj- anlega. __ sH. MorgunDiaoio/aimamyno ak • Michel Platini, fyrirliði Frakka, hampar Evrópubikarnum é Parc des Princes-leikvanginum { París í gærkvöldi. Til vinstri mé sjé Francois Mitterand, forseta Frakklands. Platini varð markahæsti leikmaður úr- slitakeppninnar — skoraöi niu mðrk í fimm leikjum, sem er frébær érangur. w Hræóilegt áá — að fá á sig svona mark í úrslitaleiknum, segir Arconada FRAKKAR urðu Evrópumeistarar í knattspyrnu í gærkvöldi er þeir sigruöu Spénverja 2:0 í úrslitaleik Evrópukeppni landsliöa é Parc des Prince-leikvanginum í París. Michel Platini, fyrirliði franska liösins, ruddi brautina til sigurs er hann skoraöi fyrra markið á 50. mín. og Bruno Bellone geröi síöara Um 300 manns á völlum GR f fyrradag fór fram í Grafarholti Minolta Million-mótið, sem Júlíus P. Guðjónsson, umboðsmaður Minolta-myndavéla é íslandi stóö að. Mótiö var fjölmennasta golfmót sumarsins til þessa eða 147 þétttakendur. Verölaun voru hin veglegustu eöa vandaöar myndavélar af Minolta-gerö. Úrslit uröu sem hér segir: 1. Hafþór 2. Jón Örn 3. Björn Ólafsson 84—24=60 Sigurösson 76—11=65 Karlsson 83—17=66 GR nettó GR nettó GK nettó 4. Árni Óskarsson GOS 89—23=66 nettó Besta skor: Magnús Jónsson GS 72 högg. Veður var hiö besta og fór mótiö vel fram í alla staöi. Sennilega metdagur hjá Golfklúbbi Reykjavíkur í fyrradag hvaö varöar leikandi fólk á völlum klúbbsins í Grafarholti og aö Korpúlfsstööum. í Grafarholti léku 147 keppendur í Minolta Million. Fyrir mótiö og eftir þaö léku um 60 kylfingar i Grafar- holti og nálægt 90 kylfingar komu aö Korpúlfsstööum. Léku þannig tæplega 300 manns á völlum klúbbsins í fyrradag sem þætti góð aösókn hjá hvaöa íþróttafélagi sem er, jafnvel þótt um margar greinar íþrótta væri aö ræöa. markiö er komiö var fram yfir venjulegan leiktíma. Platini, markahæsti maður keppninnar með níu mörk úr fimm leikjum, var kjörinn besti leikmaö- ur keppninnar af íþróttafrétta- mönnum — eftir úrslitaleikinn í gærkvöldi. Platini skoraöi beint úr auka- spyrnu rétt utan vítateigs. Luis Arconada, hinum þrítuga mark- veröi og fyrirliöa Spánverja, sem lék í gær sinn 60. landsleik, uröu á hrapalleg mistök. Hann varöi skot Platinis en missti knöttinn síöan á óskiljanlegan hátt undir sig og inn fyrir marklínuna. „Þaö er stórkost- legt aö vinna bikarinn, en ég er engan veginn nógu ánægöur meö leik okkar í kvöld. Viö náöum ekki að sýna okkar besta." Spánverjar voru betra liöiö í fyrri hálfleiknum og fengu tvö góö marktækifæri í þeim síöari, en náöu aldrei aö koma boltanum í netiö. „Þaö er ólýsanlega niöurdrep- andi aö fá á sig slíkt mark í úrslita- leik Evrópukeppninnar," sagöi Arconada eftir leikinn. „Hræöilegt. Ég var vel staösettur til aö verja skotiö og ég muna aldrei geta út- skýrt hvers vegna í ósköpunum ég missti bölvaöan boltann úr hönd- unum," sagöi hann. Frakkar léku einum færri siö- ustu fimm mínútur leiksins — tékkneski dómarinn Vojtek Chris- tov rak Yvon Le Roux af velli fyrir gróft brot. Eftir mikla pressu Spánverja síöustu mínúturnar náöu Frakkar skyndisókn þegar komiö var fram yfir venjulegan leiktíma — Jean Tigana átti frá- bæra sendingu inn fyrir vörn Spánverja á Bruno Bellona, sem lék inn á teig og lyfti boltanum glæsilega yfir Arconada markvörö, sem kom út á móti, og í netiö. Gleði Frakka var geysileg. Evrópu- meistaratitilinn var í höfn — fyrsti sigur Frakka á stórmóti í knatt- spyrnu. Ellert einn af varafor- setum UEFA ELLERT B. Schram, formaöur KSÍ, var í fyrradag kjörinn vara- forsetí Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, é érsþingi þess í Parts. Kjöriö er aö sjálfsögöu mikill heiöur fyrir Elert svo aö íslenska knattspyrnu. Varaforsetar UEFA eru þrír. Ellert átti sem kunnugt er áöur sæti í UEFA-stjórninni — og á þar vitanlega sæti enn sem vara- forseti. I sumar- bústaðinn og ferðalagið: Björgunarvesti ÁRAR — ÁRAKEFAR BÁTADREKAR, KEÐJUR. Handfæravindur MED STÖNG Sjóveiðistengur MED HJÓLI. ÖNGLAR, PILKAR, SÖKKUR. SILUNGANET UPPSETT BLÝ- OG FLOTTEINAR. • VATNA- OG INN- FJARÐARBÁTAR úr trefjagleri 9 og 14 fet. VIDLEGUBAUJUR. SÚOHLÍFAR, MARGAR ST. VÆNGJADÆLUR, BÁTADÆLUR. • Garðyrkjuáhöld ALLSKONAR. ORF, LJÁIR, LJÁBRÝNI. HEYHRÍFUR. GRASKLIPPUR. GARÐSLÁTTUVÉLAR. • Handverkfæri ALLSKONAR. RYOEYÐIR — RYÐVÖRN. • Bátalakk og málning FERNISOLÍA, VIÐAROLÍA. HRÁTJARA. CARBÓLÍN. BLAKKFERNIS. PLASTTJARA. PENSLAR, KÚSTAR. Utigrill GRILLTENGUR — GAFFLAR. VIÐARKOL — Gasferðatæki STEINOLÍA, 2 TEG. PLASTBRÚSAR. MINKAGILDRUR MÚSA OG ROTTUGILDRUR STILL-LONGS ULLARNÆRFÖT NÆLONSTYRKT DÖKKBLÁ FYRIR BÖRN OG FULLORDNA SOKKAR MEÐ TVÖFÖLDUM BOTNI REGNFATNAÐUR KULDAFATNAÐUR VINNUFATNAÐUR VINNUHANSKAR KLOSSAR GÚMMÍSTÍGVÉL ÖRYGGISSKÓR FERÐASKÓR SPORTSKÓR ANANAUSTUM SÍMI 28855 Opiö föstudaga til kl. 7.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.