Morgunblaðið - 28.06.1984, Qupperneq 48
OPIÐALLA DAGA FRA
KL. 11.45-23.30
ÁuSTURSTRÆI 22
INNSTRÆTI, SIMI ' 1633
„Bond-
þyrlan“
í sjúkra-
flutningum
ÞYRLA sú sem bresku
kvikmyndagerðarmennirnir á
Jökulsárlóni á Breiðamerkursandi
nota við gerð James Bond-mynd-
arinnar „A View to a Kill“ sótti í
gærkvöldi slasaðan mann á Krist-
ínartinda í Skaftafelli. Hafði mað-
urinn ökklabrotnað. Hann var
fluttur á Höfn í Hornafirði til
læknismeðferðar.
Að sögn Svanhildar
Jóhannesdóttur, landvarðar,
gerðist óhappið um fimmleytið.
Samfylgdarmaður hins slasaða
fór þá niður í stöð landvarða til
að sækja hjálp og sneri brátt
aftur á Kristínartinda ásamt
þremur mönnum frá Skaftafelli,
en þangað hugðust þeir bera
hinn slasaða.
Til hins slasaða var komið eft-
ir tvo tíma, en þessi ganga tekur
hátt í fjóra tíma. Svanhildur
sagði að hugmyndin um að leita
eftir aðstoð þyrlunnar hefði
komið til þar sem örðugt væri að
bera slasaðan mann niður bratt-
ann, ekki síst þar sem víða væru
krákustígar. Landverðir Nátt-
úruverndarráðs í Skaftafelli
hefðu vitað um þyrluna og hefði
hún náð sambandi við búðirnar
við Jökulsárlón. Beðið var um
aðstoð og var það auðsótt mál.
Kom flugmaðurinn, Mark Wolff,
um kl. 20.00 á Kristínartinda.
AUSTURSTRÆTI22
INNSTRÆTI, SÍMI 11340
FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR.
VeKtmannaeyjum, 27. júní.
RÚMLEGA eitt þúsund manns taka þátt í tveimur umfangsmiklum
mótum æskufólks hér þessa dagana. Auk þess verður hér á ferð fjöldi
innlendra og erlendra ferðamanna, eins og verið hefur um hverja
helgi í sumar. Útlit er fyrir að hingað komi fleiri ferðamenn í sumar
en áður.
í dag komu hingað um fjögur hundruð ungir knattspyrnumenn frá
Símamynd Mbl./Skúli.
19 félögum víðs vegar af landinu. Keppt verður frá morgni til kvölds
frá fimmtudegi til sunnudags og á myndinni sjást tveir ungir kappar
undirbúa sig fyrir setningarathöfnina í gærkvöldi.
Á morgun kemur svo annar hópur hingað með Herjólfi, um 600
skátar af Suðvesturlandi.
- hkj.
/
MorminblaAiú/ RAX.
Kal á Hólsfjöllum
Benedikt Sigurðsson bóndi í Grímstungu á Fjöllum sýnir Ijósmyndaran-
um arfahrúgu í kaltúni en eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu eru
tún á Hólsfjöllum illa kalin.
Sjá: „Ottast að byggðin grisjist...“ á miðopnu blaðsins í dag.
Fundur íslendinga og Alcan:
Samningsgerð vegna
álvers rædd nyrðra
Aknrovri 97 mní
Akureyri, 27. júní.
AÐALFORSETI og framkvæmda-
stjóri kanadíska fyrirtækisins Al-
can áttu í dag viðræður við stjórn
Iðnþróunarfélags Eyjafjarðarsvæðis-
ins og bæjarstjóra Akureyrar, Helga
M. Bergs, um byggingu álvers við
Eyjafjörð, sem fyrirtækið hefur sýnt
áhuga á að reisa þar. Einnig sátu
fundinn fulltrúar stóriðjunefndar og
Landsvirkjunnar.
Sámkvæmt upplýsingum sem
Morgunblaðið hefur aflað sér var
á fundinum rætt um gerð samn-
ings um byggingu álverksmiðju á
íslandi, en að svo stöddu ekki rætt
um staðsetningu hennar, og er
ákvörðunar í því efni fyrst að
vænta haustið 1985. Mun það m.a.
vera haft í huga að bíða niður-
stöðu mengunarrannsókna sem
fram fara á Eyjafjarðarsvæðinu í
sumar. Þá mun hafa verið ákveðið
að halda annan fund í haust, þar
sem til umræðu verður orkuverð
það sem kanadíska fyrirtækið
mun greiða verði af samningum.
Um það atriði var ekki rætt á
fundinum í dag. G.Berg.
Framkvæmdasjóðiir:
9 milljóna hluta-
fé í Stálfélagið
STJÓRN Framkvæmdasjóðs sam-
þykkti á fundi sl. mánudag að gerast
hluthafi í Stálfélaginu að vissum
skilyrðum uppfylltum. Að sögn
Kristins Siemsen, framkvæmda-
stjóra sjóðsins, nemur hlutafjárlof-
orðið 9 milljónum króna en alls
verður hlutafé Stálfélagsins 30 millj-
Krefjumst ekki fiskveiðiréttinda
— segir utanríkisviðskiptaráðherra Portúgals í samtali við blm. Morgunblaðsins
Limabon, 27. júní, frá Jóhönnu KristjónsdóU-
ur blm. Mbl.
„ÞAÐ hefur aidrei komið til tals að
krefjast fískveiðiréttinda af íslend-
ingum, okkur er vel kunnugt um
hvað íslendingar glíma við mikla
erfiðleika á því sviði nú,“ sagði Al-
var Barreto, utanríkisviðskiptaráð-
herra Portúgal, í samtali við blaða-
mann Morgunblaðsins í Portúgal í
gær.
Ráðherrann kemur í opinbera
heimsókn til fslands 9. júlí næst-
komandi og eitt helsta umræðu-
efni hans við íslenska ráðamenn
verður væntanlega sú ákvörðun
Portúgala að setja 12% innflutn-
ingstoll á saltfisk frá fslandi í stað
3%, sem verið hafa í gildi frá 1974.
Um það atriði segir ráðherrann
meðal annars, að vonandi tækjust
samningar við fslendinga sem
gerðu Portúgölum kleift að halda
3% tollinum. „Við viljum ekki
liggja undir því að við mismunum
fslendingum eða brjótum EFTA-
lög. Við erum að setja aftur á
skatt, sem hafði lagagildi, en var
síðan felldur tímabundið niður
eftir 1974 og við gerum þetta af
þeirri nauðsyn, sem blasir við
hverjum þeim sem vill kynna sér
máiin af sanngirni," sagði Barr-
eto.
Sjá nánar á mióopnu.
Skilyrðin sem Stálfélagið verð-
ur að uppfylla eru að framtíðar-
lántökur þess séu tryggar og að
viðskiptabanki sé fyrir hendi. Þá
verður einnig að safnast nægilegt
hlutafé annars staðar o.fl.
Framkvæmdastjóri Stálfélags-
ins, Friðrik Daníelsson, vildi ekk-
ert segja um þá fyrirvara sem
Framkvæmdasjóður hefur sett,
þegar blm. Morgunblaðsins hafði
samband við hann í gær. „Málefni
Stálfélagsins eru á mjög við-
kvæmu stigi og ekki rétt að ræða
þau á opinberum vettvangi, sagði
Friðrik að lokurn."