Morgunblaðið - 29.06.1984, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.06.1984, Blaðsíða 5
37 0iV 'X’JC .'£ . V.V '?■'f\ 'Oft*. V,'.',:VOV MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 1984 Sannanir um að kóiestról sé lífshættulegt kalla á breyttar og bættar matarvenjur. MÁ BORÐA JÁ MÁ EKKI BORÐA NEI MJÓLK Undanrenna Léttmjóik Létt jógúrt MjÓlK Rjómi Gervirjómi EGG Hvitan eftir vild Rauöan, minna en 3 á viku KJÖT Magurt, öll fita skorin burt. Nauta- kálfa-, svína- og lambakjöt í hófi — Kjúklingar og kalkún án húöar Pylsur, bjúgu, bacon, húöin á kjúklingum Allt feitt kjöt FISKUR Allur magur fiskur OSTUR Magur ostur, kotasæla og léttostar Ostar úr mjólk - rjómaostur KARTÖFLUR Kartöflur Franskar eöa tilbúnar kartöflur GRÆNMETI Allt grænmeti án mettaörar fitu Grænmeti meö smjöri rjóma eöa annarri fitu ÁVEXTIR Allir ávextir, ferskir, frosnir, þurrkaöir og ávaxtasafi Ávextir í sætum vökva BRAUÐ Allt gróft brauö og kex Hvítt, sætt brauð og kökur Já, listinn stuölar aö betri heilsu. Muniö aö viö erum þaö sem viö boröum. ur erindi, sem vert er að geta hér til frekarí skýringa á þessari stefnubreytingu í mataræöi. Dr. W. Virgil Brown er formaöur þeirrar nefndar innan hjartavernd- arsamtakanna bandarísku, sem fjallar sérstaklega um næringu. Hann sagði m.a. í ræöu sinni, sem aöallega fjallaöi um þaö hvaö stendur á bak viö tölurnar, sem sífellt er vitnaö til: „Ef kólestról í blóöi sjúklings er iækkaö niöur í 200 mg á hvern desilítra, er þaö trú okkar að sá matarkúr, sem honum var ráðlagö- ur af hjartaverndarsamtökunum, hafi skilað árangri. Viö getum ekki sagt viö hann aö nú sé hann heil- brigöur. Sjúklingurinn verður aö láta mæla kólestrólmagniö í bióöi sínu a.m.k. á fimm ára fresti. Viö vitum aö kólestrólmagniö eykst meö aldri og svo geta fjölmargir þættir haft áhrif á þaö. Hvaö þá meö þá, sem hafa kól- estról yfir 200? Þeir þurfa frekari rannsókna og leiöbeininga viö. Nauösynlegt er aö mæla blóðfit- una, og þá einkum hlutfall LDL, „vonda hluti kólestrólsins" (low- density lipoproteins), sem er aðal- vandræöagemlingurinn, og hins vegar HDL, „góöa hluta kólestróls- ins" (high-density lipoproteins), sem vinnur gegn LDL. Þeir ein- staklingar, sem eru meö LDL undir 100, eru í lítilli hættu. Þetta hefur komiö í Ijós í ýmsum löndum þar sem í Ijós hefur komiö aö sé LDL undir 100 er lítið um hjarta- og æöasjúkdóma. Þetta er alveg óháö HDL. Viö vitum einnig aö ein- staklingar meö LDL yflr 200 eru i mikilli hættu þó HDL-þátturinn sé einnig hár. Þeir, sem þannig er ástatt um, ættu og aö fá meö- feröaráætlun. HVAÐ MED 90% ÞJÓDARINNAR, SEM HEFUR LDL MILLI 100 OG 200? Tölfræöilegar upplýsingar sýna okkur aö þeir, sem falla innan hlut- fallsins 2 (þ.e. hafa tvisvar sinnum meira LDL en HDL), eru í mjög lítilli hættu. Þeir sem falla innan hlut- fallsins 2 og 3 eru í lítilli hættu, og er nægjanlegt, aö þeir dragi úr neyslu kólestróls og mettaörar fitu. Hættan eykst mjög á bilinu 3 og 5. Þessi hópur, sem er um 25—30% bandarísku þjóöarinnar, þarf aö breyta mataræöi sínu, en er aö auki sérstaklega áminntur um hættur samfara því aö kólestról- magniö fari yfir 100 milligrömm á dag. Um 10% þjóöarinnar eru í mikilli hættu. Ef ekki verður árangur hjá þeim eftir nokkra mánuöi á breyttu fæöi er nauösyniegt aö beita lyfj- um. Fyrir alla, sem fara upp fyrir 200, og hafa hlutfall LDL-HDL SJÁ NÆSTU SÍÐU Samstada fékk hjálp lögreglu Varaji, Póllandi, 27. júni. AP. í FRÉTTABRÉFI frá Samstöðu í Póllandí segir að lögreglumenn hafi útvegaö samtökunum prentblek, sem gert var upp- tækt í árás lögreglunnar á útgáfustað leynisamtaka í Varsjá. Sambönd Samstööu innan lögreglunnar sýna útbreiöslu hreyfingarinnar, þrátt fyrir ólög- mæti hennar. Ekki er vitaö hvaö margir lögreglumenn eru í hreyf- ingunni. Alþjóölega vinnumálastofnunin hVatti pólsk yfirvöld í dag til aö sleppa lausum þeim verkalýös- mönnum sem í haldi eru. Einnig hvatti stofnunin yfirvöld til aö efna til hlutlausrar rannsóknar á moröum verkamanna, sem fram- in voru á dögum heriaganna og endurlífga lýöræöi t Póllandi, til aö koma þjóöinni út úr þeim ógöngum sem hún er í. Þessi tilmæli vinnumálastofn- unarinnar eru birt í skýrslu sem byggö er á árslöngum rannsókn- um sérstakrar nefndar þar sem Jaruzelski hershöföingi er hvattur til viöræöna viö verkalýösfélögin, þar með talin Samstaða. Skýrsl- an var unnin án samvinnu pólsku stjórnarinnar og birt þrátt fyrir hótun hennar um aö segja Pól- land úr vinnumálastofnuninni, ef svo yröi gert. Skýrslan er talin sú róttækasta sem SÞ, eöa stofnun innan þeirra, hefur sent frá sér síöan Samstaöa var stofnuö árið 1980. Samstaöa tilkynnti aö ákvörö- un samtakanna um aö taka ekki þátt í kosningunum 17. júní sl. heföi verið mjög árangusrík og tölur sýndu aö um 40% af kosn- ingabæru fólki í Póllandi heföi tekiö fordæmi þeirra um aö kjósa ekki. Samstaöa sakaöi yfirvöld um aö hafa falsaö þátttökutölur í kosningunum, en Jerzy Urban, talsmaöur stjórnarinnar, neitaöi því alfariö. Tveir pólskir útlagar, sem tóku þátt í yfirtöku pólska sendiráös- ins í Bern í Sviss áriö 1982, kom- ust undan yfirvöldum þar í landi og eru sagöir dvelja í grennd viö Múnchen í V-Þýskalandi. Tveir aörir Pólverjar, sem einnig tóku þátt í yfirtöku sendiráösins, eru enn í haldi i Sviss og afplána þar þriggja og sex ára fangelsisdóm. þykkum trimmgöllum meö hettu, sem hægt er aö setja upp þegar viörar sérstaklega illa. Arnar sagði okkur aö þegar hann og félagar hans heföu veriö aö æfa tennis síöastliöinn vetur á útiveili, þá heföu þeir útbúiö sér lopahólk utan um höndina þannig aö hægt væri aö halda á spaöan- um en jafnframt skýla hendinni. Þannig getur þetta verið, þegar veriö er aö taka upp útlendar íþróttir, sem ekki eru alveg sniönar að aöstæöum, en hver fæst um þaö, þegar eins skemmtileg íþrótt er í boöi og tennis. Viö ræddum viö nokkra tennisáhugamenn um íþróttina. „Viö byrjuðum aö æfa síöastliö- iö haust í Þrekmiöstöðinni í Hafn- arfiröi, en fluttum okkur yfir í TBR, vegna þess aö viö búum í Reykja- vík. Viö æfum 2—3 í viku og sem oftast, þegar vel viörar. Síöast- liðinn vetur spiluöum viö fram í nóvember, viö gölluðum okkur bara vel upp," sögöu þeir Bjarni Þóröarson og Ásbjörn Björnsson, sem voru aö æfa sig á vellinum. — Hvar kynntuat þid tennia7 „Ég byrjaöi aö spila tennis í Hollandi, þar sem ég vann,“ sagði Bjarni. „Ég haföi bara séö tennis í sjónvarpinu áöur en ég byrjaöi aö spila, en mig haföi alltaf langaö til aö prófa áöur en ég byrjaöi," sagöi Ásbjörn. — Er hægt ad apila tennia í rigningu eina og nú er? „Þaö er allt i lagi þó aö þaö sé svolítill suddi, en þaö má ekki vera úrhelli því boltinn veröur leiöin- legur þegar hann blotnar aö ráði.“ — En gjólan? „Þaö gerir ekkert tii þó þaö sé svolítil gola, því aö boltinn er þaö þungur." — Hvernig finnat ykkur aö leika tennia? „Þaö er mjög gaman. Tennis krefst nokkurrar tækni og maður er alltaf aö læra eitthvaö nýtt. Þeg- ar maöur fer aö hafa meira vald á slögunum þá fer maöur aö geta leikiö sér til hita, þaö veröur ennþá meira gaman!" Viö hittum líka fyrir þá Gísla Baldur Garöarsson og Skarphéöin Þórisson, sem báöir kváöust hafa byrjaö aö leika tennis á Flórída, þar sem þeir voru í leyfi. „Ég fyrir þrem árum," sagöi Skarphéðinn, — „og ég fyrir einu ári,“ sagöi Gísli Baldur. Þrátt fyrir þaö erum viö byrjendur bættu þeir viö. Viö byrj- uöum á þessu, því viö nenntum ekki aö hanga í sólbaöi allan dag- inn, svo er þetta ágætt fyrir aum- ingja eins og okkur, þetta er hæfi- leg hreyfing, viö getum sjálfir ráöiö „tempóinu“. „Einn af þeim kostum sem ég sé viö tennis er aö hann er keppnis- iþrótt, sem hefur fólgna í sér spennu, sem þarf til aö halda áhuganum vakandi," sagöi Gísli Baldur. — En veöriö? aegir biaöamaö- ur og bendir upp í himininn, þaö- an aem æ fleiri regndropar detta. „Við höfum spilaö í rigningu fyrr og þaö er allt í lagi, rokið truflar meira. Ég hélt lengi vel aö ekki væri hægt aö spila tennis á ís- landi," sagöi Skarphéðinn, en nú sé ég aö þaö er ekki rétt. — Þiö ætliö aö halda ifram ... „Við erum búnir aö leigja einn völl í heilt ár, svo hingaö förum viö hvernig sem viörar."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.