Morgunblaðið - 29.06.1984, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.06.1984, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 1984 51 „Myndbandaleigur í Reykja- yfk hafa sprottió upp eins og gorkúlur á mykjuhaug. Ef rúntað er um Reykjavík má sjá myndbandaieigu á næst- um öðru hverju götuhorni. Þetta bendir til þess að myndbandanotkun sé orðin töluvert almenn, en traustar upplýsingar um útbreiðslu myndbandstækja og notkun þeirra skortir enn. Tilraun var þó gerð síðastliðið vor til að ráða bót á þessu, er hópur níundubekkinga í______ Fellaskóla gerði könnun á þessu meðal félaga sinna og framkvæmdi hana undir leið- sögn kennara síns, Sigrúnar Halldórsdóttur. Við undir- búning var leitað aðstoðar Þorbjarnar Broddasonar, dósents við félagsvísinda- deild Háskóla íslands. Er útbreiðsla myndbandatækja meiri á íslandi en í flestum öðrum löndum — Sagt frá niöurstödum könnunar, sem hópur níundubekkinga Fellaskóla geröu á útbreidslu og notkun myndbanda. Könnunin var framkvæmd á skólaárinu 1982—83 Könnunin fór þannig fram, aö stuttur skriflegur spurn- ingalisti var lagöur fyrir 815 nemendur úr öllum árgöngum skólans, en þeir eru á bilinu 6—15 ára. Spurningalistinn fjallaöi um notkun þeirra á myndbandatækj- um. Frumniöurstööur hennar, sem nemendur töldu saman og unnu sjálfir, birtust í skólablaöi Fella- skóla Grýlusporti þá um voriö. Hins vegar þótti full ástæöa til aö til aö tölvuvinna svörin, bæöi til þess aö fá nákvæmari niöurstööur og eins til aö geta gert ítarlegri greiningu á svörunum. f útvarpserindi, sem Þorbjörn Broddason hélt um þetta efni, sem hann og Elías Héöinsson lektor viö HÍ unnu, sagöi hann meöal annars, aö þeir teldu aö niöurstööur könn- unar níundubekkinga í Fellaskóla, svo langt sem þær næöu, gefa haldgóöa vísbendingu um þróun og umfang myndbandanotkunar meöal íslenskra ungmenna. Barnafjölskyldur aö jafnadi fyrstar til að eignast myndbands- tæki Gluggum örlítið í niöurstöur könnunarinnar. Þar kom meöal annars í Ijós, aö á heimilum þriöj- ungs þeirra ungmenna, sem tóku þátt í könnuninni, er myndbands- tæki aö finna. Sögöu þeir Þorbjörn og Elías í erindi sínu, aö ef önnur hverfi í Reykjavík og aörir lands- hlutar væru eitthvaö líkir þessu væri óhætt aö slá því föstu aö út- breiösla myndbandatækja sé meiri á íslandi en í flestum öörum lönd- um heims. Sögðu þeir jafnframt aö hafa þyrfti í huga aö Fellahverfi er mikið barnahverfi, en rannsóknir erlendis hafa einmitt leitt í Ijós aö barnafjölskyldur eru aö jafnaöi fyrstar til aö koma sér upp mynd- bandstækjum. Viö þetta bættist í mörgum tilvikum aögangur aö kapalkerfi. Þessi kerfi væru sum stór í sniöum en önnur næöu aö- eins til örfárra íbúöa. Aö hluta til væri þetta séríslenskt fyrirbæri, en þó þekktust kapalkerfl í mismun- andi geröum víöa um lönd. í um- ræddri könnun kom fram, aö yfir 50% ungmennanna hafa aögang aö kapalkerfi. Tvær og hálf mynd á viku aö meöaltali Þorbjörn og Elfas sögöu, aö þessi mikla útbreiösla mynd- bandatækninnar gæfi ótvírætt til kynna aö notkun hennar værl orð- inn liöur í daglegri tilveru mikils fjölda ungmenna, enda sýndi þaö sig, aö aöspurðir kváöust 70% þessara ungmenna horfa á mynd- band einu sinni í viku eöa oftar. Allur hópurinn horföi til jafnaöar á tvær og hálfa mynd af myndbandi í hverri viku. Ef einungis er lltiö á þann hóp, sem segist nota mynd- bönd veröur meöaltaliö þar nær þremur og hálfri mynd á viku. En aö baki slíkum heildarmeöal- tölum leynast hins vegar æöi ólík mynstur. Kom meðal annars fram í könnuninni, aö drengir í öllum ald- ursflokkum horfa mun meira en stúlkur. Og af þeim sem horfa mjög mikið á myndbönd, þá sagö- ist um þaö bil fjóröungur drengj- anna horfa sem næst daglega á efni af myndböndum. En innan viö fimmtungur stúlknanna sagöist horfa svo oft á myndbönd. Ungmenni,sem geng- ur illa í skóla er lík- legra til aö leita á náöir myndbanda Líkt og komiö hefur í Ijós í sjón- varpsrannsóknum erlendis, reynd- ist myndbandanotkunin ná há- marki í kringum 12 ára aldur. Meö- al þeirra, sem horfa tiltölulega mik- iö má finna fámennan, haröan kjarna, sem horfir jafnvel á margar myndir daglega. I heildarhópi þeirra 815 barna og unglinga, sem tóku þátt í könnuninni, voru 25, sem kváöust horfa á 12 myndir eöa fleiri af myndböndum í viku hverri. Sögöu þeir félagar í ~út- varpserindi sínu, aö þessi hópur væri vissulega ekki stór hlutfalls- lega, en þeir tóku fram, aö þaö gætti nokkurrar óvissu um áreiö- anleika svara, en teldu eigi aö síö- ur Ijóst, aö myndböndin ættu sér sína öfganotendur, ekki síöur en aörir fjölmiölar. Meginsérstaöa öf- gahóps myndbandanna borið saman viö öfgahópa kvikmynda og sjónvarps, fælist hins vegar í því aö notendur myndbandanna eru nær engum háöir, hvort heldur um efnisval eöa efnismagn. Sögöu þeir, aö öfganotkunin ein sér fæli í sér skaövænleg áhrif þar sem hún leiddi til likamlegrar ofþreytu og ofreynslu tiltekinna skilningarvita, en þar viö bættist aö hún gengi út yfir allar aörar athafnir, sem ung- menni gætu eytt vökustundum sín- um í, svo sem skólanám. Kom fram í erindi þeirra, aö bæöi inn- lendar og erlendar rannsóknir hefóu leitt í Ijós beint samband milli mikillar sjónvarpsnotkunar og slaks árangurs i skóla. En of mikil einföldun væri aö segja, aö mikil fjölmiölanotkun væri orsök slakrar skólaframmistööu, því unglingarnir sjálfir ákveöa í eigin hópi hvort og meö hvaða hætti þeir nota myndbandstæki, og því ekki hægt aö segja aö þeir séu viljalaust verkfæri fjölmiöilsins. Þvert á móti sýndu þessi ung- menni ákveöinn vilja þar sem þau skipuleggja myndbandanotkunina, bæöi hvaö varóar efnisinnihald og allar notkunarkringumstæöur. Hér væri því komin ein mikilvæg rök- semd fyrir því að hinn slaki skóla- árangur stafi ekki endilega af mik- íllí myndbandanotkun, heldur sé orsakasamhengiö þveröfugt, þ.e. aö ungmenni, sem gengur illa í skóla leiti á vit myndbandanna og finni þar viöunandi valkost í staö illbærilegrar skólatilveru. i raun só því um víxlverkun aö ræöa, sem leiði til þess, þegar illa tekst til, aö barniö eöa unglingurinn lendir i vitahring þar sem illt gengi í skóla og ofnotkun myndbanda magna hvort annaö á víxl. Umtalsveröur fjöldi barna og unglinga horfa á ofbeldis- og klámmyndir, sem bannaöar hafa veriö í öörum löndum. Eins og áöur segir, þá hefur myndbandatæknin þá sérstööu boriö saman viö aörar tegundir fjölmiölunar, aö hún veitir notend- um mjög mikiö valfrelsi um þaö efni, sem horft er á. En er um raunverulegt valfrelsi aö ræöa, spyrja ýmsir, sem kynnt hafa sér þaö framboö sem er á mynd- bandaleigunum hér á landi? Nei, segja sumir og benda á aó fram- boöiö á myndum setji þessu val- frelsi vissar skoröur og marki þannig notkuninni ákveöin farveg. Já, segja aörir og benda á aö úrval mynda og gæöa þeirra, sé sífellt aö aukast. En hvernig hafa notendur hag- nýtt sér þetta frelsi, spyrja þeir Elí- as og Þorbjörn? Um þetta segja þeir orörétt: „Margir hafa oröiö til aö benda á aö börn og unglingar hafi viö núverandi aðstæöur kom- ist yfir efni, sem á engan hátt sé viö hæfi óharönaöra einstaklinga eöa nokkurra annarra ef út í þaö er fariö. Niðurstööur erlendra rann- sókna bæöi breskra og norrænna, sýna fram á notkun barna og ungl- inga á vafasömu efni á myndbönd- um. Þótt ætiö sé gagnlegt aö líta til þess, sem gerist í nágrannalönd- um okkar, er vafasamt aö heim- færa niöurstööu frá öörum löndum ómeltar upp á íslenskar aöstæður, því engin erlend rannsókn, hversu góö sem hún kann aö vera, getur komiö í staö innlendra rann- sókna.“ Könnun 9 bekkjar Fellaskóla í einu fjölmennasta skólahverfi í Reykjavík, leiddi í Ijós aö efnisval íslensku skólanemanna var furöu- líkt því sem kom fram í hinum er- lendu rannsóknum. Umtalsveróur fjöldi þessara ungmenna reyndist horfa á ofbeldis-og klámmyndir af því tagi, sem vakiö hafa ugg ábyrgra aöila í öörum löndum, svo notuö séu orö þeirra Elíasar og Þorbjarnar. Rúmur fimmtungur allra svarenda eöa 22% 6-15 ára, telur klámmyndir meöal þess efnis, sem þeir horfa helst á og nær helmingur þeirra eöa 40% segist horfa á hryllingsmyndir, sem flokk- ast undir ofbeldisefni. Áhugi á efni sem þessu er, eins og gera má ráö fyrir, mismikill innan hóps, sem spannar aldursbiliö milli 6—15 ára, og kemur fram í könnuninni aö greinilegur munur er á drengj- um og stúlkum i þessu efni. Til dæmis horfa sárafáar stúlkur á al- drinum 6-9 ára á ofbeldismyndir eöa 12%, en allur þorri 14-15 ára stúlkna, þeirra sem á annaö borö horfa á myndbönd, tilgreina ofbeldismyndir, meöal þess efnis, sem þær horfa helst á eöa 74% stúlknanna. i þessum aldurshópi stúlkna skáka ofbeldismyndirnar öllu ööru efni. Hjá drengjunum vex áhuginn á ofbeldisefni einnig meö hækkandi aldri, en sveiflurnar eru minni hjá þeim. Viö 6—9 ára aldur tilgreína yfir 40% drengja slíkar myndir. Viö úrvinnslu könnunar- innar var svarendum skipt í tvo hópa, annarsvegar þá sem sögö- ust horfa á myndbönd sjaldnar en þrisvar sinnum í viku, og hins veg- ar þau sem segjast horfa þrisvar sinnum eöa oftar. Má til aögrein- ingar kalla þessa hópa hánotkun- arhópa og lágnotkunarhópa. Síöan var kannaö hvaöa myndsmekk þessir hópar heföu. Kom f Ijós aö hánotkunarhópurinn tilgreindi til jafnaöar ofbeldisefni tvöfalt oftar en lágnotkunarhópurinn. Má nefna, aö í hópi 6—9 ára barna tilgreina 50% hánotkunarhópsins ofbeldismyndir, en einungis 17% lágnotkunarhópsins. Þegar komiö er upp í 12—13 ára aldur hefur áhuginn á þessu efni aukist, þá til- greina 80% hánotkunarhópsins og 42% lágnotkunarhópsins ofbeldis- efni. Notendur ofbeldisefnis er með öörum oröum einkum aö finna á meöal þeirra, sem horfa mjög mikiö á myndbönd. Getur þú nefnt nöfn þeirra mynda, sem þú sást í videói í síö- ustu viku? var ein af spurningun- um á listanum. Kenndi margra grasa hjá þessum 815 svarendum og listinn yfir myndirnar langur, en á honum er aö finna allmargar þeirra mynda sem valdiö hafa þyngstum áhyggjum meöal þeirra, sem fylgst hafa meö þessum mál- um og eru jafnvel bannaöar í ná- grannalöndunum. En aö minnsta kosti 8 myndir úr þessum hópi eru j umferö meöal íslenskra barna og SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.