Morgunblaðið - 29.06.1984, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.06.1984, Blaðsíða 29
MPBGUNBUBip,' Fð 8ÆGDAQPB 2&,</pNl,l£3» Skattamál hjóna — Þar sem einungis annað þeirra er fyrirvinnan Borgari skrifar: Ég hef eins og sjálfsagt marg- ir aðrir fylgst með skrifum í dálkum þínum um skattamálin. Ég skrifaði þér í vetur um þau og þakka þér fyrir að birta spjallið. En ekki höfðu þeir nú fyrir því Albert og Geir að svara fyrir- spurn minni um skattamál hjóna. Hinsvegar birti Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður grein í Vísi þar sem hún lýsir eindregnum stuðningi við tillög- una um að tekjum hjóna verði skipt jafnt á milli þeirra fyrir álagningu skatta. Eins kom fram í ræðu hjá Eyjólfi Konráð Jóns- syni að hann teldi brýnt að sinna þessu réttlætismáli. En það sem ég undrast mest er sú vanvirðing, sem sjálfstæðis- menn á alþingi sýna samþykkt- um landsfunda. Svo vill til að ég fékk ályktanir eða drög að þeim um skattamál, sem lagt var fyrir síðasta landsfund. Þar var ákveðið að jöfn skipting tekna milli hjóna fyrir sköttun skyldi ekki aðeins ná fram að ganga heldur vera algert forgangsefni í skattamálum. (Sjá 7. gr. lið 1.) Hinsvegar sinntu þingmenn kröfum landsfundar um að hlutafélög og samvinnufélög skyldu skattlögð eftir sömu reglu. Nágrannakona mín er gift sjó- mannskona og eiga þau hjón 5 börn. Hún vinnur ekki úti. Mað- ur hennar hefur verið aflahár. Á hann er lagt að greiða um 62% af tekjum sínum í opinber gjöld. Á næstu hæð eru barnlaus hjón, sem eru bæði útivinnandi. Eru laun þeirra beggja jöfn launum sjómannsins. En ekki skattur- inn. Þau greiða tæplega helming á við sjómanninn. Það er vegna þess að lagt er á laun hvors um sig. En hvað um sjómannskonuna, sem er „bara húsmóðir"? Á hún engan rétt? Landsfundurinn sagði að hún ætti rétt á því að fá í sinn hlut helming launa mannsins. Yrði skatturinn síðan lagður á hana og einnig á helm- ing sjómannsins. Er verið að brjóta niður heim- ilin? Sjá þessir menn ekki að kona, sem er heimavinnandi, á líka einhvern rétt? Það verður að leiðrétta þetta svæsna rang- læti. Ég hringdi í háttsettan emb- ættismann í skattþjónustunni. Hann sagði að réttlæti í þessu efni væri augljóst. Tekjum ann- ars maka ætti að skipta milli hjóna fyrir sköttun, þegar ein- ungis annað ynni utan heimilis. En fjármálamennirnir tíma ekki að sjá af tekjunum, þótt undar- legt megi virðast. Lítill hluti þjóðarinnar verður þannig að greiða margfalt þyngri byrðar en aðrir. Vill Albert svara? Líf eftir dauðann Þorleifur Kr. Guðlaugsson skrif- ar: Heiðraði Velvakandi. Ég var að lesa grein Dagrúnar Kristjánsdóttur í Morgunblaðinu um upplýsingu prestanna á lífi eftir dauðann og framsögn þeirra um innihald heilagrar ritningar, Biblíunnar. Ég ætla mér nú ekki það stóra hlutverk að segja hvað tekur við eftir dauðann, enda er það ekki á færi nokkurs að segja rétt til um það og auðvitað ekki viðfangsefni presta að fara inn á það svið sem líklega enginn núlif- andi maður hefur nokkru sinni komist nærri um. Að vísu eru til menn sem hafa verið taldir dánir, en lifa samt enn og munu þeir vera næst því að hafa skyggnst inn í annað líf. Nú er ekki víst að þessir menn, þá á ég við konur jafnt sem karla, geti sagt svo ör- uggt sé, hvernig sé handan þessa lífs og örugglega ekki komist nógu langt til að geta með vissu vitað hvað fyrir handan býr. Ég furða mig því á því, að Dag- rún skuli ætlast til þess að prest- arnir geti sagt nokkuð um það hvaða vistarverur bíða okkar handan lífsins hér á jörð. Prest- arnir reyna að boða okkur trúna eftir ábendingum frelsarans, en tekst auðvitað misjafnlega, sem vonlegt er, því margt er okkur hul- ið sem við eigum eftir að ráða framúr. Hinsvegar, ef maðurinn Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til fostudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þátt- arins, þó að höfundar óski nafn- leyndar. Sérstaklcga þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. fer eftir boðorðunum tíu og kenn- ingum Krists, þá mun tilgangur lífsins ráðinn og eilíft líf hlotnast. Guð er andi og enginn hefur mætt honum sem persónu, enda býr hann í sál mannanna, en þeir leyfa honum bara ekki að stjórna gerðum sínum. Hvers vegna fékk Guð þá mönnunum þetta frelsi? Þannig getum við alltaf spurt. Guð gaf mönnunum tækifæri til að stjórna sínu lífi, en þeim geng- ur erfiðlega að skilja, að himna- ’ ríki getur orðið að veruleika á jörðu. Hafið þið tekið eftir því, að það góða í manninum kemur ætíð frá hjartanu, en það illa frá starfsemi heilans. Gefur það ekki til kynna að við eigum eftir að samræma starf þessara afla í okkur og vísa því illa á brott? Þess vegna þarf ekkert helvíti að vera til, en Dag- rún virðist vilja fá að vita hvort það sé til í raun, að fólk fari í víti ef það breyti ekki vel í lífinu. Það mun á einskis manns færi að segja um það, en líklegt að sálin verði að ganga gegnum eitthvert reynslu- stig. Minnst er á hreinsunareld I ritningunni, það er vísbending til þess. Þeir sem vondir eru, hafa valið vald þess illa og nota það sér til framdráttar, ef svo er hægt að orða það, því það illa brýtur niður, en lyftir ekki til vegsemdar. Þar er hinn illi andi að verki, í algjörri andstöðu við það góða; heilagan anda. Þarna er mannsins að velja. Hvers vegna gaf Guð manninum þann rétt að velja hér um? í þessu speglast ef til vill það, að frelsi er mikils metið af Guði og reyndar mest metið. Ég held ég láti hér staðar numið og vil ég nota tækifærið og þakka J. Habets fyrir grein hans hjá Velvakanda, um vopn lærisveina Krists. Hvers vegna sýnir þú sóðalegustu aðfar- irnar í íþróttum? Rafn Thorarensen, Vesturbergi, Reykjavík, skrifar: Fyrirspurn til Bjarna Felixson- ar íþróttafréttamanns sjónvarps- ins. Hvers vegna sýnir þú aftur og aftur í byrjun íþróttafrétta þinna sóðalegustu aðfarirnar úr íþrótt- unum? Ég vil nefna sem dæmi þegar franski leikmaðurinn missir stjórn á skapi sínu og skallar þann danska í höfuðið með ófyrirsjáan- legum afleiðingum. Þetta er greinilega orðin óskabyrjn þín á þættinum. Gerir þú þér ekki grein fyrir þeirri ábyrgð sem þú hefur sem íþróttamaður? Það virðist sem þú gerir þér alls ekki ljósan þann áhrifamátt sem íþróttaþáttur sjónvarpsins hefur á æskufólk þessa lands til eftirbreytni. Eða hvaða viðbjóð síendurtekin sýning á þessum atriðum vekur hjá fólki sem gerir sér grein fyrir hugsan- legum afleiðingum slíkra fólsku- bragða. Kannski finnst lesendum við- brögð mín einkennileg við þessari fréttatúlkun, svo einkennandi sem hún er orðin fyrir daglegt frétta- mat sjónvarpsins, þ.e.a.s. að draga sífellt þá atburði upp úr svaðinu sem eiga þar heima og hefja til vegs með umfjöllun sinni. Það má svo sem segja að þetta sé gott sýn- ishorn af því gildismati sem fréttamenn allt of margir hafa á því sem er að gerast í heiminum í dag. Ég vil að lokum segja þetta við Bjarna Felixson. Ég er einn þeirra sem horft hafa á beinu knatt- spyrnuútsendingarnar í sjón- varpinu undanfarið mér til mikill- ar ánægju. Þar sá ég margt snilld- arvel gert hjá leikmönnum. Vonandi kemur þú einnig fyrr en seinna auga á það. SIÐAN 32 QGENN AFULLU I/INNUFÖT VINNUFATAGERÐ ÍSLANDS. REYKJAVÍK. SÍMI:16666 StÐAN 32 QGENN AFULLU I/INNUFÖT VINNUFATAGERÐ iSLANDS. REYKJAVÍK.SÍMI:16666 Ylýverslun- Ylý sendinq FRÁ FRAKKLANDIOG HOLLANDI __ QalLabuxunO Botir O Buxun D'Jakkan Q Skifúur \3‘JakkafcxUi Qottúrval-Qott verð OPIÐ LAUGARDAGA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.