Morgunblaðið - 29.06.1984, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.06.1984, Blaðsíða 12
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 1984 GONGUBUNAÐUR Léttur en skjólgódur Margir sem áhuga hafa á gönguferðum eru eflaust búnir aö skipuleggja lengri eöa skemmri slíkar feröir í sumar. Eins og menn vita er ekki alltaf nauösynlegt aö fara langt til aö njóta fallegrar náttúru, hana er víöast aö finna allt í kringum okkur. Þeir sem stundaö hafa göngu- feröir vita hvaöa búnaöur er æskilegur í slíkar feröir. Svona til upplýsinga og yndisauka fyrir þá sem ekki þekkja eins vel til þess- ara mála ákváöum viö aö taka nokkrar myndir af hressilegu fólki í gönguklæönaöi, sem fæst í versluninni Útilífi, og jafnframt ræddum viö stuttlega viö eig- andann, Bjarna Sveinbjarnarson, um þennan búning. Sagöi hann, aö þegar fariö væri í gönguferöir væri nauösynlegt aö vera í hlýj- um undirfatnaöi. Þessi fatnaöur er einkum úr gerviefnum, sem draga í sig raka, þannig aö þó aö fólk hitni og svitni þá hleypir hann hitanum í gegn. Síöan er þaö góö ullarpeysa og buxur, annaöhvort hnébuxur, sem vin- sælar eru á sumrin, eöa síöbux- ur, sem fremur eru notaöar á vet- urna í kulda og snjó. Viö hnébux- urnar eru svo litskrúöugir hné- sokkar úr góöri ullarblöndu. Gott er aö hafa legghlífar, þegar blautt er á eöa snjór, því þá fer bleytan síöur ofan í skóna. Yfir peysunni er svo gott aö hafa létt- an anorak, sem hrindir frá sér vatni. Og loks regnfatnaö, sem "andar“ og lítiö fer fyrlr, ef skell- ur á rigning, sem gerist iöulega á þessu landi. Góöir gönguskór eru forsenda ánægjulegra gönguferöa og á verslunarfólk aö búa yfir þeirri þekkingu aö geta ráölagt fólki um góöa gönguskó, þar sem þeir fást. En vert er aö minnast á að þaö veröur aö bera rétt á skóna, svo eitthvert gagn sé aö þeim í vætu. Þaö á ekki aö bera á þá leöurfeiti heldur leöurvax, sagöi Bjarni. Ef fólk er í langferöum ætti þaö aö hafa þaö aö venju aö bera á skóna sína á morgnana áöur en lagt er af staö, sagöi hann enn- fremur. Þaö er alltaf gott aö hafa eitthvaö heitt eöa svalandi meö sér í gönguferöir og ef til vili brauöbita og suöusúkkulaöi. Til eru ýmsar geröir af dagsferöar- pokum, sem geyma má í nesti eöa aukafatnaö. Eru þessir pok- ar jafnan haföir á bakinu. Einnig er hægt aö fá svokallaöar mittis- töskur. Viö spurðum Bjarna í lokin hvort aö hann færi sjálfur í gönguferöir? .Þaö kemur fyrir," sagöi hann, „þá fer ég með fjölskyldunni. Okkur finnst gaman aö ganga á svæöinu kringum Hengil og fara upp aö Tröllafossi, þaö þarf ekkl aö flengjast langt til aö finna góöar gönguleiöir."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.