Morgunblaðið - 08.07.1984, Side 7

Morgunblaðið - 08.07.1984, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 1984 55 SJONARVOTTAR Sitthvað er að sjá eða trúa r IBandaríkjunum gerist það æ algengara, að lögfræðingar, sem þurfa að verja mál manna fyrir rétti, leiti hjálpar sérfræð- inga þegar þeir þurfa að ómerkja framburð sjónarvotta. Fyrir allt að 4.500 kr. á klukkustund eru sálfræðingarnir tilbúnir til að segja kviðdómnum frá því, að það sé sitthvað að sjá eða trúa og að eins líklegt sé, að vitnin hafi ekki séð það sem þau töldu sig sjá. Tveir prófessorar i sálfræði, dr. Robert Buckhout og dr. Eliza- beth Loftus, hafa á síðustu tíu árum fundið upp ýmsar aðferðir til að afhjúpa „falsminningarn- ar“ svokölluðu og enginn efast um þörfina á því að meta fram- burð sjónarvotta á hlutlægan og vísindalegan hátt. Sem dæmi um það má nefna, að árið 1979 var kaþólskur prestur í Delaware kærður fyrir vopnað rán eftir að nokkrir sjónarvottar höfðu bent á hann sem hinn seka. Raunveru- legi þrjóturinn játaði hins vegar á sig glæpinn meðan á réttar- höldunum stóð. í mars sl. var Lenell Geter, 26 ára gamall, svartur vélsmiður, látinn laus úr fangelsi þegar Þeir segja að á næstu 50 árum muni Þjóðverjum, sem nú eru tæplega sex- tíu milljónir talsins, fækka niður í lið- lega þrjátíU Og átta milljónir SJÁ: Barnseignir „Sá það með mínum eigin augum.“ sannað þótti, að hann gat ekki hafa framið glæpinn, sem hann hafði fengið lífstíðardóm fyrir. Þá hafði hann setið inni i 14 mánuði. Fimm vitni höfðu bent á hann og sagt, að hann hefði framið rán í einu úthverfa Dallas-borgar, en seinna var sannað, að hann hafði verið við vinnu sína á sama tima i 75 km fjarlægð. Þegar Geter var látinn laus sagði hann: „Fólk býst við, að réttvísin í þessu landi sé óskeik- ul. Ég veit að svo er ekki og það eru margir á bak við lás og slá sem ekki hafa til þess unnið." Dr. Buckhout átti þátt í því að ómerkja framburð vitnanna i máli Lenells Geters. „Það er ekki verið að draga heiðarleika vitn- anna í efa heldur áreiðanleika framburðarins. Það er hægt að búa til minningar með því að spyrja vitnið leiðandi spurninga og vitnið fer að halda, að þannig hafi atburðurinn einmitt gerst,“ segir Buckhout. í tilraun, sem gerð var til að prófa minni manna, var slys sett á svið og vitnin spurð leiðandi spurninga um stöðvunarskyldu- merki. Ekki var um slíkt merki að ræða en sum vitnanna „mundu“ samt sem áður eftir því. Dr. Buckhout segir, að ekki sé um neina sérstaka manngerð að ræða, sem auðveldara sé að rugla í ríminu en aðrar. Falsminning- um megi koma inn hjá öllum — þar með töldum lögreglu- mönnum. — KF.N CRF.FFIFLD VEIÐIÞJOFAR Fílarnir fá engan frið — fyrir Japönum Fílar í Afríku eru felldir í hrönnum til þess eins að seðja löngun fólks í fílabein. Jap- anir eru manna áfjáðastir í fíla- bein um þessar mundir, að því er heimildir herma, og keyptu á síð- asta ári helmingi meira af því en árið áður. Talið er að beint sam- band sé á milli þessara auknu kaupa Japana og ólöglegs fíla- dráps í Súdan, en þaðan er fíla- beini smyglað. Einn þeirra manna, sem barizt hefur fyrir fílavernd, hefur sagt að 100.000 fílar eða 8% af afríska fílastofninum hafi verið drepnir til þess að fullnægja kröfum jap- anskra kaupenda. Helmingurinn af því fílabeini, sem gengur kaupum og sölum í heiminum, fer um hendur Japana. Sérfræðingar eru skelfingu lostnir vegna þessara upplýsinga og telja að þær hljóti að leiða til þess að Bandaríkjamenn og Evr- ópuþjóðir leggi bann við verzlun með fílabein, þar sem útrým- ingarhætta vofi yfir afríska fíla- stofninum. Ástæðan fyrir fílabeinsæðinu í Japan er umfram allt spákaup- mennska. Prófessor Mideo Obara, framkvæmdastjóri Jap- ansdeildar World Wildlife Fund, segir af þessu tilefni: „Spákaup- menn sanka að sér fílabeini og mikið af því fer í hálsfestar sem skrifstofustúlkur geta látið eftir sér að skarta með.“ Þá er mikið um það að gerð séu innsigli úr fílabeini, sem Japanir nota gjarnan í stað undirskriftar. „Þetta er hræðilegt," segir prófessorinn, „en ég held að menn geri sér ekki almennt grein fyrir því, að það þarf að slátra dýrum til þess að koma höndum yfir náttúruefni. Við erum orðnir of ríkir og of gráðugir." — ROBERT WHYMANT. 100.000 fílar liggja í valnum. PESTIR Með illu skal illt út reka Þótt hljótt hafi farið eru Eg- yptar um það bil að hrinda af stað kjarnorkustyrjöld með það eitt að markmiói að uppræta ávaxtafluguna, sem stendur bæði fæðuframleiðslu landsmanna og heilsufari þeirra fyrir þrifum. Herferðin á hendur flugunni, sem mun kosta um 570 milljónir isl. kr., er í því fólgin, að aldar eru upp milljarðar flugna og þeim síðan sleppt þegar þær hafa verið gerðar ófrjóar með kjarna- geislun. Þetta starf er fyrsti ávöxtur- inn af samningi Egypta og Kan- adamanna um starf í kjarnorku- málum en samkvæmt honum vinna háskólar í báðum löndun- um saman að rannsóknum og þjálfun starfsliðs. Hvað viðkem- ur stríðinu gegn ávaxtaflugunni er það þó Alþjóðakjarnorku- málastofnunin, sem þar hefur lagt Egyptum íið. Með geislunaraðferðinni er hægt að hafa áhrif á arfbera skordýra án þess mikla kostnað- ar, sem er við venjulegt skor- dýraeitur, svo ekki sé þá talað um hættuna, sem mönnum starf- ar af eitrinu, og yfirleitt óæski- leg áhrif þess á allt umhverfið. Ávaxtaflugan leggst á sítrus- ávöxtinn og aðrar ávaxtategund- ir á öllum ræktunarsvæðum f Egyptalandi og gerir mjög erfiða nauðsnylega aukningu í fæðu- framleiðslunni. Á 1,25 milljón ekrum lands í Egyptalandi eru ræktaðar jurtir, sem fiugan herj- ar á, og til að halda henni í skefj- um er notað innflutt skordýraeit- ur, sem kostar um 1.800 kr. á hverja ekru. ' Þeir sem að þessu starfi vinna fullyrða að eftir fjögur ár verði búið að útrýma ávaxtaflugunni í Egyptalandi. Með því að sleppa ófrjóum ávaxtaflugum hefur tekist að út- rýma henni á ítölsku eyjunum Procida og Kaprí og halda henni í skefjum á stórum svæðum í Mið-Ameríku, t.d. í Mexíkó þar sem hún var alveg gerð útlæg. — THOMAS LAND. Þetta gerðist líka ... Dúfur á pillunni Borgaryfirvöld í Feneyjum hafa um nokkra hríð haft áhyggjur af fjölgun dúfna þar vegna þeirra óhreininda og skemmda sem þær valda. í fyrri viku greindi Mario Rigo borgar- stjóri frá því að liður í barátt- unni gegn þessum ófögnuði væri að gefa dúfunum á skipulega hátt fæðu sem inniheldur getn- aðarvarnarefni. Hann sagði að ástæða væri til að brýna fyrir fólki sem hygðist veiða dúfur borgarinnar sér til matar að láta það ógert. Getnaðarvarnarefnin sem í þeim væru kynnu að hafa aukaverkanir. Ekki hjarta- styrkjandi Þrítugur maður í Dyflinni, Ni- all Rushe að nafni, sem bauðst til þess að prófa hjartalyf, sem þýskir lyfjaframleiðendur eru að gera tilraunir með, lést fimmtán mínútum eftir að hann tók það inn. Atvik þetta átti sér stað í júní og nú hafa stjórnvöld í irska lýðveldinu ákveðið að setja sér- stök lög sem takmarka það hvernig að lyfjaprófun er staðið. Fjársjóður Napóleons Kafarar eru nú komnir á slóð- ir flaggskips flota Napóleons Bónapartes, L’Orient, sem Nel- son flotaforingi Breta lét sökkva fyrir utan strendur Egyptalands árið 1798. Þeir hafa fundið forna mynt og kanónur úr skipinu og þegar þeir hafa komið auga á flakið sjálft hyggjast þeir reyna að ná því upp og hlakka vænt- anlega til að handleika dýrmæt- an farminn. Skipst á skotum Lestarvörður lét lífið og far- þegi særðist alvarlega þegar til skotbardaga kom fyrir nokkru milli lögreglu og vopnaðra skæruliða í lest sem var að fara frá Santíagó, höfuðborg Chile. Lögregluyfirvöld segja að reynt hafi verið að stöðva 20 manna hóp skæruliða sem voru að dreifa flugritum gegn stjórninni í lestinni og hafi þá komið til bardaga. Þið munið hann Gelli ítalir hafa beðið stjórnvöld á Montserrat-eyju í Karabíahafi að handtaka strokufangann Lic- io Gelli, sem er leiðtogi hinnar illræmdu frímúrarastúku P2 á Ítalíu, en orðrómur er á kreiki um að Gelli hafi sést á eynni. Italir eru ekki sérlega trúaðir á að þær sögur séu á rökum reist- ar, en allur er varinn góður ... Sitt lítið af hverju Flóttamönn- um fækkar Flóttamönnum í Blálandi — Afríku — hefur fækkað um tvær milljónir á einum áratug, úr fimm mílljónum í þrjár, og er ástæðan sú hve stór hópur manna hefur snúið á ný til fyrri heimkynna sinna, einkum Zimbabwe, Eþíópíu, Angóla og Chad. Frú Jeane Kirkpatrick, sendi- herra Bandaríkjanna hjá Sam- einuðu þjóðunum, mun láta af störfum fyrir Bandaríkjastjórn eftir forsetakosningarnar í nóv- ember og hyggst snúa sér að há- skólakennslu á ný... Fyrsta barnið sem getið er í tiirauna- glasi í kommúnistaríki fæðist væntanlega í Austur-Þýskalandi síðar á þessu ári... Franski heimspekingurinn og sagnfræð- ingurinn Michael Foucault er látinn, 57 ára að aldri... Menntamálaráðuneytið í Kína hefur bannað líkamsrefsingar í skólum landsins ...

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.