Morgunblaðið - 08.07.1984, Side 14
r*v
•«♦ »jí > i r *'• y *: 11 :> #v n nvrvnnrn a ,xvnrm<
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 1984
Síðastliðið ár, 25. mars
1983 til páskadags á
þessu ári, var heilagt ár,
fagnaðarár til minn-
ingar um að þá voru lið-
in 1950 ár frá endurlausninni,
krossdauða Krists.
Þann sið, að halda heilagt ár,
má rekja allt til Móselögmálsins í
Gamla testamentinu (sjá 3. bók
Móse, 25, 10). Talan 7 var heilög
tala meðal gyðinga, og þar sem 7
sinnum 7 ár eru 49 ár, var 50. árið
heilagt. Þá átti að friða allt rækt-
arland, hvorki mátti sá né skera
upp, þá átti að skila jarðeignum
aftur í hendur fyrri eigenda, gefa
þrælum frelsi og mönnum voru
annaðhvort gefnar upp skuldir eða
þær voru afgjaldslausar það árið.
Þessi merkilegi siður kom í veg
fyrir að jarðeignir söfnuðust á
hendur fárra manna og að nokkur
gæti fæðst til örbirgðar, þar sem
allir hlutu land að erfðum. Vegna
þessara lögmálsgreina mynduðust
ekki auðstéttir og engir sukku
heldur í fátækrafen. Þrælahald
var í reyndinni leyst upp, þar sem
ekki mátti halda mönnum enda-
laust í ánauð.
Innan kaþólsku kirkjunnar var
þessi siður, að halda heilagt ár,
tekinn upp aftur árið 1300, á dög-
um Bonifatiusar VIII páfa, eftir
því sem best er vitað. Þá var boðið
aflát þeim sem skriftuðu og heim-
sóttu kirkjur Péturs og Páls. Lat-
erankirkjunni var bætt við 1350 og
Maríukirkju hinni meiri 1390. Þá
taldi Urban VI páfi að halda
mætti heilagt ár á 33 ára fresti,
enda kæmi sá tími heim við aldur
Krists. Páll II páfi ákvað svo að
halda skyldi heilagt ár á 25 ára
Frá áheyrnarfundi norrænna pílagríma í Róm 30. mars sl. Á fremsta bekk sitja, talið frá vinstri: dr. Hinrik Frehen Reykjavíkurbiskup,
Hubertus Brandenburg Stokkhólmsbiskup, John W. Gran Oslóarbiskup (hefur látið af störfum sem biskup), Jóhannes Páll II páfi, Paul
Verschuren Helsinkibiskup, Hans L. Martensen Kaupmannahafnarbiskup og Gerhard Schwenzer Oslóarbiskup.
slendingar
í suðurgöngu
eftir Torfa Ólafsson
fresti og hefur svo verið síðan, að
undanteknum smátilfærslum.
Árið helga hefst á því að páfi
opnar dyrnar helgu á Péturskirkj-
unni, sem önnur ár eru lokaðar, og
felur kardínálum að opna samtím-
is hinar helgu dyr hinna höfuð-
kirknanna þriggja. Þetta gerðist
nú 25. mars 1983.
Á árinu helga reyna sem flestir
að heimsækja Róm, ganga í höfuð-
kirkjurnar fjórar og endurnýja
líferni sitt í anda Krists. Þá líta
menn jafnan á það sem hápunkt
pílagrímsferðarinnar ef þeim
gefst tækifæri til að hitta páfann,
leiðtoga rómverskrar kristni.
Þegar nokkuð var liðið á árið
helga, fóru Norðurlandamenn að
bera saman ráð sín, hvort þeir
gætu ekki efnt til sameiginlegrar
suðurgöngu, eins og Rómarferðir
voru kallaðar fyrr á öldum. Þróað-
ist sú fyrirætlun þann veg að
norrænir pílagrímar skyldu verja
þrem dögum sameiginlega i Róm
en vera að öðru leyti á eigin snær-
um, hvert Iand út af fyrir sig.
Hópurinn héðan, 20 manns,
lagði upp að morgni 23. mars og
kom til Rómaborgar um kvöldið.
Séra Hjalti Þorkelsson fór með
hópnum og annaðist leiðsögn,
enda var hann sá eini sem bjárg-
álna var á ítalska tungu.
Fyrsta daginn var skoðuð
Maríukirkja hin meiri (S. Maria
Maggiore). Hún var byggð á 5. öld.
Ytri gerð hennar er þó frá 18. öld,
en hið innra er hún besta dæmið
um klassíska „basilíku" sem völ er
á. Basilíkubyggingarformið er
ævagamalt og markaðstorg voru
til forna byggð með því lagi. Yfir
kirkjuskipinu er flatt, upphafið
þak, en súlnaraðir, sín til hvorrar
handar, marka af hliðarstúkur
sem eru með lægra þaki. Heitið
basilíka fór þó með tímanum að
merkja stóra og veglega kirkju,
þótt hinu forna byggingarlagi
væri ekki alltaf haldið.
Þá var gengið í kirkjuna S.
Prassede sem byggð var á 9. öld.
Hún ber nafn hella^'-ar Prassede
sem átti þarna hús, að því er sag-
an segir, og leyndi knstnum
mönnum á ofsóknatimunum. í
henni er kapella hl. Zenone, fræg
fyrir dýrlegar mósaikskreytingar.
Kirkja þessi þykir ekki mjög göm-
ul í Róm, ekki eldri en það að þeg-
ar hún var byggð, vissi enginn að
ísland væri til nema fáeinir írskir
munkar, en þó þykir hún endur-
spegla með afbrigðum einfaldleika
og trúarvissu löngu liðinna alda.
Daginn eftir, sunnudaginn 25.
mars, hlýddum við messu í kirkju
rússneska prestaskólans, Ponti-
ficio Collegio Russo, sem i daglegu
tali er kölluð Russicum. I slíkri
kirkju er altarið skilið frá fremri
hluta kirkjunnar með fullháu þili
sem kallast „ikonostas" og er það
skreytt helgimyndum. Bak við það
fara fram helgustu þættir mess-
unnar, svo sem gjörbreytingin —
helgun brauðs og víns. Fagurlega
var sungið alla messuna, sem tók 1
klst. og 45 mín., hljómmiklar
karlaraddir, og stóðu kirkjugestir
lengst af svo að okkur þótti meira
en nóg að gert. Við bergingu er
brauðið, sem brotið hefur verið
niður í vínið í kaleiknum, látið upp
i altarisgesti með skeið en seint í
méssunni er úthlutað „antidoron",
hinu blessaða brauði, sem er allt
annað en hið helgaða brauð altar-
issakramentisins, og er til reiðu
fyrir alla.
Síðdegis fórum við í Péturs-
kirkjuna en þar var þá mesta
mannþröng sem nokkurt okkar
hafði séð þar, svo að fé í skilarétt
hafði þrjú herbergi og eldhús til
umráða fyrir hverja kind í sam-
jöfnuði við það. Ástæðan var sú að
páfinn hafði bænahald í kirkjunni
skömmu eftir komu okkar þangað.
Hann hafði daginn áður helgað
heiminn Maríu Guðsmóður og stóð
Maríustytta, eftirmynd styttunn-
ar frá Fatíma í Portúgal, á páfa-
altarinu.
Næsta dag fórum við í Lateran-
kirkjuna, sem er dómkirkja páf-
ans, Rómarbiskups, en þar var þá
sama mannmergðin og í Péturs-
kirkjunni daginn áður og af sömu
ástæðu, svo að við héldum sem
snarast út aftur. Þó skoðuðum við
stigann helga, Scala Sancta, sem
er hinumegin við götuna. Sagan
segir að það sé stiginn sem Jesús
gekk upp, þegar hann var leiddur
fyrir Pílatus í Jerúsalem, og hafi
heilög Helena látið flytja hann til
Rómar. Upp þennan stiga ganga
margir trúaðir á hnjánum og er
þar stöðug mannaferð með þeim
hætti. Ekkert okkar lét þó í ljós
ósk um að leggja á sig þetta yfir-
bótarverk og lái okkur það hver
sem vill. Þó hef ég sannfrétt að
Páfi heilsar dr. Hinrik Frehen Reykjavíkurbiskupi. Bak við þá stendur Hubertus Brandenburg Stokk-
hólmsbiskup.