Morgunblaðið - 08.07.1984, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 1984
63
nokkrir Danir hafi lagt þetta á sig
og má vel vera að þeim hafi dottið
í hug að bæta þannig fyrir einok-
unina þegar þeir sáu okkur. Uppi á
pallinum er kapella þar sem
geymt er margt helgra dóma.
Þaðan var ekið eftir Appiavegi
hinum forna sem fullgerður var
312 f. Kr. Nokkur hluti hins forna
vegar er enn sýnilegur, lagður
hellusteinum, og hefur varla verið
notalegt fyrir Rómverja hina
fornu að aka eftir honum í hest-
vögnum sínum, enda óku þeir allt-
af standandi. Farið var fram hjá
grafhýsi Sesselju Metella, sem var
ríkiskona, tengdadóttir auðkóngs-
ins Licinusar Crassusar sem
græddi á því að kaupa jarðeignir
dæmdra manna ódýrt. Árið 1300
gaf Bonifatius VIII páfi ættingj-
um sínum grafhýsið en þeir gerðu
sér þar virki og heimtuðu vegar-
skatt af þeim sem leið þessa fóru.
Skattheimta þessi varð þó óvin-
sæl, eins og skattheimtur eru
jafnan, og af þeirri ástæðu var
lagður Appiavegurinn nýi sem lá
að dyrum Lateranhallarinnar. Við
Appiaveginn stendur líka kapellan
Domine Quo Vadis. Sagan segir að
Pétur postuli hafi lagt á flótta frá
Róm undan ofsóknaræði Nerós
keisara og hafi hann þá mætt
Kristi. Spurði þá Pétur: „Domine,
quo vadis?“ (Drottinn, hvert ætl-
arðu?) en Kristur svaraði: „Inn í
Róm að láta krossfesta mig aftur."
Pétur skildi sneiðina og sneri aft-
ur til Rómar þar sem hann leið
píslarvættisdauða. í kapellunni er
eftirmynd af steini með fótspori
og á það að vera fótspor Krists.
Upphaflegi steinninn er þó
geymdur í kirkju hl. Sebastians.
Árla næsta morgun var haldið
til Assisi, borgarinnar fornu í
vesturhlíðum Subasio-fjalls, þar
sem hl. Frans fæddist 1181 eða
1182 og dó 1226. Þar er klaustur
grámunka (Franciskana) og kirkja
dýrlingsins, eða réttara sagt
kirkjur, því þær eru tvær, á efri og
neðri hæð. Las séra Hjalti messu í
efri kirkjunni. Eru þetta geysi-
stórar og veglegar byggingar og
finnst manni þær eiginlega nokk-
uð risavaxinn minnisvarði um
þennan alsnauða prédikara sem
hataði og fyrirleit peninga og
munað, vildi ekkert eiga og tignaði
fátæktina. Þar hvíla bein hans og
tötrar hans eru þar til sýnis.
Neðan við hlíðarræturnar er
kirkjan S. Maria degli Angeli. Þar
var Portiuncula, staðurinn þar
sem bræðurnir höfðust við fyrstu
þrjú árin af sambúð sinni, og
stendur kapella þeirra inni i
sjálfri kirkjunni og fer ekki mikið
fyrir henni þar, frekar en litla
sjúkraskýlinu þar sem Frans dó.
En til Portiuncula sneru bræðurn-
ir aftur og byggðu þar kirkju litla
og kringum hana kofaræfla handa
sér.
Uppi í borginni er kirkja hl.
Klöru. Klara var fögur stúlka,
fædd til auðs og munaðar en afsal-
aði sér því öllu og vildi lifa eins og
hl. Frans. Hún var upphafsmaður
Klarissanna (The poor Clares)
sem tóku líf grámunka sér til
fyrirmyndar. Helgur dómur Klöru
hvílir í kirkju hennar.
Næsti dagur átti að vera fyrsti
samvistardagur pílagrímanna
norrænu en fyrir einhver torskilin
mistök biðum við árangurslaust
eftir vagni þeim sem átti að sækja
okkur til sameiginlegrar messu og
áheyrnarfundar á Péturstorgi.
Daginn eftir tókst þó að ná sam-
bandi við frændþjóðirnar og fór-
um við með þeim að skoða Domit-
illakatakomburnar og Pálskirkju
utan múra (hinna fornu borgar-
múra), þar sem gengið var inn um
dyrnar helgu með bænalestri og
sálmasöng. Inni í kirkjunni er
skuggsýnt en þó mátti greina, hátt
uppi, páfamyndirnar sem eru fest-
ar hringinn i kring undir loftinu.
Enn er autt bil eftir, fyrir nokkrar
myndir, en sögnin segir að þegar
myndhringurinn sé kominn alla
leið í kring og ekki sé rúm fyrir
fleiri myndir, sé komið að enda-
lokum heims.
Næsta dag, sem var föstudagur,
mættust fulltrúar norðursins á
SJÁ BLS. 66
100 daga
áætlun
Macintosh
tölvan var kynnt 24. janúar 1984 og hafa menn síðan
keppst við að lofa þessa nýju tölvu. Apple gerði djarfa
100 daga áætlun. Aætlað var að selja 50.000 tölvur fyrstu
100 dagana. Áætlunin stóðst engan veginn, salan varð
70.000 stykki. Nú er ljóst að Macintosh tölvan frá Apple
er mest selda nýja einkatölva sögunnar. En hvers vegna
er Macintosh tölvan svona vinsæl? Megin ástæðan er sú
að það er svo auðvelt að nota Macintosh. Það tekur ekki
nema u.þ.b. 2 klst. að læra svo vel á hvert forrit að hægt
er að nota það af fullum krafti í stað margra daga eða
vikna. Þegar þú ert búinn að læra eitt forrit þá er auðvelt
að læra fleiri því skipanirnar eru alltaf eins. Macintosh er
fyrirferðarlítil og kemst auðveldlega á skrifborð og tekur
lítið meira pláss en sími. Ekki skortir Macintosh tölvuna
hraða né getu því hún er búin einni öflugustu örtölvu sem
um getur.
Motorola 68000 sem er 32 bita.
Það er enginn vafi á því að það verður rifist um þessar
fáu tölvur sem við höfum fengið. Sjón er sögu ríkari.
Komdu og kynnstu Macintosh frá Apple.
KYNNINGARVERÐ KR. 75.000
ÚTBORGUN KR. 15.000
EFTIRSTÖÐVAR Á ALLT AÐ 10 MÁNUÐUM
Skipholti 19
Sími 29800