Morgunblaðið - 08.07.1984, Síða 18

Morgunblaðið - 08.07.1984, Síða 18
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚLI1984 tröppum Péturskirkjunnar og hlýddu þar messu sameiginlega í einni kapellunni. Norðurlanda- biskupar sungu messuna. Að henni lokinni var haldið til áheyrnarsalar uppi f Vatíkanhöll- inni og þar ávarpaði Jóhannes Páll II hópinn. Eftir ræðuna heils- aði hann biskupunum og öðrum fyrirmönnum, sem sátu í fremstu röð, en þar eftir gekk henn fram salinn, meðfram sætaröðinni, og heilsaði því fólki sem til hans náði og var leitað fast eftir því að geta a.m.k. snert hönd hans. Þessi áheyrnarfundur var í rauninni há- punktur ferðarinnar, því að hvaða skoðun sem menn hafa á páfa- dómi, verður því ekki neitað að leiðtogi heimskirkjunnar og eftir- maður Péturs postula nýtur virð- ingar um allan heim og á orð hans er hlýtt, hvort sem menn eru hon- um sammála eða ekki. Stjórn hans tryggir einingu í kirkjunni og þótt hann hafi ekki hersveitir eða vetnissprengjur til að skaka fram- an í fólk, eru völd hans mikil. Og þótt á ýmsu hafi gengið í Vatíkan- inu í rás sögunnar, hefur eining kirkjunnar og kenning varðveist ósködduð og er það út af fyrir sig kraftaverk. Og til allrar guðsmiidi hafa páfar okkar tíma allir verið úrvalsmenn sem við getum verið stolt af. Næsta dag voru skoðaðir ýmsir alkunnir staðir borgarinnar eilífu, svo sem spænsku tröppurnar frægu, en þar sem vorverk voru eiginiega fyrst um þetta leyti að hefjast í Róm, voru engin blóm ennþá á tröppunum og engir lista- menn komnir á kreik með verk sín. Sum okkar fleygðu smápen- ingi aftur yfir vinstri öxl sína í Trevi-brunn, til að tryggja endur- komu sína til Rómar en ég þurfti þess ekki því ég var nýbúinn að týna regnhlífinni minni. Þá geng- um við í Ignatíuskirkju, sem heitir eftir stofnanda Jesúítareglunnar, sem Nonni tilheyrði, og byggð var á 17. öld, eða um svipað leyti og Hallgrímur Pétursson orti Passíu- sálmana. Þá var skoðuð kirkjan S. Maria sopra Minerva, eina gotn- eska kirkjan í Róm, sem byggð var seint á 13. öld á rústum Mínervu- musteris. Þar hvílir helgur dómur Katrínar frá Siena, dominikanas- ystur sem uppi var á 14. öld, kjarnakonu sem hlutaðist til um stjórnmál og kirkjumál af svo miklu kappi að valkyrjur nútím- ans hefðu þótt hreinar postu- línsdúkkur í samanburði við hana. Önnur Jesúítakirkja var skoðuð og nefnist hún II Gesú. Torgið fyrir framan hana kvað vera veðrasam- asti staður Rómaborgar og er sú saga til af því að djöfullinn og vindurinn hafi eitt sinn verið á gangi fyrir framan kirkjuna. Bað þá kölski vindinn að hafa sig af- sakaðan augnablik, hann þyrfti að skreppa inn í kirkjuna. En hann kom ekki út aftur og vindurinn bíður þarna eftir honum enn þann dag í dag. Skreyting þessarar kirkju er enginn hégómi, þar glóir hvarvetna á gull og gimsteina, súl- urnar við gröf Ignatíusar eru klæddar lapis lazuli, sem gengur næst gimsteinum og er verðlagður samkvæmt því, og efst er stóreflis hnöttur úr þessum dýra steini, stærsta stykkinu sem vitað er um í heiminum. Þá var gengið um Navonatorg þar sem er hinn stórfenglegi gosbrunnur fljótanna fjögurra, eftir Bernini sem uppi var á 17. öld. Þar var enn ekkert um að vera, engir listamenn eða kaupa- héðnar, engar manneskjur nema við og hrúgald tötralegra auðnu- leysingja sem biðu þess að tíminn liði. 1. apríl var sunnudagur. Þá las séra Hjalti messu á íslensku í kirkju hl. Appollinare og mun það teljast til undantekninga að messa sé lesin á þeirri tungu í borginni eilífu. Síðdegis var ekið út fyrir Róm- arvelli, til Villa Adriana. Adrian var keisari í Róm, spænskur að ætt og var þarna hvíldarsetur hans. Hann dó 138 e. Kr. Til þessa staðar safnaði hann listaverkum og góðum gripum sem hann fann á hinum mörgu ferðalögum sínum og lét byggja dýrleg hús eftir þeim sem honum fundust fegurst með öðrum þjóðum og höggmyndir voru hvarvetna. Löngu eftir hans dag hlaut þessi fagri staður að þola rán og húsbrot ýmissa sið- leysingja, hallir voru jafnaðar við jörðu og urpust mold en á síðari öldum hefur margt af þessu verið grafið upp og minna nú veggja- brot, súlnasamstæður og skaddað- ar höggmyndir á fegurð og mikil- leika liðinna alda. Skammt þaðan er borgin Tivoli, sem kunnir staðir í öðrum löndum draga nafn sitt af. Í útjaðri henn- ar er Villa d’Este, sumarsetur Ipp- olito d’Este kardínála frá Ferrara en hann var sonur þeirrar frægu konu Lucretia Borgia, dóttur Al- exanders VI páfa, sem fræg var fyrir gáfur og fegurð og dó 1519. Kardínálinn lét byggja höll þessa þegar hann var skipaður land- stjóri í Tivoli og sýnir höllin og garðurinn við hana að eigandann hefur ekki skort skotsilfur um dagana. Höllin er skreytt lista- verkum og garðurinn gosbrunn- um, vatnslindum og höggmyndum svo listilegum að ferðamaðurinn stendur og starir orðlaus. Daginn eftir las dr. Hinrik Fre- hen biskup okkar messu fyrir okkur í kirkju Montfortpresta en síðdegis fylgdi frú dr. Peter okkur um nokkra merkisstaði borgarinn- ar. Frúin er austurrisk, hálærð í tungumálum og vinnur m.a. að hinni þýsku útgáfu af L’Osservat- ore Romano, málgagni páfastóls- ins. Fyrst var skoðuð basilíka hl. Klemensar páfa og er ekki víst hvaða páfinn með því nafni það var í röðinni sem kirkjan er kennd við, en í rauninni er hér um að ræða þrjár kirkjur sem byggðar eru hver á rústum annarrar milli 1. og 12. aldar, en undir öllum þessum kirkjum eru leifar af Mí- þrasarmusteri. Kirkjan hefur ver- ið í umsjá írskra svartmunka síð- an 1667. Míþrasartrúin var þurrk- uð út eins og önnur heiðin trú- arbrögð seint á 4. öld. Míþras var guð, fæddur af steini, sem hlýddi þeirri skipun Appollós að drepa naut er var tákn frjóseminnar. Höggormur og hundur voru hon- um til hjálpar en sporðdreki sveik hann og skvetti niður nokkru af blóði nautsins, sem allt það er lifir var skapað af, og þannig komst hið illa inn í heiminn. Nú var komin hellirigning og var því farið heldur fljótt yfir, Sabínukirkja frá 5. öld skoðuð lauslega, þar er svartmunka- klaustur, síðan ekið með skamm- vinnri viðstöðu á nokkrum stöðum að S. Pietro in Montori, en sú kirkja er á staðnum þar sem sag- an segir að Pétur postuli hafi ver- ið krossfestur. Næsta dag var farið í Vatíkan- söfnin og Sixtínsku kapelluna dýr- legu, en hana var erfitt að skoða í þetta sinn vegna mannmergðar og eins vegna þess að verið er að gera við hana. Síðan voru skoðaðar páfagrafirnar í grafhvelfingum Péturskirkjunnar. Daginn eftir var ekið til Castel Gandolfo, þar sem sumarsetur páfans er, og byggist afkoma bæj- arbúa þar mikið á ferðamönnum, en þar sem Jóhannes Páll II gefur sér lftinn tíma til að hvíla sig í „sveitinni", er ekki margt þangað að sækja, enda finnst bæjarbúum Jóhannes Páll vera afleitur páfi að vanrækja staðinn svona. Á heim- leið var komið við í Grottaferrata, þar sem Franciskusystur hafa all- stórt klaustur og kirkju og hittum við þar systur Jóhönnu frá Stykk- ishólmi, en hún hafði áður komið til móts við okkur í Róm. Nú var farið að líða á Rómar- dvölina og sinnti hver sínu áhuga- máli síðustu dagana, sumir fóru í búðir, aðrir að Colosseum og á Forum Romanum og Palatínhæð, en af nafni hennar eru komin Evr- ópuorðin yfir höll — Palace, Pal- ast, palads — svo og „latína", en hún var mál Palatínanna, þeirra sem bjuggu á hæðinni. Þegar menn kveðja Róm er þeim efst í huga hversu ótal margt er enn óséð og hversu flest hið séða var aðeins lauslega skoðað, enda er sagt að til þess að kynnast Róm að einhverju gagni, þurfi menn að dveljast þar að minnsta kosti í tvö ár og „vinna" 10 stundir á dag að skoðun hennar. En þess var nú ekki kostur og því lifði sá vonarneisti hjá sumum að smá- peningarnir, sem þeir köstuðu aft- ur yfir vinstri öxl sína í Trevi- brunninn, mundu beina för þeirra á ný til borgarinnar eilífu. ISUZU Pallbíll Á ISUZU PALLBÍLNUM ERU ÞÉR EKKI AÐEINS ALLIR VEGIR FÆRIR - ÞÚ FERÐ YFIR STOKKA OG STEINA, FJÖLL OG FIRNINDI. ÞAÐ HAFA RÖSKLEGA MILLJÓN BÍLAR SEM FRAMLEIDDIR HAFA VERIÐ AÐ ÞESSARI GERÐ, SANNAÐ UM HEIM ALLAN. TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR: LENGD: 4,42m, PALLENGD: 1,85m, LENGD MILLI HJÓLA: 2,6m, LENGD: 4,86m, PALLLENGD: 2,29m, LENGD MILLI HJÓLA: 2,99m, BREIDD: 1,6m, HÆÐ: 1,6m, LÆST MISMUNADRIF, SJÁLF- STÆÐ FJÖÐRUN AÐ FRAMAN, BENSINVÉL, DÍSELVÉL, AFL- STÝRI. VERÐ: M/BENSÍNVÉL 386.000,- M/DÍSELVÉL 413.000,- ÞETTA ER BÍLL SEM KEMUR ÞÉR Á ÓVART - OG ÞAÐ Á LlKA VIÐ UM GREIÐSLUKJÖRIN SEM VIÐ BJÓÐUM. VERÐ ER MIÐAÐ VID GENGI 20 6 1984 AN RYÐVARNAR OG SKRANINGAR BÓLSTRUÐ SÆTI KLIFURHALU 35 BURÐARGETA ER1050KG SJÁLFSTÆÐ FJÓÐRUN STOKKUR MILLISÆTA GRÁÐUR HÆÐ UNDIR LÆGSTA AÐFRAMAN PUNKT 21 sm BiLVANGUR Sf= HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.