Morgunblaðið - 08.07.1984, Qupperneq 20
► wfif t /tVr q arT*’ > riTTT/T/ría ntn * TaT/r?naA»r
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 1984
68
68
Helgistaður allra íslendinga
samkvæmt lögum. Hvað þýðir
það? Getur það verið að venjulegt
þinghald helgi staðinn þar sem það
fer fram? Er það sagan sem helg-
ar? Eöa kirkjan? Guð?
Helgi
Að vera helgaður er að vera
frátekinnn fyrir ákveðinn til-
gang eða aðila. Þingvöllur var
helgaður fyrir þing, bæði í
kristnum og heiðnum sið, og
breyttist þá fallegur gróðurreit-
ur í þingstað. En nú hittist Al-
þingi í Reykjavík. Og þótt ýmis-
legt mætti segja um það, getur
það ekki talist heilög samkoma,
nema í þeirri merkingu að þar
vinni menn að þeirri heilagri
skyldu sinni að stjórna löggjöf
landsins. Til eru lög sem talin
eru heilög, grunnmannréttindi
eru meðal þeirra, en þau eru ekki
heilög í sjálfu sér, heldur verður
reynslan að skera úr um það,
hversu góð þau eru.
Sagan sýnir okkur hvort menn
eða hiutir voru heilagir. Þegar
við horfum aftur sjáum við sam-
hengið í öðru ljósi en á þeirri
stundu þegar þau gerast. Við
sjáum eftir á hvort atvik eða
ákvörðun hafi verið til góðs eða
ills, þjónað tilgangi sínum eða
ekki. Tilgangur Alþingis á öllum
tímum er að efla lög og reglu í
landinu, en það er forsenda þess
að menn lifi samfélagslífi með
samlöndum sínum og öðrum. Líf
í samfélagi krefst friðar og
sáttagerðar manna í millum. Við
getum deilt um hvort Alþingi á
Þingvöllum hafi staðið undir
þessum tilgangi sínum, en vert
er að nefna að helstu ákvarðanir
þess, miðuðu að friði og einingu
þeirra manna sem byggðu land-
ið.
í heiðnum sið helgaði alsherj-
argoði Þingvöll til þinghalds, en
í kristni færðist það í hendur
kirkjunnar. Þar með var þing
sett í samhengi alheimsreglunn-
ar; tilgang Ásanna í heiðni, en
Guðs föður, sonar og heilags
anda í kristni. Hvort helgunin
náði fram tilgangi sínum verður
sagan að skera úr um, hér sem
annars staðar. Kirkjan helgaði
þing, og þar með veitti hún
blessun Guðs yfir störf þess.
Helgunin náði líka yfir staðinn
sjálfan, og mátti því segja að
Guð sjálfur væri þar nærstadd-
ur. Við hljótum að spyrja: Er
það satt? Og svarið vitnar til
reynslunnar, sögunnar og Biblí-
unnar.
Helgistaöur
Hinn sígildi ritningartexti
kristinna helgistaða er I Móse-
bók 28:10 nn, þar sem Jakob
leggst til svefns í Betel og
dreymir himnastigann. Þar fær
hann fyrirheit frá sjálfum Guði
um blessun hans og nærveru, og
þegar Jakob vaknar segir hann:
„Vissulega er Guð á þessum stað
og ég vissi það ekki.“ Afkomend-
ur Jakobs voru sammála forföð-
ur sínum um helgi þessa staðar
og tilbáðu Guð þar um langa
hrið. Áherslan hér er á nærveru
Guðs. Guð valdi að gefa sig til
kynna á þeim stað fyrir augum
Altaristöflurnar tvær í Þingvallakirkju. Báðar eru táknrænar fyrir Þingvelli að því leyti að þær tjá hluta af
friðar- og sáttargjörðarboðskapi Jesú Krists til okkar, miskunn hans og samfélag við sig og aðra menn.
manna. Sú birting Guðs gerði
menn hæfari að takast á við líf-
ið.
Jerúsalem var aðalhelgistaður
(og er enn) Hebrea og gyðinga.
Samkvæmt 46. Davíðssálmi bjó
Guð í borginni. Hann var sífellt
nærstaddur. í Jerúsalem fór
fram reglubundið helgihald og
dómur í málum manna voru upp
kveðnir, í nafni Guðs.
Getur verið að Þingvellir séu á
einhvern hátt íslensk hliðstæða
slíkra helgistaða?
Þegar Jónas Hallgrímsson
yrkir um Þingvelli sér hann for-
sjón Guðs í þeim. Hann talar um
„alþjóð minni helgað bjarg" í
ljóðinu „Fjallið Skjaldbreið", að
Guð sjálfur hafi búið til og gefið
íslendingum staðinn, svo að
jafnvel heiðinginn Geitskór
komst ekki hjá því að greina
dýrð Guðs þar. Og nú eru Þing-
vellir helgistaður allra Islend-
inga samkvæmt lögum. Okkar 'er
þá að njóta staðarins, að hlusta
á söguna renna þar um í sameig-
Vatnsvík og Hallvík. Við Vellankötlu í Vatnsvík mættust flokkar
kristinna manna á leið til þings árið 999 eða 1000. „Þeir Gizurr (hvíti)
riðu þar til, er þeir kómu til Vellankötlu við Ölfusvatn. Þá gerðu þeir
orð til alþingis, at vinir þeira ok venzlamenn skyldu ríða í mót þeim.
Þeir höfðu spurt, at óvinir ætluðu at verja þeim þingvöllinn." (Úr
Kristni sögu.)
inlegum farvegi og greina hönd
Guðs þar. Leyfa þeirri hönd að
fara um okkur og umbreyta
okkur í líkingu Guðs.
Hvers vegna
helgistaöi?
„Hinir sönnu tilbiðjendur
skulu tilbiðja föðurinn í anda og
sannleika,” sagði Jesús er sam-
verska konan við brunninn innti
eftir hinum rétta tilbeiðslustað.
Jesús lagði áherslu á að ekki
staður eða stund skipti tilbeiðslu
máli, heldur hjartalag þess sem
biður. Samt hafa fjölmennustu
kirkjudeildir jarðar haldið upp á
helga staði. En þeir eru ekki til
að takmarka tilbeiðslu hins
kristna heldur auka og glæða
hana. Á stað þar sem Guð hefur
svo greinilega verið að verki er
gott að koma og endurnýja,
styrkja og glæða trú sína. Þar
sem fyrri kynslóðir kristinna
bræðra og systra gerðu heit sín
og bænir verðum við vör við að
við erum hluti kirkju sem var
áður en við urðum til og verður
eftir að við erum farin.
„Alþjóö minni
helgaö bjarg“
ísland er harðbýlt land og hef-
ur alltaf verið. Maðurinn hefur
nóg með að kljást við höfuð-
skepnurnar, án þess að vera líka
að kljást við samlanda sinn. Til
þess að efla einingu þjóðar var
þingað. Þingvellir voru því helg-
aðir friðarbaráttu manna í mill-
um, í heiðni og kristni.
Þessi helgun er verkefni
hverrar kynslóðar að viðhalda
og láta verða að raunveruleika.
Hún er kristið verkefni, því
kristni er trúarbragð friðarins,
sáttargjörðarinnar þæði við Guð
og milli manna. Við tökum þátt í
henni með því að lifa þá trú sem
við skírðumst til og játuðum í
fermingu til fulls, og leyfum
Guði þar méð að gera okkur að
verkfæri sínu, verkfæri þess
friðar, sem aðeins hann getur
gefið.
C.
V
Krossskarð. Lögberg er undir fánanum. „Þormóðr hét prestr sá, er
Óláfr konungr hafði fengit þeim Hjalta ok Gizuri. Hann söng messu
um daginn eftir á gjábakka upp frá búð Vestfirðinga. Þaðan gengu
þeir til Lögbergs ... Þá var þat uppsaga Þorgeirs, at allir menn
skyldu vera skírðir á Íslandí ok trúa á einn guð, en um barnaútburð
ok hrossakjötsát skulu haldast in fornu lög. Menn skyldu blóta á
laun, ef vildi, en varða fjörbaugsgarði, ef váttum kæmi við. Sú heiðni
var af tekin nökkrum vetrum síðar." (Úr Kristni sögu.)
Kynning á bókum biblíunnar:
Jobsbók
Af hverju er öll þessi þjáning
og böl í heiminum? Börn hungr-
ar. Vanfærar konur ristar á kvið.
Bræður berast á banaspjót. Ungt
fólk sem gamalt fellur fyrir
hendi sjúkdóma. Hví skyldi sak-
laust fólk líða? Er þá ekkert rétt-
læti í heiminum?
Ein af perlum Biblíunnar og
þar með heimsbókmenntanna
er Jobsbók. Hún fjallar um
vandamál þjáningarinnar. Þar
segir frá Job, grandvörum og
réttlátum manni, sem verður
fyrir því óláni að missa allt sitt
á einum degi. Nautunum og
úlföldunum er stolið. Synir
hans og dætur deyja í fellibyl.
Og síðar er hann sjálfur einnig
sleginn illkynjuðum kaunum
frá hvirfli til ilja. í þessum
raunum Jobs koma vinir hans
til að hugga hann, þeir Elífas,
Sófar og Bildad. Ennfremur
kemur síðar til sögunnar Elíhú
nokkur. Mestur hluti Jobsbók-
ar snýst svo um orðræður
þeirra félaga. Job bölvar fæð-
ingardegi sínum. Vinir Jobs,
sem eru nokkurs konar full-
trúar rétttrúnaðarins, átelja
Job og segja að hann hljóti að
hafa syndgað og það sé ástæða
þrenginga hans. En Job heldur
fram sakleysi sínu og hrópar
til Guðs. Svar Jobsbókar virð-
ist vera það að maðurinn eigi
engar kröfur á Guð. Ranglæt-
ið? Ja, það bara er. Þó er
„happy ending" í bókinni.
Hvernig væri nú að hrista af
sér slenið og opna Gamla
testamentið og lesa dálítið?
Jobsbók er fyrir framan Dav-
íðssálmana.