Morgunblaðið - 08.07.1984, Page 23

Morgunblaðið - 08.07.1984, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 1984 71 Björgvin Halldórsson, einn HLH-manna undir stýri í bfl frá 1956. „Brilljantín og leðurjakkar" HLH-flokkurinn er nú aftur kominn á kreik eftir um 5 ára hlé. Þeir piltar, Björgvin Hall- dórsson, Haraldur Sigurósson (Halli) og Þórhallur Sigurðsson (Laddi), hafa nýlokið upptökum á breiðskífu og brugðu sér í upp- tökusal Saga-fílm og gerðu aug- lýsingakvikmynd í vikunni. 1 auglýsingunni syngja HLH-menn eitt laga skifunnar Ljósm. Mbl./RAX. Sigríður Beinteinsdóttir býr sig undir að vísa Björgvini á bug. Sóley dans kennari og Björgvin gefa góð ráð. og fengu þeir til liðs við sig dansara ásamt söngkonu hljómsveitarinnar KIKK, Sig- ríði Beinteinsdóttur. Björgvin Halldórsson er harðsvíraður „brillj antín-gæj i“, sem reynir hvað hann getur til að ná at- hygli draumastúlkunnar (Sig- ríðar). Hún kveðst hins vegar ekki vera „eins og allar stelp- urnar, sem hoppa upp í bíla með hverjum sem er“, eins og segir í texta lagsins. Meira verður ekki uppi látið, en landsmenn fá að sjá hvern- ig til tókst í sjónvarpinu á næstunni. Glatt á hjalla í Þórsmerkurferð Það var glatt á hjalla í ferð vistmanna af Hrafnistu í Reykjavík og Hafnarfirði í Þórsmörk á dögunum. Um 170 manns tóku þátt í ferð- inni að fararstjórum og starfsfólki meðtöldu. Veðrið var eins og bezt verður á kos- ið og stigu ferðalangarnir dans við skála Ferðafélags- ins í Þórsmörk um miðjan dag. Meðfylgjandi myndir tók Eyjólfur Halldórsson í ferð Hrafnistufólksins. A innfelldu myndinni er Guðmundur Sigurðsson ásamt konu sinni Susanne, í móttöku sem haldin var í tlefni opnunar verslunarinn ar. Framtakssamur íslendingur í Kaupmannahöfn Ungur íslendingur, Guðmundur flutti nýlega verslun sína j þrisvar löngu skilti sem sett var upp. Þetta húsgögnum og skrifstofuvélum. Sigurðsson, sem hefur rekið fyrir- sinnum stærra húsnæði. Á mynd- er verslun sem sérhæfir sig í öllu Helstu mcrki verslunarinnar eru tæki í Kaupmannahöfn í átta ár, inni sést hann t.h. með níu metra varðandi skrifstofur, s.s. tölvum, Adler og Toshiba. Jón bóndi í Brokéy Stykkíshólmí, 29.júní. ÞESSA mynd tók fréttaritari af Jóni V. Hjaltalín, bónda í Brokey, sem nú er kominn hátt á 90. ár. Þeir bræður, hann og Vilhjálmur, tóku við búi foreldra sinna, Krist- jönu og Vigfúsar, sem þar bjuggu um langt skeið. Brokey hefir verið vel setin en síðustu ár hafa þeir bræður haft vetrardvöl í Stykkishólmi, enda erfitt um eyjabúskap að vetri til, en strax og hlýindin og gróand- inn eru í nánd, eru þeir komnir í eyjahug og kannski fyrr. Jón hefur eins og fleiri lifað breyti- lega tíma, bæði í eyjabúskap sem tækni og minnist margra daga og kann frá mörgu að segja. Þeir verða ekki taldir ferða- mennirnir sem lagt hafa leið sína f Brokey um daga þeirra bræðra og má segja um það að „þar er nú ekki í kot vísað“. Jón leit til veðurs eins og hann gerði svo oft hér á fyrri tíð, þegar veð- urspár og útvarp voru ekki til, en lítið vildi hann segja um horf- urnar. Árni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.