Morgunblaðið - 08.07.1984, Síða 28
rr
76
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 1984
A.
Opnum bát ár\ rr\CKÍOor
og voins."
■ 6(3
Þú ert ekkert að hlusta eftir því
sem ég segi þér.
Það þarf að ganga frá eftir allar útihátíðir, hvort sem þær eru í Þórsmörk eða Þjórsárdal.
Hver á að ganga frá
í Þjórsárdalnum
Tjaldbúi hringdi og vildi koma
eftirfarandi á framfæri:
Við erum hér þrjár fjölskyldur
sem förum oft í Þjórsárdalinn og
svo var einnig um síðastliðna
helgi. Það var í fyrsta sinn síðan
útihátíðin var haldin á flötinni
gegnt Skriðufellsskógi um hvíta-
sunnuna.
Þegar við komum á staðinn urð-
um við fyrir ákaflegum vonbrigð-
um með fráganginn eftir skemmt-
unina. Jörðin er sviðin, rykmökk-
urinn sem rís þegar keyrt er á
tjaldstæðinu er eins og moldrok og
síðan eru glerbrotin. Þau eru kap-
ítuli fyrir sig. Það er hafsjór af
þeim og nú í fyrsta sinn gátum við
ekki verið berfætt vegna slysa-
hættunnar. Skúrar, sem var
klambrað saman fyrir ýmsa þjón-
ustu, og kamrarnir, sem eru
negldir aftur, standa enn. Þeir eru
illa eða ómálaðir og mjög sóða-
legir. Sviðið og danspallurinn hafa
heldur ekki verið fjarlægð. Það er
sama hvert maður lítur, alls stað-
ar er sóðaskapur og illa gengið
frá.
Á flötinni er ekkert rennandi
vatn, því það er búið að loka krön-
unum sem komið var fyrir. Nú
þarf að sækja vatn út í á.
Ég veit, eins og allir landsmenn,
að Héraðssambandið Skarphéðinn
stóð að hátíðinni. Það er ung-
mennafélag sem stefnir ungling-
um saman á þennan stað og auð-
vitað koma þeir. Ég er alls ekki að
setja út á slíkt, hátíðirnar eiga
fullan rétt á sér. Við vitum að
unglingarnir haga sér alla vega,
sumir miður, aðrir vel. En í þessu
tilfelli snýr verri hliðin að héraðs-
sambandinu að ganga ekki frá eft-
ir sig. Ef Skarphéðinn ber ekki
ábyrgð á fráganginum, þá langar
mig að spyrja hver á að sjá um að
koma hlutunum f samt lag, því
núna er staðurinn í rúst. Ekki
voru rukkuð inn tjaldleyfi en það
segir sig sjálft að eitthvað kostar
að hreinsa svæðið. Það mætti
halda að hlutaðeigandi aðilar
væru að reyna að forðast ábyrgð-
ina, með því að hafa fri tjaldstæði.
Ástandið var slæmt eftir verslun-
armannahelgina í fyrra en nú var
það verra.
Við erum um tuttugu sem förum
reglulega og tjöldum á flötinni.
Okkur er annt um staðinn því
hann er paradís og það er sárt að
sjá hvernig búið er að fara með
hann.
Lítil saga um þursabit
HÖGNI HREKKVÍSI
„ pETTA ER FALL£6 PLANTA ■ ■■ EN Hx/AK
ER GULLFISKUfZINH?*
Skúli Helgason skrifar.
Kæri Velvakandi.
Þú ert einn af þeim fáu vett-
vöngum þar sem venjulegt fólk
getur stórfyrirhafnarlaust komið
skoðunum sínum og áhugamálum
fyrir sjónir annarra. Auk þessa er
maður þess nokkuð fullviss að orð
manns og boðskapur komist fyrir
sjónir mikils hluta þjóðarinnar.
Það sem ég hef fram að færa á
einmitt erindi til ansi margra.
Ég varð fyrir því óláni síðastlið-
inn sunnudag að fá með eindæm-
um slæmt tilfelli af þursabiti í
hálsinn. Ég náði til heimilislæknis
míns og fékk hjá honum kvala-
stillandi töflur en því miður voru
áhrif þeirra á mig ekki meiri en
þótt ég hefði fengið mér vatnssopa
að drekka. Ég æddi um íbúðina
viðþolslaus af kvölum allan
sunnudaginn og þar sem ég átti
nóg af áfengi á heimilinu reyndi
ég að stilla kvalirnar með því. En
því miður með lélegum árangri.
Seint á sunnudagskvöldið kom til
mín læknir og gaf mér sprautu svo
mér yrði unnt að sofa. Sú dýrð
stóð ekki nema einar tvær stundir.
Það sem eftir lifði nætur hélt ég
áfram sama tilgangslausa ráfinu
fram og aftur. Um morguninn
náði ég sambandi við heimilis-
lækni minn sem hringdi til slysa-
varðstofunnar og bað þá að lina
þjáningar mínar ef mögulegt væri.
Fyrir þá sem ekki vita hvað
þursabit er, get ég upplýst að það
hleypur oftast í bakvöðva manna
og lýsir sér þá sem eins konar
krampi. Þetta bakþursabit hafði
ég sjálfur fengið oftar en ég fæ
tölu á komið og er óskaplega
kvalafullt. En að minum dómi er
þursabit í baki nánast til þess að
hlæja að samanborið við það sem
ég fékk í hálsinn í þetta skipti.
Seinni hluta nætur og um morg-
uninn áður en farið var með mig á
slysavarðstofuna saup ég þó
nokkrum sinnum á vodka-flösku
einni sem ég hafði undir höndum,
til þess að reyna að lina þján-
ingarnar en árangurinn var slæm-
ur sem fyrr. Það má ef til vill
liggja mér á hálsi fyrir þessa til-
raun mína en það er nú einu sinni
svo að áfengi er elsta deyfilyf sem
maðurinn þekkir og hefur oft ver-
ið notað.
Ég reyndi hér í pistli mínum að
útskýra hvað þursabit væri en
mér hefur áreiðanlega tekist það
óhönduglega. Ef til vill er til
miklu betri lýsing en sú sem ég
gaf. Ég er sannfærður um að in-
quistadorar (pyntingameistarar)
spánska rannsóknarréttarins á
miðöldum kirkjunnar, sem síst er
hægt að saka um ófrjótt hug-
myndaflug hvað pyntingar snertir
hefðu aldrei getað upphugsað
hryllilegri aðferðir.
Slysavarðstofu eigum við ágæta
sem betur fer. Einkum ef maður
hefur skorist eða lent undir bíl. En
þegar ég kom þangað fyrrnefndan
morgun, fékk ég hinar verstu mót-
tökur og var hálfhent út. Með að-
stoð góðs leigubílstjóra komst ég
til Lamaðra og fatlaðra þar sem
ég hef áður verið í meðferð. Þar
gerðu stúlkurnar það sem þær
gátu fyrir mig og stóðu sig með
stakri prýði, voru hlýlegar og ættu
að fá meira hrós fyrir stitt starf.
Engir vankantar hefðu verið á því
að liðsinna mér með sama hætti á
slysavarðstofunni.
Mér býður í grun að viðtökurnar
þar séu að nokkru leyti heilbrigð-
isráðherra að kenna. Þar vantar
tæki, þekkingu og fólk til að sinna
sértilfellum eins og t.d. þursabiti í
hálsi. Það er búið að yfirkeyra
þetta fólk, sem þar vinnur, þannig
að nú er það tæpast starfi sínu
vaxið. Tæknilega fullkomin færi-
bandavinna er ráðandi en mann-
legi þátturinn er horfinn í streit-
unni.