Morgunblaðið - 13.07.1984, Page 9

Morgunblaðið - 13.07.1984, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ1984 41 Staersta vatnsrennibraut í Evrópu var opnuð á Algarve-ströndinni sl. vor, en bún naut mikilla vinsælda f ferðinni. Brautir voru við allra h«fi, háar, langar, stuttar o.s.frv. en allar báru þ«r viðeigandi nöfn. Haukur Geirs- son skýst hér úr brautinni „Cannon Ball“ eða fallbyssukúlunni. Elísu þótti öruggara að halda um nefið, enda supu margir drjúgt á. eiginkonunum og aö þeirra sögn voru þaö mjög góö kaup, en þeir höföu kynnt sór málin hér heima áöur en þeir fóru út. Mikiö var keypt af skóm, vörur úr kopar og eir eru ódýrar. Fataverzlanir voru vinsælar, en úrvaliö nokkuö ein- hæft hvaö varöar tízkufatnaö, aö sögn þeirra sem kynntu sér þaö til hlrtar. 4—5 SINNUM ÓDÝR- ARA í PORTÚGAL Portúgalska myntin ber heitin centavo og escudo. 100 centavo eru í einum escudo. Til aö finna samsvarandi verö í íslenzku var í þessari ferö deilt meö 4,4 eöa margfaldaö meö 2,2 og tvö núll tekin aftan af. f lok feröar heyröi ég á máli manna aö flest mætti fá í Portúgal fyrir sömu upphæö í escudos og i íslenzkum krónum heima, þ.e. þá 4,4 sinnum ódýrara i Portúgal. Frí-klúbbsstarfsemin í Portúgal, undir stjórn Hildigunnar Gunn- arsdóttur íþróttauppeldisfræöings, naut hvaö mestra vinsælda yngstu kynslóðarinnar, en boöiö var upp á eitthvaö fyrir alla aldursflokka svo sem morgunskokk og leikfimi, tennisleiki og keppn;, leiki i sund- laugum síödegis, aö ógleymdum feröum í vatnsrennibrautina. Þá voru spilakvöld og barnatímar 3—4 sinnum í viku. Hildigunnur sagöi í viötali í lok feröarinnar, aö starfiö heföi verið sér mikil lífs- reynsla. Þetta væri mikil vinna, en mjög skemmtileg. Aöallega reyndi á annaö aöalmarkmiö Frí-klúbbs- ins, þ.e. aö auka félagsleg tengsl og fá fólk til aö kynnast betur inn- an hópsins. Því markmiöi sagöist hún bezt ná meö því aö blanda geöi viö fólkiö, meö leikjum og keppni og fara meö því út á kvöld- in. Um reynslu sína af landanum í útlöndum sagöi hún eftirtektarvert hversu Islendingar stæöu saman sem einn maöur í útlöndum. Hún sagöi og, aö velheppnuö ferö sem þessi virtist sér byggjast á veörinu. „islendingar eru óbeint aö kaupa sólina þegar þeir kaupa feröir sem þessa, þó auövitaö sé ekki hægt aö kaupa hana. Um leiö og veöriö veröur slæmt veröur fólk eiröar- laust og veit ekki hvaö þaö á aö gera,“ sagði hún. Auk Frí-klúbbsstarfsins býöur feröaskrifstofan upp á margar feröir undir leiösögn fararstjóra staöarins, sem voru í þessari ferö þau Ásta Ragnheiöur, Einar örn og Jesús. Boöiö er upp á langar feröir og stuttar, svo allir ættu aö finna eitthvaö viö sitt hæfi. Þess má geta aö lokum, aö júní-hópurinn í Portúgal ætlar aö hittast á ný í Þórsmörk aöra helgi i ágúst og er undirbúningur aö ferö- inni í fullum gangi. Hópurinn hefur ■ hyggju aö endurnýja þar hin góöu kynni og ná upp hinni skemmtilegu Portúgalsstemmningu á ný. Efst á bréfMfni *r Mttur „fjögurra" laufa smári, sam gefur pappírnum j staöinn fyrir aö skrifa kveöju í meira gildi, af svo má aö oröi komast. Smárar eru sjaldnast meö fjögur bók, sem er ætluö til gjafa (þaö lauf, anda ar þaö fjóröa hár fongið aö láni af öörum. er reyndar ailtaf áhætta, því þá ar ekki hægt aö skila og fá aöra) er fallegt þurrkaö blóm fast á lítið hvítt gjafakort, gleym-már-ei myndi t.d. taka sig vel út á hvítu. Heimilishorn Bergljót Ingólfsdóttir Þurrkuö blóm og blöð Þaó er gamall siöur aö taka blóm og blöö til aö þurrka og pressa og nota þau síöan til skreytinga. Þegar að því kemur, aö öll blóm eru sprungin út er hægt aö tína villtan gróöur á víðavangi eöa fá gróöur úr ræktuöum reitum. Þaö sér áreiöanlega enginn garöeigandi eftir nokkrum blómum til þessara nota. Blööum trjánna er þó best aö safna um þaö leyti sem þau taka aö falla á haustin, þá eru litbrigöi ótrúiega mikil. Úr þurkuöum blómum er hægt aö búa til mynd- ir, borðskreytingar, þau er hægt aö líma á kort og bréfsefni svo eitthvaö sé nefnt. í Heimilishorni hefur áöur verið sagt frá hvernig bera á sig aö við þurrkun, svo það veröur ekki endurtekiö hér. En hér fylgja meö nokkur sýnishorn af því hvernig koma má fyrir fallegum þurrkuöum blóm- um og blööum. Blómum og blööum komiö fyrir oftir fyrirfram goröu mynstri. Blöö af ýmsum geröum og í öllum mögulegum litatónum oöa „sátt- eringum“. Grænmetissalat og sósur Þegar mest er úrvaliö af grænmetinu okkar freistast víst flestir til aö búa til grænmetisrétti og salöt. Því miöur er grænmeti sannkallaöur munaöur hérlendis, þaö er ótrúlega dýrt og þaö þurfa áreiöanlega margir aö láta á móti sér aö hafa þaö hvern dag á meðan þaö er fáanlegt. Samsetning á grænmeti í salat getur veriö meö ýmsu móti, allt eftir smekk og því hvaö er fáanlegt í þaö og þaö skiptið. En þaö þarf ekki síöur aö vanda til viö sósuna, sem sett er út á. Hér koma nokkrar tillögur: SÓSUR ÚR SÝRÐUM RJÓMA Út í 2V4 dl af sýröum rjóma er hægt aö hræra: 1. 2 matsk. chilisósu, 3 matsk. af fínt saxaöri steinselju og % tsk. af pipar. 2. 1 tsk. worcestershiresósu, 2 tsk. karri, V4 tsk. salti og % tsk pipar. 3. Agúrku, smátt brytjaöa, 1 matsk. smátt brytjaö kapers og 1 tsk. sykur. 4. 2 matsk. sinnep, 3 matsk. dill, 'h tsk. salt og '/* tsk. pipar. 5. 2 dl af fínt rifnum osti, 1 matsk. sítrónusafa og 1 tsk. sykur. SÍTRÓNUSÓSA 2 matsk. sítrónusafi, 3 matsk. olía, vatn, salt, pipar, örlítill sykur og 2 matsk. söxuö steinselja. Þarf aö hrista vel saman. SALATIÐ ÞARF AÐ VERA KALT Þaö er kunnara en frá þurfi aö segja, aö grænmetissalat bragö- ast best ef þaö er vel kælt. Þaö er hægt aö kæla skálina, áöur en grænmetiö er sett í hana. Ef þaö gleymist er hægt aö setja sal- atskálina ofan í ílát meö ísmolum eöa stinga henni í kæiiskápinn í smátíma áöur en sest er aó boröum. KOT ASÆLU-SÓS A 'h dl kotasæla, V4 dl sýröur rjómi, 4 matsk. vínedik, 1 tsk. sykur, 6 matsk. olía, 4 matsk. fínt söxuö steinselja, 1 matsk. estragon og 1 tsk. basillauf. Hrært vel saman og bragöbætt aö smekk. OLÍU-EDIKSÓSA 1 dl sojaolía (eöa önnur gerö), 'h dl vínedik eöa venjulegt edik, 2 matsk. vatn, salt, pipar, hvít- lauks- eöa paprikuduft. Hristist vel saman og bragöbætt aö smekk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.