Morgunblaðið - 13.07.1984, Síða 22

Morgunblaðið - 13.07.1984, Síða 22
54 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 1984 ?? Mátunarkle.f'inn. er upptek.inm, en pú getur f&ri<b a bak. \/i& bindin sem fvxnpa. parrux." * Ast er ... að hjálpa henni að komast með í sumarleyf- ið TM Reo. U.S. Pal Ott.-afl rights reswved »1984 Los Angetes Times Syndicate Ekki vLssi ég aö Eilífðarsónatan væri svona ofsalega löng! HÖGNI HREKKVÍSI „ ptz. e/? ’oH/err ef HAm fær hlAturskabt.* Makkabeaættin Kolbeinn Þorleifsson skrifar: Velvakandi. Ég þakka dr. Benjamíni H.J. Eiríkssyni fyrir svar hans við ný- legri grein minni. Svar hans ber vott um, að í hjarta hans slái ein- lægt kristið hjarta. Auðvitað átti ég von á hörðum viðbrögðum við grein minni. Upplýsingar mínar voru ekki af þeirri tegund, sem bornar eru fram á prédikunarstól- um. Ég skrifaði þessa grein mína um hinn „vopnaða Krist“ sem gagnrýninn kirkjusagnfræðingur, ekki sem trúboði. Trúboðinn sr. Kolbeinn Þorleifsson talar allt öðru vísi, og ég býst við því að fjöldi manna geti sagt frá því, hvernig hann hefur á síðastliðnum þrjátíu árum boðað kristna trú. Vísindamaðurinn sr. Kolbeinn Þorleifsson gerir á hinn bóginn þær kröfur til vinnubragða sinna, að þau standist gagnvart þeim frumheimildum, sem fyrir hendi eru. Það vildi svo til, að Elín Pálmadóttir blaðamaður rifjaði upp eina frumheimildina helgina eftir að grein mín birtist, er hún lýsti umsátrinu um Masada, og gildi þess atburðar fyrir ísraels- ríki nútímans. Menn hugsuðu ekki mikið um þessa hluti fyrir hálfri öld, en nú eru menn neyddir til að hugsa um þá í fullri alvöru. Venju- legir ferðamenn fá að heyra hina blóðugu sögu Gyðingalands á dög- um Jesú Krists sem hetjusögu, sem á að réttlæta ósköpin sem ganga yfir lönd þessi á okkar dög- um. Og það er til þess ætlast, að við kristnir menn gerum okkur þetta að góðu, því að nú er uppfyll- ing spádómanna gengin í garð. Júdas Makkabeus hefur á okkar eigin öld verið fyrirmynd kristins þjóðarleitoga, sem taldi sig vera kallaðan til að berja niður heiðið vald. Það sést á lokaorðum Sir Winstons Churchills í fyrstu út- varpsræðu hans í síðari heims- styrjöldinni, þegar hann vitnaði til eftirfarandi orða Júdasar: „Hertygið yður, og reynist hraust- ir drengir; og verið viðbúnir snemma á morgun til að berjast við þessa heiðingja, sem safnast hafa móti oss, til að afmá oss og helgidóm vorn. Því að betra er oss að falla í orustu, en að horfa upp á Höfundur meinar, að Winston Churchill meðal annarra hafi kunn- að að meta sögu Makkabea-ættar- innar að verðleikum. ófarir þjóðar vorrar og helgidóms- ins. En það, sem ákveðið er á himnum, það mun Hann láta kom fram.“ (1. Makk 3.58—60) Það má gjarnan benda á þetta þessa dag- ana, þegar minnst er innrásarinn- ar í Normandí. Dr. Benjamín H.J. Eiríksson gerir eina mjög undarlega villu I grein sinni. Hann segir, að sá Jó- hannes Hyrkanus sem ég tala um í grein minni, hafi verið eyrna- skorinn, og er með því gefið í skyn, að Guð hafi verið að refsa honum. Það kom skýrt fram í grein minni, að ég var að tala um Jóhannes Hyrkanus Símonarson. Þó veit ég, að það er auðvelt að láta sér yfir- sjást slíkt í stuttri grein. Dr. Benjamín er á hinn bóginn að tala um Jóhannes Hyrkanus Alexand- ersson, sem var sonarsonur hins fyrrnefnda. Sá síðanefndi var eyrnaskorinn af innrásarliði Parþa til þess eins, að hann gæti ekki gert kröfu til æðstaprests- embættisins vegna líkamslýta. Bak við þessa aðgerð stóð bróður- sonur mannsins, sem sjálfur var búinn að taka sér bæði æðsta- prestsvald og konungsvald. Þann- ig var sú grundvallarregla enn i fullu gildi, að afkomendur Símon- ar Tassi skyldu vera við völd. Ég, rétt eins og aðrir kristnir menn á þessu landi, er alinn upp við halaklippt guðsorð. Sakir þeirrar einkennilegu staðreyndar, að þjóðir Vesturlanda hafa ekki haft fjárhagslegt bolmagn til að standa að ódýrum Biblfu-útgáfum fyrir almenning, hafa þær neyðst til að hlýða kenningum enskra púrítana, sem strikuðu stóran hluta aftan af gamla testament- inu. Þess vegna kann enginn leng- ur söguna af Júdasi Makkabeusi, enginn vitnar lengur í Sírak, eng- inn þekkir Júdít og Hólófernes, enginn veit hvað Tobíasarnætur merkja, enginn þekkir unglinga í eldsofninum. önnur var öldin á dögum lang- afa míns. Þá gat Jón Thoroddsen látið Grím meðhjálpara vitna í Sírak. Á þeim dögum lifði einnig Gísli Konráðsson fræðimaður. Hann þýddi Gyðingasögu Jósefus- ar á íslensku, og þar stendur eftir- farandi um Jóhannes Hyrkanus Símonarson: „Hafði Guð veitt honum þrefalda vegsemd, stjórn yfir lýðnum, höfðuprestsdæmi og spádómsanda, því Guð mælti við hann og sagði fyrir óorðna hluti.“ Seinna þýddi Torfhildur Þor- steinsdóttir Hólm sögu Jósefusar um Gyðingastríðið, og þar stend- ur: „Má telja hann einn hinn ham- ingjusamasta mann, og þurfti víst eigi að klaga skort hamingjunnar, því að eigi hafði hann að eins þrenna tign, fyrst, að hann réð þjóð sinni sem konungur, annað, að hann hafði höfuðprestsdóm, og hið þriðja, að hann var spámaður, því að guð mælti við hann og birti honum ókomna hluti.“ Þegar ég lít á þekkingarstig þessara leikmanna á öldinni sem leið, finnst mér heldur betur hafa orðið gengisfall á þekkingu bisk- upa og presta á okkar öld, þegar þeir kunna ekki skil á þessum hlutum. Mér er engin huggun í hörmum mfnum, að þetta þekk- ingarleysi byggist á kirkjuþings- samþykktum enskra DÚrftana. Þessir hringdu . . . Um Hafnarfjarð- arstrætó Þrjár ungar og óánægðar hringdu og höfðu eftirfarandi að segja: — Við erum hér þrjár óhressar með framkomu strætis- vagnabflstjóra hjá Landleiðum þá meinum við þá sem aka Hafnar- fjarðarstrætó. Sem dæmi um ósvifni þeirra mætti nefna að þeir öskra inni f vagninum til að rffast f manni af ástæðulausu. Svo var það 8. júli sfðastliðinn að ein okkar var að bfða eftir vagninum i biðskýlinu við Breiðvang um nfu- leytið. Þegar hann loks kom ók hann framhjá henni og það lá við að bílstjórinn brosti framan f hana. Við vitum um marga sem hafa þurft að borga fullorðins- gjald þótt þeir séu yngri en tólf ára. Það munar 25 krónum á ferð og þegar maður greiðir svo mikið fyrir að komast milli Hafnarfjarð- ar og Reykjavíkur, þá finnst okkur að ökumennirnir eigi að vera kurt- eisir og koma almennilega fram við farþegana. Yngra fólk verður miklu meira fyrir barðinu á þessum bílstjórum og eins og fyrr segir aka þeir oft framhjá. Strætisvagnar aka á tuttugu mfnútna fresti og það er

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.