Morgunblaðið - 26.08.1984, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.08.1984, Blaðsíða 6
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 1984 SUÐUR-AFRIKA Aðskilnaöarstefnunni framfylgt undir nýju nafni ÞÓTT ekkert bendi til þess, að hvíti minnihlutinn í Suður- Afríku sé að missa völd sín, er deginum ljósara, að miklar pólitískar hræringar eiga sér þar stað um þessar mundir. Það kemur þó á óvart, að þessar stjórnmálasviptingar í Suður-Afríku eiga ekki síður rætur að rekja til hinna hol- lenskumælandi Afríkana, sem ráðið hafa lögum og lofum þar 36 ár, en svarta meirihlutans. Forsætisráðherra Suður-Afrflni, P.W. Botha, sést hér kveðja forseta Mozambique, Samora Machel, eftir að hafa undirritað griðasáttmála milli ríkjanna. Um fjögurra áratuga skeið hafa Afríkanar haldið við og eflt stjórnkerfi, sem reist er aðskiln- aði hvítra og svartra manna. Alls eru íbúar Suður-Afríku 32 millj- ónir en einungis 4,7 milljónir heyra hvita minnihlutanum til. Forsætisráðherra Suður-Afr- íku, Pieter W. Botha, hefur a.m.k. reynt (af veikum mætti þó) að draga úr þeim laga-, félags-, og stjórnmálahömlum sem blökku- mönnum eru settar, en með óveru- legum árangri. Hverjar eru orsak- irnar? Nýr flokkur gegn tilslökunum Þangað til í fyrra virtust Afrík- anar einkum þekktir fyrir geysi- lega samstöðu og vilja til að halda völdum sínum og ekki síður svarta meirihlutanum í skefjum bæði í Suður-Afríku og nágrannaríkjun- um. Nú hefur hins vegar orðið breyting; Á síðasta ári var stofn- aður nýr flokkur, íhaldsflokkur Suður-Áfríku, sem þjónar hags- munum hvíta minnihlutans. Hér er um að ræða flokk þeirra, sem eru andsnúnir öllum tilraun- um Botha forsætisráðherra til að draga úr kynþáttamisrétti i Suð- ur-Afríku. Þjóðernisflokkurinn, sem stjórnað hefur landinu síð- ustu áratugi, lagði til í fyrra að í nýrri stjórnarskrá landsins yrði kynblendingum og þeim íbúum landsins sem eru af asískum upp- runa, veitt aukin réttindi; enda þótt ætlunin hafi ekki verið að svertingjar nytu góðs af þeim. Mikill meirihluti hvítra manna samþykkti stjórnarskrána í at- kvæðagreiðslu, og því má draga þá ályktun, að hinn nýi íhaldsflokkur hafi beðið nokkurn álitshnekki. Síðustu daga hafa þó verið miklar óeirðir í Suður-Afríku vegna kosn- inga til þings kynblendinga og Asíubúa, sem er í raun valdalítið, en kjörsókn var aðeins um 30 af hundraði. Virðist andstaða gegn stjórninni ekki síður vera meðal kynblendinga og Asíubúa en blökkumanna. Því má segja, að sótt sé að stjórninni úr öllum átt- um. Af þeim sökum m.a. telja stjórnmálaskýrendur, að íhalds- flokkurinn hafi talsverð áhrif, sér- staklega fyrir þá sök, að f stefnu- skrá hans er skírskotað til hræðslutilfinninga hvíta minni- hlutans; enda býr sá ótti í brjóst- um margra, sem heyra honum til, að blökkumenn hrifsi til sfn völdin í kjölfar vaxandi lýðréttinda þeim til handa. Einnig hafa orðið miklar stjórn- málabreytingar í grannríkjum Suður-Afríku á síðustu árum. Áð- ur drottnaði þar hvíti minnihlut- inn, en nú hefur stjórn hans færst í hendur svarta meirihlutanum. Dómur reynslunnar og skynsam- leg rök hefðu mælt með því að hvíti minnihlutinn, þá einkum Af- ríkanar, hefðu staðið saman eins og áður, þegar völdum hans væri stefnt í hættu. En margt hefur breyst. Sú kynslóð, sem nú ræður ríkjum í Suður-Afríku, hefur notið mun betri menntunar og er ekki jafn einlit i háttum og siðum og fyrri kynslóðir. Áður fyrr réðu landeigendur mestu um stjórn landsins, en nú- verandi valdastétt er rækilega mótuð af borgarmenningu. f stað sameiningar er um að ræða sundr- ungu Afríkana. Prófessorinn Willie Esterhuyse, sem kennir stjórnmálafræði við háskólann f Stellenbosch, heldur t.d. fram að samstaða niðja hinna hollensku landnema heyri nú sögunni til. Stórfellt kynþáttamisrétti En hver er réttarstaða svarta meirihlutans í Suður-Afríku? Svarið er einfalt: Stórfellt kyn- þáttamisrétti er þar óhrekjandi staðreynd. T.a.m. hefur um tveim- ur til þremur milljónum svert- ingja verið gert að flytjast búferl- um frá þeim borgum og bæjum, þar sem hvíti minnihlutinn býr. Annað gott dæmi þess er, að svertingjum er ekki gefinn kostur á haldgóðri menntun, húsnæði og heilbrigðisþjónustu. Og ekki má heldur gleyma því, að lögreglunni er nánast gefið óskorað vald tii að fylgja fram lögum, sem fela í sér kynþáttamisrétti. í raun snúast stjórnmál í Suð- ur-Afríku fyrst og fremst um þetta: Ætlar hin nýja kynslóð hvfta minnihlutans, að afhenda öðrum Suður-Afríkubúum einhver völd? — eða er hún einungis að leitast við að finna upp nýjar að- ferðir til að halda við alræði sínu? Svo að unnt sé að svara þessum spurningum er nauðsynlegt að leita á náðir sögunnar. Segja má að ávallt hafi kraumað undir yfir- borði einingar og samstöðu Afrík- ana. Þegar Bretar víkkuðu út yfir- ráðasvæöi sitt á öndverðri 19. öld til Höfðafylkis, sundruðust Afrík- anar, sem búið höfðu þar eina öld. Annars vegar voru þeir, sem tóku þann kost að lifa í friðsamlegri sambúð við Breta, og hins vegar þeir, sem afréðu að flytjast búferl- um norður á bóginn. Hinir síðar- nefndu stofnuðu síðan sjálfstæð ríki og ráku af höndum sér þjóð- flokka blökkumanna og að lokum Breta í tveimur styrjöldum. Þar með lögðu þeir grundvöllinn að Suður-Afríku nútimans, enda þótt ýmislegt hafi breyst síðustu 50 ár. T.a.m. voru afkomendur Breta í meirihluta í stjórn landsins allt til ársins 1948. Síðan hefur Þjóðern- isflokkur Afríkana verið við völd. „Aðskilnaöarþróun" í stað aðskilnaðarstefnu Flestir setja hugtakið aðskilnað í samband við lög og reglur, sem kveða á um að blökkumenn skuli greindir frá hvítum á ýmsum svið- um suður-afrísks þjóðlífs s.s. í al- menningsvögnum, á bekkjum í skemmtigörðum, baðströndum, skólastofum, hjónaböndum og íbúðarhverfum. En þar á bak við býr metnaðarfyllri hugsun: „að- skilnaðarþróun". Með þessu orð- skrfpi, sem er ekkert annað en nýtt heiti á aðskilnaðarstefnunni, er átt við að svipta eigi svarta þegna Suður-Afríku borgararétt- indum og knýja þá til að búa á sjálfstæðum sérsvæðum, svoköll- uðum „heimalöndum". Samkvæmt kenningunni skulu svertingjar einvörðungu þar njóta borgara- réttinda. Þeir, sem hins vegar búi ekki í slíkum „heimalöndum", sem séu aðeins lítil minnihluti, yrðu að sætta sig við það hlutskipti að njóta gestaréttinda. Suður-afrísk stjórnvöld hafa nú þegar skipulagt tíu slík „heima- lönd“, og hafa lýst yfir „sjálf- stæði" í fjórum þeirra. Á hinn bóginn hafa enn engin erlend ríki viðurkennt þau. Bæði Þjóðernisflokkurinn og hinn nýi íhaldsflokkur eru í meg- indráttum fylgjandi „aðskilnaðar- þróun“, en hinn fyrrnefndi er þó sveigjanlegri í afstöðu sinni til hennar. Þjóðernisflokkurinn vill smám saman sníða af hina aug- ljósu og táknrænu agnúa aöskiln- aðarstefnunnar, s.s. aðgreiningu hvítra og svartra í skemmtigörð- um, veitingahúsum og íþróttum. Flokkurinn hefur einnig slakað smávægilega á hömlum í efna- hagslífinu, þar sem aðskilnaðar- stefnan hefur löngum verið höfð að leiðarljósi, með því að nema úr gildi lög, sem mæla svo fyrir um, að atvinnurekendur láti hvíta menn ganga fyrir þegar um mannaráðningar er að ræða. Einnig hefur svarta meirihlutan- um verið leyft að stofna verka- lýðsfélög, enda þótt ýmsar kvaðir og höft fylgi þeim. „Aðskilnaðarþróun“ eða óskert borgararéttindi Eins og áður sagði er hinn nýi íhaldsflokkur andvígur öllum til- slökunum. Boðskapur íhalds- manna er laus við vífilengjur og þrætubókstaf því að þeir telja að einungis tvennt komi til greina: „aðskilnaðarþróun" eða óskert borgararéttindi handa svertingj- um. Að dómi Johans Wagenaans, sem er kapelián hollensku siðbót- arkirkjunnar og stuðningsmaður íhaldsflokksins, er annað en þetta tvennt hálfkák og bráðabirgða- lausn. Það merkilega er, að árið 1976 benti ýmislegt til þess, að hvíti minnihlutinn væri að missa tökin í Suður-Afríku. Þá óx ásmegin nýrri kynslóð blökkumanna, sem krafðist þess, að fá völdin í sinar hendur í krafti sanngirni og meirihluta síns. Segja má, að afl- vaki réttindabaráttu hinnar nýju kynslóðar hafi verið uppreisn svertingja í Soweto árið 1976. Það, sem ennfremur vó þungt á metun- um, var að svertingjar náðu völd- um í nágrannaríkjum Suður- Afríku, en áður höfðu stjórnir hvítra manna vinveittar Afríkön- um haldið þar um stjórnvölinn. Raunar var ekki spurt hvort svertingjar mundu rífa af sér viðj- ar langvarandi kynþáttamisréttis heldur einungis hvenær. En nú hafa veður skipast í lofti: Þótt þjóðernishyggja blökkumanna sé enn sterk heima fyrir, þá virðast samtök þeirra bæði vera illa skipulögð og ósamstæð. Og jafnvel stjórnvöld í nágrannaríkinu Mozambique hafa komið á nokkr- um stjórnmálatengslum við Suð- ur-Afríku. M.ö.o. virðast Afríkanar hafa treyst valdastöðu sína á undan- förnum árum I stað hins gagn- stæða. Til marks um það má nefna, að Botha forsætisráðherra fékk þokkalegar viðtökur stjórn- valda, þegar hann sótti heim nokkur lönd hins vestræna heims fyrir skömmu. Aukin bjartsýni Afríkana Því er ljóst, að Afríkanar eru nú bjartsýnni en áður um að halda völdum sínum. Leiðtogar Þjóðern- isflokksins telja unnt að fram- kvæma það sem áður virtist ómögulegt: að njóta „virðingar" á alþjóðavettvangi án þess að gera verulegar breytingar á aðskilnað- arstefnunni — eða kynþáttamis- réttinu. En gefum varautanríkis- og upplýsingaráðherra Suður- Afríku, Louis Nel, orðið: „Milli- bilsástand er nú í Þjóðfélaginu. Ríkisstjórnin er ekki fylgjandi status quo (óbreyttu ástandi) 1 efnahags-, laga- og félagsmálum, en við verðum að fá tíma til að breyta þjóðfélaginu á þann hátt að öryggi allra sé tryggt." Fullyrða má, að þetta sé við- kvæði hinnar nýju valdakynslóðar Afríkana: Nú er ekki lögð áhersla á yfirráð hvítra manna heldur boðnar sættir. J.P. de Lang, sem er formaður hinnar alræmdu leynireglu Broederbond ( Suður- Afríku, tekur í sama streng. „Að- skilnaðarstefnan var mörkuð af einfeldni og ber vitni um þroska- leysi á sviði stjórnmála. Margir hvítir menn eru reiðubúnir að breyta þjóðfélaginu og taka ýms- um tilslökunum með opnum hug.“ Samt breyta þessi orð engu þar um, að flestir Afríkanar telja að eina leiðin til að halda völdum sín- um er að fylgja fram stefnunni um

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.