Morgunblaðið - 26.08.1984, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.08.1984, Blaðsíða 12
68 MORGUNBLAÐIÐ,. SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 1984 Endurmenntun sívaxandi þáttur í íslenzku menntakerfi Margrét S. Björnsdóttir, endurmenntunarstjóri, í viðtali við Sigríði Stefánsdóttur Hvers konar endurmenntun eða símenntun er vaxandi þáttur í ís- lensku menntakerfí. Kennara- háskóli íslands sér um endur- menntun grunnskólakennara, Kræóslumiðstóó iðnaðarins um endurmenntun iðnaðarmanna, Stjórnunarfélag íslands um endur- menntun fólks í skrifstofu- og stjórnunarstörfum, nokkrir tölvu- skólar eru starfræktir, Námsflokk- ar Reykjavíkur bjóða upp á fjöl- þætta fullorðinsfræðslu og þannig mætti lengi telja. Hið nýjasta á þessu sviði er skipulögð endurmenntun fyrir há- skólamenn. Tekist hefur samvinna milli Háskóla íslands, Tækniskóla íslands, Bandalags háskólamanna, félaga verkfræðinga og tæknifræð- inga og Hins íslenska kennarafé- lags um samstarf að endurmennt- un háskólamanna. í lok árs 1982 gerðu þessir aðilar með sér sam- ning þar að lútandi, þar sem m.a. var ákveðið að innan Háskóla ís- lands starfaði samstarfsnefnd aðil- anna að þessum málum með rekt- or skólans. Einnig var samþykkt að ráða starfsmann — endur- menntunarstjóra — er sæi um framkvæmdastjórn. Margrét S. Björnsdóttir þjóðfélagsfræðingur var ráðin í það starf 1. júní 1983 og námskeiðahald hófst 1. september það ár. Rætt var við hana um þessa nýju starfsemi. Margrét, í hverju er starf þitt fólgið? — Starfið er einkum fólgið í því að leita eftir hugmyndum að námskeiðum, bæði hjá kennur- um háskólans og tækniskólans, aðildarfélögum BHM og hugs- anlega fleiri aðilum. Síðan að kanna áhuga fyrir þessum nám- skeiðum, fá leiðbeinendur og sjá um alla framkvæmd námskeið- anna. Hafa reglulega samband við stjórnir félaga innan BHM og kennsludeildir háskólans og tækniskólans um endurmenntun á þeirra sviði. Einnig að fylgjast með því sem er að gerast á þessu sviði erlendis eftir því sem tök eru á, nýta eitthvað af því hér eða miðla upplýsingum til þeirra sem vilja fara á námskeið er- lendis. Hvernig var að þessum málum staðið áður? — Áður var þessi endur- menntunarstarfsemi fyrst og fremst í höndum aðildarfélaga BHM en þó oft í samvinnu við háskólann og tækniskólann, bæði við einstaka kennara þar og kennsludeildir. Það var mis- jafnt eftir félögum hversu um- fangsmikið starfið var. Þannig hefur lengi verið mikil fræðslu- starfsemi á vegum Lögmanna- félagsins og Læknafélags ís- lands svo dæmi séu tekin og vafalaust munu þau félög halda þeirri starfsemi áfram. En erfið- ara hefur verið fyrir ýmis minni félög, sem hafa t.d. ekki ráð á því að vera með starfsmann, að halda uppi svona starfsemi. Nokkuð hefur verið um nám- skeið á vegum einstakra deilda HÍ svo og stofnana háskólans, einkum Reiknistofnunar og Verkfræðistofnunar. Erlendis virðist endurmennt- un háskólamanna vera með ýms- um hætti. Þar er slíkt bæði á vegum háskólanna sjálfra, sér- stakra endurmenntunarstofnana sem gera ekkert annað en halda slík námskeið eða á vegum ein- stakra stéttarfélaga háskóla- manna. Hver var aðdragandinn að þessu samstarfl? — Frumkvæðið áttu félög verkfræðinga og tæknifræðinga, sem leituðu til hinna aðilanna um samstarf á þessu sviði og eft- ir nokkurn aðdraganda og um- ræður var í lok árs 1982 gerður áðurnefndur samstarfssamning- ur um endurmenntun háskóla- manna. Vorið 1983 var síðan auglýst starf endurmenntunar- stjóra og hóf ég störf í júní það ár. Fyrstu námskeiðin voru haldin í september. Síðastliðinn vetur voru haldin um 20 nám- skeið fyrir ýmsa hópa háskóla- manna og sóttu þau tæplega 400 manns. Flest námskeiðanna voru haldin í Háskóla íslands, en kennarar voru úr háskólanum, tækniskólanum, úr atvinnulífinu og auk þess komu erlendir fyrir- lesarar sérstaklega hingað til að halda tvö námskeiðanna. Hvaða námskeið hafa verið haldin í sumar og hvernig hefur þátttakan verið? — í sumar hafa verið haldin sjö námskeið fyrir framhalds- skólakennara og þrjú þeirra með erlendum leiðbeinendum, frá Bandaríkjunum og Bretlandi. Það voru námskeið fyrir sögu- kennara, ensku- og dönskukenn- ara. önnur námskeið voru fyrir íslensku-, sálfræði- og raun- greinakennara og almennt rit- vinnslunámskeið. Auk þeirra námskeiða, sem við sáum um fyrir framhaldsskólakennara, voru samtök líffræðikennara og þýskukennara hvort með sitt námskeið. Þátttakan hefur verið góð, frá 14 og upp í 50 þátttak- endur á námskeiði. Er mikil þörf fyrir endurmennt- un? — Mér sýnis augljóst af reynslu minni af þessu starfi og því sem ég sé að er að gerast erlendis, að símenntun eða endurmenntun sé vaxandi þáttur í menntakerfi landanna. Hvað kennara varðar hafa orðið mikl- ar breytingar á íslensku skóla- starfi á síðustu 10—20 árum og nauðsynlegt að þeim breytingum fylgi viðbótarmenntun fyrir starfandi kennara. Þess má geta að innan Kennaraháskóla ís- lands fer fram umfangsmikil endurmenntunarstarfsemi fyrir grunnskólakennara. Þetta eru allt kennaranámskeið í sumar, hvernig stendur á því? — Mér virðist sem aðrar starfsstéttir séu ekki tilbúnar til að eyða sumri eða sumarfríi í nám og flestir kjósi að nám- skeiðin séu á þeirra vinnutíma. En fyrir kennara er erfiðara að fá frí frá kennslu á veturna og því fórna þeir sínum frítíma fyrir frekari menntun. Finnst þér eðilegt að endur- menntun væri í meira mæli en nú hluti af starfl fSlks og færi fram á vinnutíma þess? — Að sjálfsögðu væri það eðl- ilegast þar sem fólk á i flestum tilfellum að verða betri starfs- menn en áður og menntunin því ekki síður hagur vinnuveitand- ans. Og það má kannski bæta því við hér að starfsemi af þessu tagi er mikilvægur þáttur í að tengja skóla atvinnulífinu, eins og nú er lögð vaxandi áhersla á, m.a. af núverandi menntamála- ráðherra. Ég tel slík tengsl mjög mikilvæg, ekki síður fyrir skól- ana sjálfa og kennara þeirra en atvinnulífið. Hvernig eru ákvarðanir um námskeið teknar? — Eins og áður sagði koma hugmyndir að námskeiðum frá ýmsum aðilum. Um þessar hug- myndir fjallar síðan áðurnefnd samstarfsnefnd og tekur ákvarð- anir, en séu námskeiðin á kennslusviði deilda háskólans þá skulu þau skipulögð í samvinnu og eftir samkomulagi við þær. Gefa þessi námskeið einhverjar gráður eru tekin einhver próf að þeim loknum? — Yfirleitt eru engin próf tekin og ekki eru veittar há- skólagráður í venjulegum skiln- ingi en þátttakendur á nám- skeiðinu fá skjal, sem vottar þátttöku þeirra, og í kjarasamn- ingum sumra háskólamanna eru ákvæði sem meta slíkt til námsstiga og hækkunar í launa- flokkum. Fyrir hverja eru námskeiðin? — Þau miðast einkum við þarfir háskólamenntaðs fólks í atvinnulífinu. Frá því eru þó undantekningar eins og þær að við höfum haldið þrjú námskeið í samvinnu við Blaðamannafélag íslands fyrir starfandi blaða- menn. Námskeiðin eru hins veg- ar öllum opin sem telja sig geta haft af þeim eitthvert gagn. Hvar fær fólk upplýsingar um námskeið? — Námskeiðin eru öll kynnt í blaði BHM , Fréttablaði Hí og fréttabréfum þeirra aðildarfé- laga BHM, sem viðkomandi námskeið eru talin höfða til. Auk þess er hægt að fá allar upplýsingar á skrifstofu minni í Nóatúni 17, sími 23712. Hvað er í undirbúningi núna; hvað er framundan í vetur? — Við erum að ganga frá námskeiðaáætlun fyrir fyrri hluta næsta vetrar. Aætluð eru 13 til 15 námskeið fram að jól- um, fyrir ýmsa hópa, allt frá íslenskunámskeiði fyrir starfs- menn fjölmiðla til námskeiðs um liðavernd í raforkukerfum, sem er afar sérhæft námskeið fyrir starfsmenn rafmagnsveitna. Yið færum okkur um set og erum komin meö skrifstofuna og lagerinn aö Borgartúni 24. Þar höfum viö nýjan síma og aö sjálfsögöu nýtt símanúmer sem er 29544. Hljómplötuverslunin er og verður auövitaö á sínum góöa og gamla staö aö Laugavegi 33. Skrifttofa og lager 29544 Verslun Laugavegi 11508

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.