Morgunblaðið - 26.08.1984, Blaðsíða 22
78
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 1984
A DROrnNSMJI
UMSJÓN:
Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir
Félag guðfræðinema
í kaffí með séra
Kristjáni Vali
Á FYRSTA sunnudegi heimsþingsins í Búdapest birt-
ist Danni. Hann hefur brún augu og brúnt, knillað
skegg, sem einhvern veginn brosir með andlitinu.
Þau, sem þekkja hann bezt, kalla hann Danna. Þau,
sem þekkja hann minnst, kalla hann þess vegna Daní-
el. Hinir kalla hann oftast Kristján Val. Hann heitir
það nefnilega. Hann er Ingólfsson og hann er líka
séra. Hann vígðist fyrir réttum 10 árum og fór til
Raufarhafnar og þaðan lá leiðin til Heidelberg í
Þýzkalandi. Kona hans, Margrét Bóasdóttir, lærði þar
söng, hann tók til við að skrifa doktorsritgerð um
messuna. Nú hefur Margrét lokið söngnáminu og
vinnur fyrir þeim með tónleikum og söngkennslu og
séra Kristján Valur lýkur senn ritgerðinni. Hann hef-
ur tafizt við að gæta Bóasar sonar þeirra, sem nú er
tveggja ára, og við að annast heimilishald fjölskyld-
unnar að miklu leyti eftir að Bóas fæddist. Eitt kvöld-
ið eftir langa fundarsetu settumst við niður með kaffi-
bolla og blöð svo að ég gæti spurt hann ögn um
húsföðurstörfin.
— Ég vinn ekki öll heimilis-
störfin, svaraði hann og tróð í
löngu pípuna sína. Ég pressa t.d.
aldrei buxurnar mínar enda hef-
ur aldrei verið í þeim tvíbrot síð-
an ég gifti mig.
Hvernig kanntu við þetta, spyr
ég og meina auðvitað hússtörfin,
sem hann vinnur, en ekki verndina
frá tvíbrotinu.
— Ef ég segðist kunna vel við
þetta væri það lygi. En ég kann
ekki illa við þetta. Aðstæður
okkar eru þannig að það er eðli-
legt að við skiptum þessu á milli
okkar. Ef ég ynni í frystihúsi eða
hefði prestakall kæmi ég heim
þegar Bóas væri að sofna, eins
og flestir aðrir feður. Það er gott
að kynnast Bóasi. Gott fyrir mig.
Það kemur svo í ljós seinna
hvort það er gott fyrir hann.
Finnst þér þetta erfitt?
— Það var erfitt í fyrstu. Ég
var orðinn gamall þegar Bóas
fæddist, 34 ára. Þá tekur það
lengri tíma að kenna manni að
vera faðir og maður verður
stressaðri fyrir vikið. Það var
margt til að byrja með, sem ég
vissi ekki hvort ég réði við.
Hvað?
— Ég var vanur að passa börn
áður. En þá kom alltaf einhver
heim fyrr eða síðar og tók við
ábyrgðinni. Nú kemur enginn
heim til að taka ábyrgðina af
mér. Það er allt annað mál að
passa börn um tíma en bera alla
ábyrgðina sjálfur. Ég hélt ýmis-
legt um barnauppeldi. Ég veit
varla lengur hvað ég hélt. Jú.
Þegar maður pessar barn ann-
arra þarf maður að læra hand-
tök og viðbrögð. En þegar maður
passar sitt eigið barn er maður
að ala það upp. Og enginn annar
gerir það. Einhvern tíma verða
skiptin. Maður hættir að passa
og uppeldið byrjar. Manni hætt-
ir til að byrja of seint. Maður er
svo glaður yfir að eiga barn að
maður verndar það á alla kanta.
Við sitjum með hönd undir
kinn, hugsandi, horfum á bláan
reykinn, sem liðast úr löngu píp-
unni og teygir sig yfir á næsta
borð, þar sem fólk er að reykja
stuttar, hvitar sígarettur.
— Mér fellur illa við að vera
sífellt að neita. Það er hægt að
leiða athyglina að einhverju
öðru, en ýmislegt er nú þannig
að maður verður að segja nei.
Það erfiðasta við það að vera
uppalandi er að maður er að búa
til fullorðinn mann en ekki barn.
Á meðan ég var óviss um
þessa skiptingu milli þess að
passa og ala upp vann ég heil-
mikið við ritgerðina. Það er
merkilegt hvað börn eru furðu-
lega næm. Þegar Bóas sat í
barnastólnum sínum og ég var
að vinna í eldhúsinu var hann
ánægður. En um leið og ég fór að
lesa varð hann óvær. Eg varð að
plata hann. Ef ég setti bókina
upp á ísskáp hélt hann að ég
væri að elda.
Hvað finnst þér um það að láta
börnin stjórna svona, banna
manni að lesa, af því þeim leiðist
það o.s.frv.?
— Bóas er frekari núna af því
að ég gerði of mikið fyrir hann.
Þau, sem þekkja hann bezt, kalla
hann Danna.
Þau, sem þekkja hann minnst, kalla
hann þess vegna Daníel.
Hann heitir Kristján Valur, með
séra fyrir framan nafnið og Ingólfs-
son í lokin.
Ég þurfti sjálfur að læra að vera
faðir. En það tekur tíma að ala
upp barn. Barn, sem elst upp
með foreldrum en ekki öðrum
börnum, fær auðvitað allt annað
uppeldi.
Viltu 8vo skipta um takt seinna
og jafna heimilisstörfunum meira
á milli ykkar Margrétar?
— Já. Ég var svo sem að átta
mig á því að ég gat ekki bæði
skrifað ritgerðina og passað Bó-
as. Ég verð að ljúka þessari rit-
gerð. Þótt ég vildi hætta og ljúka
henni ekki heldur passa Bóas og
elda mat þá þýðir það ekki. Ég
verð þá svo leiðinlegur. En við
skiptumst á barnapössun við ná-
granna okkar, sem líka á barn,
og það gefur mér tíma til að
skrifa.
Við höfum áður rætt um rúg-
brauðsbakstur og fisksuðu og ég
veit það er óþarft að spyrja
hvort honum þykir gaman að
búa til mat. Hann sagðist þurfa
að fá að vera einn við elda-
mennskuna, skeggræður færu
ekki saman við nákvæmar mæl-
ingar á kryddi. — Ég er aldrei
öruggur um að fá góðan mat
nema ég hafi búið hann til sjálf-
ur. Ef ég væri barnlaus væri ég
ekki svona góður kokkur. Ég
myndi ekki tíma að eyða tíman-
um til þess. Það er raunar eina
„fúnksjónin", sem ég hef enn
sem prestur, það er að gefa fólki
að borða.
Ættum við kannski að víkja ögn
að doktorsritgerðinni?
— Já, hún er um messuna.
Rekjum þetta eftir röð: Ég byrj-
aði í sérnámi í lítúrgíu hjá dr.
Róbert. Hann lézt alltof
snemma. Ég var ekki búinn og
ákvað að halda áfram. Ég fékk
námsstyrk og þá lá fyrir í fram-
haldi af tillögu biskups, að það
þyrfti að undirbúa nýja hand-
bók. Þetta gerðist svo hraðar en
ég hélt. Handbókin er komin og
ég vann við hana með öðrum. Þá
kom ég ýmsu frá mér og þá
breyttist ýmislegt í ritgerðinni
því niðurlagið átti að vera til-
laga um handbók. Þungamiðjan í
ritgerðinni núna er spurningin
um það hvað við ætlum að gera
við þessa nýju handbók. Ef hún
nær ekki til safnaðarins höfum
við ekkert að gera við hana.
Niðurlagið á ritgerðinni er út-
tekt á handbókinni i ljósi lúth-
erskrar guðfræði um messuna
með sérstöku tilliti til kenninga
Lúthers um altarissakramentið.
Þessi úttekt er líka gerð í ljósi
þróunarinnar, sem hefur orðið
hjá öðrum lútherskum kirkjum
eftir stríð og sú þróun er síðan
borin saman við þá pappíra, sem
Lútherska heimssambandið hef-
ur gefið út á seinni árum. í
þriðja lagi geri ég þessa úttekt
undir samkirkjulegu formerki í
samanburði við Lima-tesurnar
og Accra- og Lima-pappírana —
en það er árangurinn af viðræð-
um kirkjudeildanna um skírn-
ina, altarissakramentið og emb-
ættið. Aðalatriðið fyrir mig er
altarissakramentið. Messan er
sífellt áframhald, sífelld hvatn-
ing.
Hvatning til hvers?
— Ef messan er búin með eft-
irspilinu er hún engin guðsþjón-
usta. Guðsþjónustan endar aldr-
ei. Hún breytist bara. Hún heitir
lítúrgía eða messuform í kirkj-
unni en breytist svo smátt og
smátt í díakoniu eða þjónustu i
daglegu lifi og svo aftur i lít-
úrgíu i kirkjunni.
Við böðum út höndum og bú-
um til hringi í loftið til að undir-
strika orð okkar. Konan, sem
sefar hér hungur fólks og þorsta
heldur að við séum að kalla á sig.
Það er líka tímabært að fá sér
nýjan bolla af kaffi.
eru flutt í
nýtt
húsnæöi aö
Bolholti 6
Fjölbreytt námskeiö hefjast í september fyrir ungar stúlkur, konur á öllum aldri og herra.
Hvaða hópur hentar þér???
Sérfræölngar leiöbeina meö snyrtingu, hárgreiöslu, fataval, hreinlæti, framkomu,
borösiöi, gestaboö, ræöumennsku, göngu og fl. 12 sinnum í viku.
nr. 2. nr. 3. nr.4. nr. 5. nr. 6. nr. 7
Fyrir ungar konur Stutt snyrtinámskeið. Fyrir starfshópa, Fyrir ungar stúlkur Fyrir herra á ölium aldri Módelnámskeið
á öllum aldri. Þrisvar sinnum. saumaklúbba. 14—16 ára. Skólahópa. Sex sinnum fyrir veröandi sýningarfólk.
Átta sinnum Tvær 'h kl. stund Sax sinnum Átta sinnum •inu sinni í viku. Dömu og herra.
einu sinni í viku. Handsnyrting einu sinni í viku. •inu sinni í viku. Hárgreiösla — Hreinlæti Fimmtán sinnum
Framkoma — Hárgreiðsla Andlitshreinsun Snyrting Framkoma — Hreinlæti Fatnaöur einu sinni í viku.
Snyrting Snyrting Framkoma — Hárgreiösla Fatnaöur — Snyrting Snyrting Snyrting
Fatnaöur — Hreinlæti Dagsnyrting — Kvöldsnyrting Borösiöir Borösiöir — Ganga Ræöumennska —Framkoma Fatnaöur — Hreinlæti
Borösiðir Sex í hóp. Átta—tíu í hóp. Hagsýni. Tíu—fimmtán í hóp. Ganga.
Tíu í hóp. Tíu í hóp. Tíu—fimmtán í hóp.
Innritun og upplýsingar daglega frá kl. 2—7
í síma 68-74-80 og 68-75-80
Unnur Arngrímsdóttir,
sími 36141.