Morgunblaðið - 26.08.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.08.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 1984 87 ÁFÖRNUM VEGI £■» íslensk börn í Hollandi FJÖLDI Islendinga hefur dvalið í sumar í sumarhúsum í Kempervennen í Hollandi á vegum Samvinnuferða. Alla jafna dvelja aðeins Hollend- ingar í þessum húsum og hefur hinn mikli fjöldi íslendinga vakið athygli. Meðfylgjandi mynd birtist í Eindhoven Dagblad með frétt um íslend- ingana og sýnir nokkur íslensk börn, sem dvöldust í Kemper- vennen. íslendingur stundar nám við The Hebrew University of Israel í NÝLEGU fréttabréfi frá Hebr- eska háskólamim í Jerúsalem er sagt frá íslenskum manni, Hró- bjarti Árnasyni, sem stundaö hefur nám vid „Rothberg Schooi for Overseas Students“ í sumar. Þessi skóli er sérstök deild innan há- skólans fyrir erlenda stúdenta og stundar þar nám fólk frá öllum heimshornum. Haft er eftir Hróbjarti að honum hafi þótt ísrael spenn- andi land. „Það gerist svo margt hér að erfitt er að fylgjast með öllu,“ sagði hann. „Þetta er mjög lifandi staður, þar sem hægt er að finna margt fólk frá ólíkum þjóðum." Ennfremur segir í fréttablað- inu að Hróbjartur sé guðfræði- stúdent við Háskóla Islands og hafi komið til ísrael vegna ábendingar frá vini hans í Reykjavík, sem áður stundaði nám við skólann í eitt ár. Hró- bjartur stundar nám í fornhebr- esku og notar frístundir sínar til að feröast einsamall um landið. Hann tók einnig þátt í fornleifa- uppgreftri f Negev. Arlega stunda um 2.500 manns nám við „Rothberg School for Overseas Students". Boðið er upp á nám f ýmsum greinum og tungumálum. Á sumrin stunda um 700 manns nám við skólann og þá er einnig boðið upp á nám- skeið í gyðinglegum fræðum, fornhebresku, fornarabísku, nú- tfmaarabísku og fleiru. Hróbjartur Árnason fyrir utan skólann. Ástrós Gunnarsdóttir á leið til Bandaríkjanna í dansiiám ÁSTRÓS Gunnarsdóttir er mörg- um kunn, þó sérstaklega fyrir það að vera íslandsmeistari í diskó- dansi og að taka þátt í heimsmeist- arakeppni í diskódansi, sem haldin var í London á síðastliðnu ári. Þar hreppti hún fjórða sætið.Nú er Ástrós á leið til Bandaríkjanna þar sem hún mun stunda dansnám og ræddi blaðamaður Morgunblaðs- ins við Ástrósu fyrir nokkrum dög- um í tilefni þess. — Hvenær byrjaðir þú að dansa? „Ég byrjaði í jassballett fyrir fjórum árum. Áður var ég f 7 ár í fimleikum, þar af kenndi ég í tvö ár“. — En hvað með diskódans- inn? „Ja, ég hef aldrei lært diskó- dans, en tók þátt í þessari keppni hér heima og fór síðan út til London. Það var mjög skemmti- legt að taka þátt í þessu. Hópur- inn var mjög samheldinn og skemmtilegur. Við vorum þarna í viku og nær allur tíminn fór í að skipuleggja og æfa fyrir keppnina. Sumir voru með fast- mótað prógram. En ég gerði bara það sem mér datt f hug á dansgólfinu. Við fengum nefni- lega ekki nema 25 sekúndur til umráða á gólfinu. Þetta vissi ég ekki fyrr en ég kom út og mér fannst þetta allt of stuttur tími til að vera með fastmótað prógr- am.“ — Hefurðu mikið sýnt diskó- dans? „Já ég hef sýnt hér í Reykja- vík, aðallega í Hollywood, Safari og Sigtúni. En einnig svolítið úti á landi. Annars er ég í raun og veru ekki mikið fyrir diskódans og ætla ekki að leggja hann fyrir mig.“ — En fékkst þú ekki tilboð um að dansa einhvers staðar er- lendis? „Það var plötusnúður á diskót- eki á Madeira sem vildi að ég kæmi út og sýndi þar í hálfan mánuð nú í ágúst. Én þetta var mjög óhentugur tími fyrir mig, þar sem ég er nú önnum kafin við að undirbúa Bandaríkjaferð- ina. Einnig datt honum f hug að ég kæmi þá næsta vor, en það vil ég ekki. Þá ætla ég að vera hætt að dansa diskódans. Mér finnst komið nóg af þessu.“ — Hvernig skóli er þetta, sem þú ert að fara á í Bandaríkjun- um? „Þessi skóli heitir Alvin Ailey American Dance Center og er í New York. Þarna er kenndur jassballett, nútímaballett og klassískur ballett. Nemendurnir verða að læra þetta allt, og jafn- framt listasögu og dansmúskik. Þá er valið eitt aðalfag. Mitt að- alfag verður jassballett. Hægt er að velja um þriggja, sex og tólf mánaða námskeið. Ég ætla að byrja á því að fara á þriggja mánaða námskeið, en vonast til að geta haldið áfram í að minnsta kosti eitt ár. Draumur- Ástrós Gunnarsdóttir inn er sá að komast sfðan f fram- haldsnám eftir það við sama skólann." — Hvernig fréttir þú af þess- um skóla? „Fyrir nokkrum árum var hér maður, sem hafði verið á þessum skóla. Hann setti upp sýningu með dönsurum á Broadway, sem ég tók þátt í. Hann hvatti mig til þess að sækja um. Þessi hug- mynd kom fyrst upp fyrir tveim- ur árum. En það er frekar stutt síðan ég sótti um. Ég reyndi að fá námslán, en það gekk ekki. Það er einkaaðili sem styður mig til fararinnar. Skólinn krefst þess að maður hafi stuðnings- mann.“ — Hvenær ferðu út? „Vonandi kemst ég út 6. sept- ember. Ég fer með tveimur vin- konum mínum. Önnur fer i leik- listarskóla, en hin fer að vinna sem fyrirsæta. Við munum allar búa saman úti. Þetta leggst allt mjög vel í mig.“ — Hvað tekur við eftir nám- ið? „Mig langar til að reyna fyrir mér sem dansari erlendis. Þetta er þekktur skóli og gefur það ýmsa niöguleika. En þetta getur orðið erfitt, því samkeppnin þarna úti er mjög hörð og maður verður virkilega að berjast fyrir að komast áfram. En ég er til- búin f slaginn. Hér heima eru svo litlir möguleikar fyrir dans- ara. Yfirleitt er dans sýndur hér sem uppfyllingarefni. En það þyrfti að setja upp sýningar þar sem dansinn er aðalatriðið. Staðreyndin er sú að það er varla markaður fyrir slíkt. Hér vinnur enginn fyrir sér með því að dansa." — Er sá möguleiki fyrir hendi að þú setjist að erlendis? „Eins og er kemur sá mögu- leiki til greina. En ég veit ekki hvernig þetta verður þarna úti og það verður allt að koma í ljós.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.