Morgunblaðið - 26.08.1984, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.08.1984, Blaðsíða 14
70 MORGUNBLAÐIÐ, SITNNUDAGUR 26. ÁGÚST 1984 GULLFISKAR SPILAVÍTANNA — öfgafullir munaðarseggir Hvers konar menn eru það sem eyða 400 þúsund dollurum á einni helgi í spilavíti? Þetta er spurning sem skiptir miklu máli fyrir stjórnendur spilavíta að hafa rétt svar við. Rekstur spilavítis er ekki eingöngu fólginn í því að fletta spilum og halda rúllettuhjólinu gangandi: nákvæmlega sama reglan gildir um spilavíti og önnur fyrirtæki, að laða til sín viðskipta- vini, sér í lagi góða viðskiptavini. Um 15% af veltu spilavíta byggist á framlagi svokallaðra „stórspilara“ eða „high roll- ers“, manna sem leggja ekki minna undir en andvirði Seðla- bankabyggingar á einu kvöldi. Fimmtán prósent er hátt hlut- fall, þegar haft er í huga að af hverjum þúsund manna hópi sem stundar fjárhættuspil að staöaldri er aðeins einn stórspil- ari, að því er talið er. Engin furða þótt spilavítin geri sitt ýtrasta til að draga til sín þessa menn. Slíkar gullfiskaveiðar eru orðn- ar að sérstakri fræðigrein f spila- vítum vestanhafs. Hver fiskur þarf sína sérstöku beitu og rétta beitan finnst ekki án haldgóðrar þekkingar á hátterni, þörfum og löngunum fiskanna. Bitt spilaviti f Atlantic City er með skrá yfir 12 þúsund stórspilara inni í tölvu hjá sér, ásamt upplýsingum um þarfir og smekk viðkomandi, hvaða rak- spíra hann notar, hvaða vín hann drekkur, hvaða litir falla honum best í geð, hvernig hann vill helst skemmta sér og svo framvegis. Með öðrum orðum, upplýsingar, sem hægt er að nota til að stuðla að því að honum líði sem allra best. Beitan Hver fiskur þarf sína sérstöku beitu, sögðum við, og vist er að gullfiskarnir lifa ekki á neinni hungurlús. „Við skulum gleyma öllu smáborgaralegu kjaftæði um hófsemi sem dyggð," segir einn stjórnandi blómstrandi spilavftis þar vestra. „Stórspilarar eru mun- aðarfullir öfgamenn, gráðugir á lífsins lystisemdir á hvaða sviði sem er. Þeir eru tígrisdýr í kinda- hjörð, sannkallaðar kjötætur, sem blóði væta góm. Það þýðir ekki að bera á borð fyrir slíka menn smærri steikur en 20 þumlunga, svo dæmi sé tekið. Það dugir ekk- ert minna en taumlaus hedónismi til að fullnægja þörfum þessara manna." Ys og þys Þægindi, þjónusta og munaður eru lykilorðin. En vel á minnst, engan hljóðlátan kóngaelegans i anda hefðbundinna spilavíta Evr- ópu: með þægilegum börum við rúllettuborðin, djúpum hæginda- stólum á víð og dreif og „kósí korners" þar sem viðskiptavinir geta hreiðrað um sig og masað. Evrópuspilavftin eru stíluð á aðal- inn, menningaraðsetur eins og óperuhús. Hinum vinnandi manni er ekki boðið. „Við skulum horfast i augu við staðreyndir," segir umræddur spilavítisstjóri. „Viðskiptavinir okkar eru ekki háfleygir heims- borgarar, sem hafa mestan áhuga á menningu og listum. Þetta eru athafnamenn, hörkutól, sem vilja hreyfingu, ys og þys. Líf en ekki lognmollu. Þeir vilja heyra kliðinn frá klingjandi spilakössum, hróp- um viðskiptavina og skrjáfið f spilapeningungum. Þeir vilja finna fyrir flökti neonljósanna, sjá glitrandi glimmerinn endur- kastast frá speglum og krómi. Og hafa risastórar myndir af stjörn- um úr heimi kvikmynda og íþrótta á veggjum.“ f spilavíti má ekkert vera sem minnir á heiminn fyrir utan: engir gluggar sem gætu gefið vísbend- ingu um það hvort það er dagur eða nótt, rigning eða sólskin. öll önnur áreiti, eins og hungur eða þorsti, er bæld niður í hinum alls- ráðandi klið. Ekkert má trufla einbeitingu spilaranna, draga at- hygli þeirra frá spilaborðunum. Urrið, kliðurinn, flöktið og ein- angrunin tilheyrir „vélbúnaði" spilavftisins, starfsfólkið er „hugbúnaðurinn": það sveimar um salina, kemur af stað spila- mennsku, rabbar við viðskipta- vini, og reynir að sjá svo um að öllum líði sem best — við borðið. „Mannleg samskipti eru mjög mikilvæg," segir einn starfsmað- urinn, „samband okkar við við- skiptavinina er á fjölskyldulín- unni, virkilega náið og innilegt." Frá ás niöur í sexu Ofannefnt spilavíti greinir stór- spilara f sex flokka og eru ein- kenni hvers hóps um sig skil- greind á 47 blaðsíðna tölvuforriti, sem er að sjálfsögðu viðskipta- leyndarmál. Ekki eru allir stór- spilarar jafn stórtækir, og til- gangur flokkunarinnar er að draga skýrar linur hvað varðar þjónustu og dekur. „Einseyringur- inn“ eða „ásinn" er toppurinn í stjörnuliðinu. 1 þessum 12 þúsund manna hópi eru um 100 ásar, en þjónusta við þá er í algerum sér- flokki. Það eru nánast engin takmörk á tilkostnaðinum við að halda þeim góðum. Ef fyrsta flokks stórspilara klæjar í lófana eftir spilamennsku þarf hann ekki annað en að slá á þráðinn í spila- vftið og gefa upp staðsetningu sína. Hann verður sóttur í leigu- þotu ef þvf er að skipta, keyrður í Rolls Royce síðasta spölinn, smjaðrandi framkvæmdastjórar, stórstjörnur og þjónustulið taka honum opnum örmum, og keppast, hver um annan þveran, við að blíðka hann og mýkja, en umfram Aðalsmannaíburður hefur ekkert aðdríttarafl fyrir stórspilara vestanhafs. Þeir eru meira gefnir fyrir neonljós og plaköt af kvikrayndastjörnum. Teningunum kastað. EINSTAKUR VIÐBURÐUR Friedman á íslandi! Hinn heimskunni hagfræöingur og nóbelsverölaunahafi Milton Friedman heldur fyrirlestur í Súlnasal Hótels Sögu laugardaginn 1. september kl. 12. Heiti fyrirlestrarins er: „Eru aukin ríkisumsvif óhjákvæmileg?“ Aðgöngumiðar fást í bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar Austur- stræti 18. Miðaverö kr. 1.200.- (hádegisverður innifalinn). Viðskiptadeild Háskóla íslands. Stofnun Jóns Þorlákssonar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.