Morgunblaðið - 26.08.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 1984
63
Samkvæmt kenningunni um „aó-
skilnaðarþróun" eru blökkumenn
í Suður-Afríku neyddir til að búa á
sérsrvæðum, svonefndum „heima-
löndum", sem hér eru merkt með
svörtu.
P.W. Botha, forsætisráðherra Suð-
ur-Afríku.
Andreas P. Treurnicht er formaður
fhaldsflokks Suður-Afríku, sem
berst hatrammlega á móti því að
blökkumönnum verði veitt meiri
réttindi.
„aðskilnaðarþróun" út í hörgul.
Með þvi að koma á fót „heima-
löndum" handa svertingjum og
svipta þá borgararéttindum f
íbúðarhverfum hvitra manna
hyggjast þeir reyna að halda á
lofti þeirri goðsögn, að þeir heyri
ekki aðeins til litlum minnihluta
þjóðar, þar sem 73 af hundraði eru
svartir. Þeir séu hins vegar ein
þjóð meðal nokkurra þjóða svert-
ingja.
Þó eru ekki allir Afríkanar sam-
þykkir stefnu stjórnarinnar í
þessu máli. Sumir telja að hug-
myndin um hin tíu„ heimalönd" sé
dæmi um alvarlega stjórnmála- og
efnahagsskyssu. Samt er engum
blöðum um það að fletta, að fáir
úr valdastéttinni vilja koma á lýð-
ræði samkvæmt vestrænni fyrir-
mynd, þar sem aðskilnaðarstefn-
unni yrði útrýmt og vilji meiri-
hlutans réði í þingkosningum.
Um 65 þúsund blökkumenn búa í Lesotho. Hér eru íbúar bæjarins að hreinsa hús eitt af byssukúlum stjórnarher-
manna, eftir leit að skæruliðum.
Prófessorinn Willie Esterhuyse
telur t.d. að hverfa verði frá að-
skilnaðarstefnunni á þann hátt, að
fólk taki ekki eftir því. Það sé ekki
unnt að skýra þetta berum orðum;
en það verði að gerast þannig, að
fólk meðtaki smám saman ný
viðhorf og láti hin gömlu lönd og
leið. Því snúist kjarni málsins um
tíma: Menn verði að fá svigrúm til
að laga sig að breyttum aðstæð-
um. Það þarf þó hvorki skörp augu
né skynsemi til að sjá að mótrökin
eru einnig sterk: Halda á áfram að
skjóta réttindamálum svertingja á
frest eins lengi og unnt er undir
yfirskyni aðlögunartíma.
Draugur Verwoerds
vakinn upp
Hinn herskái íhaldsflokkur
Suður-Afríku er st.jórnmálaafl,
sem vert er að gefa nánari gaum.
Lærimeistari og átrúnaðargoð
íhaldsmanna er helsti höfundur
aðskilnaðarstefnunnar, Hendrik
Verwoerd. Að þeirra dómi eru all-
ar þjóðfélagsbreytingar í Suður-
Afríku til ills, þar sem þær mundu
leiða af sér, að hvítir menn misstu
völdin þar og menningararfleifð
þeirra síðustu 300 ár liði brátt
undir lok.
Helsti leiðtogi og stofnandi
íhaldsflokksins er Andrias P. Tre-
Carel Boshoff, sem er andlegur leiðtogi fhaldsflokksins í Suður-Afríku, fyrir
framan málverk af tengdaföður sínum, Hendrik Verwoerd, sem er helsti
höfundur aðskilnaðarstefnunnar.
urnicht, sem á síðasta ári var rek-
inn úr þjóðernisflokknum fyrir
andstöðu sína við áform stjórnar-
innar að veita kynblendingum og
afkomendum Asíubúa aukin rétt-
indi. En hinn andlegi leiðtogi
flokksins er tengdasonur Hend-
riks Verwoerds, Carel Boshoff.
Reyndar stendur þjóðernisflokkn-
um mun meiri ógn af Boshoff en
Treurnicht. Hinn fyrrnefndi fylgir
t.d. sömu stefnu og Afríkanar
mörkuðu á þriðja og fjórða áratug
aldarinnar í þvf skyni að hrifsa
völdin úr höndum Breta.
Boshoff skírskotar til allra
hinna táknrænu þátta þjóðernis-
hyggju Afríkana: sögunnar, þjóð-
hetjanna og fánans. Og þótt
íhaldsflokkurinn hafi einungis 17
þingmönnum á að skipa en þjóð-
ernisflokkurinn 125, slær hann á
ýmsa tilfinningastrengi Afríkana,
eins og fortíðarinnar, einingar
þeirra um árin og hræðslu þeirra
við valdamissi. Enda eru fleiri Af-
ríkanar samkvæmt skoðanakönn-
unum um viðhorf hvíta minni-
hlutans á móti því að kynþátta-
misrétti verði afnumið á opinber-
um stöðum, s.s. sundlaugum,
bókasöfnun og æðri menntastofn-
unum, en afkomendur Breta. Það
þarf þó ekki að koma á óvart að
um 93 af hundraði svarta meiri-
hlutans eru því aftur á móti
hlynntir, að svertingjar hljóti
sömu réttindi og hvíti minnihlut-
inn.
„Aðskilnaðarstefnan ekki
reist á kynþáttahatri“
Þótt undarlegt megi virðast,
telja Boshoff og Treuernicht að
aðskilnaðarstefnan sé ekki reist á
kynþáttahatri eða rasisma. Báðir
segjast þeir vera trúir kristilegri
trúarsannfæringu sinni, og gera
sér fyllilega grein fyrir þeim kvöl-
um og óþægindum, sem svertingj-
ar þurfa að þola sakir aðskilnað-
arstefnunnar. Treuernicht sagði
t.d. í nýlegu viðtali: „Við erum
ekki ónæmir fyrir þessum vanda-
málum, en í tímans rás kemur i
ljós, að kynþættirnir eru svo ólíkir
að öllum er til góðs að þeir búi og
lifi ekki saman."
Svo mörg voru þau orð. En þótt
veldi þjóðernisflokksins sé nú ekki
í mikilli hættu vegna íhalds-
flokksins sjá sumir flokksmenn
sér hag í þessari þróun mála.
Ástæðan er auðfundin: Nú geta
menn tekið undir slagorð flokks-
ins um að hann sé fylgjandi
endurbótum á ýmsum sviðum. Og
er hér ekki komin prýðileg rök-
semd fyrir hægfara þjóðfélags-
breytingum?
Enda þótt margir stuðnings-
menn Þjóðernisflokksins hneigist
til að gera lítið úr íhaldsflokknum
eru leiðtogar stjórnarflokksins á
öðrum meiði. Nú virðist t.d.
standa yfir mikil áróðursherferð
gegn Boshoff, sem miðast einkum
að því að bola honum úr áhrifa-
stöðum þjóðfélagsins. Upphaf
þessara aðgerða má rekja til síð-
asta árs þegar Boshoff var neydd-
ur til að segja af sér stöðu for-
manns leynifélagsins Broeder-
bonds. Ennfremur hefur þess ver-
ið krafist, að Boshoff láti af starfi
forseta guðfræðideildar háskólans
í Pretoríu, höfuðborg Suður-
Afríku. Hann kveðst þó hvergi
ætla að víkja, en hefur hins vegar
orðið að draga til baka ýmis um-
mæli, sem hann hefur viðhaft á
opinberum vettvangi.
Klofningur Afríkana
í Pietersborg
Þessi herferð fylgismanna þjóð-
ernisflokksins ber því einum
möguleika vitni: Ef til vill óttast
)eir íhaldsflokkinn meir en þeir
eru reiðubúnir að viðurkenna
opinberlega. John van der Vyver,
prófessor í lögum við háskólann í
Jóhannesarborg, segir, að engin
ástæða sé til þess að hundsa
íhaldsmenn:„ Þeir fylgja fyrir-
mynd, sem áður hefur gefist vel,
og þeir hafa pólitískan mátt til að
auka fylgi sitt.“ Og áþreifanleg
dæmi þess blasa við. T.d. hafa
íhaldsmenn náð undir sig eftir
miklar sviptingar öllum mikilvæg-
um embættum úr höndum þjóð-
ernisflokksins í bæjarráði Piet-
ersborgar, sem áður var tákn sátt-
ar og samlyndis Afríkana. Það,
sem olli þessari sundrungu, var
tillagan til stjórnlagabreytinga,
þar sem m.a. er kveðið á um að
kynblendingum og Asíubúum
skuli veitt meiri réttindi.
En undir niðri er ástæðan til
aukins fylgis íhaldsflokksins í
Pieterborg og norðurhluta
Transvaal-fylkis af öðrum toga
spunnin. Margir hvítir menn á
þessum slóðum telja að Þjóðernis-
flokkurinn og stjórn landsins hafi
fjarlægst uppruna sinn, eða hina
hefðbundnu íhaldssemi, sem jafn-
an hefur átt miklu fylgi að fagna í
sveitahéruðum Suður-Afríku.
Þeim finnst, að meirihluti Afr-
íkana og ríkisstjórnin hafi síðustu
ár hugsað of mikið um hag borg-
arfólks, en látið þarfir og hags-
muni bændafólks lönd og leið. En
sennilega er helsta orsökin sú, að
þeir óttast fjölda og mátt svarta
meirihlutans. Embættismaður í
Pietersborg, Boets, segir, að
Ihaldsflokkurinn hafi hlotið mik-
inn hljómgrunn í bænum vegna
þess að þar á hvíti minnihlutinn
mest undir högg að sækja. Árið
1970 voru um 30 þúsund blökku-
menn á íbúaskrá í Pietersborg, en
nú einungis 266. Á þessu tímabili
hafa hinir hvítu íbúar bæjarins
neytt blökkumenn til að flytjast
þaðan burt. Alls staðar kringum
bæinn er byggð blökkumanna. T.d.
búa 65 þúsund þeirra í Seshego,
sem er þar skammt frá. En þeir,
sem standa að miklu leyti undir
blómlegu efnahagslífi Pieters-
borgar, eru óvefengjanlega
blökkumenn. Og hér erum við
komin að möguleikum svarta
meirihlutans til að ná árangri í
baráttu sinni fyrir auknum rétt-
indum.
Getur kapítalismi útrýmt
aðskilnaðarstefnunni?
Sú skoðun hefur löngum verið
útbreidd að kapítalismi muni að
lokum binda endi á aðskilnaðar-
stefnuna, þar sem hlutur blökku-
manna aukist æ meir á vinnu-
markaðnum og í krafti vaxandi
kaupmáttar launa hafi þeir meiri
áhrif á efnahagsmál landsins. En
þrátt fyrir þetta virðist kapítal-
isminn hafa náð að laga sig að
aðskilnaðarstefnunni í Pieters-
borg. Tökum gott dæmi þessu til
staðfestingar: Á skyndibitastað í
borginni vinna blökkumenn og
viðskiptavinir eru af öllum kyn-
þáttum. Samt sem áður er um að-
skilnað að ræða: Annars vegar er
biðröð fyrir hvíta menn, og hins
vegar blökkumenn.
En að margra dómi er þó fýsi-
legur kostur fyrir svertingja, að
reyna með öllum ráðum að færa
sér í nyt efnahagsvald sitt, kaup-
máttinn, til að rétta hlut sinn.
Einn talsmaður þeirra, Phatui,
telur t.d. að blökkumenn í Suður-
Afríku geti á margan hátt tekið
sér til fyrirmyndar baráttu
blökkumannaleiðtogans Martins
Luthers Kings yngra fyrir aukn-
um mannréttindum í Bandaríkj-
unum. „Hvað gerist ef við hættum
að setja fjármuni okkar í banka
hvítra manna? Þeir munu hrynja
eins og spilaborg,“ segir Phatui.
Að vísu viðurkennir hann, að bæði
sé þörf á tíma og skipulagningu til
að fá svertingja til að hunsa
valdastofnanir hvita minnihlut-
ans. „En samt mun gæfuhjólið
byrja að snúast í Pietersborg. Þar
verður lokasigur unninn á aðskiln-
aðarstefnunni."
Heim 'iir: (ireinardokkur (ilenns Frankels I
The New York Times um SuAur-Afríku, News-
week oj; Der Spiegel.
- VI